Þjóðólfur - 29.09.1899, Page 3

Þjóðólfur - 29.09.1899, Page 3
187 Sjálfsmorð. Einhver auðugasti bóndinn í Árnessýslu, Halldór Halldórsson á Vatnsleysu í Biskupstungum fyrirfór sér um næstl. helgi (hengdi sig). Hann var aldurhniginn maður, hafði orðið sturlaður á geðsmunum fyrir nokkrum árum, en batnað aptur, sem þó hefur elcki verið til fulls. ,C©res‘ fór héðan til útlanda 26. þ. m. Með henni sigldu kaupmenn af Vesturlandi: Chr. Gram frá Þingeyri og P. J. Thorsteinsson frá Bildudal. Ennfremur vesturheimsku prestarnir: séra Friðrik Bergmann og séra Jón Bjarnason með konu og fósturbörnuro. Með honum fór og Pétur Einarsson Gudjohnsen (bróðurson konu hans), frk. Guðrún Indriðadóttir (endurskoðanda) héðan úr bænum og írk. Anna Sigurðardóttir, uppeldisdóttir séra Jens Pálssonar 1 Görðum. — Á eptir prestunum er von á Vilhelm Paulson agent Kanadastjórnar hingað í haust, og á næsta vori kemur líklega nýr prestur frá Vesturheimi, sem einskonar Jóhannes skírari á undan agent- unum. Til Vesturheims fóru ennfremur: Jón Jo- hannessen stúdent og Þórður í'insen verzlunar- maður, en til Kaupm.hafnarmeðal annara stúdent- arnir Árni Pálsson og Jón Þorkelsson. Æ)i—j æ j al Og nú er »ísafold« með allan hringlandanu og skilningsleysið í stjórnarmáli voru leidd svo langt, að henni finnst deiluefnið milli heimastjórnarmannanna (and-Val- týinga) og Hafnarstjórnarmannanna (Valtýinga) ótrúlega lítið(l) Æi-jæjal Það snarast lík- lega bráðum alveg yfir um á Brúnku gömlu, um leið og hún sprengir af sér gjarðirnar, er haldið hafa valtýsku klyfjunum. Getur hún þá farið að trítla berbökuð á eptir heimastjórnar- raönnunum. Sá sem nú heldur í tauminn á á henni er svo ósköp drýldinn yfir þeirri veg- tyllu, að hann kann sér ekki læti. Húsbóndinn er ekki heima. En það kvað vera von á hon- um að viku liðinni. Og þá veltur hinn úr tign- inni. En er á meðan er. Honum er nýtt um varninginn: að vera sinn eiginn herra heilan mánuð(!) Og hversvegna skyldi maðurinn ekki mega vera upp með sér? Það er þó ávallt svo undurskemmtilegt að sjá, hvað hann getur tútn- að út upp á sinn eigin kostnað. Æi- jæjal 5. Úr Skagaflrði er skrifað 17. þ. m. Nú er slátturinn á enda, og hefur heyafli bænda orðið í betra meðallagi, þrátt fyrir það, þótt sumar- ið hafi verið votviðrasamt, og þess vegna hafi orðið tafir á við votaband. Þurkdagar hafa alltaf komið með köflum og þeir afbragðs góðir, svo að heyin erá víst yfirleitt vel verkuð. Sumarið hefir verið hið blíðasta, sem menn muna. Fiskiafli var góður fram- an af sumri, en enginn síöari hlutann, og kenndu sumir um tveimur botnverplingum, sem komu hing- að inn á fjörðinn til fiskiveiða. Ekki var hægt að hafa hendur í hári þeirra. Höfðu þeir hulið nafn og númer skipanna, en veittu þeim all snarpa atlögu, sem ætluðu að sækja fund þeirra, svo að þeirhurfu undan við svo búið, en botnverplingar sigldu á haf út með fullar hendur fjár. Þó var sagt að aðrir hafi skilið eptir vörpu sína á sjávarbotni, en ekki hefur skagfirzkum fiskimönnum tekizt að slæða hana upp enn þá. — Heilbrigði almenn, engir nafnkenndir dáið. — L.eiÖPéttlng. Herra ritstjóri Þjóðólfs. Vilj- ið þér gera svo vel og ljá eptirfarandi línum rúm í blaði yðar: í grein minni „Afbakaðar þingmálafundarfrétt- ir“ í Þjóðólfi 6. júní síðastliðinn, er það rangt hermt, að Sigurður óðalsbóndi Jónsson hafi‘ greitt at- kvæði 'móti Valtýskunni. Hann greiddi atkvæði með frumv. efri deildar 1897. — Eg mundi sjálf- ur ekki fyrir víst, hvort var, en aðrir menn, sem á fundinum voru fullyrtu við mig, að hann hefði greitt atkvæði eins og eg skýrði frá. — En þetta hefi eg frá Sigurði sjálfum. Mér er bæði skylt og mjög ljúft að leiðrétta þessa missögn og • geri það því hér- með, og bið alla