Þjóðólfur - 03.07.1900, Síða 1

Þjóðólfur - 03.07.1900, Síða 1
Þ JÓÐÓLFU R. 52, árg. Reykjavík, þriðjudaginn 3. júlí 1900. Nr. 31. Otlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 12. júní. Þar er nú til að taka, er síðast var fráhorf- iðum A fr í kus tr|í ð i ð : að Roberts tók Jóhann- esburg 30. f. m. og 5. J). m. hélt hann innreið sína í Prætoríu, höfuðstaðinn í Transvaal. Bú- ar veittu hvervetna litla mótstöðu, en hopuðu nndan, eptir því sem Bretar sóttu fram. Gamli Kriiger var flúinn til bæjar þess, er Machadadorp nefnist; hann þykist reyndar hvergi nærri af baki dottinn, en flestir álíta þó svo, sem ófriðnum megi heita lokið. Áður en Roberts hélt frá Oraníurlki, lýsti hann því yfir, að landið nú lyti brezkum yfirráðum og nefndi það »Orange River Colony«. Þess er getið, að her Breta í Suður-Afríku hafi um mánaðamótin verið 221,000 manns, svo að ekki er að furða, þó að aðrir eins smælingj- ar, eins og Búarnir, yrðu að lúta í lægra haldi. Ef Búar hætta ekki bráðum ófriði algerlega, get- ur ekki verið um aðra mótvörn að tala fráþeirra hálfu, en smáorustur hér og hvar; þannig er þess nú getið, að þeim hafi nýlega tekizt að slíta fréttaþræðina mill Bloemfontein og Prætoríu, höfðu klippt hann sundur á svæðinu milli Kroonstadog Vaalfljóts þar sem heitir Roodewal, svo höfðu þeir og ónýtt járnbrautina, Þeir munu líklega geta haldizt alllengi við i héraðinu Lydenburg norðaustantil í Transvaal, þar sem er fjalllendi og gott til varnar, en slík vörn er árangurslaus. Þjóðveldin Transvaal og Oraníuríki eru úr sög- unni. En óðara en púðurreykurinn í Afríku er blás- inn burt, stendur alltíljósum loga í Asíu. Kín- verjar hafa ávallt litið Evrópumenn (»útlendu djöflana«) hornauga; allra verst er keisaradrottn- ingin gamla, sem nú stendurvið stýrið þareystra. Það var keisaranum unga einmitt að fóta- kefii, að hann var frjálslyndari en landar hans, og ekki ótilleiðanlegur til þess að semja sig nokkru meira að Evrópusiðum, en áður hafði gerzt; þess vegna var honum hrundið úr völdum. — Það er eitt af þessum svokölluðu félögum, sem Kínverjar svo opt mynda 1 þarfir ættjarðar sinnar, er vakið hefur ófriðinn í því skyni að út- rýma útlendingum í Kfna. Félagið hefur kallað sig »hnefa friðar og fósturlands«, en norðurálfu- menn kalla íélagsmenn »boxara« (lauslega þýtt: áflogaseggil). Þessir kolapiltar hafa þegar gert hinn mesta óskunda á svæðinu Peking-Tientsin- Taku (við Petchiliflóa), drepið fólk hópum sam- an og brennt hús. Stórveldin hafa sent herskip þangað austur og sent hermenn í land hinum of- sóttu til varnar, en álfta það að öðru leyti skyldu kínversku stjórnarinnar að skakka leikinn. En kínverska stjórnin fer sér hægt, talar með tveim tungum, lætur í öðru veifinu, eins og sér sé al- vara með að kæfa uppþotið, en sýnir í hinu veif- mu, að hún dregur taum boxara. Að keisara- drottning í öllu falli undir niðri er á þeirra bandi or auðvitað, þvf að tilgangur félagsins er einmitt að halda hlífiskildi yfir keisaraætt þeirri, sem nú s'tur í valdasessi, og útrýma öllum útlendingum, sem eru andstyggð í augum drottningarl Blöðin segja, að uppþot þetta sé það voða- ^egasta, sem sögur fara af síðan 1864, þegar taipinska uppreisnin langvinna loks varð kæfð. ^;ettan er þó, ef til vill ekki sízt fólgin í því, að uppþotið gefur stórveldunum í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum nýja átyllu til þess að skipta sér af málum þar eystra, og þau afskipti gætu hæglega orðið svo, að þessi stórveldi, sem hvert fyrir sig hafa það mark og mið, að auka völd sín og líta tortryggnisaugum á hverja hreyfingu meðbiðlanna, komist í rifrildi og stríð. Höfuð- paurarnir eru Englendingar og Rússar. Með Rússum standa Frakkar, og Jiretar vænta stuðn- ings af Bandamönnum og Japansbúum. — Það þykir í öllu falli sennilegt, að uppþot boxara flýti fyrir skiptingu kínverska ríkisins. Galliffet, hermálaráðgjafi Frakka, hefur sagt af sér; í stað hans er skipaður André hers- höfðingi, 62 ára, óreyndur í pólitík. Galliffet hefur lengi verið heilsulinur og bar það fyrir sig. Hann hafði seinustu dagana áður en hann fór frá, átt t brösum við þingið út af — Dreyfusmál- inu, sem menn héldu löngu dautt. Kapteinn sá, er Fritsch heitir, hafði látið opinbera einhver skjöl því viðvíkjandi og misst embætti sitt fyrir þá sök; um þetta spunnust langar umræður, en málið allt óljóst og lítið sögulegt. I Noregi hefur verið talsverður pólitískur gauragangur; krónprinsinn í Svfþjóð, er sem stend- ur gegnir konungsstörfum, hafði neitað að stað- festa lög, sem stórþingið hafði