Þjóðólfur - 23.02.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.02.1900, Blaðsíða 3
35 eigi sé nema fáar krónur, mun nú í hjarta sínu óska, að hann hefði aldrei lán tekið. Fjárhag landsmanna yfir höfuð verður aldrei borgið með því einu, að gefa þeim kost á að taka lán á lán ofan. Eina meðalið er, að það sem þeir leiða fram, geti náð áliti og verði. En að stuðla að því, hefurþing og stjórn reynzt annaðhvort vilja- lítil eða vanmáttug«. Stjórnarbreyting í Manitoba. Greenwaystjórnin, sem setið hefur við stýrið í Manitoba síðan 1887 er nú loksins farin frá, Hún beið ósigur við kosningarnar í næstl. des- ember mánuði, og gerðu þó flokksmenn hennar — er kalla sig frjálslynda flokkinn(!) alveg eins og hér!., allt sem þeir gátu til þess að hún ylti ekki úr sessi. »Lögberg« hefur jafnan fyllt þennan stjórnarflokk, og fengið vænar skófir í staðinn. Nú verður það því að fara að snúa við blaðinu og ganga á mála hjá nýju stjórninni, ef það á ekki að fara á hreppinn. En nú er »Heims- kringlu« skemmt, því að flokkur hennar er nú kominn til valda. B. L. Baldwinson hefur náð þingmannskosningu í Gimli kjördæmi, en Sig- tryggur féll fyrir honum þar, og er því ekki ein báran stök fyrir Lögbergsklíkunni um þess- ar mundir. Hvernig nýja stjórnin muni haga sér gagn- vart innflutningsmálinu, er ekki enn fulljóst, en naumast mun hún ausa út meiru fé til að efla inn- flutninga, en Greenwaystjórnin gerði. En eitt at- nði er það, sem nýja stjórnin kvað hafa sett á sprógram« sitt og það er dálítið athugavert fyrir útlenda þjóðflokka þar í landi og þar á meðal Islendinga. Það á nfl. að bæta nýrri grein inn I kosningalögin þess efnis, að hver maður, sem ekki geti skrifað eða lesið ensku og ekki skilji Stjórnarskrá Manitobafylkis á ensku, skuli ekki hafa atkvæðisrétt og í þessu á að gera öllum útlendum þjóðflokkum alveg jafnhátt undir höfði. Hinn væntanlegi stjórnarformaður hefur komizt svo að orði: »Bretar og niðjar þeirra una því ekki. að láta hjarðir óupplýstra útlendinga bera sig ofurJiða í landsmálum«. I sambandi við þetta kemst »Lögberg« svo að orði (7. des. f. á.): »íslendingar eru ekki hafðir í mjög miklum hávegum hér í landinu á meðal enskumælandi manna. Það eru stundum tengd fremur ógeðs- leg lýsingarorð framan við orðið Icelanders á vörum þeirra, sem á oss minnast og aumingja litlu íslenzku börnin fella margt tárið í umgengn- inni við börn enska fólksins fyrir smánaryrðin, ■er þau verða að þola um þjóðflokk sinn. Dálít- ið er þó þetta að breytast til hins betra, þótt hægt fari, en ef vér verðum með lögum settir skör neðar í mannfélaginu, heldur en hinir ensku, þá hverfur allt aptur í gamla horfið. Nei, þá verOurn vér fyrirlitlegri f augum Bretanna heldur ■en nokkru sinni áður«. Þetta er víst fyrsta skiptið, sem »Lögberg« hefur viðurkennt, að íslendingar væru fyrirlitnir ■°g lítilsvirtir þar vestra af enskumælandi mönn- ,,rn. Það hefur hingað til kveðið við allt annan tótl- En þessi lýsing blaðsins mun alveg rétt, Þ'f að vér minnumst þess einmitt, að skilorður maður, er verið hefur þar vestra, hefur lýst þessu eins, °g tekið til dæmis, að íslendingar (einkum 1 Winni- Peg) væru opt kallaðir »the dirty Icelanders« (þ. e. hinir skítugu eða óþverralegn íslendingar) lfklega nteðal annars af þvf, að þeir fást mest við skurða- ^röpt og lokræsahreinsun, er þykir sóðaleg vinna, sem aðrir þjóðflokkar vilja síðitr gefa sig við, þótt heimskulegt sé að ámæla mönnum fyrir það, því að hll vinna er í sjálfu sér jafn heiðarleg. En þetta sýnir, hverstt mikils þeir eru metnir. 