Þjóðólfur - 29.09.1899, Blaðsíða 2
i86
sent frá Indlandi, en hinn helmingurinn frá Eng-
landi og herstöðvum Englendinga við Miðjarð-
arhaf.
18. f. m. eyddist af eldi allmikil húsaspilda
1 Árósum á Jótlandi. Það var einhver sá
geypilegasti húsbruni, sem menn muna eptir
þar á seinni árum. Um 20 hús brunnu til
kaldra kola, þar á meðal mesta stórhýsi bæjar-
ins, »Meilborg« kallað. 80 fjölskyldur urðu hús-
næðislausar. Tjónið metið 2 miljónir króna.
Norðmenn hefur hingað til vantað sóma-
samlegt leikhús, samboðið landi og höfuðstað.
En nú er skaðinn bættur. 1. þ. m. var hið nýja
leikhús opnað með mikilli viðhöfn. Leikhús-
stjórinn er Björn, sonur Björnstjerne skálds
Björnsons. Myndastyttur af Björnstjerne B. og
Henrik Ibsen standa á verði við dyrnar (búnar
til af Stephan Sinding). Leikhúsið er eign hluta-
félags, en hefur fengið styrk af landsjóði.
Dr. Nathorst, er fór að leita Andrée við
austurströnd Grænlands og víðar, kom aptur úr
leiðangri sínum til Mátmeyjar 12. þ. m., og
hafði einskis vísari orðið. — Dr. Peary var einn-
ig kominn til Newfoundlands úr nórðurför sínni,
og þykist hafa komizt 50 enskar mílur lengra
norður en Nansen. Peary kól á fætuma og
varð að taka af lionum nokkrar tær, en að vori
ætlar hann þó að halda enn af stað í nýjan leið-
angur. Hann hitti á leið sinni Sverdrup á
»Fram«, og hafði hann þá misst einn mann úr
sótt, en annars var allt hjá honum 1 góðu
gengi. _____________
Alltaf kreppist skórinn að Finnum. Lög-
um samkvæmt á ráðgjafi þeirra í Pétursborg að
vera Finni; en nú er rússneskur embættismaður,
Plehwe, skipaður í sætið.
Hin illræmda kýlapest (austurálfu-pest,
svarti dauði) hefur gert vart við sig til muna í
Portúgal, en lítur út fyrir að vera í rénun. —
Pestfregnir hafa og borizt frá Rússlandi (Volga-
héraðinu), en þó óljósar.
Látinn er Bunsen, fyrrumháskólakennari
í Heidelberg, 88 ára gamall, mjög frægur vísinda-
maður. Er nafn hans tengt við ýmsar mikilsverðar
rannsóknir og nýjar aðferðir í efna- og eðlisfræði.
En frægastur er hann orðinn fyrir uppfundning-
una á geislagreiningunni (spectralanalysen), er hann
gerði 1860 í félagi með Kirchhoff, embættisbróð-
ur sínum (-j* 1887). Bunsen ferðaðist hér á
landi 1846, og fékkst þá einkum við jarðfræði-
rannsóknir, aðallega í sambandi við eldfjalla-
myndanir. — Látinn er einnig Oluf Rygh, há-
skólakennari 1 norrænni fornfræði í Kristjaníu
og Kornellus Vanderbilt, auðmaðurinn mikli
í New-York. Eignir hans taldar 100 miljónir
dollara. Jowan Ristic, einn af helztu stjóm-
málamönnum Serbíu er og látinn, hafði nokkr-
um sinnum verið ráðherra og ríkisforseti á æsku-
árum þeirra feðga Mílans og Alexanders. Séra
Mílan hélt ræðu við jarðarförina!
,Andans mennirnir miltlu‘.
I stóru landi nokkra einhversstaðar langt
fyrir vestan landslög og rétt voru einu sinni
tveir guðsmenn, nokkurskonar drottins spámenn,
er prédikuðu fyrir lýðnum og kváðust vera kall-
aðir til að leiða hann í allan sannleika. Og
margir af lýðnum gengu undir merki þeirra, og
sumir fóru að kalla þá »hina miklu andans
menn«. Og guðsmennírnir sjálfir fóru að trúa
því, að þeir væru það, og gerðust harla drembn-
ir í sfnum hjörtum, en létu þykkju sína bitna á
þeim, er þverúðarfullir voru og eigi vildu bera.
