Þjóðólfur - 05.06.1900, Side 3

Þjóðólfur - 05.06.1900, Side 3
io3 kenndi djúpsins og álitu þeir, að Ólafur heitinn hafi, þá er hesturinn datt undir honum losað sig frá honum og ætlað að synda til lands, því svipu sinni hafði hann sleppt á þessum stað, og hest- urinn fannst laus frá honum dauður neðar í vatn- inu. — Á líkinu varð séð, að hann hafði tekið sundtök, en slagkápa, er hann hafði hneppta á sér hefur hindrað hann frá því, að bjarga sér á þennan hátt. Hesturinn hefur flækzt 1 taumun- urn og kafnað strax. Ólafur heitinn hafði tal af vegabótamönnum rétt áður en slysið varð og skýrði þeim frá, hvers vegna hann þurfti að flýta sér og fara þessa leið; fylgdi honum einn þeirra, er hann ætlaði að ráða til sín sem vinnumann, nokkuð á leið, en enginn veitti því eptirtekt, eða sá til þess, er slysið varð. Ólafur heit. var fæddur á Elliðavatni 17. júlí 1872, settist í 2. bekk lærða skólans 1886 og komst í 4. bekk, en hætti þá við nám, var því næst um hrfð við landbúnaðarnám á Jótlandi, en fór að búa á Vatnsenda eptir lát föður sfns í fyrra sumar og kvæntist þá ungfrú Sigríði dótt- ur Þorláks Ó. Johnsons f. kaupmanns hér í bænum. Ólafur heit. var gáfaður vel, sem hann átti kyn til, vel ritfær, hnyttinn í orðum, fjörugur og fram- gjarn og lét ekki allt fyrir brjósti brenna. Er enginn efi á, að með auknum þroska og meiri lífsreynslu, hefði hann orðið hinn nýtasti maður 1 félaginu, ef honum hefði orðið lengra lífs auð- ið, því að hæfileikarnir voru góðir og mikið manntak í honum, sjálfsagt meira en margurhugði. Skipsbruni á liöfninni. Snemma morguns 1. þ. m. kviknaði í gufu- skipinu „Moss“ (skipstj. B. Eriksen) er lá hér á höfninni nýkomið hingað frá Mandal með timbur mestmegis til Th. Thorsteínsson konsúls, en nokk- uð til Ólafsvíkur og Hvammsfjarðar. Komeldur- inn upp í kolarúminu rétt við gufuvélina, er hafði verið hituð kveldið áður, en umbúnaður lélegur millurn hennar og kolarúmsins. Urðu skipverjar ekki fyr varir við eldinn, en Heimdellingar gerðu þeim við vart. Hröðuðu skipverjar sér þá burt sem fljótast, með því að þeir óttuðust að gufu- ketillinn mundi springa. Stóð skipið í björtu báli er bæjarbúar komu á fætur um morguninn, og þótti óvenjuleg sýn. Mun það og vera í fyrsta skipti, sem skip hefur brunnið hér á höfninni. Til þess að varna því að skipið sykki þarna á höfninni, er hefði getað spillt henni mjög, fékk bæjarfógeti Heimdellinga til að losa um akkeris- festar skipsins, og rak það svo upp að Örfiriseyj- arodda, unz það nam niðri og þar brann það allan daginn, nóttina eptir og fram eptir laugar- deginum. Var þá ekki annað orðið eptir af því, en ofur lítið af annari hliðinni, kjölurinn og stefn- ið, en farmurinn allur brunninn. — Skipið átti nú heima í Stafangri og heitir Falck eigandi þess, en Thor E. Tulinius stórkaupmaður hafði það nú á leigu. Bæði skipið og farmurinn var vátryggt, einnig fyrir eldsvoða að sögn. Póstskipið „Laura“ kom hingað frá Höfn (beina leið frá Leith) í, gær. Með henni komu: Helgi Pétursson cand. mag., Óli St. Stef- ánsson tannlæknir, stúdentarnir Bjarni Þorláksson Guðmundur Tómasson, Magnús Jónsson, Sigfús Einarsson, Waldemar Steffensen o. fl. Ennfremur kom danskur liðsforingi kapt. Lund-Larsen og premierlautenant Johansen, ásamt fleiri mönnum dönskum til mælingaathugana hér. Fyrri hluta lagaprófs við háskólann hefur Guðmundur P. Eggerz tekið með 1. einkunn. Embaattaveiting. Kristjdn E. Krist- jánsson læknir er skipaður héraðslæknir á Seyðis- firði 23. f. m. og Sigurdur Sigurðsson læknir (á Hrappstöðum) héraðslæknir í Dalasýslu s. d. Dáin er hér í bænum Björg Þórðardóttir (frá Kjarna Pálssonar) systir séra Benedikts síð- ast prests í Selárdal og .