Þjóðólfur - 02.02.1900, Síða 1
Þ JÓÐÓLFU R.
52. árg
Reykjavík, föstudaginn 2. febrúar 1900.
Nr. 6.'
Parísarsýningin íslenzka.
Einn landi vor í Höfn ritar Þjóðólfi 17. f. m.
Kl. 8, 15 f>. m. kom blaðakerlingin að vanda;
það fyrsta, sem eg rak augun í, var grein i
»Politiken« með fyrirsögninni: »Færeyjar, Island
og Grænland« Stóð þar meðal annars eitthvað
á þessa leið: »Munir þeir, frá* þessum vorum ný-
lendum, er sendir verða til Parísar að sumri, eru
nú til sýnis í handiðnaðarmannahúsinu (slndus-
trieíoreniugsbygningen«) ættu sem flestir að nota
tækifærið, skreppa snöggvast til nýlendanna og
kaupa sér mikinn fróðleik fyrir lítið fé. Sýning-
in er opin á degi hverjum tvær næstu vikur«.
Eg fór þangað samdægurs og mun eg nú
leitast við að lýsa sem réttast því, er þar bar
fyrir augun og svo aðallega að eins því, er ís-
land snertir. Sýningarsalurinn er á að gizka 45
skrefa langur og 25 á breidd; lætur nærri að
íslenzku munirnir taki yfir r/s hluta, en Græn-
land og Færeyjar skipta afganginum, þannig, að
Grænland hefir yfir rúmum 2/3 hlutum alls sals-
ins að ráða.
íslenzka deildin er lengst til vinstri þá inn
er gengið; verður án efa flestum komumönnum
fyrst litið á eptirlíkingar af tveimur sveitabæjum,
er standa í fremstu röð. Annar bærinn er allur
úr torfi gerður, annað en dyrnar og einn glugga-
umbúningur; má með réttu kalla slíkar bæjar-
nefnur, moldargreni, og hygg eg, að slík kot séu
nú fátíð á Fróni, en þó er fyllilega getið í skyn
hið mótsetta, þvi að grenið er nefnt: »En mindre
Gaard fra. Vestlandet« Hinn er nokkru stærri,
en þó hvergi nærri einn af okkar beztu torfbæjum.
Auk þessa eru nokkrar myndir af dágóðum
sveitabýlum og niðurníddum kotbæjum, enhvorki
sjást þar eptirltkingar né myndir af baðstofum
eða híbýlum vorum innan veggja og þó, þar er
ein ljósmynd af eldhúsi og stendur öldungur við
grautarpottinn. Þá er þar stóreflis eptirlíking at
holdsveikraspítalanum, stendur hún í glerkassa
og blakta danskir fánar sitt hvoru megin dyru-
stafa. 'Enga eptirllkingu fann eg af alþingishúsi
voru, eða af nokkru öðru snotru íslenzku stein-
eða timbur-húsi og litlu betur fór, þegar eg að-
gætti myndirnar, þar var t. d. engin mynd frá
Reykjavtk önnur en ein at kofa Bensa sótara,
engin frá Akureyri eða ísafirði, en þó var þar
mikið snoturmynd af Eskifirði, máluð af profess-
•or Chr. Blache. Skammt frá spltaJanum voru
eptirlíkingar af tveimur kirkjum, önnur var út-
brotakirkja, en hin var Hofstaðakirkja í Skaga-
firði; eru þar moldarveggir all þykkvir og óásjálegir.
Eornfræðisdeildin er mikill hluti allrar sýningar-
innar,enda er forstöðumaðurinn (kapt.D. Brunn) forn-
fræðingur og hefur því jafnvel verið fleygt hér, að
hann áliti aðalmið sýningarinnar það eitt, að
sýna okkar fornu menningu. Af fornum munum
skal fyrst getið eptirlíkingg af Borgarvirki og forn-
norrænni drykkjustofu »01dnordisk Hall«, er Val-
týr Guðmundsson og danskur byggingameistari
hafa búið til 1 sameiningu; þá er altaristafla frá
Dalasýslu, getur eitt danskt dagblað þess sem
þrekvirkis mikils, að Bruun hefði látið flytja hana,
á hesti, lengst ofan úr sveit; ýmsir munir eru
þar gerðir eptir forngripum heima í Reykjavík,
bæði trafakefli, kassar, rúmfjalir o. fl., eru þeir
nllir gerðir af miklum hagleik og það sama má
segja um dönsku eptirlfkingarnar aí Valþjófstaðar-
hurð og stóli Þórunnar biskupsdóttur. Rómversku
tölurnar á gömlu Guðbrandarbiblíu og nokkrum
öðrum bænabókum sýna ljóst, að einu sinni voru
þeir tímar, að íslendingar stóðu öðrum þjóðum '
eigi að baki, hvað prentlist snertir, en um nú-
tíma prentun og bókband yrði enginn fróðari,
þótt hann skoðaði hvern sýningarmun í smásjám.