næga lotningu fyrir andans mönnunum miklu
En þessir andans menn voru ekki bornir og
barnfæddir í stóralandinu heldur í litlu, fátæku,
fámennu landi langar leiðir burtu frá stóra land-
inu. Og andans mennirnir miklu unnu að því
eptir megni, þó mest í laumi, að allir íbúar
litla landsins flyttu burtu þaðan til stóra lands-
ias, svo að landauðn yrði í litla landinu, ætt-
landi þeirra, en þeir gætu krækt í sem flestar
sálir í sinn hóp á stóra landinu, svo að nógu
margir gætu orðtð til að tigna þá sem hina
miklu andans menn í því landi. En stjórn-
in í landinu mikla var auðug að gulli og ger-
semum. Og hún vildi gjarnan að fólkið fjölg-
aði í landinu. Og hún jós gullinu á tvær hend-
ur til allra þeirra, er lofuðu henni dyggu fylgi
í fyrirætlunum hennar. Og sendisveinar beggja
. andans mannanna komu til stjórnarinnar gull-
auðgu og gerðust þjónar hennar, hétu henni að
gera landauðn í litla landinu fjarlæga, ef þeir
fengju gnótt gulls fyrir greiðann. Og stjórnin
tók þeim feginshendi og lét þá hafa allt, erhug-
ur þeirra girntist. Og sendisveinarnir fóru aptur
til andans mannanna miklu og tóku saman ráð
sín við þá, hvernig þeir gætu sem bezt rekið
erindi það, er þeim var á hendur falið, því að
þeir vissu, að gullið rann því örar ofan í vasa
þeirra. Á þessari samkomu var meðal annara
staddur hinn veraldlegi ráðsmaður andans mann-
anna, er þeir höfðu lengi haft til að blása í lúð-
urinn fyrir þeim á strætum og gatnamótum, og
reka erindi þeirra við stjórnina gullauðgu. Var
hann þvf hið mesta þarfaþing, og lét ekkert á
sér festa, þótt lýðurinn kastaði saurábann, er hann
öskraði sem mest í lúðurinn, því hann galt jafn-
an í sama mæli, og hirti ekki um, þótt hann
yrði býsna óhreinn um hendurnar, því að það
þurkaðist allt af honum, er hann tók f hend-
urnar á andans mönnunum miklu. En enginn
sá, að þeir yrðu óhreinni eptir. Og þótti það
eitt með öðru bera vott um heilagleik þeirra.
Þessi »kallari» þeirra stóð nú upp á samkom-
unni og mælti á þessa leið:
»Sakir þess, að eg þekkist alstaðar hverju
gerfi, sem eg er hulinn, þá virðist mér ekki ráð-
legt, að eg fari í þetta sinn erindi stjórnarinnar
gullauðgu, til þess að reyna að sópa þessum fáu
nræðum burtu úr landinu litla og vesala, sem
vér allir þekkjum. En það sýnist mér ráð, að
þið guðsmennirnir, vorir miklu andans menn
klæðist yðar beztu klæðurn, þeim utanhafnar-
klæðum, er þér eigið snyrtilegust og hejzt eruð
vanir að bera á hátfðum og tyllidögum. Mun
þá enginn gruna yður í því gerfi og mun yður
verða vel fagnað, því að þessir græningjar, sem
enn búa þar í vesala landinu, gangast helzt
fyrir snotrum klæðum og fögrum orðum. Verð-
ið þér að fara varlega að öllu, vera slægir sem
höggormar en einfaldir sem dúfur, tala fagurt
um ættjarðarást yðar og kærleika í fjölmenni,
einkum þar sem þér ætlið, að veggirnir hafi
eyru, en rekið erindi yðar því rækilegar í laumi
og sýnið aðeins hinum beztu vinum yðar, hvem-
ig þér eruð klæddir yfirhafnarlaust og hvað það
er, sem þér berið fyrirj brjóstinu. Látið aðra
halda, að það sé krossmark og mun yður þá
vel farnast. Þér vitið að þér eigið ýmsum vin-
um að fagna þarna í vesæla landinu, vinum, sem
hafa hrósað ykkur og ávallt eru að hrósa ykkur
og kalla ykkur andans mestu menn. Skjallið
þá aptur á móti leynt og ljóst, og heitið þeim
að hrósa þeim duglega, er þið komið aptur
heim í ríki ykkar. Einn nieðal þessara nianna,
vitið þið, að er skáldið andlitla, er snerist til
apturhvarfs hérna hjá oss og sendur var heim til
vesæla landsins meðal annars til að vera þar á
verði fyrir okkur, og vinna í verki þeirrar köll-
unar, sem vér allir vitum, hvað er. Og hann
hefur gert það dyggilega, eptir því sem kraptar
hans og hæfileikar leyfðu. Hann hefur samið
hverja hallærissögutia eptir aðra um ástandið í
þessu svonefnda ættlandi okkar og það er mat-
ur, sem oss geðjast að. Hann veit hvað oss
kemur drengttrinn og við höfum heldur ekki
sett oss úr færi, að gera þessar sögur hanskunn-
ar hér í landi. Það er bezti skáldskapurinn,
sem vér þekkjum frá hans hendi, þessar hall-
ærissögur hans og voðafréttir úr ýmsum héruð-
um þessa vesaldarlands. Þótt annar skáldskap-
ur hans sé lítilsháttar verðum vér samt að hrósa
honum, því að þá útbreiðir hann því ákafar lof-
ið og dýrðina um oss og stóra landið okkar.
