Þjóðólfur - 02.03.1900, Síða 3

Þjóðólfur - 02.03.1900, Síða 3
39 vegaleiddu, föllnu, freistuðu og seku? Æ, hinir heilögu standa langt frá og horfa með hrolli og hatri á lastanna landplágu, sveipaðir skikkju sinnar sjálfsréttlætingar. Oss skortir Föðurinn Damien, sem lagði líf sitt í sölur fyrir hina lfkþráu. Oss skortir andlega lækna, sem meiri alúð leggja við 'sálir manna, en djúpsetta guðfræði, lækna, sem hafa þá köllun, eigi að kaupa kredd- um sínum nýja hvítvoðunga, og eigi að frelsa menn frá helvíti h i n u m e g i n , heldur frá hinu illa nú og hér í heimi. Það er óskiljanlegt, að þótt nógir bjóðist til að létta líkamlegu böli manna, má hin æðri listin, sú, að bæta siðferð- ismeinin, enn þá heita óþekkt vfsindagrein. En aldrei fyr en hinni sömu þekking, sömu snilld, og sömu ósíngirni er varið og beitt til léttis og lækningar siðferðissjúkdómunum — aldrei fyr sjáum vér nokkurn árangur í þessu efni. Þegar menn hætta að otsækja og einangra hina siðferð- islegu aumingja, en fara í þess stað að koma á stofnunum og aðferðum, byggðum á mannúð og vísdómi, þá, en ekki fyr, mun hjálpræðið ná alla leið til vorra »hertu siðleysingja«. Matth. Joch. Þáttur af Pétri hinum sterka á Kálfaströnd. 4. Bustarfells ferð hin síðari. Nú er frá því að segja, að næsta vetur á jóla- föstu, fær Pétur bréf austan að, frá Birni sýslu- manni á Bustarfelli. Vottar hann honum í bréf- inu þakkir sínar fyrir komuna hinn fyrra vetur. Oskar nú eptir, að hann vilji gera sér þá ánægju að koma og sitja hjá sér önnur jól. Pétur ræðst enn við kunningja sína sem fyrri, hvað hann skuli afráða, viðvíkjandi jólaboði Bjarnar sýslumanns. Er nú sem fyr, að sumir hvetja en aðrir letja. Segja nokkrir, að ferð hans hinn fyrra vetur hefði tekizt allhamingjusamlega, og væri þá gott heilum vagni heim að aka, og hætta eigi til fleiri funda við Björn sýslumann. Aðrir mæla, að því heldur skyldi hann þessa ferð fara, að hinni lyktaði vel. Kváðu reynt að allt væri trútt af hendi Bjarnar, „mun hann alla hluti vel til þín gera og sjá svo sóma þinn, að þú fyrirlítir eigi vinarboð hans“, sögðu þeir. Hugnuðust Pétri vel þær fortölur, og segir hann sem fyr, að óhræddur sé hann fyrir Birni. Verðurþað, að hann byrjar ferð sína aust- ur; en hvort heldur var, að hann fór seinna af stað, eða að hann tepptist á leiðinni, þá er svo frá sagt, að hann kæmi eigi að Bustárfeili, fyr en sjálft aðfangadagskvöld jóla. Fagnar Björn honum á- gæta vel og kveður hann vel hafa gert að vitja Á sinn fund. Enga breyting sér Pétur þar á nokkru, en þó •sýrúst honum fólk öllu ókátara en veturinn áður. Er honum unninn binn bezti beini, og er líður að venjulegum háttatíma, fér fólk í rekkjur sfnar. Loks eru eigi aðrir menn á ferli en Björn sýslu- ^aður og kona hans og svo Pétur. Hafa þeir Ljörn setið á tali mjög um kveldið. Segir þá kona sýslumanns viðbónda sinn: „Það er leitt, að ekki er farið að vísa honum Pétri til sængur", segir hún. „Já, þú hefur rétt að mæla", segir hann. „Mér hefur orðið skrafdrjúgt við hann í kveld. og hef eg nær ekki annars gáð. Honum er vfst orðið mál að hvílast, eður ertu nokkuð myrkfæl- inn,Pétur?