Þjóðólfur - 10.08.1900, Qupperneq 2
146
Stúdentaförin danska.
Búizt var við, að »Botnia« mundi koma hing-
að með dönsku stúdentana sunnudagskvöldið er
leið og höfðu stúdentar hér í bænum, eldri og
yngri akademiskir borgarar, fyrir tilstiili nefndar
úr stúdentafélaginu afráðið að sigla móti »Botniu«
á gufuskipinu »Hólar«, fylgja þeim inn á höfnina
og verða þar fyrstir til að bjóða hina dönsku
bræður slna velkomna. Hafði skipstjóri Öst-Ja-
kobsen góðfúslega léð »Hóla« 1 því skyni og lof-
að sinni vissu og góðu aðstoð við för þessa.
Var haldið út í flóann eptir hádegi sunnudaginn
5. ágúst, 40—50 eldri og yngri stúdentar, meðal
þeirra landfóg. Á. Thorsteinson, yfirdómari Kr.
Jónsson, yfirkennari Stgr. Thorsteinson, sem bjóða
skyldi stúdentana velkomna; var þar og með
hornaflokkurinn undir góðfúsri forustu Helga
Helgasonar. Var farið alla leið út að Skaga og
beðið þar eptir hinum langþreyðu gestum, en
er »Botnia« sást hvergi, vaið að sigla við svo
búið heim aptur um nóttina.
Mánudagsmorguninn eptir þ. 6. ágúst renndi
svo »Botnia« inn á höfn í bezta veðri og glaða
sólskini. Stúdentarnir voru fluttir á land á bát-
um »Heimdalls«. Á bæjarbryggjunni, sem var
prýdd veifum og blómsveigum á háreistum skrúð-
boga, tók bæjarstjórinn móti gestunum í viður-
vist helztu borgara bæjarins, stúdenta og aragrúa
fólks, sem safnazt hafði að úr öllum bænum.
Gengu dönsku stúdentarnir sfðan í skrúðgöngu
undir sínu forna stúdentaferðamerki upp bryggj-
una undir hvellandi húrrahrópum, og sungu ísl.
stúdentar þá »Der er et yndigt Land«, en dönsku
stúdentarnir aptur »Eldgamla Isafold«. Héldu
þeir upp á »Austurvöll«; þar kringum Thor-
valdsen var stúdentunum vísað á heimilisfeður
þá, er þeir skyldu búa hjá meðan þeir dveldu
hér í bænum. Mælti skáldið Mylius-Erich-
sen, ritari ferðamannafélagsins danska, þar
fyrir minni Reykjavíkur. Var mjög mikill
hátíðarbragur yfir öllu lffinu bæði f bænum og
á höfninni, þar sem »Botnia«, »Hólar«, »Ceres«
og »Heimdallur« lágu öll flöggum skreytt þann
dag hér inni.
Um kl. 7 buðu svo stúdentar hér í bænum
hinum dönsku bræðrum sínum til sérstaks kveðju-
fundar í stóra salnum á »Hótel Island«, til að
bjóða þá velkomna í champagne. Mælti yfir-
kennari Stgr. Thorsteinsson þar fyrir minni gest-
anna, minntist sambandsins milli frændþjóðanna,
milli danskra og ísl. stúdenta og hve blessunar-
ríkt það gæti orðið og bauð gestina velkomna.
Fogh læknir (frá Vordingborg) þakkaði fyrirhönd
gestanna. Margar fjörugar og snjallarræður vortt
haldnar. Meðal annara töluðu stud. juris Ptirsc-
hel og stud mag. Ágúst Bjarnason.
Þriðjudeginum var varið til þess að sýna gest-
unum Laugarnesspftalann, — fóru sumir þeirra
þangað á bátum Heimdals, en aðrir gangandi eða
ríðandi,— og.síðan til að skoða söfnin hér og
dómkirkjuna. Um kvöldið kl. 5 hélt bærinn þeim
stóra veizlu með miðdegisverði kl. 5 1 Iðnaðar-
mannahúsinu; sátu þar undir borðum 160 manns
og var mönnum skipað ekki að eins í stóra sal-
inn niðri, heldur og uppi á leiksviðinu og í and-
dyrsganginum langa við hliðina á salnum. Amt-
maður Júlíus Havsteen bauð menn velkomna og
minntist konungsins. Séra Jón Helgason mælti
fyrir minni gestanna, en Nanke borgarstjóri
(frá Korsör) þakkaði með ræðu fyrir íslandi.
Guðm. læknir Björnsson minntist Danmerkur,
yfirréttarmálfærslumaður Steinthal íslenzkra
stúdenta oglæknirFogh íslenzkra kvenna.
