Þjóðólfur - 23.02.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.02.1900, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. febrúar 1 900. Nr. 9. aw T H U LE er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Lfpplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. Iskyggilegur faraldur Taugaveiki, lungnatæring og lungnabólgahafa mörgum körskum manni á kné kornið hér á landi, sem annarsstaðar. Það er öllum ljóst. En það fer þó önnur sýki, sem er miklu skæðari og far- in er alvarlega að geisa yfir landið nú á síðustu tlmum. Það er einskonar illkynjuð andleg »in- flúensa* flutt til vor vestan um haf frá Ameríku, Og það er þessi inflúenza, semmennnefna »vest- urfarasýki« eða »Vesturheimsæði« og kemur hún fram í ýmsum myndum, og gagntekur ekki aðeins sálina, heldur einnig líkamann. Helztu einkenni veikinnar eru megn óþreyja og ólund til allra starfa, allrar áreynslu, ónota fiðringur í kroppn- um, eins og menn séu á nálum, og viti ekki, hvernig þeir eigi að standa eða liggja, samfara hjartslætti og hugsunarglundroða. Stundum ráða menn sér ekki fyrir óstillingu og taugaspenningi og titra allir, og er sýkin að því leyti ekki ó- svipuð svo nefndum »St. Veits dans», er læknar munu kannast við. En svo er veiki þessi und- arleg, að ef hún grípur lasburða fólk, þá getur það allt í einu orðið hið hressasta og hlaupið til og frá, eins og það hefði aldrei nokkurra meina kennt. En hjá öllum lýsir sér hið samaóbifanlega trúnaðartraust, sama tröllatrúin, að hvergi nema í Ameríku sé farsæld, velgengni og hvíld að finna, og það standi skrifað í stjörnunum með gullletri, að þar og ekki annarsstáðar sé hið rétta heimkynni, rétta föðurland, er þeim byrji sáluhólpnum í að verða. Og það er sjaldnast til nokkurs skapaðs hlutar að rnalda nokkuð í móinn gegn slíkum í myndunum, þá er veikin er komin á þetta stig. Það er almælt, að veikin hafi fyrst flutzt hing- að til lands með farandmönnum þeim frá Vest- urheimi, er »agentar« nefnast, en hún hefur einn- ig flutzt og eigi síður í bréfum þaðan að vestan. Eitt einasta bréf hefur opt nægt til aðsýkjaheilt hérað, og veikin hefur orðið einna mögnuðust eptir slíkar sendingar. Svo komu prestarnir að Vestan til að kynna sér eðli veikinnar og hversu útbreidd hún væri hér á landi. Þóttust þeir vera triðarboðar og læknar, en gerðu ekki annað en Þella olíu í eldinn með yfirsöngvum sínum og ieynifortölum, svo að fólkið varð hálfu vitlausara en aður. Kennimennirnir að vestan þurftu ekki 3-nnað en að strjúka ulfhaminn, er þeir báru und- l!' sauðarklæðunum og taka svo vingjarnlega í höndina á fólki og segja því sögur af dýrðinni vestanhafs; þá greip þessi vestan-inflúenza fólkið dðfluga. Islenzku prestarnir störðu forviða á fé- 'aga sína að vestan og furðuðu sig á, hvernig Þeir hefðu getað komizt um vota vegu og langa heim hingað, og það af eigin ramleik. En hinir glödd- l,st f sínum hjörtum, brostu svó undirhyggjulega °g sögðu: »Þarna sjáið þér, góðu vinir, hver munur er á því að þjóna drottni þarna vesturfrá, eða hér heima. Hafið þér við svo góð kjör að búa, að þér gætuð farið svona langa og kostn- arsama ferð og það á fyrsta farrými á fínasta skipi yfir Atlantshaf? Hinir urðu að játa, að