Þjóðólfur - 31.08.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.08.1900, Blaðsíða 3
höfðinu. Svo eru staðhæfingarnar afkáralegar og ályktanirnar viti sneyddar optast nær. H. Þ. Rógur Jsafoldar4. Almenningi hefur gefizt kostur á því undan- farandi daga, að sjá svart á hvítu, hverjum með- ulum »ísafoldar«ritstjórn hefur beitt til þess, að styrkja þingmannsefni sitt, hr. Jón Jensson, til kosningar hér í Reykjavfk. Meðal annnars hefur bankastjóri Tryggvi Gunnarsson sýnt fram á það 1 hógværlega rituðum og óhrekjandi greinum í »Þjóðólfi« hve hæfulausar og illgjarnar hafa verið staðhæfingar »ísafoldar« um framkomu hans 1 opinberum málum, settar fram í þvf skyni, auð- vitað, að bola honum frá alþingi, af því hann vill ekki þýðast Nellemanns tilboðið, sem kennt er við dr. Valtý. Eitt af því sem stjórnarmálgagnið hefur veif- að framan í kjósendur hér er sú getsök, að mót- stöðumenn Valtýskunnar séu svarnir óvinir þess, að íslendingar fái markað ytra fyrir fé sitt. Hef- ur blaðið í þeim tilgangi ausið hlífðarlausum skömmum yfir erindreka kaupfélaganna, herra Jón Vídalín, og borið honum það á brýn afdráttarlaust, að hann muni hafa stuðlað að því að Parker & Fraser í Liverpóol hættu við fyrirhuguð fjárkaup sín í haust. — Þjóðólfur hefur fyrir sitt leyti ósk- að þess áður, að umboðsmenn kaupfélaganna rækju þetta ámæli af sér, og fyrir skömmu gafst blaðinu »ísafold »kostur á að sanntærast um, að það var ástæðulaus tilgáta, að Vídalfn eða Zöllner ættu neinn þátt í apturhvarfi þeirra Frasers frá fyrir- ætlun sinni. En »ísafold« hélt samt áfram gengd- arlausum rógi og svigurmælum út af þessu sama efni, án alls tillits til þess, hvers hún var orðin vísari um hið sanna í þessu máli (sbr. »ísaf.«. 25. þ. m. Þjóðólfi líkar það vel, að geta nú flutt ó- ræka sönnun fyrir því, að engum Islendingi getur verið að kenna um það, að markaðurþessi brást. En um leið og hér er prentuð upp eiðfest yfir- lýsing P. & F. um þetta, er rétt að minnast þess sérstaklega, að hér liggur fyrir enn ein skýlaus sönnun um rógburð Isafoldar. — Blaðið hefur viljað skara eld að sinni köku með því, að beita tilhæfulausum ósannindum móti betri vitund gegn mótstöðumanni sfnum, sem hefur víðtæk viðskipti við landsmenn, og viljað þar með skaða þann málstað, sem þetta síhringlandi vindhanamálgagn nú sem stendur álítur sér hentugt að berjast á móti. En það er varlega gerandi fyrir Isafold eða aðra hennar nóta að treysta svo mjög lit- blindni alþýðu á íslandi, að ekki muni sjást hér, hvað rétt er eða rangt. Rógur og ósannindi, sem eru opinberlega rekin aptur ofan í höfund sinn, hefna sér fyr eða síðar gífurlega á þeim, sem til hefndarinnar hefur unnið. Og Þjóðólfur hefur áður varað ísafold við því, að fylla ekki um of mæli synda sinna í þessu efni. — Enn á ný birtist hér einn vottur þess, hve óskammfeilnum rógi blaðið beitir, og munu les- endur sjálfir leggja þann dóm á aðferð ísafoldar í þessu efni, sem hún 'verðskuldar. Eiðfest yfirlýsing félaga verzlunarhússins Parker & Fraser. Við Edward Parker og Robert Cooper Fraser, sem erum félagar verzlunarhússins Parker og Fras- er, nautgripa- og kjötsalar í Liverpool á Englandi, vinnum sameiginlega og hvor í sínu lagi eið að svolátandi yfirlýsingu: *• Að fyrir fáum vikum var það ætlun okkar, að kaupa hesta og fé á íslandi til útflutnings til Liverpool, og að hr. Thomas Fraser fór til Reykjavíkur í þeim tilgangi að gera nauðsyn- legar rannsóknir til undirbúnings þessu áformi. Ut afþessum rannsóknum og eptir nákvæma útreikninga, sem byggðir eru á verðinu og i54 kostnaðinum á íslandi og hinu núverandi háa flutningsgjaldi, komumst við að þeirri niður- stöðu, að eigi væru líkindi til, að fyrirtækið mundi reynast gróðavænlegt, og þess vegna og eingöngu þessvegna hættum við við þetta áform. 