Þjóðólfur - 10.08.1900, Page 4

Þjóðólfur - 10.08.1900, Page 4
148 sölumálinu inn á síðasta þing með þeirri góðu „Isafoldar''-röksemd, að þingið hafi ekki getað tekið tillöguna til álita af því, að hún var ólög- lega framborin. Þegar „Isafold" hefur kennt Is- lendingum að hugsa á þenna hátt, þá mætti gosa- grikkur Valtýs teljast sannarlegt stjórnarbótarmál fyrir þá, en allir apturhaldsmenn, sem ekki vildu láta gera sér grikkinn. Prestalaunamálið. Prestarnir draga fram það, er þeim virðist mæla m e ð því, að þeir komist á föst laun úr landssjóði. Leikmenn hafa, að mér virðist, gild- ari ástæður til að vera á móti því, og má fela þær í þrem aðalatriðum. x. Það eykur gjöld á þjóðinni. Til að geta staðist árlegan útgjaldaauka, er nemur 65—70,000 kr., þarf að auka tekjur landssjóðs. Það verður að gerast með tollum. Tollana verður að leggja á nauðsynjavöru, sem menn geta eigi án verið; annars verður það engin tekjugrein. Og vegna tollgæzlunnar má eigi tolla nema fáar vörutegundir. Vegna tollsins hækkar verð vörunnar, og það meira en toll- inum nemur. Því kaupmenn verða að ná sér niðri á kaupendum fyrir peningaútlagið í toll- ana. Þannig verður breytingin landsmönnum til óhagræðis. Skattaaukning yrði þó enn til- finnanlegri. 2. Það festir enn meir samband ríkis og k i r k j u. Þetta samband er óeðlilegt, og stefna tímans er að leysa það. Komist prestar á landssjóðslaun, verður ríkið (þjóðfélagið) að launa mann í prestsembætti, meðan einhver sækir um það, þó að enginn þjóðkirkjumaður sé í prestakallinu. 3. Það er rammasti ójöfnuður gagn vart u t an þ j ó ð kirkj u mönnu m oggagnstætt anda stjórnarskrárinnar. Með þvl yrði öllum landsbúum, hverri kirkjudeild sem þeir tilheyrðu, gert að skyldu að launa prestana í þjóðkirkjunni, því að allir yrðu að bera tollana, og landssjóður er eign alls þjóðfélagsins. En úr því stjórnarskráin leyfir trúarbragðafrelsi og stofnun félaga utan þjóðkirkju til að þjóna guði (46. gr.), er auðsætt, að þau félög ættu að vera laus við gjöld til þjóðkirkjupresta (= félag við þjóðkirkjuna; sbr. lög um utan- þjóðkirkjumenn). Prestarnir eru (eins og aðrir embm.) þjónar þjóðfélagsins (safnaðanna). Kjósi þjóðin nú þá presta á þing, er koma vilja prestum á landssjóð- inn, selur hún þessum þjónum sínum sjálfdæmi í launa kröfum þeirra úr hennar vasa. Vilja bænd- ur það ? B. B. Gufuskipið ,Angelus‘ kom í gær- morgun frá útlöndum með kol til Vídalíns, en tekur aptur hesta. — Með því bárust ensk blöð til 4. þ. m. Her stórveldanna var lagður á stað áleiðis til Peking. Borizt höfðu skeyti frá sendi- herra Englendinga ds. 21. júlí; voru sendiherr- arnir þá heilir á hófi, en höfðu orðið að þola margar þrautir og fjandskap af hendi Kínverja. — Æ kreppir meir og meir að Búum; fleiri og fleiri fylgja dæmi Prinsloo hershöfðingja og hafa gefistupp.—Keisaranum (shahinum)í Persíu, sem nú er staddur á heimssýningunni 1 París, var veitt banatilræði 2. þ. m. Er hann ók frá bústað sfnum, hljóp maður í verkmannaklæðum upp í vagninn og setti skammbyssu fyrir brjóst honum. Ráðgjafi keisara, er með honum var, þreif þegar um úlflið mannsins, svo að hann varð að sleppa vopninu. Var hann þegar gripinn af lögreglunni. iPóstskipið ,Ceres‘ kom fra útlöndum á mánudaginn 6. þ. m. Með henni kom Jón A. Hjaltalín skólastjóri, Halldór Þórðarson bók- bindari, stúdentarnir Hinrik Erlendsson og Sigur- mundur Sigurðsson o. fl. Strandbáturinn ,Hólar‘ lagði af stað héðan austur um land á þriðjudaginn 7. þ. m. Með »Hólum« fóru í kring um land Magnús Stephensen landshöfðingi, Hannes Þorsteinsson ritstjóri »Þjóðólfs«, Sig. Briem póstmeistari með konu sinni o. fl. Vandað H.St feeMT danskt margarine i MARGARINE staðinn fyrir smjör Merkt Bedste“. 