Þjóðólfur - 03.07.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.07.1900, Blaðsíða 3
123 hundraðsgjaldi, sem lagt sé á verð allrar aðfluttr- ar vöru i heild sinni. Þann skatt gæti svo hver vöruseljandi lagt á það, er honum fyndist hent- ugast,. — Þá er talað er um stóra bankann, sundlar oss Dalamenn marga hverja, og eigi þyk- ir oss ráðlegt, að gefa sig mjög mikið á valdút- lendum auðkýfingum og okrurum og varasamt sýnist að selja lir höndum sér mikil réttindi svo sem seðlaútgáfuna um nærri heila öld. Sumir af oss eru enda. hræddir um, að viðskipti Dana og Islendinga fari þá að líkjast því sem á sér stað milli Englendinga og íra. Það eru auðvitað eigi utanríkismenn, heldur samþegnar, sem eiga jarð- ir og gæði flest á Irlandi, en þó eru írar engu bættari, heldur enda verr farnir en flestar þjóð- ir, sem utanríkismönnum skulda. Oss' skilst, að nauðsynlegt sé, að fá almennilegan stór- banka í landinu, því sá sem nú er, nægir ís- lendingum eigi, en vér trúum ekki öðru, en að finnanleg séu ráð til, að vér getum komið honum upp sjálfir og látið hann vera svo sem bankinn er nú, alveg undir yfirráðum þings og stjórnar, sem vér hyggjum bezt fyrirkomulag. Þáttur af Pétri hinum sterka á Kálfaströnd. 8. Frá nicjum Péturs. Kona Péturs híns sterka var Guðrún Illuga- dóttir lögréttumanns í Stóradal og sem einnig er talið, að byggi á Garði í Aðaldal, Grímssonar lög- réttumanns í Miklagarði, Sigurðssonar sýslumanns í Þingeyjarþingi Hrólfssonar. Börn Péturs og Guðrúnar eru eigi nefnd önnur í ættartölum en þau Bjarni og Herdís, en eptir því, sem segir hér að framan, hefði þó synir Péturs átt að vera tveir að minnsta kosti, þótt eigi sé þeir á nafn nefnd- ir. Bjarni Pétursson lærði, sem fyr segir og varð prestur á Mel í Miðfirði eptir Orm prófast föður- bróður sinn um 1760, hafði hann þá tekið vígslu fyrir nokkrum árum og má vera, að hann væri Ormi próf. til aðstoðar síðustu ár hans. Bjarni prestur lézt 1790 og er þá talinn að hafa verið um sextugt og er því fæddur um 1730. Kona Bjarna prests var Steinunn Pálsdóttir frá Upsum, systir Bjarna landlæknis og þeirra systkina. Son- ur þeirra var Páll prestur undir Felli í Vatnsdal f 1838 Afkomendur Bjarna prests Péturssonar munu flestir vera vestur um Skagafjörð og Húna- vatnssýslu. Herdís Pétursdóttir átti Magnús Þorleifsson prófasts í Mú!a Skaptasonar og voru synir þeirra. Hallgrímur, Steingrímur og Pétur. Lfkur eru til, að þau Magnús og Herdís hafi búið í Mývatns- sveit og þá helzt á Kálfaströnd. Er að sjá að Magnús væri látinn árið 1784, því það ár selur Herdís 10 hundruð jarðarinnar Kálfastrandar, en hin 2 hundruðin (hún var 12 hundruð að fornu mati) selur Hallgrímur sonur Herdísar ári síðar. Var verð allrar jarðarinnar 132 „spesíudalir", en kaupandi var Jón bóndi Tómasson, er síðan bjó á Kálfaströnd, faðir Tómasar er þar bjó síðan, föður Sigurðar bónda þar, föður Halldórs, er þar býr nú. Jón bóndi var sonur Tómasar bónda í Landamóti í Kinn Olafssonar aðstoðarprests á Þóroddsstað, Jónssonar prests á Þóroddsstað Þor- grímssonar Möðruvallaklausturprests Olafssonar. Ari sfðar eða 1785 selur Herdís jörðina Syðri- Neslönd við Mývatn Gamalíel Þorlákssyni fyrir 53 dali; mun Gamalíel sá hafa verið faðir Hall- dórs föður Gamalíels skálds í Haganesi. Pétur, son Magnúsar og Herdísar var eigi með öllu viti, og er ekkert frá honum að segja, en því meira af bræðrum hans, þó hér verði fljótt yfir sögu farið. 