2. Að hvorugur okkar hefur staðið í munnlegu eða skriflegu, beinu eða óbeinu sambandi við hr. Louis Zöllner í Newcastle-on- Tyneá Eng- landi eða felaga hans, hr. Jón Vídalín í Reykja- vík eða nokkurn umboðsmann eða starfsmann annarshvors þeirra viðvíkjandi áðurnefndu fyrirhuguðu fyrirtæki eða áformum okkar og ennfremur, að hvorugur okkar hefur staðið f nokkru sambandi við áðurgreinda herra, Louis Zöllner og Jón Vídalín á yfirstandandi ári. 3. Að í sannleika alls enginn óviðkomandi mað- ur hefur haft áhrif á okkur, er við réðum af að hætta við hið áðurgreinda fyrirhugaða fyr- irtæki. Edward Parker. Robert Cooper Fraser. Svarið af hvorum í sínu lagi í Liverpool 17. dag ágústmánaðar 1900 — frammi fyrir mér. IV. Arthur Weightman, eiðfestingamaður (Commissioner for Oaths). Að ofanrituð undirskript Arthurs Weightmans. málfærslumanns í Liverpool sé rétt, vottast hér með. I hinu konunglega danska konsúlati í Liverpool 17. ágúst 1900. Fyrir hönd konsúlsins. A. F. Christensen, ritari. færi þetta. Síðan var örstutt hlé og svo sungið fyrir minni Islendinga erlendis, eitt af kvæð- um Einars Hjörleifssonar og minnisræðuna sjálfa hélt Stefán B. Jónsson frá Dunkárbakka; hún var mjög löng og voru þar mörg vakningarorð og hvatningar fyrir alla sanna ættlands vini. Loks las herrs Jón Thorarensen frá Stórholti upp fag- urt ættjarðarkvæði eptir sjálfan sig; með því var eiginlega endað. A eptir var raunar lítilsháttar danzað og eitthvað sungið, en veðrið var eigi sem bezt, enda komið kvöld. Yfir höfuð skemmti fólk sér vel þrátt fyrir regnið, enda mátti segja, að ræðurnar, sem urðu aðalkjarni samkomu þessarar væru allar ágætar hver í sinni röð og beindust allar í kristilega stefnu, svo sem staður og stund gaf efni til, því Krosshólaborg var helgistaður Unnar djúpauðgu, en hátíðin sjálf var kristindóms- afmæli, sem fyrst átti að halda á sjálfan Jóns- messudag, en það fórst fyrir sakir ófyrirsjáanlegr- ar hindrunar. Öll ræðuhöldin báru vott um, að ræðumönnum var augljós sá sannleikur, að heil- brigður kristindómur er lífsafl þjóðanna í heimi þessum, en vöntun hans dauði þeirra. Söngnum stýrðu þeir séra Jósep Hjörleifsson og Jón Thorarensem, og fór það að vonum mjög vel úr hendi. Meira en 400 manns sóttu hátíð þessa og á meðal þeirra voru nokkrir ut- anhéraðsmenn. Vér Dalamenn vonum, að þessi ófullkomna byrjun vor verði vísir til fullkomnari hátíðahalda fH^éraðinu framvegis. — X. Að ofanrituð þýðing á ensku skjali, sem mér hef- ur verið sýnt til samanburðar sé rétt, vottast hér með. Reykjavík 28. ágúst 1900. G. T. Zoega. Að mér hafi verið sýnt frumrit þessa skjals rit- að á ensku og útbúið með vottorði og innsigli hins danska konsúls í Liverpool vottast hér með notari- aliter. Notarius publicus í Reykjavík 29. ágúst 1900. Halldór Daníelsson. Þjóðhátíð Dalamanna. Kristnitökuhátíð og um leið þjóðhátíð Dala- manna var haldin sunnudaginn 29. júlf síð- astliðinn á hinum fornfræga stað, Krosshóla- leiti í Hvammssveit, og fóru þar fram ræðuhöld, söngur og kvæðaupplestur, en úr leikjum og í- þróttum varð ekkert sökum þess, að þyngslarign- ing var um dag þann, en þó var veður lygnt. Dálítið var þó danzað, en það gekk illa, því að danzpallurinn var rennvotur og sleipur og til að glíma var jörðin þá eigi hentug. Kappreiðar hefði mátt hafa, en þær urðu eigi heldur sökum þess, að engum verðlaunum var heitið. Staður- inn