Þjóðólfur - 02.02.1900, Qupperneq 4
24
hjálpsemi, sér í lagi við hina minniháttar, var hann
einn af hinum vinsælustu mönnum, einn af þeim
fáu, sem enginn hefur um að segja annað en allt
hið bezta. Vegna réttsýni sinnar og breytni var
hann allra manna bezt til þess fallinn að jafna á-
greining og misklíð. Heimilislíf hans var hið fegursta
og friðsamasta, gestrisni mikil og allt veitt af alhug
og nærgætni. — Hann lét lítið til sín taka um al-
menn mál, en íylgdi þó vel með. — I sveitamálum
kom margt til hans kasta, og þótti það jafnan ráð,
er hann réði. — Hann var trúmaður mikill, elskaði
guðs orð og guðshús, bræðrafélagið og land sitt.
Við fráfall hans er autt skarð í fylkingu nýtustu og
heztu bænda þessa héraðs. (O).
Um jfón Halldórsson, er andaðist á Kiðabergi
í Grímsnesi 4. jan. (sbr. 3. tölubl. Þjþðólfs) skrifar
kunnugur maður þar eystra:
„Jón heit, var fæddur á Stokkalæk á Rang-
árvöllum 11. nóv. 1815, missti föður sinn 1836
og mun þá hafa farið í vist til Steingríms
biskups Jónssonar, og dvalið hjá honum jafn-
an síðan, síðustu árin sem ráðsmaður. Þar
mannaðist Jón og menntaðist vel. Vorið 1845
(sama vorið sem Steingr. dó) fluttist Jón að Búrfelli
og gerðist fyrirvinna hjá ekkju Ragnbildi Jónsdótt-
ur (prests Jónssonar í Klausturhólum), en kvæntist
henni sama haustið. Ragnhildur var hálfsystir séra
Jóns sál. Jónssonar á Hofi, en börn hennar með fyrri
manni hennar Birni jónssyni á Búrfelli voru 3: Séra
Jón Björnsson síðast prestur að Stokkseyri, Jón
söðlasmiður síðast á Hömrum og Margrét kona
Guðm. Guðmundssonar í Landakoti á Strönd. —
Jón sál. settist í blómlegt bú á Búrfelli, enda má
fullyrða, að hann kunni vel með að fara, og mun
mega fullyrða, að eptir engan bónda honum sam-
tíða liggi jafnmikil og vel vönduð störf. Hann hýsti
bæ sinn mjög vel og langtum betur en þá var títt.
Hann reisti vandaða timburkirkju á bæ sínum, sem
enn stendur og ber vott um vandvirkni hans. Hann
reisti enn fremur vandað timburhús 12X8 stórt,
mjög traust. Hann sléttaði mest allt Búrfellstún,
eitt stærsta tún þessarar sveitar og þótti sá frágang-
ur snilldarlegur, og girti það að miklu leyti, enda
mun túnið nú gefa af sér 4- 500 hesta. Yfir höf-
uð má fullyrða, að engin jörð hér nærlendis hafi
verið líkt þvi eins vel setin og Búrfell, meðan Jón
bjó þar. Arið 1868 let Jón af búskap, bæði vegna
þess að kona hans var þá orðin öldruð og sjálfur
hann veiklaður á heilsu. Fóru þau hjón þá að
Hítarnesi til stjúpsonar Jóns, séra Jóns Björnssonar,
Þar festi Jón ekki yndi. Flutti þá aptur suður og
keypti Suður-Reyki í Mosfellssveit. Reisti þar vand-
aðan bæ og byrjaði á miklum jarðabótum; en litlu
síðar andaðist kona hans, og treystist hann þáekki
að halda áfram búnaði en seldi jörðina. Eptir það
dvaldi hann á ýmsum stöðum þar syðra, en flutti
að lokum árið 1895 á fornar stöðvar og dvaldi þar
það sem eptir var. — Það mun hiklaust mega telja
Jón aðalframkvöðul þeirra jarða- og oúnaðarbóta,
sem Grímsnesingar hafa getið sér almennt lof fyrir
á síðari árum.
Jón sál. var mjög vel greindur og betur mennt-
aður, en flestir bændur honum samtíða. Hann var
sannur sæmdarmaður; hreinskilinn, einarður, trygg-
ur og vinfastur; úrræðagóður og ráðhollur, hjálpfús
og höfðinglyndur, og mun minning hans seint firn-
ast hjá þeim, sem höfðu kynni af honum eða þekktu
framkvæmdir hans“. (St).
Póstskipia ,Laura‘ fer í dag úr Hafn-
aríirði til Yestfjarða. Auk Einars Benediktssonar
fór Páll Torfason verzlunarm. með konu sinni til
Flateyrar. _______
Gufuskipið ,Kollbri‘ kom í nótt, ept-
ír tæpa 4 sólarhringa ferð frá Skotlandi, með salt
til G. Zoéga og Th. Thorsteinsson. Vissi engar
nýungar, enda kvaðst skipstjóri ekki hafa nein
bíöð meðferðis. _______________
Ágóði af tombólunni, er halðin var hér í
£ m. Norðmönnum til hjálpar varð um 1000 kr.