9. Frá Steingrími Magnússyni. Steingrímur var mjög bráðþroska og efnilegur og ramur að afli, þegar er aldur færðist yfir hann og hugðu menn að rnjög mundi hann líkjast um það Pétri afa sínum; ófyrirleitinn þótti hann í æsku, og var sumra ætlan þá, að illur maður mundi í honum búa. Er ein saga sögð af honum i æsku til marks um það, að hann léti eigi allt fyrir brjósti brenna. Frammi í Sellöndum svonefnd- um er selstaða l'ra Grænavatni í Mývatnssveit og hefur þar verið haft í seli til skamms tíma. Er svo sagt, að áður slægi menn sér; saman af fleiri bæj- um og væri þá opt og tíðum nokkrir ntenn sam- ankomnir í selinu. Nú var það einu sinni, að þeir bræður Steingrímur og Hallgrímur voru þar ásamt fleiru fólki, og rnunu hafa verið selsmalar, þó ungir væru. Var hinn eldri 12—13 vetra, og var það Hallgrímur, en Steingrímur 10—11 vetra. Eitt laugardagskvöld fór allt fólk úr selinu út í sveit nema selmatseljan og svo þeir bræður. Steingrími líkaði illa við hána; þótti hún svelta sig og fieira bar þeim á milli og hugsar hann henni nú þegj- andi þörfina og neyta þess, að fámennt var í sel- inu. Tekur nú ráðskonu, er hún er að störfum sínnm inni við og ber hana út, því fengið hafði hann þá meðal karlmannsþrek, leggur hana nið- ur við trog og tekur upp hníf. Kallar 'nann nú á Hallgrím bróður sinn og biður hann að rétta sér hjálparhönd, svo að hann geti skorið ráðskonu í trogið. Hallgrímur bregður skjótt við og þrífur hana úr höndum hans, og segir, að það skuli aldr- ei verða að hann fremji þá óhæfu að sér á sjáanda. Onýttist svo sú ætlan fyrir Steingrími; er og lík- ara, að það hafi verið hrekkur hans einn, og hafi hann með því viljað hræða ráðskonu og sýna henni í tvo heimana og svo það, að allskostar ætti hann við hana. Þó er að skilja, að honumt hafi þetta verið alvara og sýni það, að eigi hafi hann látið sér allt í augum vaxa. EptirmsBli. 7. des. f. á. andaðist að heimili sínu Bjólu í Holtum Emar bóndi Einarsson, 67 ára að aldri. Hann var fæddur 2. jan. 1832 á Skála undir Eyja- fjöllum, sonur Einars dbrm. Sighvatssonar. Vorið 1861 gekk hann að eiga Guðfinnu Vigfúsdóttur frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum og byrjaði þá búskap á Steinum undir Eyjafjöllum og bjó þar síðan í 26 ár. Vorið 1888 fluttist hann að Felli í Mýrdal og bjó þar í 4 ár, en varð að víkja þaðan fyrir Þór- arni presti Þórarinssyni; gat þá ekki fengið jörð, er honum líkaði og var því í húsmennsku um eitt ár hjá Sigurði Jónssyni tengdasyni sínum, en fluttist vorið eptir að Neðridal undir Eyjafj. og bjó þar eitt ár; flutti þaðan að Bjólu og bjó þar til dauða- dags. Þeim hjónum varð 10 barna auðið, dóu 2 þeirra á unga aldri, en 2 uppkomin. Einar drukkn- aði við Eyjafjallasand, en Sigurlaug kona Sigurðar Jónssonar dó af barnsförum; 6 eru á lífi, 2 synir og 4 dætur. Einar sál. var um mörg ár oddviti og sýslunefndarmaður í Austur Eyjafjallahreppi, og gegndi þeim störfum með sóma. Hann bjó jafnan laglegu búi, og var þó mjög gestrisinn og góður heim að sækja, enda fróður um margt og skemmti- legur, því maðurinn var prýðisvel gáfaður, sem hann 60 Af mönnum frá Bágg urðu eigi aðrir fyrir þeirri náð en Anna Gúghi, að