Einnig mælti stud. mag. Henrik Ussing fyrir mmni
prófessors Finns Jónssonar og að lokum hélt skáld-
ið Mylius-Erichsen ræðu um íslenzkt þjóðerni,
viðhald þess og einkenni; var gerður sérstaklega
góður rómur að hans máli og þótti honum tak-
ast prýðilega.
Skáldið Ei n ar Benediktsson hafði ort
hið snjalla kvæði til hinna dönsku stúdenta, sem
prentað er hér í blaðinu; fengu þeirþað í sérstakri
danskriþýðingu. Einnigvar sungiðprýðilegaortgam-
ankvæði, erfrúHelgaVídalfnhafðikveðið til þeirra
ádönsku. Skáldið Mylius-ErichsenogOlaf
Hansen höfðu ort mjög tilkomumikil og til-
finningarík kvæði. Hinn síðamefndi, sem er svo
góðkunnur Islendingum af hinum á gætu þýðing-
um sínum á nýíslenzkum kvæðum, vareigi viðstadd-
ur; hafði orðið sjúkur á leiðinni og lá rúmfast-
ur, erá landkom; er nú því betur á batavegi.
Eptir miðdegisverðinn var dans um kveldið;
var þá um 400 manns samankomið, er yngri stú-
dentar og ungar meyjar höfðu bætzt við í hópinn
eptir kl. 9. Var drukkið, dansað og skemmt sér
fram á nótt.
Daginn eptir, miðvikudag, lögðu gestirnir af
stað til Þingvalla og Geysis. Er vonandi, að
veðrið haldi sér jafnfagurt og náttúran brosi þar
við þeim eins blíð og sólskinsfögur og hér í
Reykjavík.
Eins manns má Island sakna, er það tekur
á móti þessum bróðurlega stúdentahóp, sem hver-
vetna hér hefur áunnið sér hylli og vináttu þeirra,
er við hann kynntust —ritsnillingsins fræga Ge-
orgs Brndes, sem hefur hvatt til fararinnar
með sínum mörgu velvildargreinum um Island og
tekið ástfóstri við nýíslenzkar bókmenntir á hin-
um sfðari árttm, síðan hann fékk kynni af þeim,
en sakir sjúkleika var honum ráðið frá, að leggja
út í svo langa ferð. En þökk sé honum fyrir
sóma þann, sem hann vildi sýna landi voru, og
fyrir hinn hlýja hug, er hann ber til bókmennta
þess bæði að fornu og nýju.
Til hinna dönsku stúdenta.
Með vinarandans góðu gyðju í stafni
þið gerðuð ykkar ferð. Heill bróðir. Skál!
Við heilsum ykkur hér í Islands nafni,
og holl og trygg eru’ okkar kveðjumál.
Vor foma tunga' á auð af góðum orðum,
og uppruninn hann tengir þjóð við þjóð.
Vor forna saga’ er ættfróð enn sem forðum;
í æðum okkar rennur frændablóð. —
Við geymdum lengur liðna tímans hætti;
enn lifir skuggi’ af þeim í okkar reit.
Þið sóttuð fram. — Nú, tvinnum þessa þætti,
sem þúsund ára breyting aldrei sleit.
Sé hitt á réttan streng kemst allt í eining,
í öllu’ er gullinn sambandsvegur til.
Hjá oss í dag er veik og veil öll greining —
svo veik sem snjór í sólargeislans yl.
Um allan heim í hverju lífsins verki
til heilla’ er menntadísin alla stund
og undir hennar gamla, gilda merki
við göngum nú til móts með káta lund.
Um hús og andlit er sem spánnýr bragur
og allt í sömu skorðum þó sem fyr.
Sjá, stúdentanna stóri heiðursdagur
hann stendur hátt við opin port og dyr
Ein bróðurskál hún bætir fleira’ og jafnar
en bréfin öll. — Velköminn, gestur kær.
Nú kynnumst við. Það sundrar ekki’ en safnar,
tveir saman komast það sem einn ei nær.
Vort Ijóð í dag berst langt — frá vík til hafnar
og landinn heyrir mál vort nær og fjær.
Hvert vinarorð má verða fræ, sem dafnar.
Að veggjabaki hjarta fólksins slær.
Hér felst svo margur, margur rfkur sjóður,
sem mætti lypta í tveggja bræðra hönd.
Hér bliknar opt svo bjártur andans gróður
við barm þess djúps, sem skilur okkar lönd.
En vel þið mætist kross- og hörpu-húfa.
Hér heilsast löndin, Frón og Danaströnd.
Með góðum huga hafið sjálft má brúa.
Til hamingju með öflug félagsbönd!
Vor móðir horfir hátíðar í skrúða
á hópinn allan. Þetta er sumar vort.
Hún vill þið munið mynd sfna svo prúða,
sem minnir ekki á kulda, hel né skort.
