Þjóðólfur - 16.05.1900, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.05.1900, Blaðsíða 4
32 NORDISK BRANDFORSIKRING tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr- ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að gera hér á landi. Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um- boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Gull- bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Lefoliis verzlun a Eyrarbakka hefur um- boð fyrir Arnessýslu og Rangárvallasýslu. í verzlun Yilhj. Þorvaldssonar á Akranesi eru nýkomnar ýmsar vörur, svo sem mat- vara, kaffi, sykur, margskonar brauð, stein- olía, skotföng o. fl., ásamt allskonar tóbaki, er selst óbreyttu verði þrátt fyrir tollhækk- unina. Rjúpur verða teknar þangað til „Laura1- fer 23. marz n. k. og að nokkru leyti borg- aðar í peningum, ef þess er óskað. Smjör og haustull er alltaf tekið hæsta verði. Aldrei framar á æfinni být220tt fyrir auka-útsala. Aapinq S þ’P Veljið úrið „La Vigilant", sem nuciiio U M ■ er dregiðupp án lykils 6stykk; fást aðeins fyrir 30 KRÓNUR. 25 kr.! 8 ,karat‘ gullúr með akkerisgangi handa karl- mönnum með 2 gullkössum, 50 mm. að stærð, 15 ekta stein- um. skriflegri tryggingu fyrir að úrin gangi rétt, með haldgóðu, óbreytilegu gulli, eins og í 400 kr. Úrum, sel eg fyr- ir einar 25 kr. Þar að auki samsvarandi úrkeðjur á 2 kr. 50 a. — Gullúr handa kvennmönnum á 23 kr. Silfurúr með fínasta akkerisgangi, 15 rubístein- um og 3 þykkum, ríkulega gröfnum silfurkössum, vandlega stillt, viðurkennd beztu úr í heimi, áður 60 kr., sel eg nú fyrir einar 15 kr. Silfurúr handa kvennmönnum með 3 silfurkössum á 14 kr. Send- ist kaupendum að kostnaðarlausu og með ábyrgð, en borgun fyrir hið pantaða sendist fyrirfram. Pant- anir geta menn óhræddir stílað til; Uhrfabrik M. Rundbakin. Wien , Berg gasse 3. Verðskrá með meir en 500 myndum er send ókeypis. Þessar eru helztu nýungarnar frá Búastríð- inu: Buller hershöfðingi komst um 20. f. m. með meginhluta liðs síns norður yfir Tugela- fljót. Þar höfðu Búar sterka vígstöð á hæð einni allhárri, er Spion Kop nefnist. Aðfaranótt- ina 24. f. m. kl. 2 f. m. tókst Woodgate hers- höfðingja að komast nokkuð upp eptir hæðinni að Búum óvörum og hörfuðu þeir þá undan í fyrstu, en Bretar sóttu lengra upp eptir hæðinni gegn voðalegri skothríð. Varð þá mannfall mik- ið af Bretaliði, en þá er bardaginn hafði staðið hvíldarlaust 15 klukkustundir (frá kl. 2 f. m. til kl. 5 e. m.) höfðu Bretar komizt efst upp á hæð- ina. Woodgate hershöfðingi hafði særzt í bardag- anum, en sá s^m tók við forustu í stað hans treystist ekki að halda hæðinni, og hélt undan með allt lið sitt fyrir dögun nóttina eptir 25. f. m. Nú ruddust Búar að úr öllum áttum og þrengdu svo að Bretum, að bæði Buller og Warren hershöfðingi sáu ekki annað fangaráð, en að hörfa undan suður fyrir fljótið apturog voru þeir komnir þangað 27. f. m. I þessari orustu við Spion Kop og undanhaldinu suður yfir fljót- ið misstu Bretar um 40% af sumum hersveitun- tim, alls fallnir, særðir eða týndir 1630 manns. Mannfall af Búum varð ekki mjög mikið. Við þessar nýju ófarir Breta og hið mikla manntjón þeirra hefur enn á ný slegið miklum óhug á ensku þjóðina heima fyrir, og þykist hún aldrei í sllka raun komizt hafa. Háværar ræður og orðahnippingar í parlamentinu, sem nú er komið saman, en stjórnin þó fengið traustsyfirlýs- ingu með 352 atkv. gegn 139. Bretaþjóðin sér, að nú verður hún að fylgjast að, sem einn mað- ur, þá er í slíkt óefni er komið. Sfðanorustuna við Spion Kop, virðist ekki neitt markvert hafa borið til tíðinda þar suður frá. Þó er sagt, að Buller haft aptur komizt norður yfir Tugelafljót 5. þ. m., og hafi ætlað að gera þriðju atrennuna til að hjálpa Ladysmith, hvernig sem það hefur tekizt. Roberts og Kitchener voru báðir lagðir af stað frá Kap, áleiðis norður til aðalhersins. Þurfa nú Bretar að fara að taka á öllu sínu, ef duga skal, en menn eru nú farnir að spá því, að þeim takist aldrei að kúga