1 litlum dósum, er ekki reiknast sérstaklega, með 10 og 20 pd, í hverri, hæfilegt handa heim- ili. Betra og ódýrara en annað margarine. Fæst von bráðar alstaðar. H. Steensen’s Margarinefabrik, Vejle. Hálslín, Hattta, Húfur Prjónaður nærfatnaður úr úll handa börnum, konum og körlum kom með »Ceres« í verzlun er langbezt að kaupa í verzlun B. H. BJARNASON. GÍSLA ÞORBJARNARSONAR. KOL fást í v e r z 1 u n Sturlu Jónssoner. H ÚS Og jarðir fást keyptar í verzl- un Císla Þorbjarnarsonar. TEINOLÍ A (Royal Daylight) fæst í I v e r z 1 u n Sturlu Jónssonar Vín, vindlar og reyktóbak frá Kj ær & Sommerfeldt fæst hjá Steingrími Johnsen. Ætíð nægar birgðír. H! Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir þeninga við verzlunina „EDINBORG" í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson. SUNDMAGAR vel verkaðir verða keyptir fyrir þenmga við verzl. „EDINBORG" í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. ÁSGEIR SIGURÐSSON. l»ó það komi síðar fram en skyldi, þá er það af lifandi rót hjartna vorra, að við þökkutn hr. lækni, Guðmundi Björnssyni fyrir þá dæmafáu elju og um- önnun, sem hann sýndi við það, að bæta heilsu- brest Þorbergs litla sonar okkar síðastliðinn vetur, og biðjum við guð að blessa verk hans og vilja framvegis með sömu ávöxtum. Laugaveg, 1. júlí 1900. Gunnar Björnsson. Þorbjórg Bétursdóttir. Smáar blikkdósir kaupir Rafn Sigurðsson. Heimsins vöndudustii og ódýrustu Orgel Fortepiano fást með verksmiðjuverði >beina leið frá Beethoven Piano & Organ Ci og frá Cornish & CjL, Was- hington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum (122 fjöðr- urn), 13 tónfjölgunhm, 2 hnéspöðum, með vönd- uðum orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 krónur. (Orgel með sama hljóðmagni kostar í hnottréskassa hjá Petersen & Steenstrup minnst ca. 340 krónur og lítið eitt minna hjá öðrum orgelsölum á Norðurlöndum). Flutn- ingskostnaður frá Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26—40 krónur eptir verði og þyngd org- elsins. Öll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi félaganna hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Tapazt hefur úr heiðinni fyrir ofan Stokks- eyri 26. júní jörp hryssa 4 vetra með marki: gagn- bitað h., biti vinstra, affext í vor, aljárnuð með nýj- am skeifum. Hver, sem hitta kynni téða hryssu, er vinsamlega beðinn að koma henni til Halldórs Halldórssonar í Hrosshaga í Biskupstungum. í mörg ár hef eg þjáðst mjög af tauga- veiklun og illri meltingu og leitað árangurslaust við því ýmsra ráða. En eptir að eg nú í eitt ár hef neytt hins heimsfræga Kína-lífs-elixírs, sem hr. Waldemar Petersen í Frederikshavn býr til, er mér ánægja að geta vottað, að Kína-lífs-ellxír er hið bezta og öruggasta með- al við allskonar taugaóstyrk og slæmri melt- ingu, og framvegis mun eg taka bitter þenn- an fram yfir alla aðra bittera. Reykjum. Rósa Stefánsdóttir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum katip- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta. Kína-lffs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel v.p. eptir því, að-þy1 standi á flöskunum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn- Eitt herbergi með aðgangi til eldhúss óskast til lejgu. Ritstj. vísar á. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.