Þjóðólfur - 16.05.1900, Side 3

Þjóðólfur - 16.05.1900, Side 3
3i aður á hin miklu áhrif banka þessa á verzhmina íslenzku, því að hún sé öðrum lögum háð en bankalögum, og að minnsta kosti kvaðst hann mundi Iítið nota banka þennan, heldur banka þá 1 öðrum löndum, er hann skipti við, með því að þessi banki mundi alls ekki veita fé með betri kjörum, en stórbankar í öðrum löndum gerðu. Og sama mundi verða uppi á teningnum með fleiri af hinum stærri kaupmönnum hér. Það yrðu einkum smákaupmennirnir, kramararnir, er minnst lánstraust hetðu erlendis, sem mundu leita til þessa Islands banka. En þá er eptir að vita, hvort hann yrði miklu óvandari að góðri tryggingu, en samkynja stofnanir annarsstaðar. Vér ætlum ekki. Það er ávallt eins og menn haldi, að menn geti fyllt lúkurnar af gulli úr þessum »stóra« banka, gegn lítilli tryggingu. Þeir fengju að sjá það. Og ekki virðist það hvort sem er geta haft feikilega mikil áhrif á verzlun- ina, þótt einhverjir |smákaupmenn gætu kríað sér út dálítið lán, gegn fyrirliggjandi vörubirgð- um eða öðru veði. Hversu mikill verzlunarhag- nr fyrir landsmenn eða verzlunarsamkeppni mundi myndast við það? Jafnvel þótt það væri áreiðanlegt, sem vér viljum ekki beinlínis neita, að banki þessi hefði veruleg áhrif á verzlunina, þá er alls ekki sann- nð með því, að það hefði svo víðtæk og heilla- rík áhrif á landbúnaðinn. Það yrði þá að liggja í aukinni verzlunarsamkeppni, eins og »ísafold» er að prédika. En hún má vara sig á að byggja ofmjög á þeirri ályktun, því að: samkeppni í verzlun (sem öðru) er ekki holl né heppileg, nema að einhverju vissu takmarki og sé farið yfir það stryk, geta afleiðingarnar orðið all ísjárverðar, einmitt fyrir þá, er góðs eiga að njóta af verzl- unarsamkeppninni, viðskiptamennina, bændurna, því að menn verðaaðgæta þess, að í sama hlut- talli sem verzlunarkeppnin verður óeðlilegri, sterkari, í sama hlutfalli verða vörurnar verri, svik meiri á allan hátt. Þá er að eins hugsað um verðið, að það sé sem allra minnst, án tillits til gæða. Og eptir því sem oss Islendingum er varið, þá hættir oss við að líta að eins á vefðið, ekki á gæðin, og hvetjum þannig kaupmenn til að flytja oss sviknar vörur og óþverra fyrir lágt verð. Þetta gæti leitt af verzlunarsamkeppninni íslenzku, og hefur þegar aðnokkru leyti gert það á síðustu árum, þótt enginn hlutafélagsbanki væri til að spenna þessa samkeppni óeðlilega mikið npp. En hvað sem þessu llður, þá munu hin hollu áhrif stóra bankans.á verzlunina að minnsta kosti tvísýn fyrir landið í heild sinni. Að nokkrir kaupmenn telja þessa stofnun æskilega, er ekki einhlít sönnun fyrir slíkum áhrifum, því að hver er sjálfum sér næstur. Og gróði ein- stakra kaupmanna er ekki sama sem gróði allr- ar þjóðarinnar, sízt meðan selstöðuverzlunin er hér í fullum blóma. ísafold ætti því varlega að taka munninn fullan í því, að segja, að banki þessi »sé eina ráðið (!), sem bent hafi verið á til að kippa i ]ag verzlunarólagi því, sem liggi eins og þungt farg á íslenzkum b ændum«, því að það er ekki til annars, en að ala hjá mönnurn svikular vonir og hefur meira að segja við nauða- fítil líkindi að styðjast. Undarleg meinloka ér það í málgagninu, að veðdeildin, seni nú er stofnuð við landsbankann >>sé ætlað(!) að flytjast í hlutafélagsbankann«. Hvar stendur það skrifað ? Þetta er auðvitað sagt til að breiða yfirþað, að »stóra« bankanum sjálfum er ekki ætlað að styðja landbúnaðinn. Hann á að láta veðdeildina um það, þvl að hún er stofn- uð fyrir landbúnaðinn. Og svo málar málgagnið það með fögrum litúm, hve miklu betra sé fyrir veðdeildina, að vera í sambandi við þessa »öfl- ugu(!) dönsku peningastofnun«, heldur en við lands- bankann. Jú, náttúrlega. Það er svo