Þjóðólfur - 27.07.1900, Side 3
139
á Frakklandi, heldur einnig á Englandi, og geta
ekki nýtt sér hann.
Útbreiðsla skarlatssóttarinnar.
Austur á Skeiðum og suður í Höfnum,
Skarlatssóttin er nú' tekin að færast upp um
sveitirnar, þrátt fyrir varúðarreglur og einangran-
ir, er gerðar hafa verið.
A laugardagsmorguninn var kom hingað sendi-
maður frá Skúla lækni Árnasyni í Skálholti tii
að tilkynna landlækni, að skarlatssótt væri kom-
inn á einn bæ á Skeiðunum, Húsatóptir. Lágu
þá veik 6 börn bóndans þar, Gests Eyjólfssonar.
En þangað hagðu menn, að veikin hefði flutzt
með bónda úr Eystrihrepp. er gisti þar á heim-
leið úr Reykjavík, hafði verið að sækja þangað
dóttur sína, er dvalið hafði í húsinu nr. 30 í
Vesturgötu, þar sem 2 börn veiktust af sýkinni,
og þar sem stúlkan átti heima, er flutti veikina
upp að Möðruvöllum í Kjós. Er því veikin að
líkindum komin nú upp í Eystrihrepp og ef til
vill víðar í Árnessýslu. Bærinn Húsatóptir hfíur
verið sótttkvíaður.
Þá er og veikin komin suður í Hafnir í
þurrabúð, er nefnist Vívatsbær, og stendur ein
sér á völlunum fyrir utan Kirkjuvogsbæinn. Var
Þórðar Thoroddsen héraðslæknis vitjað þangað
17. þ. m., en hann var þá ferðbúinn inn að
Hvassahrauni til sjúklings, og gat því eklci farið
suður í Hafnir fyr en morguninn eptir, en skrifaði
samstundis hreppstjóranum, að banna allar sam-
göngur við bæ þennan, þangað til hann kæmi.
Er tvlbýli í þurrabúð þessari, og á annar bóndinn
(Guðmundur Jónsson) 3 börn, en hinn (Guðmundur
Björnsson) 2. Þá er læknir kom þangað voru 2
börn Guðmundar Jónssonar veik, drengir 10 og
3 ára gamlir og báðir þungt haldnir. Þóttist
læknirinn ekki í vafa um, að þar væri um skar-
latssótt að ræða og fyrirskipaði því til bráðabirgða,
að bærinn skyldi einangaður. Hinn 20. þ. m.
fór læknirinn þangað aptur og voru þá drengirnir
farnir dálítið að hressast, en annað barn Guð-
mundar Björnssonar orðið veikt. Sama daginn
var læknisins vitjað til 16 ára gamallar stúlku í
Hólmfastskoti í Njarðvíkum. Hafði hún fengið
hitasótt og hálsbólgu þá um nóttina og einangr-
aði læknirinn einnig bæ þennan til bráðabirgða,
sömuleiðis annan bæ í Njarðvfkum, Hákot, af
því að stúlka þessi er vinnukona þar að hálfu og
hefur dvalið jöfnum höndum á báðum bæjunum.
Enga fullnægjandi skýringu þykist læknirinn geta
gefið á því, hvaðan sóttin hafi flutzt að Vívatsbæ. Af
því að Hafnirnar hafa í vor verið grunaðar um
skarlatssótt, hefur héraðslæknirinn — síðan land-
læknirinn var þar á ferð í apríl — ferðazt um
Hafnirnar optast í hverri viku og stundum tvis-
var í viku, og 4 sinnum skoðað þar öll börn,
síðast 13. þ. m. og varð ekki neinnar skarlatssóttar
var. Að Vívatsbæ höfðu heldur engir komið
frá sýktum stöðum og enginn maður heimilisfastur
t'tan Hafna. En 7. þ. m. kom^ þangað maður,
sern farið hafði inn að Lónakoti í Hraunum
og verið þar nætursakir. Sá maður drakk kaffi
f Vívatsbæ og kvaddi svo konu Guðm. Jónsson-
ar með kossi og handabandi. Viku síðar (14. s.
tu.) kenndi konan höfuðverkjar og hita með
vymslum í hálsi, er þó batnaði aptur, en daginn
€Ptir veiktist fyrsta barnið. Er því ekki alls ó-
Sennilegt, að sóttnæmið hafi flutzt með manni
Þessum frá Lónakoti, þótt nákvæmlega væri þar
sótthreinsað, og kofinn brenndur, því að sóttkveikj-
ar* getur á litlum stað leynzt, löngu eptir að
^eikinni er aflétt, enda telja læknar sjálfir sótt-
hreinsun hvergi nærri einhlíta í næmnm sjúkdóm-
um, hversu rækilega sem að því er gengið.
