Þjóðólfur - 18.01.1901, Qupperneq 2
14
hún okkur þó miklu fremur til sóma en svívirðu,
hefur líka fengið öll saman í einu lagi hæstu
verðlaun, er veitt voru (Grand Prix). En eittvar
auðséð á sýningunni, að fornfræði og einkum sú
hlið hennar, er laut að húsabyggingum, var það
sem mest bar á, enda var það í sjálfu sér eðli-
legt, þar sem hr. Daniel Bruun hefur fengizt mjög
við slíkar rannsóknir. Annað mál er það, hvort
það er heppilegt að taka þannig eina hlið á
menningu þjóðarinnar, byggingarlist hennar og
láta allar aðrar sitja á hakanum hennar vegna.
En slíkt má afsaka ; hr. Daníel Bruun sendi þessa
gripi, eptirmyndir af bæjum og rústum, af því
þetta var sú grein, er honum var næst og kunn-
ust; ef aðrir hefði sent í sínum greinum eins
mikið að tiltölu, myndi ekki hafa borið eins mik-
ið á torfbæjunum okkar.
Sýningarvörðurinn hafði til sölu rit um Is-
land með myndum og kortum, er nefndist: Islande.
Monuments de 1’antiquité. Nature. Itinéraires de
Touristes en langue anglaise. Par M. Thorvald Korn-
erup, publié par les soins de M. Daniel Bruun —
Copenhague 1900 — 31 bls.1)— Rit þetta mun
vera gefið út með styrk úr landssjóði. Það er í
óþægilegu grallarabroti, ritað á frönsku, með við-
bæti á ensku og fjölda ágætra mynda; innan á
kápunni eru tvö kort, sýnir annað Island, eins og
það er nú, hitt er í líkingu við hið ágæta sögu-
kort, er var á sýningunni og sýnir Island í forn-
öld. Kostaði ritið að eins 50 centimes (d: 30 aura).
Af þvf að rit þetta vafalaust selst talsvert og er
ritað á tveim helztu málum heimsins, getegekki
hjá mér leitt að fara nokkrum orðum um það.
Því miður verð eg að taka það fram, að mér
þykir ritið hálf hroðvirknislega af hendi leyst.
Höfundur þess er danskur maðnr að nafni Korn-
erup, sem goðin og hr. Daníel Bruun líklegast
þekkja, en ritið er gefið út undir umsjón og að
tilhlutun hr. D. Bruun’s. Er þar yfirlit yfir sögu
landsins og lýsing á náttúru þess; langur kafli
um íslenzkar fornleifar (bæjar- og hofarústir o. s.
frv.), allt á frönsku, og loks nokkurskonar leiðar-
vísir fyrir ferðamenn, á ensku. Bersýnilegt er
það á bókinni, að hún er samin af dönskum
manni, sem ekki er alstaðar vel heima í íslenzku.
Sumstaðar eru settar inn danskar orðmyndir í
stað íslenzkra, svo sem Harald Haarfager, Haa-
lcon (Haakonsson, Njal, o. s. frv. Hvað á slíkt
að gera í franskri bók ? Slíkt er þolandi, og þó
varla leyfilegt í dönskum eða norskum bókum, þar
hefur tízkan helgað þennan ósið, en á öðrum
málum er það hlægilegt, einkum þar sem höfund-
urinn auðsjáanlega hefur gert sér far um að rita
allan þorra íslenzkra nafna, eins og Islendingar
sjálfir. Verra er samt, þegar höfundurinn bland-
ar saman íslenzku og dönsku og smellir dönsk-
um endingum við íslenzk orð, t. d. talar um 0ster-
bygð, Vester-bygð, 0ster- og Vester-Jökullá [þann-
ig opt], Snefells-jökull, Gilhagedalr, Sprengissand
[nafnfall], öndvegis-súler, eða býr tilný nöfn, svo
sem Blandá(opt). Yfirlitið yfirsögunaer stuttog
vont, yfirlitið yfir bókmenntirnar styttra og verra
og þær eru ekki einu sinni í sérstökum kafla,
heldur innan um söguna. Yfirlitið yfir fornleifa-
rannsóknirnar og bæjarústirnar er aptur á móti
gott. Til að gera mönnum ljósara, hvernig þessu
háttar skal eg taka dæmi. í sögu okkar er Jón
Sigurðsson einhver mesti maðurinn. Umhanner
ekki neitt, I bókmenntum okkar er Snorri Sturlu-
son með þeim mestu. Um hann eru tæpar 7
línur. í fornfræði okkar hefur hr. Daníel Bruun
rannsakað ýmislegt. Um það eru hér um bil 8
blaðsíður. Auk þess haía slæðst þar inn leiðin-
leg orðatiltæki, sem mætti kalla vondar villur;
þannig er þess getið, að Landnáma segi frá »la
conquéte de 1’ Islande par les Scandinaves«, sem
fléstir munu skilja svo, þeir er ekki þekkja Land-
„íslánd" Fornleifar. Landeðli. Vegaáætlanir
fyrir ferðamenn, á enska tungu. Sarr.ið af hr. Thor-
vald Kornerup, gefið út að tilhlutun hr. Daníels
Bruun’s. K.höfn 1900.