Algert ranghermi í síðustu Isafold er
það, að veðdeildin við landsbankann verði að
eins Reykjavík til nota, en ekki öilu landinu. Þar
hjálpi að eins s-stóri bankinn«. Þetta er nfl. al-
veg öfugt. Veðdeildin er einmitt aðallega fyrir
landsmenn utan Reykjavíkur, en »stóri bankinn«
yrði að mestu leyti Reykjavíkurkaupmönnum til
nota, en hvorki landbúnaðinum né fasteigna-
eigendum í landinu, eins og margsannað hefur
verið.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar
faest ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja
tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Alþýðufyrirlestup heldur Sigurdur inge-
níör Pétursson sunnudaginn 4. febr., á venjulegum
stað og tíma, um vatnsból og skolþræsi, og er það
framhald fyrirlestrar hans f. á., en nú með sérstöku
tilliti til Reykjavíkurbæjar,
I. Paul Liebes Sagradavín og
Maltextrakt með kínín ogi járni
hefi eg nú huft tækifæri til að reyna með ágæt-
um árangri. Lyf þessi eru engin leyndarlyf (arc-
ana); þurfa þau því ekki að brúkast í blindni,
þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og
vitanleg. Sagradavínið hefur reynzt mér ágætlega
við ýmsum magasjúkdómum og taugaveiklun, og
er það hið eina hægðalyt, sem eg þekki, er verk-
ar án allra óþæginda, og er líka eitthvað hið ó-
skaðlegasta lyf.
Maltéxtraktin með kína og járni er hið
bejta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið
bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sér-
staklega taugaveikhm, þreytu og lúa, afleiðingum
af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyf
þessi hef eg ráðlagt mörgum með bezta árangri
og sjálfur hef eg brúkað Sagradavínið til heilsu-
bóta, og er mér það ómissandi lyf.
Reykjavík 28. nóv. 1899.
L. Pdlsson.
Einkasölu á I. Paul Liehes Sagrada-
víni og Maltextrakt með kínín og
járni fyrir Island hefur undirskrifaður. Utsölu-
menn eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram.
Reykjavík í nóvember 1899.
B]örn Kristjánsson.
Ekta anilinlitir
*
r+
P \
i $
3 «
i i
fást hvergi. eins góðir og ódýrir eins
og í verzlun
STURLU JÓNSSONAR
Aðalstræti Nr. 14.
U
•U\\\UTS vi>13
Allar tegundiraf farfavöru, einn-
ig ýmsar tegundir af lökkum, bronze1
terpentínolia, fernisolía, blackfern-
is, gljákvoða, (þólitur), benzin, sal-
míakspiritus, stearinolía, Vinar-
kaik, skósmiðavax, seglgerðar-
mannavax og margt fieira, sem
hvergi fæst annarsstaðar.
Allt betta selzt mjög ódýrt
í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Selt í Selvogshreppi bleikálótt mer-
trypþi 2 vetra, ómarkað, sem var þar í óskilum.
Réttur eigandi getur vitjað andvirðisins að frá-
dregnum kostnaði til næstu fardaga hjá undir-
skrifuðum hreppstjóra. Útlausnarfrestur til Góu-
loka.
Selvogshreppi 27. jan. 1900.
Gísli G. Scheving.
Aldrei framar á æfinni býðt^ífu
fy ri r
Aðeins 6 kr.
auka-útsala.
Veljið úrið „La Vigilant", sem
er dregið upp án lykils. 6 stykkl
fást aðeins fyrir
30 KRÓNUR.
25 kr.I 8 ,karat‘ gullúr
með akkerisgangi handa karl-
mönnum með 2 gullkössum,
50 mm. að stærð, 15 ekta steip-
um, skriflegri tryggingu fyrir að
úrin gangi rétt, með haldgóðu,
óbreytilegu gulli, eins og í 400 kr. úrum, sel eg fyr-
ir einar 25 kr. Þar að auki samsvarandi úrkeðjur
á 2 kr. 50 a. — Gullúr handa kvennmönnpm á 23
kr. Silfurúr með fínasta akkerisgangi, 15 rubístein-
um og 3 þykkum, ríkulega gröfnum silfurkössum,
vandlega stillt, viðurkennd beztu úr í heimi, áður 6o
kr., sel eg nú fyrir einar 15 kr. Silfurúr handa.
kvennmönnum með 3 silfurkössum á 14 kr. Send-
ist kaupendum að kostnaðarlausu og með ábyrgð,
en borgun fyrir hið pantaða sendist fyrirfram. Pant-
anir geta menn óhræddir stílað til; Uhrfabrik
M. Rundbakin. Wien , Berggasse 3.
Verðskrá með meir en 500 myndum er send ókeypis.
T I L SÖLU.
Nýtt og vel byggt íbúðarhús, með ágætum
kjallara undir, járnvarið og vel umgirt, er til
sölu með ágætum borgunarskilmálum.
Ritstj. vísar á seljanda.
VOTTORÐ.
Eg finn mig ómótst'æðilega knúða til að
senda yður eptirfarandi meðmæli;
Eg undirrituð hef mörg ár verið mjög
lasin af taugaveiklun, krampa og ýmsum
öðrum veikindum, er staðið hafa í sambandi
við það, og er eg hafði leitað ýmsra lækna
árangurslaust, fór eg að brúka Kína-lífs-elixír
frá Waldemar Petersen i Frederikshavn, og
get með góðri samvizku vottað, að hann hef-
ur veitt mér óumræðilega meinabót, og finn
eg, að eg get aldrei án hans verið.
Hafnarfirði í marz 1899.
Agnes Bjarnadóttir.
húsfreyja,
KÍNA-LÍFS-ELIXIRINN fæsthjá flcstum kaup-
mönnum á íslándi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, cru kaupendur bcðnir að líta vel
v p.
eptir því, að-pr^- standi á fiöskunum 1 grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas i hendi, og firma-
nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn.
NORDISK BRANDFORSIKRING
tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr-
ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að
gera hér á landi.
Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um-
boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Gull-
bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Leýoliis verzlun á Eyrarbakka hefur um-
boð fyrir Árnessýglu og Rangárvallasýslu.
Gott fiður fæst keypt fyrir. peninga. Rit-
stj. vísar á.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.