Og eins og hann hefiir orðið einna fyrstur manna
til að kalla ykkur mestu andans mennina af
ykkar þjóð, eins býst eg við því á hverri stundu,
að eg fái að verða sá 3. í röðinni meðal mestu
andans mannanna héma megin. En þá verð eg
að skjalla hann duglega, því að ókeypis fæ eg
ekki þetta vottorð hjá skáldinu andlitla. Eg
skal standa hér á verði, meðan þið eruð burtu.
Þið þekkið mig. Og farareyri skal yður ekki
skorta, því að eg er heimagangur hjá stjóminni
gullauðgm.
Þá er »kallarinn« hafði lokið ræðu sinnt
var mikill rómur að henni gerður. Og andans
mennirnir miklu voru í engum vafa um, hvað
gera skyldi. Þeir köstuðu yfir sig kápunum og
héldu á stað til landsins litla, Og þeim var
víðast hvar vel tekið, því að þeir komu sem sak-
lausir sauðir, að eins af kærleika og þrá til ætt-
jarðarinnar. Og andlega lítilmennið, skáldið
andlitla tók við hinum miklu andans mönnum
með feginstárum, sat við fótskör þeirra svo opt
sem unnt vár, strauk klæðafald þeirra, og talaði
það eitt, er þeim þótti ljúft og inndælt að heyra.
En þeir lögðu hendur í höfuð honum og vígðu
hann til einskonar prests- og prédikunarembættis,
til þess að hann gæti verið umboðsmaður þeirra,
er þeir væru horfnir heim til stóra landsins,
haldið áfram starfinu i þeirra anda í landinu
litla og auma, kunngert dýrð þeirra og lands-
ins mikla í tíma og ótfma og umframt allt sví-
virt alla, er dirfðust að segja nokkuð gott um
landið litla og fámenna eða efast um þjóðrækni
og ættjarðarást andans mannanna miklu. Hins veg-
ar lofuðu þeir hátíðlega, að þeir skyldu í tíma
og ótfma halda á lopti öllu því, er skáldið and-
litla léti frá sér fara, og aldrei þreytast á því að
gylla allt, er hann vildi gylla láta og níða allt,
er hann níddi, svo að þeir gætu ávallt verið sam-
taka f öllu, því að þá væri helzt von um, að
það tækist að gera landauðn í landinu fámenna.
Var þetta föstum svardögum bundið. En eink-
um skyldu þeir ekki gleyma að láta skjallinu
rigna hvorir yfir aðra. Og sá andlitli varð svo
hjartanlega glaður yfir þeim vinahótum og trausti,
er andans mennirnir miklu sýndu honum, að
hann gat ekki stillt sig um að lýsa því opinber-
lega yfir, að hann væri »frelsaður«, hefði horfið
aptur frá villu síns vegar og orðið að nýjum og
betri manni fyrir áhrif þess anda, er hann hefði
öðlazt í landinu mikla. Og það er til löng saga
um störf andans mannanna miklu á ættlandi
þeirra, litla landinu fámenna, er þeir heimsóttu,
og hvermg þeir ráku erindi sitt, en þær sögur
eru skrifaðar í annari bók. Og andans menn-
irnir hurfu aptur til landsins mikla, til hjarðar
sinnar þar. Og hið andlega smámenni, skáldið
andlitla, stóð á ströndinni með tárvot augu, því
að hann langaði burt með andans mönnunum
miklu, en mátti ekki fara að sinni, því að hann
átti eptir verk að vinna, Hann hafði fengið
»köllun« síná endurnýjaða og staðfesta af sjálf-
um páfanum, og þeirri köllun mátti hann ekki
bregðast, því að laun stjórnarinnar gullauðgu í
landinu mikla fóru eptir trúleik þjóna hennar.
En svo fór að lokum, að landar hans í landinu
litla og fámenna flettu af honum kápunni, og
sáu hver hann var, og þá varð hann að flýja
nakinn og kjökrandi í faðm andans mannanna
miklu og stjórnarinnar gullauðgu í landinu
mikla. Og sjá, það varð ekki landauðn f litlaland-
inu, fámenna. Skejill.