námu, að þar sé sagt frá því, að Norðurlandabú-
ar hafi unnið Island með vopnum; ennfremur er
Heimskringla kölluð »espéce d’ encyclopedie«, en
hún er langt frá að vera slíkt safn af fróðleik um allt
mögulegt. Málfærið er yfir höfuð að tala stirt,
einkum á franska kaflanum. En mér er spurn,
úr því alþingi veitti roookrónur til að gera þetta
kraptaverk, því hefur þá ekki Islendingur verið
fenginn til að semja bókina? Það eru margir til,
sem mundu hafa gert hana miklu betri en hún
er nú. Höf. þakkar ýmsum góðkunnum Islend-
ingum í Höfn fyrir vinsamlegar bendingar um
einstök atriði; þvl var ekki einhver þeirra að
miiinsta kosti beðinn að lesa yfir alla bókina,
eptir að búið var að þýða hana? Ef það hefði
verið gert, mundu þessar villur, sem eg nú hef
orðið að benda á, eflaust ekki standa í bókinni.
Eg hef nú tekið fram gallana á bækling þess-
um, en því ber ekki að neita, að hann hefur
líka margt til síns góðs. Þó hann sé illa saminn
er hann yfirleitt áreiðanlegur, og verður vafa-
laust til þess að vekja athygli margra útlendinga
á landinu, einkum með hinum ágætu myndum,
sem honum fylgja. Og enginn má taka aðfinn-
ingar mínar svo, að eg vilji gera lítið úr verkum
eða vilja hr. Daníels Bruuns, honum hefur að eins
yfirsézt í því, að hann hefur fengið mann til að
semja ritið, sem ekki var nægilega vel að sér í
því er þurfti og ennfremur í því að láta bera
allt of mikið á rannsóknum slnum og annara
viðvíkjandi íslenzkri byggingarlist, sem, þó hún sé
merkileg í sjálfu sér, er og verður að eins ein
hlið á menningu okkar. En dugnað hans að
gangast fyrir sýningunni og þann vinahug til okk-
ar, sem hann opt og einatt hefur sýnt, ætti okk-
ur að vera skylt og ljúft að þakka.
,Stívelaði hötturinn4
eða ,Blaðamanna‘-stafsetningin.
Smákaflar úr firirlestri
eftir
Björn M. Ólsen.
VII.
Ósamkvæmni. Eremst í kverinu stend-
ur ofurlítil lögmálstafla í 7 boðorðum, sem nefn-
ist: »Nokkurar stafsetningarreglur«. Ætla mætti,
að ,Blaðamenn‘ hefðu nú haft tíma til að hugsa
um stafsetningarboðorð sín og gera þau skamm-
laust úr garði. I formálanum játar höf., að hin
firsta Blaðamannasamþikt hafi verið »með miður
glöggu orðalagi á stöku stað«. Þessi níjí sam-
þikt hlítur þá að vera glögg í alla staði.
Til dæmis um glöggleikann, skal jeg taka 7.
grein þessara endurbættu reglna. Hún er svo:
»Tvöfaldan samhljóð á undan öðrum samhljóð
skal að éins rita: a) éf hinn eptirfarandi samhljóð-
ur er beigingarending, súerbirjar á n eða r, eða
fallending á s, eða n fer á eftir //, b) í samsett-
um orðum (enn ekki afleiddum), er síðari sam-
hljóðurinn er upphaf hins viðskeitta orðs«.
Hjer eru first athugaverð inngangsorðin:
»Tvöf. samhljóð á undan öðrum samhljóð skal
að eins rita« o. s. frv., því að eins og þetta er
orðað, verður það ekki skilið öðruvísi enn svo,
að reglan gildi ekki, ef tvöfaldur samhljóður fer
á undan sama samhljóð, t. d. 11 á undan / (all-
lltill), eða nti á undan n (mann-níðingur). Hvaða
regla gildir þá, þegar svo á stendur? í næstu
útgáfu reglnanna vil jeg vinsamlega ráða ,Blaða-
mönnum' til að fella burt þetta »öðrum«.