1 il þessa fagnaðar vilja landar héðan að ntan flýta sér, sjálfstæðir og mikilsvirtir bænd- ^ f sinni sveit, og eiga þar á ofan von á, að a missa þar atkvæðisrétt í landsmálum, ef þeir hei skilja ekki fullkomlega ensku. Það er mjög glæsi- legt fyrir þá og börn þeirra — eða hitt þó heldur. En fásinnan í fólkinu rfður ekki við emteyming, það er sannast að segja. Frá Önfirðingum. Háttvirti herra ritstjóri! Viljið þér ljá eptirfarandi lfnum héðan úr Ön- undarfirði rúm í yðar heiðraða blaði, sem nú mun njóta mestra vinsælda og vera einna mest lesið af öllum blöðum hér vestra. Það hefur mátt heita mesta öndvegistíð það sem af er þessum vetri, raunar nokkuð óstöðug veðurátta en mild; frost engin verið til muna og al- drei jarðbönn. Það er því allt útlit fyrir, að bænd- ur hér ætli að hafa heybirgðir nógar þennan vetur, enda gengi það minnkun næst, ef svo yrði eigi, eptir suroarið í fyrra, því grasspretta var ágæt bæði á túnum og útengi, og þó að frernur væri sumarið rigningasamt, þá komu þó allt af ágætir þerri- dagar innan um, svo engin vorkun var að ná hey- feng sfnum óskemmdum. Skepnuhöld hafa verið hin beztu og bráðapest eigi gert vart við sig. Sjávarafli mátti heita frábærlega góður, einkum á hákarlaskipum. Frá Flateyri hér í firðinum ganga 3 skip til hákarlaveiða, og fiskuðu þau frá 700—800 tunnur lifrar með 18 kútamáli. þorskafli gekk nokk- uð miður, en sökum hins háa verðs á saltfiski, munu útgerðarmennirnir þó hafa sloppið skaðlausir í þetta sinn, eða jafnvel heldur haft ábata. Haustafli á opna báta brást alveg sökum ógæfta. Verzlunin er í líku horfi og áður, alltaf fremur stirð og um litla eða enga verzlunarkeppni að ræða. Janus prófastur Jónsson í Holti í Önundarfirði boðaði til almenns fundar á Sólbakka í Önundar- firði í vetur, og ræddi þar um, hvort ekki mundi hugsandi, að stofna til kirkjubyggingar á Flateyri. Og var því vel tekið af fundarmönnum, enda var það nauðsynlegt, þar sem er svo örðugt að sækja Holtskirkju, sökum hinnar löngu, og jafnvel hættu- sömu sjóleiðar. Síðan þessi áðurnefndi fundur var haldinn, hefur kirkjumálið, yfir það heila tekið, fengið hinar beztu undirtektir, og eru því allar líkur til, að það nái fram að ganga. Cand. theol. Runólfur Magnús Jónsson hefur í allan vetur haldið uppi prédikunum fyrir allan þorra Flateyringa annan hvorn sunnudag síðan í haust, og heldur því áfram að sögn til vors. Prédikanir hans þykja fyrirtaks góðar og prédikar hann því alltaf fyrir fullu húsi. Goodtemplarastúka var stofnuð á Flateyri í vetur, og er sagt að í hana séu gengn- ir milli 30—40 meðlimir. Umboðsmaður Goodtempl- ara á Isafirði Helgi verzlunarmaður Sveir.sson stofnaði hana og mun candídat Runólfur Magnús Jónsson vera einn af helztu kraptamönnum þess, og styrktarmönnum og veitir henni forstöðu og lætur sér annt um framfarir hennar í öllum greinum. Komið hefur til tals, að tími mundi kominn til að fara að koma upp barnaskóla á Flateyri og er það eigi með öllu ástæðulaust, þar sem um eða yfir 100 börn á ýrnsu reki eru saman komin á einum stað. Hvort nokkuð verður úr þessu, er enn eigi víst að sagt er, en ekki er þess getið, að nokkur Flat- eyrarbúi hafi borið þetta mikils varðandi málefni, upp fyrir almenning. Það máske vantar, að ein- hver utan Flateyri, hefji máls á þessu skólamáli, eins og kirkjubyggingunni. 3/2 1900. E. Isafold dæmir sjálfa sig. (Aðsent). í ísafold 20. jan. nr. 4 þ. á. er skýrt frá eptir ótilteknu bréfi úr Núpasveit afbroti, sem séra Hall- dórBjarnarsoníPresthólum hafiátt að gera sig sekan 1 á ný, en málssókn sé þó enn eigi hafin út af. En réttri viku seinna eða 27. jan. lætur ritstjórinn svo hljóðandi álit sitt í ljósi: „Fáir munu ímynda sér það vera tízku almennilegra blaða að gera þeg- ar heyrum kunnugt, hvenær sem einhver er gran- aður um eitthvert afbrot stórt eða smátt og rann- sókn hafin út af“. Þessi yfirlýsing ritstjórnarinnar bbrin saman við hina nefndu frétt og þá tízku, sem Isafold hefur hingað til tamið sér, ef um hennar flokksmenn hefur eigi verið að ræða, ber þess ótví- ræðilega vott, að ritstjórnin er hætt