Þessslcalgetið, að héraðslæknirinn þar syðra
(Þ. Th.) er, eins og fyr er á vikið ekki í neinum
vafa um, að hér sé um reglulega skarlatssótt að
ræða, en sé ekki sama veikin, sem gekk hér
1887, og nefndir voru skarlatssóttarkenndir »rauð-
ir hundar«. en þeirri veiki kynntist hann þá ein-
mitt nákvæmlega, því að hún gekk almennt á
Suðurnesjum.
I*jóðliátíð Reyítvíkinga
bönnuð.
Eptir tillögu héraðslæknisins í Reykjavík, Guð-
mundar Björnssonar, hefur lögreglustjóri bæjarins,
Halldór Danfelsson, bannað að halda hina venju-
legu þjóðhátíðarsamkomu hér 2. ágúst næstk., og
er bann þetta byggt á því, að skarlatssótt hefur
töluvert gert vart við sig hér í bænum, og þess
vegna sé hátfðahald þetta hættulegt fyrir frekari
útbreiðslu veikinnar. Þetta getur litið nógu álit-
lega út í fljótu bragði, en við nánari athugun
verður bannið gegn þessari einu samkomu dá-
lítið einkenmlegt, því að sé höfuðstaðurinn svo
mikið pestarbæli, að samkomur úti undir berum
himni séu hættulegar, þá getur mönnum ekki skil-
izt annað, en að fjölmennar samkomur f húsum
inni séu enn varúðarverðari, t. d. við guðsþjón-
ustugerð í kirkjum, við giptingar, við jarðarfarir,
einnig fjölmennir Goodtemplarafundir, Hjálpræð-
isherssamkomur o. m. fl. Engum slíkum sam-
komum hefur héraðslæknir eða lögreglustjóri
þó hreyft við. Væru þeir sjálfum sér samkvæm-
ir, ættu þeir fyrst og fremst að banna þessar
samkomur. Þá mundi engum þykja kynlegt, þótt
þjóðhátíðarhaldið væri einnig bannað, en nú sjá
menn ekki, hvers þessi eina samkoma á að gjalda.
Naumast getur það talizt gild ástæða, að svo
margir utanbæjar- eða nærsveitamenn muni sækja
hátíðina, að hættara sé við, að sýkin berist upp til
sveita með þeim, heldur en með ferðamönnum,
sem daglega sækja hingað til bæjarins, með kaupa-
fólki, er héðan fer óhindrað upp til sveita, og
fólki utan af landi, er hingað kemur með strand-
ferðask'ipum og jafnvel fær leyfi til að dvelja lengri
tíma í húsi, þar sem barn liggur í skarlats-
sótt og deyr, þótt einangrað eigi að heita á heim-
ilinu. I þessu virðist engin samkvæmni. Sama
daginn, sem lögreglustjóri auglýsir bannið gegn
þjóðhátíðarhaldinu, lætur hann fulltrúa sinn og
skrifara halda fjölmennt uppboð hér í bænum,
vitandi, að skarlatssótt er á heimili skrifarans.
Er þetta samkvæmni? Eða hvernig hugsa þeir til
að bjóða dönsku stúdentunum til fjölmenns mið-
degisverðar um sama leyti og þeir banna sam-
komu úti undir berum himni vegna sýkingar-
hættu?
Sumir hafa getið þess til, að þetta eina bann
stafi af áhrifum klíku þeirrar, sem kunn er hér
í bænum og alstaðar vill trana sér fram, en ekki
var valin í forstöðunefnd þjóðhátíðarinnar, eða
neitt spurð þar til ráða, og hafi klíkan því vilj-
að koma hátíðinni fyrir kattarnef. En naumast mun
þó sú ágizkun á rökum byggð, heldur mun bannið
sjálfsagt birt í góðum tilgangi, en fljóthugsað.
Þjóðhátíðarnefndin hefur nú orðið að fresta
hátíðinni fyrst umsinn, en jafnframt hefur hún skrif-
að landshöfðingja og skýrt honum frá ósam-
kvæmni þeirri, er henni virðist í þessari ráðstöf-
un þeirra læknis og lögreglustjóra, og farið þess
á leit, að landshöfðingi fyrirskipi bann gegnýms-
um þeim samkomum, er getið er hér á undan,
og ekki geti virzt hættuminni, en þjóðhátíðar-
samkoman, svo framarlega, sem honum þyki á-
stæða til þess, með skírskotun til 10. gr. laga
31. jan. 1896. Bæjarbúar vilja eflaust gjarnan
styðja lögreglustjóra og lækni í öllum skyn-
s a m 1 e g u m og röggsamlegum ráðstöfunum til
várnar gegn útbreiðslu skarlatssóttarinnar, en þeir
kunna betur við, að sjá einhverja fasta stefnu.
einhverja verulega samkvæmni í þessum sóttvarn-
arfyrirskipunum, en ekki að eins fljótfærnis-fum,
án verulegrar festu, þannig, að eitt sé leyft en
annað bannað, þótt hvorttveggja sé jafnhættulegt,
eða. jafnvel hættuminna það sem bannað er en hitt.