Og himinvítt sig fjallafangið breiðir;
hún fagnar ykkur hljóð og sagnarík,
með sumarblómin stráð um langar leiðir.
Vort land er stórt — þó smá sé Reykjavík.
Við lyftum glasinu með heilum huga
til heiðurs þeim, sem veginn til vor fann.
Þið stiguð fetið fyrst og það mun duga.
Þið fáið alla að vinum, konu og mann.
Hvert spor sé ykkur létt á lands vors grunni,
til langrar gæfu sé hin skamma stund.
Við óskum ykkur heilla hönd og munni
og heitum allir: Munum þennan fund!
Til ,ísafoldar‘.
Nú þykir mér »ísafold« gömlu farið að förl-
ast; hún er hætt að skilja sjálfa sig. I 48 tölubl.
eyðir hún nærfellt 4 dálkum í 5 greinum til að
tala um »atkvæðasmala og sendisveina banka-
stjórans*, »hann ætti að banna sendisveinum
sínum« o. s. frv. Þessu svaraði eg aptur í »ísa-
fold« 49. tölubl. og lýsti því þar yfir, að eg hefði
engan mann beðið um atkvæði til þingkosninga
og engan mann sent til smalamennsku. Mér
virðist þetta beint svar gegn getsökum hennar.
En í 49. tölubl., í grein með fyrirsögn: »Banka-
stjórinn og kosningabrall h an s« segja ritstj. með
stóru letri: sGallinn á mótmælum bankastjórans
er sá, að Isafold hefur aldrei sagt það, sem hann
er að mótmæla*, en þar fyrir neðan stendur svo:
satkvæðasmalar bankastjórans« — »gegn við-
leitni hans að bola J. J. afþingi«. Það er mjög
þreytandi að eiga tal við menn, sem svona eru
sjónlausir fyrir því, sem er satt og sæmilegt, enda
ætla eg ekki að þrátta lengur við ritstj. um þetta
smalamennskubull þeirra, það er allt of ómerki-
legt blaðamál. Óviðkomandi menn hljóta að á-
líta, að mér sé kunnugra en ritstj, um það, hvað
eg sjálfur hef gert í þessu máli, og eg tel mér
það víst, að enginn álíti mig ósannorðari mann
en Einar Hjörleifsson.
Ritstj. »ísafoldar« þykjast vera að amast við
þingsetu minni, af því þeir álíti, að mínar skoð-
anir á landsmálum séu skaðlegar; ekki er svo
sem hætt við persónulegri áreitni hjá þeim mönn-
um. Færi nú svo, að eg gæfi kost á mér til
þingsetu hér eða annars staðar — sem eg ekki
hef fullráðið enn — til þess að fylgja fram ýms-
um áhugamálum mínum og um leið að fækka
einu atkvæði hinnar svonefndu Valtýsku stjórnar-
stefnu, væri það þá svo ásökunarvert, þó eg
fylgdi þar reglu »ísafoldar« ? Mér virðist hún eigi
ámælalaust að leyfa mótstöðumönnum sínum að
nota sama mælikvarða, sem hún mælir sína
menn á.
Eg hef engan mann heyrt áfella Einar Hjör-
leifsson fyrir það, að hann bauð sig fram til
þingmennsku í Snæfellsnessýslu, en eg hef séð
marga brosa að þvf, hve fáir þeir voru, sem þar
vildu hafa hann fyrir fulltrúa, og þó öllu fremur
að því, að hann, þjóðkempan, skyldi bjóða sig
fram í héraði, þar sem hann sjálfur segir (í 48.
tölubl.) að sístöðuleysið og fáfræðin sjálfsagt sé
almennari en í nokkru öðru kjördæmi hér á
landi«. Það er eins og hann hafi haft hugboð
um, að hollast væri fyrir sig að »ráðast þar á
garðinn, sem hann væri lægstur* og skoðanirnar
væru þroskaminnstar um það, hverjar tillögur í
landsmálum væru hollastar. Eg er fullkomlega á
sömu skoðun og ritstj. hefur verið í þessu atriði og á-
lít, að honum hafi farizt óvanalega hyggilega í
þessu;'6skandi væri,að hannværijafnhygginnílands-
máltim, eins og hannvarþarna í sfnu eigin máh-
Hann veit það, að í 4 sýslum norðuramtsins,
þar sem skoðanir manna um landsmál eru
taldar einna þroskamestar á landinu, er ekki t'1
neins fyrir hann að bjóða sig fram til þingmennsku;
þar sjá menn, hve ill og eyðileggjandi áhrif hann
hefur haft á »ísafold«, og vilja ekki styðja að þvÞ
að hann nái að hafa sömu áhrif á löggjöf lands-
ins. Með því áliti, sem E. H. hefur á þjóðhylÞ