Þjóðólfur - 27.03.1900, Side 4
56
Strandferðaskipið „Vesta“ kora í
moigun norðan og vestan um land, hafði kom-
ið á allar hafnir samkv. áætlun. Fjöldi farþega
með henni, þar á meðal séra Sigurður próf.
Gunnarsson með frú sinni og dóttur, Sigurður
Magnússon læknir á Patreksfirði, Markús Snæbjörns-
son á Geirseyri séra Jósep Hjörleifsson o. m. fl.
Látin er í Ameriku (Mountain, Dakota)
6. f. m., Jóhanna Skaptadóttir (læknis
Skaptasonar) héðan úr Reykjavík.
Hér með lýsi eg undirritaður því yfir,
að eg hef afhent snikkara Sveini Jónssyni í
Reykjavík, til fullrar eignar og umráða allar
útistandandi skuldir við verzlun mína, sam-
kvæmt veðskuldabréfi ds. 9. nóv. f. á. Eiga
því allir, er skulduðu verzlun minni að greiða
nefndum herra Sveini Jónssyni skuldirnar, en
ekki mér.
Reykjavík 19. marz 1900.
Sveinn J. Einarsson
kaupmaður.
Vitundarvottar:
Helgi Hannesson.
Jósafat Jónasson.
Verzlun Björns Kristjá nssonar hef-
ur nú aptur fengið u.llai'kjólatauið ept-
ir spurða, í mörgum litum, tvÍSÍtauÍH
á 45 aura al. o. fl.
Ungur, rcglusamur piltur, sem
kann vel reikning og dálítið í dönsku og
ensku, óskar eptir atvinnu, helzt við innan-
búðarstörf. Ritst. vísar á.
Hjá verzlun W. Ó. Breiðfjörðs
í Reykjavík
fæst jarðabótavinna á næsta vori, svo fljótt sem
vinnuþýtt er orðið. Menn snúi sér sem fyrst til
verzlunar IV. O. Breidfjörds.
I. Paul Liebes Sagradavín og
Maltextrakt með kínín og járni
hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágæt-
um árangri. Lyf þessi eru engin leyndarlyf (arc-
ana); þurfa þau því ekki að brúkast í blindni,
þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og
vitanleg. Sagradavínið hefur reynzt mér ágætlega
við ýmsum magasjúkdómum og taugaveiklun, og
er það hið eina hægðalyí, sem eg þekki, er verk-
ar án allra óþæginda, og er lika eitthvað hið ó-
skaðlegasta lyf.
Maltextraktin með kína og járni er hið
bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið
bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sér-
staklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum
af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyt
þessi hef eg ráðlagt mörgum með bezta árangri
og sjálfur hef eg brúkað Sagradavínið til heilsu-
bóta, og er mér það ómissandi lyf.
Reykjavík 28. nóv. 1899.
L. Pdlsson.
Einkasölu á I. Paul Liebes Sacjrada-
víni og Maltextrakt með kínin og
járni fyrir Island hefur undirskrifaður. Utsölu-
menn eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram.
Reykjavík í nóvember 1899.
Björn Kristjánsson.
Ungur, reglusamur maður
- helzt bíndindismaður - get-
ur fengið ársvist Ixjá kaup-
manni i Reykjavík frá 14. maí
næst komandi. Gott kaup í
boði. Semja má við
Gísla Þorbjarnarson.
(búfræðing).
Verzlun Björns Kristjánssonar sel-
ur ódýrastar 1V2 pd. enskar línur.
Til leigu fæst, 14. maí næstkomandi efri
íbúð í húsi nr. 47 Laugaveg. Semja má við Mark-
ús Þorsteinsson.
Allar tegundiraf farfavöru, einn-
ig ýmsar tegundir af lökkum, bronze,
terpentínolia, fernisolía, blackfern-
is, gljákvoða, (þólitur), benzin, sai-
míakspiritus, stearinolía, Vinar-
kalk, skósmiðavax, seglgerðar-
mannavax og margt fleira, sem
hvergi fæst annarsstaðar.
Allt betta selzt mjög ódýrt
í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Ágæta tö0u lir Viðey hefur til sölu
nú þegar
Rafn Sigurðsson.
Nýtt hús tviloptað til sölu, nógu stórt
fyrlr tvær fjölskyldur fæst með hálfvirði, ef
kevpt er fyrir lok þ. m.;aðeins 600 kr.
útborgun.
Með því að eg hef brúkað úr nokkrum
flöskum af Kína-lífs-elixír frá Valdemar Pet-
ersen í Friðrikshöfn, finn eg köllun hjá mér
að skýra frá því opinberlega, að mér hefur
mikið batnað brjóstveiki og svefnleysi, er eg
fyr hef þjáðst mjög af.
