Þjóðólfur - 03.07.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.07.1900, Blaðsíða 2
122 höndum uppreisnarmanna þar. Hafa því Eng- lendingar nú í allmörg horn að líta, því að Bú- arnir eru alls ekki af baki dottnir enn, Þeir hafa 15—20,000 manna enn á vígvellinum að sögn, og hafa gert Bretum ýmsar skráveifur, einmitt nú upp á síðkastið, eins og sést af því, að frá 1.— 22. júní hafa Bretar misst 2600 liðsforingja og liðsmenn, er annaðhvort hafa verið drepnir eða teknir til fanga af Búum, en um 1000 manns af Bretaliði hafa dáið úr ýmsum veikindum á þess- um sama tíma. Stappar Kriiger stálinu í Búana með því, að Bretar muni, þá er ófriðnum erlok- ið, senda alla roskna Búa í útlegð til St. Hel- enu, en alla ungu mennina allt að 12 ára börn- um í indverska herinn, og þessu trúa Búar, og þykja illar búsifjar, vilja heldur berjast til þraut- ar og vökva ættjörðina blóði sínu. Danski stúdentaflokkurinn er væntanlegur hingað til Reykjavíkur sunnudaginn 5. ágúst næstkomandi með >Botníu«, er gufuskipa- félagið sendir aukaferð hingað með hóp þennan. Hefur ferðamannafélagið danska, er gengizt hefur fyrir þessari stúdentaför, látið prenta og útbýta leið- arvísi um tilhögun fararinnarmeð ýmsum velvöldum myndum frá Færeyjum og Islandi. Er gert ráð fyrir, að flokkurinn leggi af stað frá Reykjavík til Þingvalfa 7. ágúst, verði þar einn dag um kyrt og haldi hinn 9. til Geysis, skoði Gullfoss og haldi svo aptur til Reykjavíkur. Gert ráð fyrir að koma hingað sunnudaginn 12. ágúst kl. 6 e. h. en aðfaranótt þriðjudagsins 14. ágúst á »Botnía« að fara héðan beina leið til Leith.— Kom dr. Finnur Jónsson nú með »Botníu« til að undirbúa viðtökurnar hér og veita stúdent- unum vísindalegar leiðbeiningar og aðra aðstoð, meðan þeir dvefja hér, og er það mikilsvert og vel gert af honum, að .gefa kost á sér til þess. Þótt viðtökurnar hér geti naumast orðið mikils háttar, þá er auðvitað sjálfsagt að gera það sem unnt er, til þess að þær geti orðið sæmilegar, eptir því sem föng eru á. Þá er »Botnía« fór frá Höfn 22. f. m. höfðú 76 stúdentar ráðizt til fararinnar, auk 8, erhöfðu skráð sig, en ekki víst, að þeir komi allir, og er einn meðal þeirra dr. Georg Brandes. Mun heilsa hans því miður ekki leyfa honum að fara för þessa, því að hann hefur lengi legið veikur af æðabólgu. Skrifari nefndarinnar, er fyrir för þessari stendur, rithöfundurinn L. Mylius- Erichsen hefur sent Þjóðólfi skrá yfir nöfn hluttakenda; eru flestir þeirra allungir og nú við nám, en nokkrir þó rosknir embættismenn og sýslunarmenn eða kunnir, sem rithöfundar, og birtum vér hér skrá þessa, af því að vér ímynd- um oss, að mörgum þyki gaman að sjá, hverjir þeir eru, sem vér eigum von á. En ef til vill geta enn bætzt við fleiri, því að upphaflega var ætlazt til, að hópurinn yrði um 90. En þessir höfðu skráð nöfn sín til fararinnar 22. f. m.: Oluf S. Rothe stud. theol., H. Steinthal yfir- réttarmálaflutningsmaður, N. H. Clausen cand. polyt. og efnasmiðjustjóri, Knud Berlin cand. jur., K. Höjgaard stud. polyt., F. Crome stud. polyt., W. Crome stúdent, Honnens de Lichtenberg hirðveiði- stjóri, F. C. P. Ohrt cand. theol., Baucerz cand. jur., Wilh. Petersen stud. jur., F. Zachrisson læknir frá Óðinsvé, H. Zachanae stud. polyt., K. Fischer-Jörg- ensen stud. jur., V. Westergaard stud. med.. C. B. V. Hansen borgarstjóri frá Nyköbing á Mors, Ein- er Nygaard stud. jur., J. Horstmann—Hansen bæj- ar- og héraðsfulltrúi frá Næstved, Thiele stud. jur., P. H. Permin stud. mag.. Plum stud. jur., A. E. Rom stúdent, C. Th. Rom stud. polyt., Axel R. Hansen cand. theol. og skólastjóri, F. Fogh læknir frá Vordingborg, I. A. Bie cand. polyt. og