hlutaðeigendur velvirðingar á þessu ranghermi. Spákonufelli 5. sept. 1899. Arni Arnason. Öllum hinum mörgu, sem heiðr- uðu úíför minnar elskuðu eigin- konu Guðbjargar Sveinbjarnardótt- ur með návist sinni, og vinum mín- um fjær og nær, sem bafa sýnt mér innilega hluttekningu 1 sorg minni, færi eg bjartanlegt þakklæti. Holti undir Eyjafjöllum, 8. sept. 1899. Kjartan Einarsson Kartöflur, epíi, laukur, niður- soðin aldini, allskonar syltetöj fæst í verzlun Sturlu JÓNSSONAR- Þórunn Á. Björnsdóttir ljósmóðir er flutt í Skólastræti 3 (næsta hús sunnan B. múrara). Norðurstofan. Leskjað og öleskjað kalk, gler, farfi, fernis og allt til málningar fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. HINN tSLENZKI HÁTÍÐA SÖNGUR eptir síra Bjarna Þorsteinsson og SEX SONGLOG eptir sama höfund, (þar á með- al »Systkinin« og »Kirkjuhvoll«) fást hjá þessum mönnurn: Hr. Steingrími Johnsen í Reykjavfk. — Wilhelm Hansen í Km.höfn. — Þorsteini Skaptasyni á Seyðisfirði. — Lárusi Tómassyni á Seyðisfirði. — Friðbirni Steinssyni á Akureyri. — Guðm. Guðmundssyni á Oddeyri. — Kristjáni Blöndal á Sauðárkrók. — Pétri Sæmundsen á Blönduósi. — Grími Jónssyni á Isafirði. — Sæm. Halldórssyni í Stykkishólmi. — Guðmundi Loptssyni 1 Borgarnesi. — Sveini Einarssyni á Raufarhöfn. — H. S. Bardal í Winnipeg. — Sigfúsi Bergmann á Garðar, — Guðm. S. Th. Guðmundssyni á Siglufirði. Góifdúkar (Linoieum) fást í verzlun. FriðRIICS Jónssonar. Koparístað með ól við tapaðist á vegin- um frá Reykjavík upp að Grafarvogi. Skila má til kaupm. Jóns Magnússonar Laugaveg eða til eigandans Halldórs Einarssonar Brúsastöðum. Reiðbelzli hefur fundizt 20. þ. m. í holt- inu fyrir neðan Skólavörðuna. Eigandi vitji þess á skrifstofu Þjóðólfs. Snemma í vor tapaði eg þrevetri hryssu, jarpri, mark: biti framan bæði og sprett upp i hægri nös, og bið eg hvem, sem kynni að verða varan við hana, að gera mér að vart. Þyrli 12. september 1899. Halldór Þorkelsson. Tvær ungar snemmbærar kýr, góðar og gallalausar kaupir Sturla Jónsson. SALT fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Mcö »Ceres« kom Gamle Carlsberg Alliance í verzlun B. H. Bjarnason. Bauður hestur, glóföxóttur með síðutök- um, aljárnaður, mark: hangfjöður aptan vinstratap- aðist frá Árbæ við Elliðaár 26. þ. m. Hver sem hitta kynni, er beðinn að koma honum til skila til Páls Pálssonar í Eystra-Fróðholti á Rangárvöllum. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. G ömu 1 vormeldúkskápa tapaðist skammt fyr- ir öfan Tryggva-skála. Finnandi skili henni til Guðmundar Jónssonar, Hjálmholtskoti. Hammond-ritvélar Vetrarvist fyrir myndarlega þrifna stúlku fæst strax. Ritstj vísar á. V.ÆÐI geta menn fengið næstkomandi yetur hjá undirritaðri. Ragnhildur Magnúsdóttir, Tjarnargötu 4. Kristján Þorgrímsson selur: ELDAVÉLAR og OFNA frá beztu verksmiðju í Danmörku fyrir innkaups- verð, að viðbættri fragt. Þeir, sem vilja panta þessar vörur, þurfa ekki að borga þær fyrirfram; aðeins lítinn hluta til tryggingar því, að þær verði keyptar, þegar þær koma. Sundmagi er keyptur hæstu verði í verzlun Sturlu JÓNSSONAR. eru beztar, traustastar og hand- hægastar af öl.lum ritvélum. Með þeim má rita alls konar tungumál. Vísindamenn, embættismenn og ver- zlunarmenn nota þær nú orðið víðsvegar um allan heim. Fjöld- amargir merkismenn hafa lokið mesta lofsorði á þær>gæði þeirra og traustleik,og taka þeir allir fram,að afarauðvelt sé að læra að nota þær, svo að menn verði margfalt fljótari að skrifa með þeim, en með penna. Skriptin úr þeim er prentskript,stafagerðin ðldungis eins og á þessari aug- lysingu, Einka-útsölu á Hammond-rit- vélum hefur hér á landí. Sigfús Eymundsson. Rovlyý flvilf

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.