samþykkt viðvfkj- andi gjöldum til konsúlsembætta. Það lítur þó út fyrir, að ráðaneytið sitji kyrt eptir sem áður. Prófessor í Iæknisfræði við háskólann hér, Carl Lange, (almennt kallaður »Nerve-Lange«) er dáinn 66 ára gamáll. — Þótti atkvæðamikill vísindamaður. K.höfn 21. júní. Afrikustríðið er reyndar ekki útkljáð enn; sífelldar smáorustur hér og hvar bera vott um, að Búar ætla að berjast til streitu, en það er óefasamt, hver leikslokin verða, og blöðin eru því farin að verða fáorð um viðburðina þar syðra. Öðru máli er að gegna með Kína. Frétt- irnar þaðan eru optast óljósar, og óáreiðanlegar, en svo mikið er víst, að kínverska stjórnin hefur slegízt í lið með óróaseggjum (boxurum) og hef- ur beinlínis sagt stórveldunum stríð á hendur. Þetta sýndi sig fyrst fyrir alvöru 17. þ. m.; áður en nokkurn varði tóku Kínverjar frá köstulun- um við Taku að skjóta á herskip stórveldanna —þar á höfninni; orustan stóð í 7 tíma, en endaði með, að herskipin sendu hermenn í land, er gerðu áhlaup á kastalana og tóku þá. Af liði stórveld- anna féllu fáir, en særðust allmargir; þar á móti féll fjöldi Kínverja, um 700 að því er sagt er. Það kvað hafa verið eptir skýlausri skipan keis- aradrottningar, að Klnverjar réðust í þetta flflsku- verk. Hún fær sjálfsagt ástæðu til að iðrast ept- ir það, nema gamli Li-Hung-Chang, sem hún nú að sögn hefur leitað ráða til, geti komið fyrir hana vitinu. Nýlega barst sú fregn, að Kínverjar hefðu ráðizt á bústaði sendiherra stórveldanna í Peking og jafnvel drepið þýzka sendiherrann, en er nú lýst ósönn. Þar á móti vita menn ekki með vissu, hvernig hersveit þeirri, er send var til Pe- king frá herskipunum, hefur reitt af, hvort hún hefur komizt inn í bæinn eða orðið að snúa apt- 1 ur fyrir ofurefli Kínverja. Önnur fregn um, að rússnesk hersveit væri komin til Peking og hefði gert áhlaup á bæinn er heldur ekki staðhæfð. — Yfir höfuð að tala er erfitt að fá vissu fyrir því, hvernig ástandið er, en ískyggilegt er það að allra dómi, og ef stórveldin ekki nú gera alvöru af þvt að skipta klnverska ríkinu milli sín, er orsökin eflaust mestmegnis sú, að þau geta ekki komið sér saman um skiptinguna. — Elbe-Trave-skurðurinn var fyrir nokkrum dögum opnaður af Vilhjálmi Þýzkalandskeisara með vanalegri viðhöfn. Ekkja gamla Gladstone’s er dáin nýlega nlræð. Franska blaðið »Echo de Paris« hefur verið dæmt fyrir meiðyrði gegn Picquart ofursta (frá Dreyfusmálinu) í 2000 franka sekt og enn frem- ur til þess að greiða 100,000 fr. í skaðabætur. 22. júní. I gærmorgun andaðist skyndilega utanríkis- ráðherra Rússa, fyrrum sendiherra í K.höfn, Murawiew greifi, að eins 46 ára gamall; var heill heilsu daginn áður. í Tientsin kvað sá hluti bæjarins, þarsem útlendingar búa, brunninn til ösku af völdum Kínverja. Það er nú að sögn ætlun stórveldanna að skipa einhverja bráðabirgðarstjórn í Peking, er gæta skuli réttar útlendinga þar eystra. Reykjavík j. jíilí. Af enskum blöðum, er ná til 26. f. m. má sjá, að uppreisnin í Kína er sífellt að aukast. Hefur hermálastjórn Rússa skipað Slberíu- og Amúrliðinu að taka sig upp og halda til Pek- ing, og sagt, að 20,000 rússneskra hermanna væru á leiðinni þangað. Englendingar farnir að senda flota úr Miðjarðarhafinu austur þangað, og Frakk- ar og Þjóðverjar eru einnig farnir að hreyfa sig. Hjálparlið það, er sent var í síðara skiptið til Ti- entsin halda menn, að hafi beðið ósigur fyrir uppreisnarmönnum, því að lausafregnir voru um það komnar. Voru það 2000 manns og fyrir þvl Seymour admíráll enskur, talinn mikill fullhugi. Fregnir hafa og borizt um, að konsúll Banda- manna í Tientsin hafi verið myrtur ásartit 40 brezkum og amerískum trúboðum. Sagter og, að ekkjudrottningin hafi nýlega stranglega fyrirskipað að reka alla útlendinga burtúrKína. Sendiherr- ar útlendrarlkja í Peking hafa verið í hættu stadd- ir, oghús þeirra umkringd, en sum brennd, en ept- ir síðustu fréttum höfðu þeir fengið leyfi stjórnar- innar til að fara burtu úr borginni óhindraðir. Li- Hung-Chang þykist ætla að miðla málum og þyk- ist treysta sér til að spekja nppreisnarmenn, en menn gruna hann um gæzku og treysta lítt lof- orðum hans; segja að hann vilji teQa fyrir afskipt- um stórveldanna, svo að allt verði komið í nógu mikið bál, áður en þau taki alvarlega í taum- ana. Er enn óséð, hversu víðtækar afleiðingar atburðir þessir hafa í för með sér. Þá eru Ashantar á vesturströnd Afríku einn- ig í vígamóð, og ekki hetur brezka hjálparliðinu frá Kap tekizt að bjarga bænum Kumassi úr

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.