var mjög fagurlega skreyttur með marglitum flöggum, enda er hann mjög vel lagaður til skreyt- ingar. Stórt tjald var reist þar til að hafa í veit- ingar. Hátíðahaldið fór fram á þessa leið: Fyrst lýsti sýslumaður Björn Bjarnarson því yfir, að hin fyrsta þjóðhátíðarsamkoma Dalamanna væri sett, og væri hún kristnitökuhátíð, stjórnar- skrárminning og aldamótahátíð til samans; því næst var byrjað með guðsþjónustu og prédikaði prófasturinn Kjartan Helgason, en sálmar sungnir fyrir og eptir. Ræðan var mjög hjartnæm. Þá kom minni íslands, tölu þá flutti séra Jóhannes L. L. Jóhannsson og gerði fólk góðan róm að. Á undan tölunni var sungið: »Hve fögur er vor fóstur- jörð« en á eptir þetta alkunna: »Eldgamla Isa- fold«. Síðan var hlé óg svo sungið nýtt ög snot- urt kvæði fyrir minni héraðsins eptir séra Guð- laug Guðmundsson og þar næst haldin ræða fyrir minni Dalahéraðs. Hana flutti Jón kennari Jón- asson frá Skógum á Fellsströnd og var hún mjög vel samin og sögð; en á eptir henni las Ólafur Páls- son búfræðisnemi frá Ólafsdal upp laglegt kvæði eptir sjálfan sig fyrir minni hér-aðsins. Þá var lítil hvíld og svo sungið fyrir minni kvenna kvæðið: sFósturlandsins freyja« en ræðuna á eptir hélt séra Jóhannes og hlýddi hún vel upp á tæki- Óheilladagup fyrir Valtýinga og málgögn þeirra mun morgun- dagurinn verða, því að miklar líkur eru til þess, að þá falli bæði Guðlaugur sýslumaður og séra Sigurður í Vigur í valinn. Það er meira að segja hér um bil áreiðanlegt. Eptir þeim fregnum, er borizt hafa mun dr. Jón Þorkelsson (yngri) steypa Guðlaugi af stóli þar eystra. En sumir spá því, að sýslumaður muni þá knýjaáhurðir Austur-Skaptfell- inga, bjóða sig þar móti flokksbróður sínum séra Jóni á Stafafelli. Þar verðurog ef til vill í kjöri Halldór Jónsson bankagjaldkeri, og er enginn efi á, að af þeim þremur ættu Austur-Skaptfellingar að kjósa hann, en lofa nú Guðlaugi að sitja heima, ef Vestur-Skaptfellingar verða svo kjarkmiklir að hrinda honum af sér. Austur-Skaptfellingar láta naumast sýslumann hafa sig fyrir varaskeifu. Það var annars mjög óheppilegt fyrir »ísafold«, að hún skyldi ekki hafa nokkra hugmynd um, að dr. Jón mundi etja kappi við Guðlaug þar eystra fyr en nokkru eptir að hann var lagður af stað héðan á kjörfundinn. Hún gat því ekki varað vin sinn Guðlaug við hættu þeirri, er yfir honum vofði, ekki veitt dr. Jóni meðmæli á sína vísu eða gefið honum veganesti. Fór þetta allt mjög hrapar- lega fyr blaðtetrinu, sem þó leitast við að stinga nefinu niður í hverja kirnu, að því er væntanleg þingmannsefni snertir. Nú verður það að láta sér nægja að tauta í hljóði og lesa bænirnar sín- ar. Verður fremur dauflega úr hlaði riðið hjá Valtýingum á morgun, ef þeir missa bæði Guð- laug og Vigurklerkinn úr lestinni, og ekki ósenni- legt, að það hafi dálítil áhrif á kosningar í sum- um öðrum kjördæmum síðar 1 mánuðinum. Frá Ameriku komu nú með »Lauru« 6 Vestur-íslendingar alkomnir hingað, þai á með- al Einar Jochumsson prédikari með dóttur sinni, hjón úr Þingeyjarsýslu, Hjörtur Pálsson úr Borg- arfirði (hefur verið 3 ár vestra) og Kristgeir Jónsson frá Bakkakoti í Skorradal (ættaður úr Þingvallasveit). Fór hann vestur seint í marz- mánuði síðastl. til að skoða sig um og setjast þar að, ef honum litist þar á. Var sá orðrómur breiddur út af einhverjum miður góðgjörnum náungum hér heima, að maður þessi hefði strok- ið héðan til Vesturheims frá skuldum o. fl. Hefði þetta verið á nokkru viti byggt mundi hann ekki hafa gengið f gildruna aptur, og sýnir það, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.