sem ein- hver munur að vera undir verndarvæng Dana í peningasökum, þola súrt og sætt með þeim, og hafa þá fyrir Qárhaldsmenn á fé landssjóðs og «'gnum þjóðarinnar, heldur en að vera sjálfir fjár síns ráðandi, vera að baslast með þennan landsbanka upp á eigin spítur, þótt menn fái þar einhvern píring af lánum gegn 2—3% lægri vöxtum en stóri bankinn mundi veita, banki, sem eys gullinuátvær hendurlfólkið, reyndar með 6—8% vöxtum(!) Það væri blindur maður, sem ekki sæiþann mun, og þá háleitu speki, sem Danamálgagnið hefur jafnantil brunns að bera, bæði í þessu máli og öðru. Af því að Þjóðólfur hefur áðurlýst rækilega skoðun sinni á máli þessu í heild sinni, og sýnt með skýrum rökum tram á agnúana við það, þá dettur honum ekki í hug að fara að taka það upp aptur nú, enda er það öldungis óþarft, því að greinar blaðsins um það efni í haust, hafa hvergi hraktar verið, sem heldur ekki er unnt, því að malinu er svo háttað, að því verður afarmargt til foráttu fundið frá sjónarmiði vor Islendinga, en sárfátt til gildis talið og ekkert með rökum, enda er áreiðanlegt, að allur þorri þjóðarinnar, þar á meðal flestir hinna hugsandi og gætnari manna, eru því sterklega mótfallnir, svo að Dana- málgagnið gerði snjallast í því að lægja seglin í í tíma, eins og það hefur svo opt gert áður, þá er það hefur Imyndað sér, að það mundi verða í minni hluta. Svo afstyrmislegt sem það er, má það þó ekki geta sér þann orðstír að vera enn ógeðslegra en Þjóðviljinn og enn vitlausara en málgagn Þorsteins trollaraþjóns Erlingssonar, því að lengra er ekki unnt að vjtna. Sannsögli SkulaThoroddsens. í 55. tölubl. „Þjóðv.“, hefur Skúli Thoroddsen gert tilraun til að hrekja umsögn mína um þing- málafund Isfirðinga 19. júní 1899. Hann segir meðal annars, að eg hafi umhverft réttu máli með því, að telja saman atkvæðin, sem greidd voru á „hreppafundinum “ á Dýrafirði og þau, er greidd voru með tillögu H. Hafsteins. Það er ekki gott að vita, af hvaða ástæðum hann kallar fundinn á Dýrafirði „hreppafund", fremur en fund- inn á Isafirði; þeir voru þó báðir boðaðir í sama til- gangi. og í fieiri hreppum; auðvitað var fundurinn á ísafirði sæmdur nærveru ritstjórans, og hefur það að líkindum ráðið baggamuninn á titlunum. Þarsem ritstjórinn átelur mig fyrir að telja ekki atkvæði |!au, er hann telur greidd hafa verið í ýmsum hrepp- um á undirbúningsfundum þeirra, þá er slíkt sagt, einungis til að slá sandi í augu þeirra, sem ókunn- ugir eru, því mér var alls ekki kunnugt um, að nokkur atkvæðagreiðsla hefði framfarið í hreppum þeim, er ritstjórinn tiltekur, og því síður hvað mörg atkvæði voru með eða móti „Valtýskunni", og fyrst að málgagn ritstjórans ekki hefur fundið ástæðu til að birta þessar atkvæðagreiðslur, þá er ólíklegt, að þær hafi verið markverðar. Slettur og háðglósur ritstjórans í grein hans, eru alls ekki svaraverðar, og óvíst, að lesendurnir af þeim fái betri þekkingu á mér, en honum sjálfum, og um það þykist eg fullviss, að sumir af þeim, er kunnugir eru, hafi þeg- ar þeir lásu grein þessa, brosað og hugsað með sér, að varla hafi ritstjórinn ætíð álitið, að eg hafi svo „einblínt" á embættisstimpilinn, meðan hr. Skúii Thoroddsen bar hann, að eg hafi ailt að vilja hans gert. Að öðru leyti eru röksemdirrar í ofannefndri grein, mjög svo veikar og ómerkar, að enda ritstjór- anum sjálfum hefur fundizt þær ófullnægjandi, því að I 57. tölubl. „Þjóðv.