Þjóðólfur - 30.11.1900, Side 4

Þjóðólfur - 30.11.1900, Side 4
214 þá, sem bandið öðlast á, annist skrattinn sjálfur. Eitt sinn, þá er Arni bjó í Höfn á fyrri ár- iim sínum, sótti hann hvorki kirkju né messu föð- ur síns á Desjarmýri; þá sendi faðir hans hon- tim orð með vinnumanni sinum, að koma þó nú jólanóttina til kirkjunnar, einkum af því að bróðir hans var nýorðinn prestur og kapellan hjá föður sinum á Desjarmýri. Sendimaðurinn kemur að Höfn og vili finna Arna. Hann kemurúrbað- stofu og spyr að erindi mannsins; hann segirÁrna orð föður hans. Arni svarar engu öðru, en að hann skuli hvíla siglítið í baðstofu; sá gerir það, gengur inn og þiggur mat, en á meðan tálgar Ami staf föður síns, er maðurinn gekk við og var úr bezta tré, næstum í sundur i miðju, en þó eigi svo að hann dytti í parta; þar eptir fór maðurinn af stað, en þykir illt um stafinn svona skemmdan. Árni bar það ekki af sér og bað hann segja föð- tir sínum með engri kveðju, að það gæti skeð að hann kæmi á aðfangadag jóla. Sendimaður fór heim, en presti líkaði eigi með stafinn ásamt öðr- um stirðleika frá siðu sonar síns Arna. Aðfanga- dagskveldið var allgott og stillt veður; kemur þá Árni frá Höfn að Desjarmýri; honum er nú boð- ið inn, en Árni neitar því. Halldór prestur bróð- ir hans var að raka sig, þvo og klæða í baðstofu- húsinu; þá kemur út faðir hans séra Gísli og tal- ar við Árna og ávítar hann fyrir óþægð sína á ýmsa leið ásamt stafskemmdinni; þó Árni væri ekkí bráðlyndur, verður það úr að hann reiðist föður sínum og tóku þeir nú saman; þá er Hall- dóri presti sagt til og kemur hann út og vill með góðu skilja þá, en þó að séra Halldór væri glím- inn og sterkur sem faðir hans, þá kastaði Árni hvorum þeirra ofan á annan. Þetta varð kveðja Árna við feðgana, og gekk hann heim þegar um kveldið; ekki talaði hann mikið um þetta. — Nokkru síðar, svo sem ári eða meir, vill Árni fara til kirkju og finnast þar krístilegur og hlýða ræðu bróður síns (því að Halklór prestur messaði þá optast sökum þess að séra Gísli var farinn að eld- ast); voru með Árna tveir menn aðrir. Á leiðinni mætir hann tveim mönnum úr Héraði, sem lík- lega hafa viljað útvega sér eitthvað afsjómat; all- ir voru þeir gangandi, hvorir spyrja aðra tíðinda, setjast niður og töluðust við um stund. Þá kvað Árni: Held eg mál að hætta þessu og hafa sig til kirkj- unnar að fornum sið, líða tekur mjög á messu, mér af öllu hjarta leið er þessi bið. Upp er stiginn vælir versa víðan þulustampinn í harðan ræðuhjör að hvessa. Hver hefur þessa vísu kveðið, veiztu af því? Síðan gengu hvorir sína leið. Þetta skeði á Hrafns- árbökkum fyrir utan Desjarmýri. Árni Gíslason var landseti séra Jóns Stefáns- sonar yngra í Vallanesi. Séra Jón kvæntist eigi fljótt og hafði bústýrur og líkaði honum misjafnt við þær. Eitthvert haust sendir prestur vinnumann sinn til Árna, llklega upp á landsskuld eða eitt- hvað jörðunni og þeim viðvíkjandi, sendi honum einnig miða með vísu á og mæltist til við sendi- mann sinn að fá svar til baka. Sendimaður ger- ir eins og lagt var fyrir hann, hann kemur að Höfn og fær þar allgóðar viðtökur, lýkur af er- indi sínu og spyr Árna í því hann fer, hvort ekk- ert brét komi með sér til baka; Árni kvað nei við. Hinn spyr, hvort hann ætli þá ekki að kveða eina bögu til prests; Árni kveðst eigi vita, samt ráði hann því, hvort hann færi húsbónda sínum þessa bögu: Ekki er vert að ýfa mig til kvæða af presti þeim, sem flengir fljóð, fær þó aldrei úr þeim jóð, sjálfur mun og sínum strokki bræða. Ekki er þess getið, að Jón prestur hafi svarað þess- ari bögu; var þó vel hagorður. Sagt er, að þá er Árni var fulltíða á Desjar- mýri, þá var þar eitt vor embættað og var þá Ámi 1 kirkju, nokkuð margt af sóknarfólki og eins úr bænum; þýtt var veður, byggðin mikið auð, en hálfblautt um. Gömlu prestarnir voru optast lang- orðir í stólnum og þá fólkið sat alltaf inni undir langri prédikun, en mátti ekki út ganga, nema svo sem eina mínútu, þá var meðhjálpari optast sóttur, til að hamla fólkinu að hafa mikið ráp út um dyr kirkjunnar, líka láta eigi kvennfólkið sofa 1 klút fram á hendur sínar og eins var í þetta skipti. Nú kemur það fyrir, þegar líður á préd- ikun, að ýmsir fóru að fara út, en meðhjálparinn fór út líka og skipaði þeim inn. Árni veit af þessu og gengur út (var og eigi mjög kirkjukær og talar ekki). Meðhjálparinn biður Árna að koma fljótt inn aptur, því