“ „Ekki hefeg til þess fundið“,segir Pétur. „Hér er fullskipað inni“, segir Björn „eður hversu er þér um gefið að vera einn í framhýsi náttlangt?" „Allvel geðjast mér að því“, segir Pétur, Fara þeir fram eptir það, og hefur Björn ljós á lýsis- pönnu, til að lýsa þeim leið. Ganga nú til skál- ans mikla, þess, er fyr hefur nefndur verið. Gætti Péturgrannt að öllum hlutum, því eigi var honum Björn grunlaus með öllu, þó hann talaði fagurt. Tekur hann eptir því, að hurðin fyrir skálanum ær úr borðum óflettum og ákaflega ramger. Einn- ig er þá skálinn alþiljaður í hólf og gólf, og að því er sýnist úr borðviði óflettum. Þegar þeir eru rétt komnir inn úr dyrunum, vill svo óhappa- lega til, að ljósið slokknar, og er þá þreifandi myrkt * skálanum. „Það fór illa“, segir Björn„að ljósið dó, °g mun eg inn fara og sækja ljós til konu minnar.ef hún verður þáekki búm að slökkva,—því þúmunt vænti egekki treysta þér til að hátta í myrkrinu?" „Vel má eg það gera„, segir Pétur, „og skaltu ekki ómaka þig eptir Ijósi, mín vegna". Lætur Björn það gott heita; leiðir nú Pétur að rekkju uppbúinni, leggur hönd hans á höfðalagið „og skaltu hér hvílast í nótt“. Að því búnu býður hann Pétri góðar nætur, og snýr síðan í brott skjótlega, og skellir hurð í lás. Tekur Pétur nú að kanna hvíluna og þykist þá verða var við mann einhvern í henni, þykir honum kynlegt, að Björn hefur alls eigi annars getið, en hann ætti þar einn að búa. Þreifar hann um andlit rekkjunautar síns, og verður eigi annars var en hann sé í fasta svefni. Það finnur hann og að maður þessi muni vera í öllum fötum sínum. Eigi þess síður fer Pétur af öllum klæðum sinum, nema nærfötum einum, fer síðan undir rúmfötin og finnur þá, að hinn liggur ofan á rekkjuvoðinni og hefur brekánið eitt ofan á sér. Snýr Pétur sér fram á stokk, og liggurum hríð og eigi verður hann annars var en hinn sofi sem værast. En i því svefnhöfgi er að síga á hann, tekur hinn að rumskast og byltir sér til í rúminu. Verður Pétur jafnskjótt glaðvakandi og vill vera við öllu búinn; lætur þó sem hann sofi og bærir eigi á sér. Tekur hinn nú til að ýta við Pétri, sem honum þyki þröngt um sig og vilji að hann færi sig framar. Gerir hann það, að hann mjakar sér frainar, en hinn ýtir á hann jafnt og þétt. Loks er Pétur korninn fram á blá-rúmstokk, en hinum nægir eigi það og ýtir enn. Ræðst þá Pétur í að ávarpa þennan félaga sinn, segir, að nú hafi hann fært sig svo, að honum muni vel duga rúm það, er hann hafi »enda þarftu eigi að vænta roeiri til- slökunar af mér, nema eg rými sængina að fullu, — eða hvað manna ertu?