ölgerðar- hússtjóri,Chr. Jiirgensendr. med., T. Topsöestud.med. H. Hendriksen stud. polyt,, N. M. Plum stud. theol., H. Lauritzen stud. jur., K. Borries cand. phif, F. Bardroen cand. mag, I. E. Böggild stud. jur., E. Borch stud. polyt,, O. Nielsen stud. jur.j D. Sal- omonsen stud. jur., Ludvig Beck cand. theol. og kennari, L. C. Schou stud. mag. póstmaður, Olaf Han- sen cand. mag. og rithöfundur, C. W. Gimbel stud. polyt., V. Piirschel stud. jur., J. O. Böving-Petersen cand. mag., H. Möller stúdent, H.P. Michelsen stud. mag., Harald Ch. Nielsen stud. jur., H. V. O. Prlitz stud. mag., B. Holst stud. theol., Rasmus Fog cand. mag., Bræstrup stud. jur., A. Good cand. theol., H. Sörensen stud. mag., Severin Dahl cand. mag. og kennari, Sigurd Frederiksen stud. mag., Hartvig Möller cand. theol., Ludvig Flensborg stud. polyt., Nielsen-Bransager ritstjóri. J. C. Schiödte stud. mag., Jörgen Bay stud. theol., C. A. Nielsen stud. mag., Herluf Möller stud. jur., Thorvald Stokkebye stud. med., Lfssing stud. mag., A. C. D. Rath stud. polyt., Frederik Vest stud. jur., Balle læknir frá Fjóni, Jens J. Jensen stud. mag., Ove Malling-Giers- ing stud. polyt., Finnur Jónsson dr. phil. og pró- fessor, L. Mylius-Erichsen cand. phil. og rithöfund- ur, F. B. Blands stud, mag., Otto Jörgensen cand. phil., P. F. Lange stud. mag., P. L. Miiller stud. mag., Bagger yfir-lautenant, K. Gregersen stud. polyt. Andreas Nielsen stud. med., Arnold Larsen dr, med. frá Nyköbing á Falstri, Villars Christensen dr. phil., I. Bitsch cand. jur., V. Kænaris Klein yfirréttarmálaflutningsmaður, Johs. Rasmussen cand. phil., Ivar Berendsen cand. jur. og tollstjóri, Georg Brandes dr. phil. « . * * Aths. Það eru þessi 8 síðasttöldu, sem ekki er öldungis víst um, að geti komið, eins og fyr er á vikið. »Ceres« kom hingað norðan og vestan um land frá útlöndum 30. f. m. Farþegar með henni: Gunnar Einarsson kaupm í Rvík (frá útlöndum), Gísli Isleifsson sýslumaður Húnvetn- inga, Þorvaldur Jónsson héraðslæknir á ísafirði, Arni Sveinsson kaupm., Björn Þórðarson verzlun- arstj. Isaf., Eggert Reginbaldsson bóndi á Kleif- um í Seyðisfirði vestra, og nokkrir útlendir ferða- menn, þar á meðal þýzkur málari, Bachmann frá Miinchen, er fer snöggva ferð til Þingvalla, og sfðar til Vestmannaeyja, og ætlar að dvelja þar um tíma við málaraiðn. Gufuskipið »Botnia« kom hingað frá útlöndum 30. f. m. 2 dögum á undan áætl- un. Með henni komu dr. Finnur Jónsson háskóla- kennari, Lefolii stórkaupm., fröken Ásta Svein- björnsson, frk. Lucinde Möller, ekkjufrú Thomsen (móðir D. Thomsen konsúls), Boilleatt barón, Hannes Ó. Magnússon verzlunarm. með konu sinni, Ari Jónsson stúdent og allmargir enskir ferðamenn. Hæstaréttardómur er nú upp kveðinn í Nilssonsmálinu, og Nilsson dæmdur í 2 ára betr- unarhússvinnu, en yfirréttardómurinn gagnvart Holmgreen og Rugaard staðfestur. Svo á Nils- son að greiða íslenzka landssjóðnum 3000 kr. og danska ríkissjóðnum 200 kr., eins og ákveðið var í yfirrétti. En auk þess á hann að gjalda Hannesi Hafstein 748 kr. 25 a. í skaðabætur, og til ekknanna, er misstu menn sína á Dýrafirði 3600 kr. til annarar og 1100 kr. til hinnar. Og þá er dómnum er fullnægt á að vísa Nilsson úr landi burt. Munu flestir telja málalok þessi hin heppilegustu og maklegustu fyrir spillvirki það, er framið var á Dýrafirði næstliðið haust. Veðdeildar-reglugerð landsbankans er nú loks samþykkt af ráðgjafanum. En sakir þess að gera þarf reglugerð þessa heyrum kunna almenningi og sakir annars undirbúnings, er mál- ið þarfnast, mun veðdeildin ekki geta tekið til starfa fyr en síðari hluta ágústmánaðar, eða í fyrsta lagi um miðjan þann rránuð. Lagasynjun. Konungur hefur