Þjóðólfur - 23.02.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.02.1900, Blaðsíða 2
34 in hefur hertekið þá alvarlega. Hugur þeirra er þá allur kominn hinumegin hafsins, þótt lík- aminn sé hérna megin. Vinnan hér verður þeim úr því óbærileg byrði, stfelld krossfesting, því að öll eljan, allur áhugi, öll framtakssemi er þá far- in út um þúfur, ekkert eptir, nema þessi eina hugs- un, hugsunin um að losast í burtu. Og eg segi þeim að fara í friði og óska þeim allrar giptu. En eg fer hvergi, því að eg hef trú á kraptinum í sjálfum mér, og trú á framtíð landsins míns. Eg get heldur ekki farið úr dalnum mínum, er mér þykir allra staða fegurstur, og ,,Hér vil eg una æfi minnar daga „alla er guð mér sendir. — Gunnar. Um framræslu á mýrarflóum. Eptir Sigurð Sigwðsson. III. Að því er snertir áveitu eða vatnsveitingar á flóurn og blautlendum grasmýrum, þá verður að haga þeim eptir því, hvernig ástatt er með vatn. Reglulegum vatnsveitingum verður því aðeins komið við, að kostur sé á nægu og góðu vatni. En sé því ekki að heilsa verður að nota það vatn, sem til er, og á eg hér við rigningar- og leysingarvatn, A flatlendum mýrarflóum, er opt ekki völ á öðru vatni en þessu, og verður þá að taka þvf, og bjarga sér svo sem bezt geng- ur. Þegar því ræða er ufn áveitu, þar sem skortur á miklu og góðu vatni gerir regluleg- ar vatnsveitingar lítt mögulegar, skal þess gætt að stýfla alla skurði s n e m m a að vorinu, svo fljótt sem hægt er. Einnig getur átt \ið, undir ýmsum kringumstæðum, að stífla skurðina að haustinu og láta vatnið Hggja yfir að vetrin- um. Þetta getur éinkum verið gott, ef jörðin er þýíð og mosamikil, því vetraráveitan sléttir og eyðir mosanum. En sé það gert hvíldarlaust í mörg ár, að láta vatnið liggja yfir að vetrinum, getur svo farið, að vatnsrotnun komi í jörðina, grasið verði gisið, og að margendurtekinn vetr- aráveita geri þannig meira illt en gott. Það væri sjálfsagt bezt, undir flestum kringumstæðum að hleypa vatninu á að haústinu, viku til hálfan mánuð eptir slátt, hleypa þvf af aptur eptir nokk- urn tíma, og stýfla svo snemma að vorinu. En það vill opt brenna við, að menn gleymi þvf að stýfla að vorinu, að minnsta kosti eins fljótt og þyrfti, og þá geta þeir átt það á hættu, að gras- vöxtur bregðist. Væri þá betra að hafa veitt á að haustinu og láta vatnið liggja yfir að vetrin- um; mundi það eigi skaða um nokkur ár í senn, þegar um blauta mýraflóa er að tala. Að öðru leyti skal hér eigi farið lengra út í það, hvernig vatnsveitingum skuli hagað. Eru til ýmsar góð- ar bendingar, því viðvíkjandi í blöðum og tíma- ritum, er menn geta lesið og kynnt sér. Meðal annars skal hér bent á ritg. í » T í m a r i t i hins ís- lenzka bókmenntafélagss II. árg. 1881: »Um f ram- ræslu« eptir Torfa Bjarnason í Ólafsdal, ogí»Búnaðarritinu« io. árg. »Um vatns- veitingar« eptir Aðalstein Halldórs- son vélastjóra á Oddeyri. En annars er opt er- fitt, næstum ómögulegt, að gefa algildar reglur fyrir áveitu og vatnsveitingum hér á landi, því það er svo mismunandi hvað við, á eptir því, hvernig á stendur á þeim og þeim stöðum. Það er svo margt, sem kemur til greina, og taka verður tíllit til á hverjum einstökum stað, Og ekki einasta það, heldur verður einmg að fara eptir því, hvernig árar eða veðuráttan hagar sér. Af þessu leiðir það, að menn opt og einatt gera sér skaða með því að fylgja eðafara eptir ákveðn- um kenningarreglum, er þeir hafa séð haldið fiam og lært utan að, hvernig sem á stendur. Ritgerðir og ekki síður bendingar sumra búfræð- inga verða bændur því að nota með mestu að- gæzlu og athugun, og láta reynsluna leiðbeina sér. Vatnsveitingar geta heppnazt á þessari jörð- inní og misheppnazt á hinni, enda í sömu sveit, þótt sömu aðferð eða reglu hafi verið fylgt á báðum, ef kringumstæðurnar hafa verið frábrugðn- ar á hvorum staðnum fyrir sig. Eigi að síður geta menn haft góðan stuðning af góðum rit- gerðum um þetta efni, skrifuðum af mönnum með reynslu og þekkingu — og svo er um rit- gerðir þær, er bent var á hér að framan.