Þjóðólfur - 26.10.1900, Side 1
ÞJÓÐÓLFUR.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 26. október 1900.
Nr. 50.
Biðjið ætíð um
OTTO MÖNSTEDS
danska
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá liaupmönnuniim.
Frá Parísarsýningunni.
(Eptir Sig/ús Blöndal cand. mag.)
I.
Eg hafði gert mér miklar vonir um sýning-
una 1 París, en eg verð að játa, að það sem eg
hef séð hér, er miklu skrautlegra og miklu stór-
kostlegra en eg nokkurntíman hafði ímyndað mér.
Fyrsta kvöldið sem eg var þar, gekk eg yfir
í Trocadero-höllina og í garðinum þar 1 kring
sá eg heilan bæ af skrautlegum byggingum, sýn-
ingarhöllum og veitingastöðum og allt var fullt af
fólki, argandi sölumönnum, hlæjandi gestum og
drekkandi og skrafandi fólki fyrir utan veitinga-
staðina. Eg sá á auglýsingum, að sjálfar sýning-
arhallirnar væru lokaðar eptir kl. 6, en ýmsar
aukasýningar voru opnar og um kvöldið átti að
uppljóma alla sýninguna og það vildi eg sjá.
Eg gekk yfir Jena-brúna yfir Signu og yfir
á Marsvöllinn, þar sem aðalhluti sýningarinnar
stendur. Þegar eg var kominn á miðja brúna,
gullu við glymjandi fagnaðaróp, því í því vet-
fangi sáust ótal ljós kvikna í einu um allan Eiffel-
turninn, á norðurhlið Marsvallarins. Eg flýtti mér
þangað og fór í lyptivél upp í turninn.
Þar var dýrðlegt um að litast, því nú byrj-
aði uppljómunin srnámsaman um allt sýningar-
sviðið, en frá turninum sást yfir alla sýninguna
og allan bæinn.
Hinu megin árinnar blasti við mér Trocadero-
höllin; gosbrunnarnir fyrir framan hana þeystu
strókunum hátt í lopt upp, en utan um höllina og
báða turnana á hliðar henni vöfðust smámsam-
an ljóskeðjur, og í sýningarhöllunum tóku ljós
að kvikna. Brátt var allt, eins og logandi stjörnum
hefði rignt niður yfir bæinn og þær sezt á
turna og hvelfingar, sumar í lifandi gullbjarma,
aðrar fölari, sumar með grænum blossum, aðrar
rauðar og bláar og fjólulitar. Frá Eiffelturninum
stóð ljósgeislakóróna, fimm, hvítar, breiðar, skær-
ar ljósrákir, og önnur kóróna af geislarákum stóð
yfir sýningarhliðinu á hinum enda Marsvallarins.
Sjálft sýningarhliðið virtist sett gimsteinum, er
skiptu lit við og við. í Rue de nations (Þjóða-
stræti) þar sem hallir þær liggja, er sérsýningar
ýmsra þjóða eru sýndar í, var dýrðin hin sama
Og yfir 1 nýlendusýningunni hjá Trocadero og
iðnaðarsýningunni á Marsvellinum. Vitarnir hinu-
megin við Signu vörpuðu breiðum rafljósgeislum
hingað og þangað um sýninguna. En eitt hið
dýrðlegasta var sjálft fljótið, þar sem gufubátam-
ir fullir af fólki þutu hratt og hávaðalítið, og öll
dýrðin speiglaðist f bylgjunum.
Eg sat lengi upp í tuminum og gat ekki
þreytzt á að horfa á uppljómunina, sem var svo
margvísleg og svo skrautleg. Loks fór eg niður,
fór í gufubát á Quai de Passy og hélt svo eptir
fljótinu þangað til eg kom á Place de la Con-
corde í miðjum bænum. Þar var allt með sama
brag: Listasýningin uppljómuð og þúsundir af
glöðu fólki reikaði fram og aptur um strætin.
Eg settist fyrir utan veitingastað á Boulevard
des Capucines og fór að horfa á strauminn. Þetta
var þá París og þarna hafði eg fyrir mérhátíða-
líf bæjarins.
Eg tók fljótt eptir þvf, að hér ægði öllum
Þjóðum saman, jafnvel meir en í Lundúnum, ef
sl<kt er mögulegt. Þýzka, ítalska og enska heyrð-
Ust allstaðar. Og eg fór að hugsa um, að í raun
réttri mun varla vera í heiminum staður, hent-
ugri til að laða menn að slíkum sýningum, en
Parísarborg.
Að halda stórsýningu í Ameríku má auðvit-
að gera, eins og nýlega í Chicago, en það segja
fróðir menn, er séð hafa Chicagosýninguna og
þessa sýningu líka, að þó Chicagosýningin að
sumu leyti væri næstum því enn þá stórfenglegri
en þessi sýning, þá hefði maður þó aldrei getað
gleymt því, að hún var í Bandaríkjunum, það
var Ameríkublær yfir öllu þar, andi þessarar
miklu og voldugu þjóðar var of einráður í henn-
ar eigin landi, Aptur á móti er þessi sýning í
París fremri sem alþjóðasýning, það er ekki hægt
að segja, að það sé sérlegur franskur blær yfir henni.