Búa algerlega. Þeir hafa gnægð skotgagna, og herlið þeirra alls er talið yfir 80,000. Nálega allirÞjóðverjar 1 Trans- val hafa gengið í lið með þeim, ásamt 3000 upp- reisnarmanna þaðan úr nágrenninu. Meðal göf- ugra enskra manna, er fallið hafa í ófriði þess- um, er nú nefndur markísinn af Winchester, og hefur lík hans verið flutt til Englands og greptrað þar með mikiili viðhöfn. Má nú segja, að grátur og kveinstafir heyrist í öðru hverju húsi um endilangt England, þvt að margir hafa um sárt að binda af völdum þessa ófriðar, bæði af æðri og lægri stéttum. Irar halda enn áfram að votta Búum hlut- tekning sfna í orði og á borði. I parlamentinu hélt einn írskur þingmaður (mr. Healey), þrum- andi ræðu um aðfarir stjórnarinnar og hræsni ensku þjóðarinnar, er jafnan hefði guðsorð á vör- unum, meðan hún væri að drýgja verstu skemmd- arverkin, og þættist þess fullviss, að drottinn væri ávallt þeirra megin, en ræðumaður kvaðst fyrir sitt leyti ímynda sér, að drottinn væri ekki stöðugt að verða enskari og enskari. Það væri hlægilegt fyrir sjóræningja, að vera með biblíuna innanborðs o. s. frv. Urðu ærsl mikil og óhljóð í þingsalnum við ræðu þessa, því að ýmist var hlegiðeða stapp- að. — írarsegja, að orustan við Spion Kop sé hæfileg ráðning á Breta, er hafi svipt íra rétti þeirra, og gert þeim allt til bölvunar. D. Daníelsson Ijósm. hefur tilsölufræð- andi og skemmtandi skuggamyndir, t. d. af Búa- stríðinu o. fl. Alþýðufyrirlestur sunnud. 18. febr. — Einar garðyrkjumaður Helgason: „Island að blása upp". Undirskrifaður ætlar í vor að hafa til sölu Þrándheims gulrófufrœ og tekur móti fræpöntunum. Fræið verður frá sama manni og garðyrkjufélagsfræið. Guðmundur Guðmundsson, læknir. Stokkseyri. Með því að eg hef brúkað úr nokkrum flöskum af Kína-lífs-elixir frá Valdemar Pet- ersen í Friðrikshöfn, finn eg köllun hjá mér að skýra frá því opinberlega, að mér hefur mikið batnað brjóstveiki og svefnleysi, er eg fyr hef þjáðst mjög af. Holmdrup pr. Svendborg. P. Rasmussen, jarðeigandi. KÍNA-LÍFS-ELIXIRINN fæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel v.p. eptir því, að"ýV standi á fiöskunum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Leikfélag Reykjavikur. Annað kvöld (laugardag): Ungu hjónin' Og „Trina í stofu fangelsi , Sunnudagskveldið: „Nei og „Milli bardaganna', Ekta anilinlitir EKta anilinlitir. fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun STURLU JÓNSSONAR Aðalstræti Nr. 14. Ekta anilinlitir. *UI{IUB Gott fiður fæst keypt fyrir peninga. Rit- stj. vísar á. -1. Paul Liebes Sagradavín ogf Maltextrakt með kínín og járni hefi eg nú huft tækifæri til að reyna með ágæt- um árangri. Lyf þessi eru engin leyndarlyf (arc- ana); þurfa þau því ekki að brúkast í blindni, þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagradavínið hefur reynzt mér ágætlega við ýmsum magasjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, erverk- ar án allra óþæginda, og er líka eitthvað hið ó- skaðlegasta lyf. Maltextraktin með kíria og járni er hið bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sér- staklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyf þessi hef eg ráðlagt mörgurn með bezta árangri og sjálfur hef eg brúkað Sagradavínið til heilsu- bóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavík 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sagrada- vini og Maltextrakt meO kinín og járni fyrir Island hefur undirskrifaður. Utsölu- menn eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. Allar tegundiraf farfavöru, einn- ig ýmsar tegundir af lökkum, bronze, terpentinolia, fernisolía, blackfern- is, gljákvoða, (þólitur), benzin, sal- míakspiritus, stearinolía, Vinar- kalk, skósmiðavax, seglgerðar- mannavax og margt fleira, sem hvergi fæst annarsstaðar. Allt betta seizt mjög ódýrt í verzlun Sturlu Jónssonap. 1 verzlun Vilhjálms Þorvaldssonar á Akranesi eru keypt allskonar hrúkuð íslenzk frímerki. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.