Holmdrup pr. Svendborg.
P. Rasmussen,
jarðeigandi.
KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaup-
mönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel
v.p.
eptir því, að þ- standi á íiöskunum í grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas f hendi, og firma-
nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmið;an
46
Þetta var síðara hluta dags í júlímánuði árið 1657. Eg var
í illu skapi, því eg var orðin leið á einmanalega gamla húsinu
hans föður míns, þar sem vafningsviðurinnn þakti veggina og
stofurnar voru tómar og saggasamar og eg verð að játa, að eg
var einnig orðin dauðleið á að hlusta á hinar þreytandi bardaga-
sögur hans, um Naseby og Preston, Dunbar og Worcester og
hinar endalausu ræður hans um kosti og afreksverk Cromwells.
Eg var að eins 18 ára að aldri og hryllti við að hugsa um
blóðsúthellingar, hataði einveru og þráði að sjá eitthvað af hin-
um bjarta og fagra heimi, sem eg einungis þekkti af bókum
þeim, er eg hafði stolizt tii að lesa, þegar faðir minn sofnaði
xit af í hægindastólnum sínum. Og eg get einnig sagt frá því
undir eins, að sá, sem var konungur á Englandi, þótt ekki bæri
hann konungsnafn, stóð sem þröskuldur í vegi mitli mín og
manns þess, sem mér þótti svo óumræðilega vænt um.
Guy var sonur hrausts konungssinna, sem hafði fallið í or-
ustunni við Naseby, ásamt tveimur eldri sonum sínum. Fyrir bæn-
arstað föður míns hafði Guy ekki tekið þátt í borgarastríðinu
og hann hafði einnig miklu meira dálæti á bókum, málaralist og
myndasmíði, heldur en á blóðsúthellingum. Hann var herra-
garðseigandi og skipti sér ekkert af stjórnmálefnum, en með
því faðir hans hafði verið konungssinni, grunaði stjórnin hann
sífellt um undirferli og svik og — sem mig skipti meiru — fað-
ir minn gerði það einnig.
Um þetta leyti hafði Luke frændi minn, — mér er sem eg
sjái hann fyrir framan mig með lymskulega augnaráðið og hin-
ar þunnu varir — um nokkurn tíma borið í föður minn ýmsar
lognar og uppspunnar fregnir, svo að hann hafði bannað mér
stranglega að skrifa eða tala við þennan vin minn og forna
íeikbróður, ella skyldi eg eiga hann á fæti. Faðir minn hafði
47
þar að auki sagt, að hann skyldi lúberja hvern þann, hvortsem
væri karl eða kona, sem bæri nokkur ske,yti á milli okkar. Hann
var æði þykkjuþungur, svo að skipunum hans var sjaldan ó-
hlýðnast. En þrátt fyrir hótanir hans og njósn Luke tókst okk-
ur þó að frétta hvort af öðru.
Þetta kveld var faðir minn í ágætu skapi, því að Cromvell,
sem var á ferðalagi í grenndinni, ætlaði að koma og heimsækja
hann og af þeirri hugsun, að nú ætti hann að taka á móti vernd-
ara Englands, sem hann hafði barizt með við Morston Moor og
Worcester, fyllti hann stærilæti, sem hann mundi hafa ávitað
aðra harðlega fyrir.
Hann hafði látið í ljósi, að hann ætlaði að segja Cromwell
frá, að hann grunaði Guy um, að vera hluttakandi í samsæri
gegn honum. Eg mátti ekki hugsa t;l þess, að ef til vildi yrðr
Guy hnepptur í fangelsi eða rekinn í útlegð.
Hjarta mitt sló því mjög ótt, er eg sá Cromvell koma ríð-
andi að garði og föður minn og Luke ganga til móts við hann.
Hann hafði einungis komið til þess að finna fornvin sinn; fylgd-
arlið sitt, nokkurn hluta lífvarðarins, hafði hann skilið eptir í þorpi
einu hálfa mílu í burtu.
Mér var sagt að koma niður til þess að heilsa gestinum; mér
var það mjög þvert um geð, því eg var hrædd um, að faðir rninn
mundi fara að segja honum frá viðskiptum okkar Guy, og að
Cromwell mundi hispurslaust segja mér til syndanna. Eg gekk
inn í stofuna með tignarsvip og hneigði mig. Eg var staðráð-
in í, að láta ekki bugast sakir ástvinar míns, þótt eg ætti í
höggi við fimmtíu Cromwells líka.
Nú er eg komin til ára minna og liggur nærri, að eg hlæi
að sjálfri mér, er eg hugsa um, hversu fljótt stórlæti mitt og
röggsemi hvarf, og hvernig eg stóð þarna ráðalaus og huglaus