— efþe«s er um leið gætt, að taka tillit til staðhátta og mismunandi ásigkomulags í einu og öðru. Sér- staklega verðum vér að fara varlega, meðan vatns- veitingarnar eru eigi komnar á fastan fót, og alla víðtæka reynslu vantar, hvað þær snertir. Reynsla sú, sem fengin er allt til þessa, er eigi einhlít til að byggja á, og ærið einhliða; en af henni má þó margt læra, ef hún er notuð á réttan hátt. Það, sem hér er tekið fram, er engann veg- inn sagt . til þess að draga úr bændum að veita vatni á, eða ráðast í meiriháttar vatnsveitinga fyrirtæki, ef það állzt hyggilegt og að það borgi sig. Það er enginn minnsti vafi á því, að með gætni, og þó nokkrum kostnáði geta áveitur á fjölda mörgum stöðum gert mikið gagn, ef rétt er að öllu farið. Island er vatnsveitinga land, frá hendi náttúrunnar, og það er til gnótt af góðu vatni, sem frjóvgað gæti mörg þúsund dagsláttur. En það kostar víða mikið að ná þessu góða vatni, sem jökulárnar bera með sér. I því er fólginn meiri fjársjóður, en mar|ur hygg- ur, miklu meiri en nokkurn mann dreymir um. Þessu vatni þurfum vér að ná og veita því yfir sandana, mýrarnar og móana. Gætum vér náð því og notað það, mundi það á skömmum tíma breyta óræktar mýraflóunum í slétt og frjósöm starengi. Það kostar að vísu mikið að koma þessu í verk, en viljum vér fá Jað gert, .og það efa eg ekki, — þá er ekki spursmálið um kostnaðinn heldur hitt, hve fljótt og vel það borgi sig. Ef vér eigum að leggja landið undir oss, og njóta gæða þess, þá hlýtur að reka að því fyr eða síðar, að meira verði gert en verið hefur allt til þessa. En til þess þarf bæði vil ja, dug og peninga, en umfram allt þá trú, að landið geti tekið framförum. Enn um „stóra bankannh ísafold á hnjánum — Almenningsálitíð, Það er sannarlega sjaldgæft að sjá á prenti aðrar eins varnir fyrir nokkm máli, eins og »ísa- fold« hefur leyft sér að flytja stóra bankanum danska til málsbóta. Þær eru alveg dæmalausar. Jafnvel þótt það væri fullsannað, að blaðið botn- aði ekki agnarögn í málinu, eða væri að mynd- ast við að verjaþaðgegn betri vitund, þá afsakaði það hvorugt atferli blaðsins við þessar umræður. Það þarf annað og meira en tómt skilningsleysi og viðrinishátt hjá blaðjnu sjálfu, til þess að bera fram annað eins bull og ranghermi, eins og það hefur gert í þessu máli. En af hverjtt stafar það þá? Það kemur beinlínis af því, að málstaður blaðsins er svo vondur í sjálfu sér, að málið sjálft — stóri bankinn — er óverj- andi með skynsamlegum ástæðum eða r ö k u m, og verður þvf að lafa á útúrsnúningum og ranghermi f þeirra stað. En það verða létt- vægar varnirtil lengdar í augum allra skynsamra manna. Og þó eru það einmitt svona lagaðar »vamir« sem Isafold heldur, að hún geti látið málið lifa á. Hún fær að sjá það. Það eru ekki nema allra lítilmótlegustu aularnir, sem láta blekkjast af varnargögnum Dana-málgagnsins í þessu máli. Það er allsendis óhugsandi. Síðasta sýnishorn þess, hvernig blaðið hagar sér í ritdeilum, þá er það getur ekkert sagt af viti, er einmitt núna í síðasta blaði 17. þ. m., þá er öll vörn(H) þess gegn greininni um stóra bankann í Þjóðólfi síðast er sú staðhæfing, að nú sé svo komið, að Þjóðólfur vilji gera alla verzl- unarsamkeppni ræka úr landi, vilji ekki unna þjóðinni þeirra gæða, er þessi samkeppni hafi í för með sér o. s. frv. Það þarf sannarlega ísa- foldarlega samvizkusemi og ritmennsku-ráðvendni til að bera þetta á borð fyrir fólkið. En hana klýjar ekki við því. Hún blygðast