Þingmennsku-framboð.
Á þingmálafundarnefnu, er haldin var í Kolla-
firði 22. þ. m., buðu sig framfimm þingmanna-
efni fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, nfl. gömlu
þingmennirnir Þórður Thoroddsen og Jón Þórar-
insson, ennfremur Þórður hreppstj. Guðmundsson
á Neðra-Hálsi, Guðmundur bóndi Magnússon í
Elliðakoti og Björn Kristjánsson kaupm. í Rvík.
Fundurinn var mjög fámennur, að eins 18 kjós-
endur. Þingmannaefnin lýstu dálítið skoðunum
sínum á landsmálum, vildu t. d. »lifa og deyja«
með Valtý að sögn. Engar ályktanir voru tekn-
ar þar í neinu máli. Andmæli voru einkum haf-
in gegn einum frambjóðanda, Jóni Þórarinssyni.
Heyrzt hefur, að einn borgari hér í bænum, Gísli
Þorbjarnarson kaupm., er ekki gat sótt fund þenn-
an, verði hinn 6., er býður sig fram til þing-
mennsku í kjördæmi þessu. Verðurhann þá hinn
eini frambjóðandi þar, er ekki gengur undir merki
valtýskunnar, og ætti því að fá fullt eins mikið
fylgi og sumir hinna að minnsta kosti.
Póstskipia ,Laura* kom hingað frá
Höfn 20. þ. m. Með því komu: Magnús Ein-
arsson dýralæknir, Páll Vídalín Bjarnason cand.
jur., Sig. E. Sæmundsson kaupm., Sigurður Guð-
mundsson bóndi 1 Vetleifsholtshelli (frá landbún-
aðarsýningu í Odense), frk. Valgerður Johnsen, og
jústizráð Hansen frá Hobro, tengdafaðir M. Lund
apótekara. Ennfremur 13 enskir ferðamenn.
Strandferðaskipið ,Vesta‘ kom hing-
að í fyrra kveld norðan um land og vestan. Með-
al farþega með henni voru séra Þorvaldur Jak-
obsson í Sauðlauksdal, Sigurbjörn Gíslason cand.
theol. frá Neðra-Ási í Hjaltadal, Skúli Þ. Sivert-
sen fyr óðalsbóndi í Hrappsey o. fl.
Skemmtiskip enskt „ Cuzco“ kom, eins
og von var á, í gær kl. 4 e. h., (kapt. W. S. Shel-
ford lieutenant). Farþegarum 120, flestir enskir,
en allmargir Japanar. Skipið lagði af stað frá
Leith 3. þ. m., hefur verið í Noregi og við Spitz-
bergen og kom þaðan nú. Það stendur hér við
3 sólarhringa, og farþegar flestir bregða sér til
Þingvalla í dag. Skip þetta er töluvert minna
en skemmtiskipið »Ophir«, er kom í fyrra. Sig-
fús Eymundsson er aðalumboðsmaður hér á landi
fyrir félag það í Lundúnum, er fyrir skemmti-
tör þessari stendur.
Próf i lögfræði við háskólann hefur tek-
ið Páll Vídalín Bjarnason með óvenjulega
góðri 1. einkunn. Fékk 1. einkum í öllurn náms-
greinum (n), eins og Eggert Briem sýslumaður
Skagfirðinga, og hafa þeir tveir fengið hæsta eink-
unn íslenzkra lögfræðinga á slðari árum.
Próf i tannlækningum í Kaupm,-
höfn hefur tekið Haraldur Sigurðsson, bróð-
ir Björns kaupm. í flatey og þeirra bræðra.
' Höfuðbólið Viðey á Kollafirði hefur
Eggert Eirtksson Briem búfræðingur 1 Reykjavfk
keypt fyrir 20,000 krónur, það er að segja þá 2/3
hluta eyjarinnar, sem Magnús bóndi Stephensen
hafði eignarumráð yfir. Mun hr. E. Br. hafa í
hyggju, að reisa þar stórbú næstkomandi vor.
Þriðja hluta eyjarinnar eiga 3—4 menn í Reykja-
vík, og mun sá hluti ekki verða seldur að sinni.
Pýzki málarinn, Bachmann frá Miinch-
' en, er getið hefur verið áður í Þjóðólfi, fer nú í