Það, sem merkast þykir á sýningunni í það
minnstaaf nýíslenzkum munum, eru kvennbúning-
arnir, voru þar tvær peysuhúfur og nokkrir dá-
fallegir skautbúningar, en það óprýddi, þá að
höfuðbúnaðurinn var með ótal brotum og hrukk-
um; beltin og spangirnar eru einkar fallegar og
sýna eigi aðeins fegurðartilfinnningu íslenzkra
kvenna, heldur eru þeir munir ásamt þrem horn-
spænum og einni tágakörtu næstum þeir einu,
er benda á það, að hagir menn finnast enn á
landi voru. Rétt hjá búningunum hjengu nokkr-
ar mislitar ábreiður, sokkar og vetlingar og þar
fyrir neðan var gamall rokkfauskur, snælda, flos-
lár og eptirlíking af gömlum kljávefstól; annað
það, er að tóvinnu lýtur, var þar eigi.
Af landbúnaðarfærum sá eg orf, ljá og hrífu,
pál og reku, kláru og torfljá, hrossabrest og hross-
hársreipi, voru allir þeir munir með íslenzkum
nöfnum, eins og flest af nýtilegum, nýíslenzkum
gripum og hygg eg að allir séu þeir að heiman
sendir. Þar var ennfremur eptirlfking af fjárrétt
byggðri úr torfi og önnur af sunnlenzkri hring-
bygðri fjárborg (Faareborg), var hún með lágum
inngangi og einu opi upp úr miðju, eigi voru
myndir né eptirlíkingar af neinu öðru fjárhúsi,
hvorki illu né góðu. — Einu landbúnaðarverk-
færi hafði eg nærri gleymt, það voru tvær hey-
nálar hengdar upp, mitt á milli hákarlakróka,
fiskilína og annara þeirra verkfæra, er að
fiskiveiði lúta; báru heykrókarnir og einn
selaskutull eins og gull af eiri, af flestum hinum,
enda var járnið glófagúrt og tréð fannhvítt. Helztu
samgöngufæri, er þar voru sýnd, voru ein eptir-
líking af bát, skíði og broddstafur. Mér varð lit-
ið yfir í grænlenzku deildina og sá eg þar bæði
skíði, smábáta, eitt stórt far í fullri stærð og auk
þess sleða með 6 úttroðnum hundum fyrir, var
grundin undir hundunum og sleðanum máluð
snjóhvít og var allur sá útbúnaður vel af hendi
leystur. Þar á veggnum sá eg hanga stórt teppi
gert úr æðardúni og skammt þaðan voru ýmsar
grænlenzkar afurðir, dökkt og ljóst selalýsi,
æðardúnn, hvalskíði, bjarnarfeldir, stykkjótt
hundskinnateppi og ýmislegt fleira. Eg gekk
hvatlega til íslenzku sýningarinnar til þess að
sjá, hvort okkar afurðir stæðu þeim grænlenzku
mikið framar, en því ver og miðurleg fann engar.
Tvö kort voru af íslandi, var annað sögu-
kort frá 874- 1264; var það að mér virtist mæta-
gott, hitt var af íslandi nú á tímum; saknaði eg
einkum þess, að eigi var sýnt, hvar væru akvegir,
en það munu útlendingar þeir, er hugsa til ís-
landsferðar, efalaust gjarnan vilja vitja. Ekki
voru heldur neinar rnyndir af brúnum okkar og
ekki af neinu því, er Frökkum við kemur þar
heima, hvorki kirkju þeirra né spítala; væri það
þó líklegt, að Frökkum þætti gaman að því að
sjá eitthvað, sem minnti þá á landsmenn slna
þar uppi.
