Þjóðólfur - 16.05.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.05.1900, Blaðsíða 1
s ÞJOÐOLFUR 52. árg. Reykjavík, föstudaginn li 5. febrúar 1 900. Nr.8. Undan og ofan af. Það virðist vera orðin tízka, að eigna mér orð og skoðanir, sem eg á ekkert í. — Einar klerkadindill og Friðrik hempuskjóni klifuðu á því eitt sinn, að eg hefði þá skoðun á listinni, sem eg hafði aldrei látið í ljós og sem mér hef- ur aldrei komið og mun aldrei koma til hugar að halda fram. — Og nú hallast góðkunningi minn Gröndal á sömu sveifina. Hann segir sem sé i 40. tbl. Fjallk. 1899, að »einhver« hneykslist á því í Þjóðólfi, að Go- ethe lætur engið hlæja«. Þessi »einhver« getur víst enginn annar verið en eg. Það var reyndar óþarfi af Gröndal að láta svona, þar sem fanga- mark mitt er undir greminni. — Eg sigli aldrei undir fölsku flaggi. En þessi orð Gröndals eru ranghermi. Eg hneyklast ekki minstu vittund á þessum orðum. Eg segi að eins, að þessi skáldkonungur muni •ekki hafa hlotið frægð sína fyrir þessa hugmynd. f'etta er líkt og ef einhver segði: Gröndal er skáld og listamaður. En hvorki hefur hann frægð sína af Göngu-Hrólfsrímum né Ragna- rökkri. Gröndal finnur einnig ástæðu til að verja »grimmu dropana« hans Bjarna mlns frá Vogi og þykir þeirri sök vera borgið með því, að ein Eddukviðan getur um »grimmtár«. Eg skal játa, að Eddukviðurnar eru gullfallegar, en þó ekki gallalausar, fremur en önnur mannaverk. — Eg ondurtek það, að til þess að líkingar njóti sín verða þær að styðjast við eitthvað í tilverunni. Grimmdin heyrir til andlega heiminum, en ekki efninu. Málsvenjan talai ekki um grimmar hend- ur eða grimm vopn, heldur um grimman hug. Öðru máli er að gegna um það, að veðráttin er köiluð grimm. Sbr. grein mína 1 Þjóðólfi. 9. okt. »Hlær við sjór og brosir grund« Gröndal segir að »torfhaus« megi vera á þeimmanni, sem hneykslast á þessari hendingu — hann virðist Vúa mér til þess. Það liggur fyrir utan umræðu- efni mitt, hvor okkar hefur látið eptir sig fleiri smekkleysur í þeim greinum, sem fjalla um eða lúta að bókmenntum. En hitt get eg fullyrt, að ei1ginn maður mun hneykslast á þessu, sem hef- ur fagurfræðilega, heilbrigða skynsemi. Bæði er það, að sólin framleiðir á sjónum og jötðunni opt og tíðum svo fjölbreytilega fegurð, sem lík- ist brosljóma á. andliti, og í öðru lagi eru sjórinn og jörðin skoðuð sem persónur í goðafræði vorri og skáldskap. Hann heitir mörgum nöfnum, á sér dætur o. s. frv. og jörðin er móðir Þórs og kona eins af guðunum, — Gröndal virðist biðja fyrir sér í hljóði v'ð þá hugsun, að skoðanir mínar á skáldskap °g meðferð lfkinga ryðji sér til rúms. Og Ein- ar sagði eitt sinn í ísaf. að »ótrúlegar vitleysur« væru í ritdómum mínum í Sunnanfara. Sumum kann að þykja eg djarfur að þora að segja ttokkuð framar um bækur, þegar þessir hofgoðar flstarinnar hafa hellt þannig úr skálunum yfir höfuð mér. En meðan þeir færa engar ástæður fyrir þessari geipun sinni, læt eg orð þeirra þjóta um eyru mér eins og vind og vitleysu. — Einar Verður að sýna það í verkinu, að hann riti fyrir ^na eigin skoðun, en ekki biskupinn og mág