þeir gætu það ekki, og horfðu öfundaraugum á bræður sína að vestan, því að þeim kom ekki til bugar, að þessir sakleysislegu drottinsþjónar væru ' sendlar í annara þjónustu og hingað komnir á annara kostnað að mestu eða öllu leyti til að fara hér um og útbreiða hér í laumi «inflúenz- una« að vestan — vesturfarasýkina—. Afleiðingin af þessari umferð vestan-klerk- anna varð því sú, að fjöldí presta vorra »smitt- aðist«, svo að sumir þeirra eru jafnvel farnir að búa sig nndir brottför sína héðan til fyrirheitna landsins, en sumir prédika í tíma og ótíma ev- angelíum »andans mannanna« miklu að vestan. Þeir vissu það andans mennirnir, að það mundi ekki vera svo vitlaust að krækja í prestana, því að eptir höfðinu dansa limirnir, og hver skyldi dirfast að efast um, að guðsmenn segi annað en það sem satt er og rétt. Sem dæmi skal eg geta þess, að sóknar- prestur minn, sem annars er mesti sómakarl, er nú á gamalsaldri farinn að taka upp nýja préd- ikunaraðferð, eða réttara sagt, hann er farinn að halda aukaguðsþjónustu á eptir venjulegri em- bættisgerð. Og þessi aukaguðsþjónusta er fólg- in -í því, að hann kallar saman sóknarfólkið ept- ir messu, annaðhvort inni í kirkjunni eða úti á hlaði, eptir því, hvernig veðrið er, og les þaryf- ir þvl með hátíðlegri og alvarlegri röddu út- valda kafla — ekki úr heilagri ritningu — held- ur úr ýmsum Ameríkubréfum, er hann hefur fest hendur á í söfnuðum sínum eða utan safnaðar, því að klerkur er sér úti um þessi bréf. Og það er ekki óskemmtilegt að heyra það sem hann les— eintómur lofsöngur um vellíðan manna, yndi og ánægju þar vestra. En hverjum kafla fylgja skýr- ingar og upphvatningar frá klerki um það, hve sjálfsagt það sé, að menn bindi ekki skóþvengi sína lengur á þessu horlandi, heldur fari sem fyrst í feitina og fullsæluna vestra. Og ef einhver á- heyrendanna vekur máls á því, hvort hanri megi ekki lesa upp bréf, er kveði við annan tón, og lýsi ástandinu ekki sem glæsilegast, þá segir klerkur, að þess'gerist ekki þörf, það hljóti að vera ýkjur einar og geri ekki annað en rugla fólk. o. s. frv. Svona prédikar nú þessi prest- ur fyrir söfnuði sínum, enda virðast prédikanir hans bera árangur, því að margir sveitungar mín- ir eru nú orðnir óðir og uppvægir að fara af landi brott í vor, þar á meðal nokkrir beztu bændurnir, enda þótt þeir hafi litla von um, að geta selt bú sín viðunanlegu verði. Þeir fara samt hverju sem tautar. T d. um það, hver áhrif þessi vestan-inflú- enza hefur á fólkið, skal eg í sambandi við það, sem áður er sagt, geta þess, að kona nágranna míns hefur mörg ár legið í rúminu í einhverj- um undarlegum veikleika, en þegar bóndi henn- ar sagði henni i vetur, að nú ætlaði hann til Am- eríku í vor, þá reis hún óðar á fætur og hef- ur síðan gengið um allt sitt sem heilbrigð. Fagn- aðarboðskapurinn hafði þessi áhrif á hana. Ann- ar nágranni minn—einhver efnaðasti bóndi sveit- arinnar, en ekki stórgáfaður, segist fara til Am- eríku af því, að þar sé vél, sem flytji allt frá manni og til manns á svipstundu, og geri allt, sem gera þurfi, svo að menn þurfi ekkert fyrir lífinu að hafa. Og þá er eg spurði hann, hvaða furðuvél þetta væri, þá sagði hann, að hún héti járnbraut. Eg