Af íslenzkum húsdýrum voru ljósmyndir af
nokkrum hestum og einum hundi, er situr á
hestbaki fyrir aptan roskinn bóndamann, en bónd-
inn er að rlða yfir vatnsfall og er það mjög snot-
ur mynd; væri betur að fleiri slíkar og aðrar
betri væru af húsdýrum okkar, því að undir dýr-
um þeir, er þjóðirnar lifa af, er mikið komin
velferð þeirra, enda láta Danir sér umhugað um
að sýna smjörkýr sínar og annan búpening,
hafa þeir síðasta sumar látið einn af sínum betri
málurum ferðazt um landið gagngert til þess að
mála beztu dýrin, sem þeir eiga.
Tveir hlutir eru þeir enn, er eigi má gleyma.
Það eru tvö stór málverk, heitir annað »ísland
Anno 900« og er það víkingaskip á hafi úti,
skarað skjöldum,hitt heitir »ísland Anno i900«;tek-
ur Botnía yfir stærsta hluta málverksins, en i
fjarska gryllir í eyðilega snjótinda, gæti eg bezt
trúað, að Botnía væri á leið til Víkur með stein-
kol og olíu.
Nú hefi eg lýst því helzta og mun flestum ljóst,
að sýningunni er stórum ábótavant, þar sem t. d.
vantar öll sýnishorn af afurðum og okkar fábreytta
iðnaði, og þar að auki er hún röng að mér virð-
ist t. d. hvað húsakynnum viðvíkur; væri sárt til
þess að vita, ef hún fer svona úr garði gerð á
Parísarsýninguna, þar sem allar menntaðar þjóð-
ir mæta nieð allt sitt bezta og einkennilegasta,
en því er ver og miður, að það er hætt við að
hún taki litlum breytingum til batnaðar, því að
svo má að orði kveða, að undirbúningstíminn sé
nú á enda.
Frá ófriðnum.
Til viðauka við útlendu fréttirnar f síðasta
blaði skal þess getið (eptir enskum blöðum frá
15—20. f. m.) að tveir herflokkar Breta komust
norður yfir Tugelafljót 17. f. m., Warren hers-
höfðingi á bátflekabrú, og Lyttleton hershöfð-
ingi (af sveit Bullers) 5 mílum neðar á sama hátt,
en nokkur hluti liðs hans öslaði þar yfir
hana á vaði. Svo er að sjá, sem Búar hafi ekki
mikið viðnám veitt, en þó ber sögnum ekki
saman um það. Fréttaritari blaðins »Daily Te-
legraph« segir t. d. að Warren hafi brotizt yfir
ána með alvopnuðuliði gegn ákafri stórskota- og
smáskotahríð frá Búum. Hafa þeir hörfað þar
frá ánni, hér um bil 5 enskar mllur og búast
þar fyrir. En litlar lfkur eru til, að þeir geti
stöðvað Bretaher, er nú sækir fram til að hjálpa
Ladysmith, sem er nauðulega stödd orðin, sakir
vistaskorts og veikinda, eins og vonlegt er, ept-
ir nær 3 mánaða umsátur. í áhlaupinu, er Búar
gerðu á borgina 6. f. m. var barizt hvíldarlaust í
16 klukkustundir og síðast f návígi með byssu-
stingjunum. Er sagt, að Búar hafi þar misstnoo
manna, en mannfall varð einnig rnikið af Bret-
um. Roberts lávarður, hinn nýi yfirherforingi
þar syðra, hefur tilkynnt ensku stjórninni, að nái
Búar Ladysmith, þá verði að senda heirnan frá
Englandi nýjan liðsauka 50—60,000 manna. En
Englendingar eru fulltrúa um, að nú fari að
hallast fyrir Búum, og Ladysmith komi hjálpin 1
tækatíð, enda hefur hermálastjórnin lýst þvíyfir,
að meira lið verði ekki sent til Afriku að sinni,
en nú'sé farið. Meðal göfugra enskra manna,
er látizt hafa þar syðra má nefna jarlinn af Ava,
elzta son Dufferins lávarðar (Marquis von Dufferin