ans. — Gesti sáluga Pálssyni þótti Einar vera Orðinn hvftur uppi á staurnum, þegar hann var 1 Ameríku og hefur hann þó upplitazt síðan held- ur en ekki. Fyrst eg er farinn að segja beiskan sann- leikann á annað borð, ætla eg að minnast lítið eitt á ritdóma þá, sem birtast nú í blöðum vor- um og tfmaritum. Eg hefi ekki tíma eða tæki- færi til að fara langt út 1 þá sálma að þessu sinni, og læt eg mér þvf nægja, að drepa á fátt eitt. — Einn ritstjórmn (Aldamóta) kastar sorpi á alla þá, sem honum er persónulega í nöp við, en hefur hina upp til skýjanna. Hann bregður öðrum um hégómagirni o. s. frv. En sjálfur hann er svo hégómlegur og gráðugur í lof um sjálfan síg, að hann skrifsrpennafærum kunningj- um sínum og biðttr þá að rita um#»Aldamót« !! Suma skjallar hann opinberlega í þeim vændum t. d. útgefanda »Ljóssins« og Einar Hjörleifsson. Hann segir t. d. um Einar, að hann einn ísl. skálda sé hæfur að »bera Elíasarkápu Steingríms» ! Svo segir Einar, að ritdómar séra Friðriks séu það »langbezta« eða »skynsamlegasta«, sem sagt sé um bækur á íslenzku.!! — Þetta er ekki skuldaverzlun! — Ritdómar Jóns Ólafssonar eru góðir að sumu leyti. Hann er opt óhlutdrægur, svo að hann ritar lot um óvini sína og er það meira en aðr- ir geta gert. En ritdómar hans fjalla of mjög um málið; þetta virðist vera orðið að ástríðu fyrir honum, sem stundum xgengur út í« smá- munasemi. — Stundum gerir hann minnaúr góðu máli en vert er og finnur jafnvel að réttu máli og telur það vera rangt. Reyndar er rétt að víta suma menn fyrir misþyrmingar þeirra á tungu vorri og vlst getur Jón talað allgilt úr flokki. En þó er vandalaust að finna óíslenzkar setning- ar 1 rnáli hans og ekki get eg fundið, að hann sé orðhagari maður í lausri ræðu, heldur en Björn frá Viðfirði, eða listfengari. Eg gef ekkert fyrir efni Úraníu, sem Björn hefur þýtt á snilldarfagra íslenzku. En málið á henni gerir hana betri en húshæfa og eg efast um að Steingrímur, Gröndal og Jón Ólafsson hefðu gert betur. Sögur frá Síberíu þykja mér Ijómandi fallegar, bæði að efni og búningi, þó einhverja smágalla megi ef til vill finna í málinu. Mér finnst þeim mönnum fjölga, sem rita góða íslenzku. Jón Ólafsson gefur í skyn, að 1 eða 2 hafi komið frá lærða skólanum síðastl. 20 ár, sem rita hana lýtalítið. Eg gæti nefnt .io—20. En sleppum þessu efni. Eg er ekki búinn með hann Gröndal gamla þul. Eg veit vel og viðurkenni, að hann er snill- ingur í aðra röndina. En þess vil eg biðja alla unga menn (og gamla), að trúa honum ekki f blindni — hvorki honum né öðrum. Sértaklega eru orð hans athugaverð, sem hann hefur beint fyr og síðar móti skáldsagnagerð og þeirri teg- und kvæða, sem hljóðar um skuggahliðar tilver- unnar. Hann hefur sjálfur samið sögur í lausri ræðu og fastri (Heljarslóðar orrusta, Þórðarsaga Geirmundarsonar og Ragnarökkur) og hann hefur einnig ort kveinstafa-kvæði, djúp og hjartnæm. Hann ætti því ekki að lasta aðra fyrir það að þeir grípa í sama strenginn og hann. Hverjir skyldu annars eiga að stika djúp tilfinninganna ef ekki skáldin? Þau eru málarar þeirra og boðberar. Gröndal virðist vera illa við