Þjóðverjar, Rússar, Engiendingar og Ameríku-
menn koma hérum bil eins mikið fram og Frakk-
ar sjálfir og það er eins og allur þjóðamismunur
hverfi, og að eins svo mikið sé eptir, að með
því geti áhorfandinn fengið þægilega tilbreyting.
I Lundúnuin og Berlín gæti sýning varla
verið eins fögur og aðlaðandi, þar eð náttúra og
skrauthýsi þeirra bæja er langt um tilkomuminni
en í París. Og París hefur nú einu sinni fengið
orð á sig fyrir að vera sá staður í heiminum, þar
sem hægt er að skemmta sér bezt og margvís-
legast, og það er svo sem auðvitað, að þeir sem
hingað koma til að sjá sýninguna koma líka til
að sjá fjörið og lífsgleðina í höfuðstað Frakk-
lands.
Barnamenntunarmálið.
Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson.
II.
Sumstaðar mun það einnig eiga sér stað, að
verið er að kenna börnum langt of margt. Það
ætti t. a. m. ekki að eiga sér stað í nokkrum
barnaskóla, að þar væri kennd útlend tungumál
(danska eða enska); til þess eru börnin optast of
óþroskuð, enda annað miklu þarfara við tímann
að gera. Við umferðakennsluna þarf nú eigi að
tala úm það, að ofmargt sé kennt, heldur offátt
og þó fremur, að þetta fáa hlýtur að verða illa
kennt. Þetta er því gagnstæðara kröfum tímans
sem útlendar þjóðir hafa á þessari öld lagt svo
mikið í sölurnar fyrir barnamenntunina, svo þar
er uppfræðsla alþýðu komin langt fram úr því,
sem er hér hjá oss, sem þó áður stóðum flestum
þjóðum framar í því efni. Það er vissulega fag-
urt á pappírnum og enda sjálfsagt, að leggja fram
fé úr landsjóði til barnakennslu, en eigi fjártillag
það að koma að notum, verður óumflýjanlega að
breyta fyrirkomulagi því sem nú er. —
Að menn hafa þegar fundið þetta, sést á þvf,
að menn hafa á sumum stöðum til sveita verið
að berjast við að koma upp barnaskólum, sem
auðvitað er hið eina rétta og það eitt, sem full-
komið gagn verður að þessu málí til viðrétting-
ar, svo framarlega sem skólarnir eru í góðu lagi.
Það er auðvitað örðugra hér uppi til sveita 1 allri
strjálbyggðinni að koma upp skólum og nota þá,
heldur en þar sem mikill mannfjöldi býr saman
á einum litlum bletti, svo börnin geta gengið í
skólann að heiman á hverjum degi, en hér verða
þau að hafa heimavist í skólanum; þann kostn-
að, sem af þvl leiðir, mega menn samt engan
veginn láta sér í augum vaxa, því hér er um mik-
ilsvert nauðsynjamál að ræða, og vér verðum nú
að taka land vort eins og það er og leggur sig.
Þar sem ötulir áhugamenn hafa átt hlut að máli
hefur tekizt að koma upp barnaskólum og má
til dæmis um slíka menntaskóla nefna skólana á
Þingvöllum, Leirá og Reynivöllum, en sá galli
hefur fylgt skólum þessum, að þeir hafa átt sér
stutta æfi og lagzt furðu fljótt niður aptur, þegar
hinna einstöku dugnaðarmanna, er voru lífið og
sálin í stofnun þeirra missti við. Þetta verð eg
að kenna því, að hina réttu undirstöðu í öllu
barnamenntunarmálinu vantar, en það er eigi von,
að þeir hlutir, sem í lausu lopti eru byggðir geti
lengi staðið. Vér megum alls eigi láta skólamál
vor vera komin undir eintómri geðþekkni og
dugnaði einstakra manna. Það er bráðnauðsyn-
legt, að sllk alþjóðleg stofnun, sem skólinn í
h e i 1 d s i n n i er, styðjist við lögskipun og hafi
vissar, ákveðnar tekjur, öldungis eins og kirkjan,
sveitarfélögin og landsjóður, þá fyrst hættir öll
þessi bygging að svífa í lausu lopti og hefur
fengið fastan grundvöll til að standa á. Meðan
skólinn í landinu hefur engar sjálfsagðar tekjur
að lifa af, getur hann engin föst stofnun heitið,
sem hann þó þarf að vera. Það er þá tillaga
mín í þessu máli, að alþingi með ráði sýslu-
nefndanna skipti öllu landinu niður í skólahéruð,
sem hefði þetta frá rooo upp í 2000 manns, því
það er skaðlegt, að hver sveit sé að koma upp
skóla fyrir sig vegna þess, að þá vantar kraptinn
til að gera skólann góðan, það sýna sveitaskólar
þeir, er upp hefur verið komið, og einnig all-
margir sjóþorpaskólar, Tekjur þær, er eg ætla
skólunum og síðar verður talað um, eru einnig
þannig lagaðar, að safna verður þeim saman af
allstóru svæði, ef um þær skal muna. En að
hinu leýtinu gerir það ekkert til, hvort menn verða
að flytjabörn sín bæjarleiðinni lengra eða skemmra,
úr því foreldrarnir verða að koma þeim í heima-
vist f skólanum og leggja þeim til mat þangað
\