“, hefur hann gert viðbót, sem að mörgu leyti lýsir því, að honum finnst hann nú vera kominn í það almætti í þessu þingmála- fundarmáli, að óhugsandi sé að minnsta kosti „lítil- sigidum hreppstjóra“ takist að hrekja neitt af því, er hann segir. Mér dettur ekki í hug, að nokkur, sem eitthvað þekkir til, sé 1 neinum vafa um, að fyrirspurnir þær, sem ritstjórinn er að burðast með, séu frá hans eigin brjósti, ella mundi hann hafa sett nöfn spyrjendanna. Getsakir og tilgátur sínar í þessari greinaró- ómynd, býr ritstjórinn svoleiðis út, að þeim, sem ekkert til þekkja, hljóti að sýnast, að annaðhvort hafi eg sjálfur gert mig að „representant" hreppsins, eða hreppsbúar mínir hafi sent sinn með hvorri skoðun á fundinum. Viðvíkjandi því, að eg hafi á fundinum mætt fyrir hönd hreppsbúa minna, læteg mér nægja, að setja hér á eptir vottorð frá tveimur merkustu bændum í hreppnum. En að gefa í skyn, að framköma prófasts, Janusar Jónssonar, og mín á fundinum, hafi í nokkru gefið tilefni til að álíta, að hreppsbúar mínir hafi sent sinn með hvorri skoðun á stjórnarskrármálinu á þingmálafundinn, er svo mikil bíræfni, að allir nema ritstjóri „Þjóðviljans" hefðu kynokað sér við, að láta slíkt í ljósi. Við greiddum báðir atkvæði með tillögu sýslumanns H. Hafsteins, en hvorugur með „valtýsku“ ritstjórans eða þeirra þingmanna. Að því eru svo mörg vitni, að ritstjóranum er ekki til neins, að bera á móti því. Þorfinnsstöðum í jan. 1900. Guðm. Á. Eiríksson. Að þar til gefnu tilefni, vottum við undirskrifaðir til- kvaddir vottar á hreppskilaþinginu á Þórustöðum 17. júní síðastl., að hr. Guðm. Á Eiríksson fór á þingmálafundinn á Isafirði 19. s. m. eptir óskogá- skorun fundarmanna til að mæta þar fyrir þeirra hönd. Kirkjubóli 31/12—'99. Þórustöðum 3i/I2—'99. Guðm. Pálsson. Kristján Bjarnason. (hreppsnefndarmaður). (bóndi). Eyjafirði 1. febr. Héðan úr firðinum er tíðmda fátt. Tíðin hin ákjósanlegasta, snjólaust að mestu, en svella- lög nokkur. Heilsutar manna og skepna gott; þó hafa nýlega drepizt hér á einum bæ 4 hross, líklega úr miltisbrandi. Nokkuð hugsa menn hér og tala um póli- tík, þó ekki sé það mikið á opinberum fundutn enn, og farnir eru margir að hugsa um næstu þingmannakosningar hér. Kl. sýslumaður verð- ur óefað kosinn aptur, enda eigum við varla völ á öðrum hæfari manni í kjördæmi okkar. Jón frá Múla held eg engum hér detti I hug að kjósa, enda ekki víst hann bjóði sig fram; hér hefur mörgum þótt hann ekki koma sem bezt fram á síðasta þingi eða fylgja fram áhugamál- um kjósenda sinna, svo sem í verksmiðjumálinu, þjóðjarðasölumálinu o. fl., enda er hann umboðs- maður þjóðjarða og ullarverksmiðju I Noregi! — Rétt væri af okkur að kjósa einhvern bónda og álít eg að hér séu til bændur, sem engin rninnk- un væri að senda á þing, ef þeir vildu gefa kost á sér. — I öllu falli munum við ekki kjósa prest á þing,'því það þyrfti sannarlega að fækka um þá vöru á næsta þingi PóstskipiO ,Laura‘ kom hingað af Vest- fjörðum 9. þ. m. og með henni Skúli Thoroddsen kaupm. á leið til útlanda ogBárður Kr. Guðmunds- son, brennumaðurinn úr Jökulfjörðum á leið í hegningarhúsið hér. Hann hefur verið dæmdur í héraði til 2 ára betrunarhússvinnu fyrir íkveik- inguna í húsi sínu á Hesteyri. »Laura« fór héðan til útlanda I fyrra dag og með henni fjöldi farþega, þar á meðal kaupmenn- irnir: D. Thomsen, Björn Kristjánsson, W. Ó. Breiðfjörð, Holg. Clausen, B. H. Bjarnason, enn- fremur Magnús Benjamínsson úrsm., Eyjólfur Þor- kelsson úrsm., Jón Gunnarsson fv. verzlunarstj., V. Ottesen verzlunarm., Þorsteinn Pálsson verzlun- arm., Boilleau barón, Hafliði Bjarnason prentari, einnig Carl Proppé verzlunarm. frá Dýrafirði. o. fl. Frá útlöndum hata borizt fregnir með ensku botnvörpuskipi frá Hull, er hingað kom í gær. Hefur Þjóðólfur náð í 3 ensk blöd frá 4., 6. og 8. þ. m. og er hið elzta þeirra vikublað, svo að af því má sjá nokkurnveginn, hvað gerzt hefur í Suður-Afríku síðan 20. f. m. en til þess tíma náðu síðustu fréttir.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.