«, segir hann. Engin svör fær Pétur önnur en þau, að hálfu fastara er í hann spyrnt en áður, en hann hefur þá spyrnt fótum í gafl og þokast hvergi úr stað. Gerir hinn ókenndi maður þá hnykk ákaflega harðan, ef hann fengi skotið honum fram úr hvllunni, en það varð þó eigi og bifast Pétur hvergi. Itrekar hann þá spurning sína, og fréttir, hvers hann skal gja.lda, »er mér ókunnugt um, að eg hafi þér í nokkrum hlut misboðið, og lát mig í friði, saklaus- an mann«. Hinn anzar engu heldur en fyr, en gerir enn þá harðari hnykk en áður, þótt það komi fyrir ekki. Ræður hann til 1 þriðja sinn, og fer allt á sömu leið. Biður Pétur hann enn að sjá sig í friði, »eða hafir þú nokkuð að kæra á hendur mér, þá seg það skjótt fram og drag eigi lengur undan; mun eg þá svara því, er mér þyk- ir hæfilegt«. (Frh.). Bindindishúsið á Eyrarbakka. Háttvirti ritstjóri! I heiðruðu blaði yðar (2. tölubl. Þjóðólfs þ. á.), kemst fréttaritari nokkur úr Árnessýslu svo að orði um byggingu Good-templ- arahússins hér:....... „Heyit hefi eg, að sumum þeim fátækari þyki ekki bygging þessi eins bráð- nauðsynleg og talið er, einkum nú, þegar misjafn- lega lætur í ári, eins og nú; óskandi væri, að þetta mismunandi álit yrði ekki meðlimum stúkunnar (á líkl. að vera stúknanna, því þær eru hér tvær) að að þykkjuefni eða sundrungar"......... Við þessar fáu línur vil eg leyfa mér að gera athugasemdir nokkrar og leiðréttingar og vona, að þér gerið svo vel að birta þær í blaðinu við fyrsta tækifæri. Mig undrar það alls ekkert, þó hinn heiðraði höf. kunni að hafa eitthvað heyrt talað í þessa átt, þvf það er sama sagan, sem einhverjir miður hollir menn bindindismálinu eða mönnum þeim, er að því starfa, spunnu upp og reyndu að halda á lopti síð- astl. haust, en hún er með öllu ástæðulaus og röng, því almenningur í stúkunum telur það einmitt miög nauðsynlegt, að húsið var byggt, og hefur lokið lofs- orði miklu á alla þá, er að því hafa stutt og starfað. Hér er því ekki um neitt „mismunandi álit“ að ræða og það hefur alls ekki orðið að neinu „þykkjuefni eða sundrungar-" á meðal meðlima stúknanna innbyrðis. Hvort mál þetta stendur öðrum óvið- komandi mönnum um tönn, eða þeir líta til þess hornauga, um það læt eg ósagt. Það væri næsta ótrúlegt, ef SVo væri, enda virðist mér hinn heiðr. höf. laus við það. Að mínu áliti og enda fleiri manna, virðist mér það húsbyggingarmáli þessu óviðkomandi að mestu, hvort „vel“ lætur í ári eða „misjafnlega", því þó að einhverjir utanfélagsmenn kunni að hafa hald- ið því fram, að húsbyggingin rnundi íþyngja með- limum stúknanna svo, að réttast væri fyrir þá og eðlilegast, að þeir vegnaþessa segðu sig úr félaginu, þá hefur hvorki verið farið né mun verða farið fram á það, að þeir leggi annað né rneira fram til félags- ins fyrir þá skuld, en hin venjulegu ársgjöld sín: 2 kr. karlm. yfir 18 ára aldur, og 1 kr. kvennm. og unglingar yngri en 18 ára. Eg hygg því óhætt að treysta því, að þó misjafnlega láti í ári, geti þeir sem vilja, verið í félaginu vegna útgjaldanna. Það sem menn leggja sjdlfkrafa fram, félaginu til styrkt- ar, ber auðvitað ekki að álíta sem neinar aukaálögur eða skyldukvaðir frá stúknanna hálfu, en það getur farið eptir því, hvernig í ári lætur, hvort það er mikið eða lítið, sem menn leggja þannig fram, auk skyldugjaldanna. Fyrir