að faðir hans vilji eigi að hann né aðrir séu lengi úti um messutímann. Árni fer hvergi; þá tekur meðhjálparinn í hann og vill koma honum með góðu ofan um sáluhliðið, en Árni stóð sem bjarg; eigast þeir nú við þarna lítið eitt, þar Árni stjakar við honum hendi, svo að hann féll flatur 1 forina á hlaðinu, og gekk svo burtu. Meðhjálparinn þurkaði af sér á túninu og komst naumast svo inn í kirkjuna að hann gæti skrýtt prestinn, er hann kom ofan af stólnum. Árni kvað vísur um þetta nokkuð klúrar og er þetta upphaf að: Meðhjálparinn mildur og trúr, sem mesta æru og hreppstjórn bar, söngva fríðum sal gekk úr sökk f bleytu hlandforar o. s. frv. Árni hefur kveðið fleira smávegis fyrir utan fjár- leitarbrag", „Hársljóð" o. fl., svo sem þetta: Þeg- ar Halldór prestur á Desjarmýri, bróðir Árna, var jarðsettur, þá gat Gísli prestur faðir hans naum- ast sungið yfir legstað hans fyrir harmi. Árni var þar staddur, víkur sér að föður sínum og mælir þetta í eyra honum: „Hvert mun fara sál um sinn, sú hin andarsnauða, þó Borgfirðingar blási inn í b.....á þeim dauða". Þá reiddist prestur svo, að hann gat sungið yfir líkinu. „Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa" og skipstjórafélagið „Aldan" hafa áformað að halda „Tombólu" hér í Reykjavík nálægt miðjum desem- ber næstk., og stofna til samskota handa ekkjum og börnum þeirra manna, sem drukknuðu á Arnar- firði í ofsaveðrinu 20. septemb. næstl. og til fátæk- ustu ekknanna eptir þá menn, sem drukknuðu næstl. vor af skipinu „Falken". — Staður og stund m. m. verður nákvæmar auglýst sfðar. -— Fyrir hönd félaganna. Tr. Gunnarsson Samningar um fasteignir. Sala kaup leiga veðsetningar, Undirskrifaður yfirréttarmála- færslumaður sel, kaupi og leigi fast- eignir (jarðir og húseignir) með umboði. — Nokkur tilboð frá lyst- hafendum og seljendum liggja fyr- ir. — Þeir, sem vilja selja eða kaupa hús í Reykjavik snúi sér til mín persónulega; jarðeigendur eðalysthafendur að jörðum úti um land skrifi mér sem rækilegastar uppiýsingar. Lán útvegast einnig i veð- deild landsbankans. Reykjavík 21. nóv. 1900. Einar Benediktsson. Yín, Yindlar og reyktóbak frá Kjœr & Sommerfeldt fæst hjá Steingrími Johnsen. Ætíð nægar birgðir. Undírritaður yfirréttarmálaflutningsmaður tekur að sér öll málaflutningsstörf þ. á. m. að út- vega lán í landsbankanum og veðdeildinni fyrir væga borgun. Oddur Gísiason. Jörð til ábúðar: Ós í Skilmannahreppi, bezta jörðin í hreppnum, fæst til ábúðar frá fardögum 1901. Semja rná annaðhvort við málaflutningsmann Odd Gíslason (í Reykjavfk) eða Snæbjörn Þorvaldsson á Akranesi. Leiðarvísir til lífsábyrgðar faest ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Ljosmyndir til jólanna. Af hverri mynd, sem mér er send tek 12 eg »visitkort« og 3 »kabinetsmyndir«, er eg sel alls fyrir 4 krónur, 12 kabinetsmyndir og eina stóra mynd 17 þuml. á hæð fyrir 8 kr., 12 »visitkort« og 17 þuml. mynd á 6 kr. Ábyrgzt er að mynd- irnar haldi sér. Sendið mynd og peninga ásamt 25 aurum í burðargjald. Monty ljósmyndari. Solitudevej 12. Köbenhavn N. Fjármark Daða Davíðssonar á Ytrivöllum í Miðfirði í Húnavatnssýslu er hvatrifað hægra, hvat- rifað vinstra. Tll sölu hús- og lóðeignin nr. 20 við Laug- aveg í Reykjavík. Eptir umboði. Gísli Þorbjartiarson. Munntóbaksdósir úr nýsilfri með á- letruðu nafninu „Torfi Timoteusson" týndust á leið úr Rvík suður í Fossvog. Ráðvandur finnandi skili þeim á skrifstofu Þjóðólfs gegn fundarlaunum. Fyrir 2 árum síðan varð eg veikur. Veik- in byrjaði með lystarleysi og einnig varð mér illt af öllu, sem eg borðaði og þar á of- an bættist svefnleysi, máttleysi og taugaó- styrkur. Eg tók því að neyta Kína-lífs-elix- írs, sem hr. Waldemar Petersen í Frederiks- liavn býr til. Eg notaði 3 flöskur og fann þegar bata. Með því að eg hef nú reynt hvorttveggja, að nota hann og annað veifið að vera án hans, er það sannfæring mín, að eg megi að minnsta kosti ekki fyrst umsinn vera án hans. Sandlækjarkoti. Jón Bjarnason. 120 góðir fiskimenn geta fengið atvinnu á komandi vertíð hjá undirskrifuðum. Laun öll borguð í peningum. Ásgeir Sigurðsson, Blóm, Jólakort, Kransar. Allt ljömandi fallegt. Fæst á Skólavörðustíg n. KÍNA-LIFS-ELlXÍRINNfæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Klna-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel v.p. eptir því, að ý;” standi á fiöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.