sín ekki fyrir óærlega ritmennsku. Henni er eins far- ið eins og karlinum, sem hafði logið svo opt og lengi, að hann vissi loksins ekkert af því, hvort það var satt eða ósatt, sem hann var að segja. Það var runnið alveg út í eitt fyrir honum, orð- ið alveg jafn rétthátt, af löngum vana. Oss dettur ekki í hug að fara að taka upp orðrétta kafla úr síðustu Þjóðólfsgreininni, til að reka þetta heimskulega ámæli ofan í Dana-mál- gagnið, því að það væri að gera þvl of hátt und- ir höfði. En hver sem læs er á prent, getur sjálfur sannfærzt um, hvers konar verzlunarsam- keppni talað var um í Þjóðólfi. Þar var að eins tekið fram, að samkeppnin gæti orðið ísjárverð, óholl og enda skaðleg, þá er hún gengi út yfir eðlileg takmörk, yrði heimskuleg, ótakmörkuð. Og vér ætlum að þora að standa við það. Það eru ekki vanhugsaðar og flasfengnar »spekúlationir« eða heimskuleg verzlunarsamkeppni í bili, sem er svo ákaflega æskileg. Eðlilegri, hóflegri verzlun- arsamkeppni, er heldur sér innan réttra takmarka dettur engum óbrjáluðum manni i hug að andæfa. þvert á móti. Það er því alveg þýðingarlaust fyrir Isafold í bobbanum að reyna að klóra sig úr honum með því að eigna Þjóðólfi þær skoð- anir, sem hann hefur aldrei látið í ljósi, aldrei vikið einu orði að. Það getur vel verið, að ísafold telji það mikið happ fyrir landið, ef stóri bankinn hennar gæti klakið hér út nokkrum Thordals jáfningjum í verzlunarsökum. En vér erum á annari skoð- un um það. Sú verzlunarsatnkeppni, sem ekki er byggð á traustari eða skynsamlegri grundvelli, en Thordals, hún verður aldrei landinu til bless- unar til lengdar, heldur miklit fremur til bölvun- unar. Öll verzlunarsamkeppni, sem ekkiermið- uð við hið sanna verðgildi eða verðmæti vörunn- ar, getur ekki þrifizt, hefur aldrei verið og verð- ur aldrei þjóðunum til sannarlegrá nota til fram- búðar. Og það er þessi óeðlilega, staðlausa gor- kúlu-samkeppni, ef svo mætti kalla, sem Þjóðólf- ur hefur ekki talið æskilega. Og það þarf ekki rnikla hagfræðislega þekkingu til að sjá, að það er rétt. En þetta skilur Dana-málgagnið líklega ekki. Það er ávallt eins og það sé vankað f öllum verzlunar- og bankamálum. Tll huggunar fyrir málgagnið skal þess getið, að Þjóðólfi hafa borizt fregnir úr ýmsum héruðum landsins um, að »stóri bankinn« danski sé lítt þokkaður þar og þar. Einn mikilsháttar klerkur lrér á Suðurlandi kemst svo að orði um mál þetta í prfvatbréfi til ritstj. þessa blaðs í f. m. »Bankamálið er nú sem vonlegt er, með því efsta á teningnum hjá ykkur blaðamönnum. Það mál er sem fleiri lítið hugsað og rætt hér uppi í sveitunum, en mjög fáir hér held eg, að spennt- ir séu fyrir stóra bankanum. Mönnum skilst það, að það getur eigi góðri lukku stýrt, að hafa greið- an aðgang að því, að fá lán en eiga svo alls ó- mögulegt með að borga þau sakir þess, hvað öll framleiðsla er í afarlágu verði, að minnsta kosti í sveitunum. En batni verð hennar, og eigi menn hægt með að endurgreiða lán, þá verður heldur engin eða Iítil þörfin fyrir svo geysistóra lánsstofn- un. Að minnsta kosti heyrðust engar verulegar kvartanir um peningaleysi á þeim árunum, er landsafurðirnar seldust fyrir peninga með sæmi- legu verði. En með lágu verði á þeim verður ávallt peningaleysi, nema rétt þá stundina, sem menn eru að taka út úr þeim »stóra«, en því tilfinnanlegra og meir eyðileggjandi hlýtur það að vera eptir á. Auðvitað gildir þetta eigi um alla einstaka menn, heldur almenninginn, landsfólkið yfir höfuð. Þær pressa margan nú á tímum skuld- irnar við hinn núverandi banka, hvað þá efhinn mikli banki hefði verið kominn á laggirnar fyrir svo sem 4—5 árum. Margur sveitamaðurinn, sem nú á að greiða í vexti og afborgun, þótt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.