Þar næst er »að eins« hjer ónákvæmt firir
»því að eins« eða »þá að eins«, nema það sje
hugsunin — sem jeg þó geri ekki ráð firir —
að rita skuli að eins tvöfaldan, ekki t. d. þre-
faldan eða ferfaldan, samhljóð, þegar svo á stend-
ur, sem segir í staflið a og b.
Enn fremur er stafliðurinn a mjer alveg ó-
skiljanlegur, því að jeg get með besta vilja ekki
skilið, áð það geti nokkurn tíma komið firir, að
»eftirfarandi samhljóður«, einn stafur, sje »beig-
ingarending, sú er birjar á n eða rt, því að
slík beigingarending verður að vera fleiri enn
einn stafur. Þetta er sama sem að segja, að
1 sje = 2. Eins og stafliðurinn er orðaður, er
hann argasta lokleisa og hugsunarvilla. Mætti
jeg ekki í vinsemd ráða ,Blaðamönnum‘ til að
setja í næstu útgáfu: »partur af beigingarend-
ingu« firir »beigingarending«?
Loks er í stafliðnum b »síðari samhljóður-
inn« rangmæli, því að hjer er um fleiri enn 2
samhljóða að ræða.
Þetta ætti að vera nóg til að sína, hverja
hæfilegleika ,Blaðamenn‘ hafa til að setja fram
ljósar, skarpar og hugsunarrjettar stafsetningar-
reglur.
Enn kunna þeir þá að rita eftir sínum eigin
reglum? Jeg mun nú sína, að kverið hefurbrot-
ið á móti öllum reglum .Blaðamannafjelagsins',
nema 5. reglunni, sem ekki er auðvelt að brjóta.
Apturgangan.
Smdgremar urn Valtýskuna
eptir
N. N. í H'öfn.
IV.
Komist valtýskan á, þá mætir sendiherra
ríkisráðsins eða stjórnarinnar á alþingi óg þá eiga
fulltrúar Islendinga á alþingi að fá aðvita
það fyrirfrain, eins og dr. Valtýr segir sjálf-
ur frá í Eimreiðarritgerð sinni, hvað stjórnin
vi 11 ekki, og ef þeir bei ð ast einski s,
sem stjórninni eða ríkisráðinu eró-
geðfellt, þá verðurþeim eigineitað um
neitt; það er með öðrum orðum: Valtýski ráð-
gjafinn á einmitt að kyrkja í fæðingunni
allarframsókn'artilrauniralþingis. Hon-
um mun eflaust takast það, eins og Henrik Bjelke
og Loðni lepp, að hnekkja frelsi Islands. Hann
hefur þá sex konungkjörnu sér til aðstoðar. En
eins og sýnt skal síðar, er það hreinog bein
svik gagnvart þjóð frelsi Islan ds að sam-
þykkja valtýsku breytingarnar, án þess
að samþykkja um leið að fækka hinum
konungkjörnu um þrjá.
V.
Ráðgjafi, sem býr í Islandi sjálfu,
ætti að mætaá alþingi, en aldrei neinn
ráðgjafi frá Kaup man n ahöfn, enginn Loð-
fnn leppur, eins og Valtýskan vill. Það er sá
stóri munur á heimastjórnarstefnunni
oghinni útlenzku valtýsku, Hafnar-
stjórnarstefnunni. ísland hefur fengið nóg
af þessum sendiherrum, eða útlendu
sendiráðgjöfum, sem mætt hafa stundum
á alþingi, allt frá Hallvarði gullskó og það til
dr. Valtýs Guðmundssonar.
Valtýsku-ráðgjafinn |er ekkert annað en u n d-
irráðgjafi r 1 k is r á ð s i ns .
Aldamöt a-fagnaður
hefur víðar verið alllmikill en hér í höfuðstaðn-
um. Hefur kveðið mest að honum á Akureyri
og Isafirði, að því er frétzt hefur. — Séra Matthí-
as Jochumsson hafði samið dálítinn leik, er nefnd-
ist »Aldamót« og var hann leikinn á Akureyri á
gamlárskveld, og þótti hin bezta skemmtun. Var
höfundurinn »kallaður fram« og honum klappað
lof í lófa. I leik þessum koma fram gamla og
nýja öldin og gyðjurnar: Trú, Von og Elska o.
fl. Þrjár dætur séra Matthíasar léku. Leikur þessi
verður prentaður. Séra Matthías hefur gefið fá-
tækum stofnunum á Akureyri ágóðann af l.eik
þessum.
A Isafirði var haldið fjölmennt samsæti á
gamlárskveld í þinghúsi bæjarins. Voru þar drúkk-
in minni konungs, Islands, ísafjarðar o. fl- °S
sungin Islandsljóð eptir Hannes Hafstein, sem
prentuð eru hér 1 blaðinu. Því næst voru leikirx