ætlaði að reyna að koma hon- um í skilning um, að járnbraut mundi ekki gera allt sem gera þyrfti þar vestra, en hann stóð á því fastara en fótunum, sér hefði verið skrifað þetta af nákunningja sínum þar vestra, og hann þekkti hann ekki að neinni lýgi. Eg sagði hon- um þá, að flestum eða öllurn bæri saman um, að í Ameríku yrðu menn annaðhvort að duga eða drepast. Þar dygði ekki að liggja aðgerðarlaus uppi í rúmi hálfa og heila daga, eins og menn gerðu opt hér. Þar væri vinnan svo hörð, svo erfið, að slíkt þekktist ekki hér á landi. En ekki trúði hann því; það var ávallt þessi undravél,— járnbrautin, sem stóð þversum í höfðinu á hon- um, og eg gat ekki bifað henni þaðan. Svo sagði eg hálfgert í skopi, að hánn mundi víst vilja komast nær vísindunum með því að flytja vestur, því að það væri sagt, að þar væri allt fólk svo hámenntað, ofan frá landstjóra niðurað salernishreinsara. Jú, hann sagðist einmitt ætla að leggja sig þar alvarlega eptir vísindunum(I) hér hefði hann ekki getað það. Mér datt í hug, að hann hefði sannarlega tóm til þess, þá er járnbrautin hans gerði allt. En hitter vafasamt, hvort höfuð hans getur rúmað þessi vísindi. Það getur verið, að sumir ætli, að þetta sé tilbúningur einn og skröksaga, en svo er ekki. Þetta er gullsatt, og eg hef tekið það sem dæmi til þess að sýna, hve sorglega öfugar hugmyndir menn gera sér um lífið vestra, og hversu ískyggi- legiir faraldur þessi heimskulega vesturfarasótt er orðin í landi voru, — gróðursett af farand- prédikurum að vestan leikum og lærðum, — mögnuð af ósönnum fréttaburði í bréfum að vestan til að fá skyldmenni sín sér til skemmt- unar, ef til vill í eymd og volæði, og það sem lakast er: studd og styrkt af lands vors eig- in sonum, bæði með prédikunum í blöðunum og og af þessum og þessum heima í sveitunum, þar á rneðal ekki sízt af sumum prestunum, sem gagn- teknir virðast af þessum anda, sem hvorki er heilagur andi né otan að kominn, heldur einhver villuandi kominn vota vegu vestan um Atlants- haf, hvaðan sem hann er í fyrstu upprunninn. Hvað mig sjálfan snertir, þá hef eg í hyggju að kvongast og reisa bú í vor í dalnum mínum, er eg hef lengst af dvalið í, og þar hef eg hugs- að mér að bera beinin, því að mér virðist, að eg geti ekki annarsstaðar unað. Eg vonast ept- ir að fá með góðu verði gripi og búshluti hjá. Ameríkuförunum, sem nú leggja—sumir á gam- alsaldri — út á djúpið ókunna, þar sem þeir vita ekkert hvað um þá verður, hvort þeir fljóta eða sökkva. Eg hef einnig þá von—og eg held að hún rætist — að eg sjái þann dag, að bænda- stétt Islands verði talin hin veglegasta og þýð- ingarmesta stétt landsins, er þrif þjóðarinnar séu undir komin, og að bændastaðan íslenzka verði álitin hin eptirsóknarverðasta og frjálsasta staða hér á landi. Og þá hygg eg, að vestan-inflúenz- an deyi af sjálfu sér. En nú sem stendur skul- um vér lofa sjúklingunum — hinum vantrúuðu og vonarlausu — að fara, og ekkert tálma þeim eða telja um tyrir þeim að vera kyrrum, því að það er þýðingarlaust. Þeir eru orðnir Iítt nýtir limir á þjóðlíkamanum íslenzka, ónýtir liðsmenn í landsins þjónustu, jafnskjótt sem vesturfarasýk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.