að telja blað sitt í flokki almenndegra blaða. Og þar sem hún sjálf er eptir langa mæðu komin til slíkrar viður- kenningar, þá getur hún naumast vænt þess, að les- endur blaðsins hafi meira eða hærra álit á því. Eptirmæli. Hinn 10. jan. lézt að heimili sínu Hnahsum í Leiðvallarhreppi bóndinn Jón Hannesson. Hann var einn af hinum mörgu börnum hinna góðfrægu merkishjóna Hannesar sál. Jónssonar og konu hans Helgu Jónsdóttur á Hnausum. Hannes heitinn var sonur Jóns bónda á Núpsstað, Hanressonar Jóns- sonar, en Helga sál. var dóttir Jóns prests bróður Steingríms biskups Jónssonar prests að Mýrum í Alptaveri og prófasts í Vestur-Skaptafellssýslu, síðar prests í Holti undir Eyjafjöllum. Kona séra Jóns prófasts var Helga Steingrímsdóitur systir hinsnafn-' kunna og fjölfróða prófasts séra Jóns Steingrímsson- ar prests til Kirkjubæjarklausturs á Síðu. Jón heit- inn var fæddur árið 1829. Ólst hann upp hjá for- eldrum sínum, þar til faðir hans dó 1860. Eptir það var hann fyrirvinna hjá móður sinnt, og ráða- maður fyrir búi hennar þangað til hún dó nál. fyr- ir 6 áram. Eptir það bjó hann á Hnausum til dauða- dags. Jón giptist aldrei og áttl engin börn. Jón sál. varj stakur táðdeildar, þrifnaðar, og reglumað- ur, þrátt fyrir það þó hann alla æfi væri heilsulítill, einkum hin seinustu ár æfinnar, svo að hann var varla gangknár. — Hann hélt hinni sömu rausn með veitingar við komandi og farandi, bæði æðri sem lægri, svo engir fóru á mis við góðgerðir, sem komu á heimili hans. I sveitarfélaginu var hann mesti nytsemdarmaður, bar þessi árin hæst útsvar f hreppnum. Sveitarfélaginu er því sem mörgum öðr- um mikill söknuður að fráfalli hans. _ a e). Thorvaldsensfélagið hér í bænum, hefur ákveðið að halda uppi eins konar útsölu eða stöðugum sölubazar á komanda sumri, eins og sést af auglýsingu hér í blaðinu. Tilgangur félagsins með útsölu þessari er að styðja íslenzkan iðnað, einkum heimilisvinnu og hannyrðir, með því að reyna til að útvega iðnaði vorum markad, því að félagið álítur að þetta muni verða hvöt fyrir menn að gera meira að heim- ilis- og handavinnu en nú á sér stað. Meðlimir félagsins munuvinna að útsölunni án nokkurs end- urgjalds, en verði nokkurn tíma nokkur ágóði af bazarnum fram yfir kostnað, mun hann renna í sjóð félagsins, sem er varið til góðgerða. Félagið óskar, að munir þeir, sem sendir verða á bazarinn, verði sem útgengilegastir. Líkur eru til að útlendir ferðamenn leiti til bazarsins, og er þvf líklegt, að þar gangi vel út allir þeir munir, sem ein- kennilegir eru fyrir ísland, svo sem silfursmíðar, út- skurður bæði í tré og horn, brúður í íslenzkum bún- ing o. s. frv. —-t Mjög er áríðandi, að þeir, sem láta muni á „bazarinn" setji hæfilegt verð á þá, svo að von sé um, að þeir gangi út. Það er vonandi, að landsmenn styðji þetta fyrirtæki félagsins, sem er mjög gott og þarft, oggetur orðið til þess að vekja eptirtekt útlendinga á iðnaði vovum og auka eptir- spurn eptir ýmsum íslenzkum smíðisgripum og tó- vinnuhlutum, sem nú er lítill gaumur gefinn. Frát útlöndum hefur borizt hingað eitt nýtt blað enskt frá 10. þ. m., en engar nýungar hefur það að flytja frá ófriðnum í Afríku. Það er áreið- anlegt, að Buller koinst aptur norður yfir Tugela- fljót 5. þ, m. með eina hersveit. Um sama leyti reyndi önnur herdeild hans að komast yfir fljótið, á öðrum stað, en varð frá að hverfa eptir allmikið mannfall. Bretar eru nú vongóðir um, að allt lag- ist, þá er þeir Roberts og Kitchener koma á vígvöllinn. 1 kjöri um Akureyrarprestakall eru: séra Geir Sæmundsson á Hjaltastað, séra Kristinn Dan- íelsson á Söndum og séra Stefán M. Jónsson á Auð- kúlu. Auk þeirra sótti séra Páll Stephensen á Melgraseyri, en séra Eyólfur K. Eyjólfsson á Stað- arbakka tók umsókn sína aptur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.