þeirra mörgu systkina, en tengdamóðir Markúsar F. Bjarnasonar skólastjóra 87 ára gömul. mEmmmjmímmmmjxmdmKmmjjmm:. Umboðsmenn á íslandi fyrlr lifsábyrgðarfélagið Thule: Hr. Einar Gunnarsson, cand. phil., Reykjavík » Otto Tulinius, kaupm., Hornafirði » Gustav Iversen, verzlunarm., Djúpavog » Guðni Jónsson hreppstjóri, Eskifirði » Stefán Stetánsson, kaupm, Seyðisfirði » Ólafur Metúsalemsson, verzlunarm., Vopnafirði Séra Páll Jónsson, Svalbarði í Þistilfirði Hr. Jón Einarsson, kaupm., Raufarhöfn » Bjarni Benediktsson, verzlunarm.,Húsavík. Séra Árni Jóhannesson Grenivík. Hr. Baldvin Jónsson, verzlunarm., Akureyri » Guðmundur S. Th. Guðmundsson kaupm. Siglufirði » Jóhannes St. Stefánsson kaupm. Sauðárkrók » Halldór Árnason, sýsluskrifari Blönduósi » Búi Ásgeirsson, póstafgr.m. Stað í Hrútafirði » Jón Finnsson, verzlunarstjóri Stein- grímsfirði » Björn Pálsson, myndasm. Isafirði » Jóhannes Ólafsson, póstafgr.m. Dýrafirði Séra Jósep Hjörleifsson Breiðabólstað, Skóg- arströnd. Hr. Oddgeir Ottesen, kaupm. Akranesi. Aðalumboðsmaður fyrir „T H U L E". Bernharð Laxdal. Patreksfirði. Yín, vindlar og reyktóbak frá Kjær & Sommerfeldt fæst hjá Steingrími Johnsen. Ætíð nægar birgðír. Verzlun Gísla Þorbjarnarsonar hefur til sölu þakpappann góða og pappasaum og „Saxolin“ pappaáburð. 56 „Nei, nei“! heyrði eg þá að Luke sagði og skalf allur og nötraði, Náð! Líkn! Hengið þið mig ekki! Náð!-----------------— Náð!" „Skammastu þín!“ sagði faðir minn alvarlega. Láttu eins og maður. Ef það er guðs vilji að við látum lífið fyrir hans malefni, þá —“ „En eg skal þá segja ykkur nokkuð“, tók Sexby fram í. „Þér látið h'fið alveg til ónýtis. Ef þér ekki segið mér, hvar hann er, þá kveyki eg f húsinu, svo að engin lifandi vera getur komizt undan". „Þarna heyrið þér, frændi!" kallaði nú Luke. „Hugsaðu um hana Dorothy. Ef hann kveykir í húsinu, þá —“ „Þegiðu!", sagði faðir minn reiðulega. „Dorothy er á guðs valdi og ef það er hans vilji —“. „Steinþegið þið nú!“ öskraði Sexby af bræði. „Eg vil ckki hlusta á allt ruglið úr yður. Farið burt með þá báða". „Nei, nei," æpti Luke. „Leyfið mér að tala. Hlustið á ^ig í guðs nafni, hlustið á mig. Bíðið þið við---------náð------ Þfðið þið við. Sjáið þið — — dyrnar að ganginum, sem ligg- Ur inn í leyniherbergið, eru þarna á veggnum. Það er fjöður í þilinu, en dyrunum er lokað að innanverðu. Þið verðið fyrst brjóta hurðina". Það var eins og stofan væri full af vitfirringum, sem æddu e,ns og villidýr. Síðan hömruðu þeir með sverðum sínum á ^yrnar og Sexby skipaði fyrir með hárri röddu, en fáir virtust klýða skipun hans. Hurðin var þykk og sterk og hinar digru Jarnslár gengu langt inn í vegginn, en þó hrikti svo í henni, að bélt að hún mundi gefa eptir. Eg æpti upp og hljóp aptur ^PP stigann. Cromwell stóð í miðju herberginu og í rökkrinu Sa eg glampa á sverð í hendi hans. 53 minni hugsaði egtif Guy og eg þráði hann svo innilega til þess að hugga mig og hjálpa. Eg vissi að hann mundi koma við hverja bendingu frá mér, jafnvel í gegnum eld og stál, en hvernig átti eg að gefa honum bendinguf — Fuglarnir flögruðu fram og aptur í búrinu. — Mér datt allt í einu ráð í hug og þaut upp. „Okkur er borgið", æpti eg upp. „Yðar hátign, guð hef- ur í náð sinni opinberað mér ráð til þess að koma hingað fylgd- arliði yðar, svo að áform þessara illmenna verði ónýtt". „Segið það fljótt", sagði hann. Þá datt mér allt í einu í hug, að eg hafði sagt ofmikið og stóð nú niðurlút frammi fyrir honum. Hvernig gat eg farið að segja honum sannleikannf Hann var svo alvarlegur og reiðu- legur á svipinn. Eg var hrædd um, að hann mundi verða reið- ur við mig og segja föður mínum leyndarmál það, sem mér hafði hingað til tekizt að dylja fyrir honum, En ef eg þegði, yrði ef til vill ómögulegt að frelsa hann, eða sanna, að Guy væri saklaus. Eg sagði honum því frá öllu, eg sagði honum frá því, að Guy og eg hefðum verið leiksystkin og elskað hvort annað frá barnæsku og hefði okkur komið til hugar að nota dúfurnar, sem við höfðum til leikfangs sem bréfbera, er við ekki gátum hittzt sakir sjúkleika eða annara orsaka vegna. Fyrst gerðum við það einungis okkur til skemmtunar, en faðir minn hafði bannað okk- ur að talast við og gætti þess nákvæmlega, að engin bréf færu okkar í milli, þá flugu fuglarnir heim til sín með bréfin og Ja- kob, heyrnarlausi og mállausi maðurinn flutti þá fram og aptur, svo sem hann væri að selja þá. „Æ! Yðar hátign!“, bað eg því næst, „leyfið mér að senda Guy bréf, til þess að biðja hann að fara til Farmwood og sækja

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.