það, að skáld- in vandi sig, láti eigi allt fjúka, sem þeim dettur f hug. Hann vill helzt, að hugmyndirnar »hoppi út úr höfðinu«. —- Eg skal láta ósagt um það, hvort hugmyndirnar og rímlistin hoppi út úr höfði Páls Ólafssonar. Eg hefi heyrt að hann væri opt afarseinn að yrkja. En yfirleitt gild- ir sú regla, að allt dýrmæti er torfengið. Ekki hrista málarar né myndasmiðir listaverk sfn fram úr erminni. Hugvitsmennirnir verða einnig að leggja sig alla fram og það svo mjög, að opt gengur heil mannsæfi til þess að klæða eina ein- ustu hugmynd og koma henni fram á sjónarsvið þjóðanna. Þegar þessa er gætt — er þá hins að vænta, að skáldin fæði börn sín sóttlaust ? Ekkert skáld yrkir milli svefns og vöku, hvorki Páll Ölafsson né nokkur annar, sem yrkir vel. Vér höfum átt fjölda hagyrðinga, sem hafa kastað fram vísum um allt mögulegt, jafn auð- veldlega og tóbaksmaður spýtir um tönn. Böm þeirra hafa ekki fæðst með harmkvælum; þau hafa komið fram »blátt á fram og náttúrlega«. En hver hafa orðið afdrif þeirra? Þau, að fæð- ingardagur þeirra hefur orðið að dánardægri. — Pósturinn er á förum. Skrifað á kvöldvökunni 21. nóv. 1899. Guðnmndur Friðjómson. Um framræslu á mýrarflóum, Eptir Sigurd Sigurdsson. I. Síðastliðið haust framkvæmdi eg mælingar, og gerði áætlun um kostnað við framræslu á nokkrum stöðum í niðursveitum Arnessýslu, eink- um þó í Flóanum. Það er reyndar ekki tilgang- ur minn að fara að gefa skýrslu viðvíkjandi þess- um mælingum, og væntanlegri framræslu á þessu svæði, enda birtist hún á öðrum stað. En eg vildi aðeins leyfa mér að fara hér nokkrum orð- um um ýms atriði, er standa í sambandi vid skoðanir mínar og mælingar í Arnessýslu, eða með öðrum orðum gera fáemar athugasemdir una framræslu ámýrarflóum »frá almennu sjónarmiði«. Þessar athugasemdir verða að vísu miðaðar við landslagið f Flóanum að sumu leyti, en gætu að öðru leyti átt við þar, sem land er svipað að ásigkomulagi, t. d. í niðursveitum Rangár- vallasýslu, Mýrarsýslu og víðar. Eg verð þó fyrst að minnast lítið eitt á Flóann sérstaklega. — Flóinn er, eins og flestum mun kunnugt, víð- áttumikill og flatlendur, og er meginhluti yfir- borðsins blautar mýrar og flóar. Allt fram að þessu, hefur ekki næsta mikið verið gert að þvf, að ræsa fram þessar mýrar, enda er þar ekki á litlu að taka. Skurðir þeir, er gerðir hafa verið, ná skammt, og þurfa flestir þeirra ýmist að lag- ast eða endurbætast að öðru leyti. Um Flóann renna engar smáár, er teljandi séu, og fáir lækir, er tekið geti á móti mikíu vatni í senn, en þvl meira er þar .aptur af krókóttum keldufarvegum hingað og þangað. I rigninga- köstum og vatnavöxtum situr vatnið því fast, og líður opt á löngu, að það fjari burt, sígi niður eðagufiupp. Þettaveldurtilfinnanlegum bagaogopt miklu tjóni í óþurkasumrum,einsogt. d. síðastliðið sumar. Skeði þá eigi svo sjaldan, að menn stóðti uppi ráðalausir og gátu ekkert aðhafst við hey- skap fyrir vatnsfylli. Þegar þannig ber undir, hlaupa menn þá stundum í að gera smáskurði, þar sem vatnið er mest, til bráðabirgða. En tíð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.