nú neit- að staðfestingar á hinu alkunna batterífrumvarpi I sfðasta alþingis: um afhending lóðar til konsúls- frú Helgu Vídalín. Svo fór um sjóferð þá. Neit- unarástæðurnar munu á sínum tíma birtast í Stjórn- artíðindunum. Skipstrand. Seint í maí síðastl. strand- aði á Kópaskersvog í Norður-Þingeyjarsýslu kaup- farið »Anna« frá Örum & Wulffsverzlun, sigldi á sker, er Faxi heitir, skammt frá höfninni, og brotnað’ Vörur náðust sumar óskemmdar, aðr- ar spilltar. Uppboðið haldið 12. f. m. og seld- ust flestar vörurnar fullháu verði. Skipsflakið' keypti Jón Ingimundarson á Brekku í Núpasveit fyrir 140 kr. Ferðamenn. Auk þeirra, sem komu með »C.eres« og »Botníu« erunústaddir hér í bæn- um: Guðjón Guðlaugsson þingm. Strandamanna, Kjartan prófastur Helgason í Hvammi, séra Ólafur Magnússon á Sandfelli, Kjartan prófastur Einars- son í Holti o. fl. Séra Eggert Pálsson á Breiða- bólsstað, séra Ólafur Sæmundsson í Hraungerði, séra Gísli Kjartansson á Felli og séra Ingvar Nikulásson í Gaulverjabæ voru hér einnig á ferð fyrir helgina. Nýdáin er merkiskonan Guðrún Ólafs- dóttir, kona Guðmundar bónda Bárðarsonar á Kollafjarðarnesi, vönduð kona og vel látin. Dalasýslu 22. júní. [Veikindi — Lltið gengi Valtýskunnar — Þingkosn- ingahorfur — Prestalaunaniálið — Stóri bankinn — Útlent auðkýfingavald — Englendingar og íraij. Tíðindi héðan eru þau, að veðuráttan hefur á þessu umliðna vori verið ávallt mjög köld og því gróðurlítið, þangað til í byrjun þessa mánað- ar að hlýna fór og nú í heila viku er ágætt gras- veður og blíða, enda þjóta jurtirnar nú upp með hraða. — Kvefsóttin er nú um garð gengm hér og var allþung á mörgum, og ýmsir fengið lungna- bólgu upp úr henni, en fáir dáið. Af merkis- mönnum, er látizt hafa, m/an eg eigi að telja aðra en Þorstein Gíslason frá Ytri-Hrafna- björgum í Hörðudal. Hann var ungur og efni- legur bóndi, rúml. þrítugur að aldn, og mjög vel látinn af öllum. Fyrst fékk hann kvefveikina og síðan lungnabólgu, er leiddi hann til bana 7. þ. m. Foreldrar Þorsteins voru þau hjón Gísli Þórðar- son snikkari og Arndís Þorsteinsdóttir, sem vel og lengi bjuggu á Ytri-Hrafnabjörgum. Eptirlif- andi kona Þorsteins heit. er Finndís Finnsdóttir frá Háafelli í Miðdölum. Þorsteinn lætur eptir sig 4 börn í ómegð. Um landsmálefni er ýmislegt hjalað, þegar fundir em. Móti Valtýskuflaninu eru flestir menn í þessari sýslu enn sem fyrri, og þykir þvl frem- ur ólíklegt, að vor gamli þingmaður komist að við nýju kosningarnar, þótt hann sé að mörgu leyti góður þingmaður. Helzt er búizt við, að Björn sýslumaður Bjarnarson á Sauðafelli gefi kost á sér og verði kosiryn. Hann er beint á móti Valtýskunni og allri hennar innlimunarstefnu og er þar að auki ákafur framfaramaður í öllum atvinnumálum og vínsæll af alþýðu. — Héraðsfundur prófastsdæmis þessa var hald- inn 15. þ. m., en varð beldur fámennur sökum veikindanna. Þar lágu fyrir safnaðarfundargerð- ir um laun presta og fóru allar fram á að afnema núverandi gjöld og launa prestum úr land- sjóði. Nýju lögin um lambsfóður, dagsverk og offur þykja óhafandi með öllu. Niðurstaðamáls- ins á héraðsfundinum varð hin sama sem á safn- aðarfundunum, að launa prestum úr landsjóði og afnema sóknartekjur, en láta presta halda jarð- eignunum áfram, því að hér vestra sýnist alþýðu að kirkjujörðuntim, sem prestar hafa umsjón yfir, séu miklu betur borgið heídur en þjóðjörðunum, sem umboðsmenn landsjóðs ráða yfir. Tekj- ur landsjóðs vildi fundurinn láta auka með skatti, er lagður væri á verzlunina, þó eigi iheð tolli á neinni einstakri vöru, sökum þess, áð hér á landi er ókleyft að hafa tollstjórn, heldur með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.