María mey birtist henni og spj'allaði við hana hjá hinni helgu uppsprettu, ávallt þá er þangað var farin píla- grímsferð. En Anna er og hin guðhræddasta meðal hinna ráð- vöndu og sálma syngur hún með svo ljómandi guðrækilegri röddu, að íorsöngvarinn Hans Mindey, er ávallt ber á sér hina krýndu mynd frelsarans, tautar ávallt við sjálfan sig: „Dæmalaust Ijómandi rödd er þetta. Forsöngvarinn heima hjá mér kemst ekki í hálfkvisti við slíka rödd“. En Gabriel Csuz undrast þó enn meir en Hans Mindey rödd hennar, og — hver veit — ef til vill og hennar rjóðu kinnar og spengilega vöxt, og hann er og svo guðhræddur, að sjálf Anna Giighí er tæpast eins áköf til pílagrímsferða sem hann. Undarlegt er það reyndar, þá er menn svo fljótlega ganga í flokk með hinum guðfjálgu. En vel má og vera, að eitthvað fleira búi undir. Menn pískra um það, — hver getur þó hafa sagt það — ef til vill fólkið, er þreskti hjá Bizis, — að Gabríel, þá er hann var í vinnu í fyrra í Czalto, hefði trúlofast heiðarlegri stúlku, Maríu Kovács, er hafði týnt hjarta sínu og ennþá fleiru hjá honum. Hinir prúðu Czaltobúar voru mjög gramir yfir breytni hans, árangurslaust lætur vesalingurinn hún María hann vita, að Þún sé nær því að farast af sneypu og að jómfrúrsveigurinn Þrenni á höfði henni; hann kærir sig ekki neitt um það. Slíkt Mýtur að enda með skelfingu. Gefðu snöggvast gætur að Gabríel Czus; það er eitthvað ^ójarflegt í hinum liltu gráu augum hans, þó að hann sé að reyna til að vera upplitsdjarfur. Og þá er minnst er á Maríu Kóvacs við hann, þá skimar hann í kringum sig ósköp sak- *eysislega; í raun og veru hafi það gengið svo og svo til; 57 „Þeir eru komnir að dyrunum. Þeir ætla að brjóta þær upp“,sagði eg, nerisaman höndunum og kjökraði eins og barn. „Jæja, eru þeir þá búnir að finna þær?“, sagði hann „þá er brátt úti um allt. Guð er vitni mitt, að eg óska einungis að lifa til þess að þjóna honum og hans fólki.----------Lítið út um gluggann, Dorothy ! Ef ekki sést til dátanna, koma þeir ofseint og þá er það guðs vilji, að mér verði stefnt fyrir auglit hans og eg krafinn reikningsskapar". Eg leit út um gluggann og horfði niður eptir trjágöngun- um, yfir aldingarðana og kornakrana, en engin merki sáust til hesta eða manna. „Guð hjálpi okkur“, sagði eg. „Eg sé engan mann". Þungt högg féll á hurðina niðri, svo að eg rak upp hljóð af örvæntingu. „Hurðin þolir enn“, sagði Cromvvell stillilega, „en það líð- ur ekki á löngu, áður en hún lætur undan". Eg leit aptur út. En hvað náttúran var kyrlát og þög- ul þetta sumarkveld. Eg heyrði aptur mikinn hávaða og allt í einu stakk eg höfðinu út um þakgluggann. Missýndist mér? Langt í burtu sýndist mér eg koma auga á stálhjálm, sem blik- aði í sólskininu. Síðan sá eg hann aptur. Og nú gat eg einn- ig, þrátt fyrir skarkalann við dyrnar, heyrt hófadynin. „Nú koma þeirl", kallaði eg upp. „Eg sé þá koma ríð- andi á harða stökki með brugðnum sverðum". „Þeir koma of seint", sagði Cromvvell rólega. „Hurðin lætur undan. Egheyri, að tréð er að molast. Veifið vasaklútn- um yðar út um gluggann". Þeir þeystu upp trjágöngin og eg kom auga á beinvaxinn mann, er reið hrafnsvörtum hesti og var fremstur. Mér komu tár í augu, er eg horfði á hann, því þetta var Guy. Eg rétti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.