allt hlýlegt, satt og rétt, sem hinn heiðr- aði fréttaritari hefur ritað um Good-templarafél. hér, kann eg honum — í eigin nafni og annara, — þakk- ir góðar, og óska, að hann og aðrir, sem kynnu að finna mjög sterka hvöt hjá sér til að segja fréttir af því framvegis, vildu leita til einhverra kunnugra félagsmanna sjálfra og afla sér nauðsynl. upplýsinga hjá þeim; mundi þá síður hætt við óþarfa getgáturr* eða ágizkunum um þetta nauðsynjamál. Virðingarfyllst. Eyrarbakka, 10. febrúar 1900. Jón Pálsson. Eptirmæli. Að kvöldi 19. jan. andaðist að heimili sínu hér í Olafsvík, fyrrum kaupmaður Jón Arnason 58 ára að aldri, eptir 2 daga legu. Þó Jón sál. væri eigi gæddur afbragðs andlegum hæfilegleikum, var hann búinn mörgum hæfilegleikum, er affarasælir voru; má til þess telja dugnað í fyrirtækjum sínum, áreið- anleik í viðskiptum og hjálpsemi við þá, sem hans leituðu og voru hjálparþurfandi. 1 uppvexti naut hann nær engrar menntunar, því hann var af fátækum kominn, og átti því framan af lítils úrkosta. Eptir að hann komst til fullorðins ára gaf hann sig við ýmsum störfum, svo sem sjóróðrumog við búskap fékst hann nokkuð og fór vel úr hendi. Um 1880 eða litla síðar byrjaði hann að reka verzl- un í Ólafsvík á eigin ábyrgð; þótt hann sem kaup- maður þætti nokkuð dýrseldur framanaf, þá hefur slíkt ekki með jafnaði verið nein óvenja hér. En vel má marka dugnað hans og hagsýni af því, hve verzlun hans jókst og eignir yfir höfuð; þá er hann 1896 seldi verzlun sína Gram kaupmanni í hendur, var hún talin í stærra meðallagi. Síðustu ár æfi sinnar eða síðan hann lét af verzlun sjálfur, var hann þjónn við Grarns verzlun hér í Ólafsvík og kom þar jafnan fram með stillingu og gætni. Jón sál. var hin síðustu 20 ár meira og minna riðinn við öll hin vanalegu opinberu störf í hreppsfélag- inu, og kom ávallt vel fram í þeim störfum. Jarðar- för hans fór fram hér í Ólafsvík hinn 26. jan. að viðstöddum flestum Ólafsvíkurbúum. (b.A). Hinn 26. des. f. á. andaðist Sigurður Gunn- laugsson bóndi í Ærlækjarseli í Axarfirði, einn með helztu og merkustu bændum þar nyrða fyrir margra hluta sakir. Synir hans tveir, Björn og Stefán, eiga báð- ir heima í Ærlækjarseli,® mestu efnismenn. Bróðir Sigurðar heit. var Björn bóndi í Skógum, sem látinn er íyrir fáum árum, en faðir þeirra Gunnlaugur Sig- valdason Eiríkssonar Styrbjarnarsonar austan afjökul- dal, bjó lengi í Hafrafellstungu, mikilhæfur maður og sómabóndi, sem synir hans. Hinn 17. jan. andaðist að Hafrafelli í Fellum Anna Kristín Bjat nadóttir 61 árs að aldri, móðir Runólfs Bjarnasonar búfr. þar. Hafði búið á Hafra- felli 34 ár og verið jafnlengi í hjónabandi. 1 kjöri um Mosfell í Grímsnesi eru: séra Bjarni prófastur Einarsson á Mýrum í Álptaveri, séra Gísli Jónsson í Meðallandsþingum og séra Kjartan prófastur Helgason í Hvammi. Auk þeirra sóttu séra Eyjólfur K. Eyjólfsson á Staðarbakka, séra Jes Gíslason í Eyvindarhólum og séra Jón Árnason í Otrardal.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.