Þjóðólfur - 16.04.1901, Síða 1
ÞJOÐOLFUR.
53. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 16. apríl 1901.
Nr. 18.
Leynilegar þingkosningar.
Biðjið ætíð um
i.
Síðan 1877, að ný kosningarlög til alþingis
voru lögleidd, hafa opt heyrzt kvartanir um, að
þeim væri í ýmsu ábótavant, og nauðsyn bæri til
að breyta þeim í ýmsum atriðum. Sérstaklega
hafa menn fundið til þess, að einn kjörstaður í
kjördæmi hverju væri alls ónógur, til þess að
kjósendur gætu almennt neytt kosningarréttar síns.
I víðlendustu sýslunum hefur því verið frágangs-
sök fyrir fjölda kjósenda að sækja kjörfund og
neyta atkvæðisréttar síns. Krafan um fjölgun
kjörstaða hefur því hvað eptir annað komið fram
bæði á þingmálafundum, í blöðunum og á þingi, en
lengra hefur mál þetta ekki komizt, sjálfsagt með
fram af því, að menn hafa kannast við, að gagngerða
breytingu þyrfti að gera á kosningarlögunum, þar
á meðal ekki sízt á þeim köflum þeirra (um skil-
yrði fyrir kosningarrétti og kjörgengi), sem inni-
falinn er í stjórnarskránni, og þar af leiðandi út-
heimtir stjórnarskrárbreytingu. Það mun því með-
al annars hafa vakað fyrir mönnum að taka öll kosn-
ingarlögin til meðferðar, eptir að fengin væri breyt-
ing á 1. kafla þeirra með endurskoðuðu stjórnar-
skránni, er ekki miðar kosningarréttinn við neina
á k v e ð n a gjaldaupphæð, en í því ákvæði gild-
andi kosningarlaga hefur einkum þótt ósann-
girni og misrétti fólgið. — I frumvarpi því um
breytingar á kosningarlögunum, er Jón Hjaltalín
bar fram á þingi 1891 var meðal annars kjör-
staður ákveðinn í hverjum hreppi, en það frum-
varp var fellt í neðri deild; meiri hluti nefndar-
innar þar játaði að vísu, að sheppilegt væri að
fjölga eitthvað kjörstöðum«, en segir meðal ann-
ars, að það mundi hafa sóheppilegar afleiðingar
fyrir félagslíf héraðanna og áhuga á alþjóðar mál-
unum — að kosið væri 1 hverjum hreppi«. Enn-
fremur lekur meiri hl. það fram, að þetta mundi
»gera þingmannaefnunum mjög erfitt og því nær
ómögulegt að kynna sig kjósendum, er þeir gætu
ekki gert það á kjörfundunum, heldur yrðu að
gera það á öðrum fundum, ef til vill í hverri
sveit« (sbr. nefndarálitið Alþt. 1891 C. bls. 303).
Þessar viðbárur gegn fjölgun kjörstaða virðast
ekki vera á miklum rökum byggðar ogþóttþing-
ið 1 þann tíð tæki ekki betur í málið en þetta
(sama frumvarp varð ekki útrætt á þinginu 1893),
þá bneigðist þó almenningsviljinn þá þegar í þessa
átt, og jafnan síðar.
A síðustu árum hefur jafnframt farið að bóla
á þeirri skoðun, að réttast mundi að lögleiða
leynilegar kosningar í stað munnlegra eða kosn-
inga í heyranda hljóði, eins og ýmsar þjóðir hafa
lögleitt nú á síðustu tímum, og nú síðast Danir
í vetur, og má þá ímynda sér, að þess ekki verði
langt að bíða, að frumvarp frá stjórninni líks
efnis verði lagt fyrir þingið.
En nú hefur einnig komið fram hér heima
frumvarp til laga um leynilegar þingkosningar.
Alþingismaður nokkur, sem ekki nafngreinir sig,
hefur hleypt því af stokkunum i Tímariti bók-
menntafélagsins með stuttum inngangi og athuga-
semdum. Hefur sérprentun af ritgerð þessari ver-
ið send ýmsum mönnum hér í bæ (og sjálfsagt
Hðar), og segir höf., að tilgangurinn með því að
Þirta irumvarpið alllöngu fyrir þing sé sá, að geta
á'önnum færi á að hugleiða málið og gera sér
í>að ljóst. Kveðst hann ætla að bera frumvarp
þetta upp á næsta þingi. Ekki mun mönnum
OTTO MÖNSTED’S
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunura.
almennt vera kunnugt nafn höfundarins, en renna
má grun í það, og tæpast mun það vera verk
þess manns einvörðungu. En það skiptir í sjálfu
sér litlu, hver aðalhöfundur þess er, eða hver mest
hefur að því unnið. Hitt varðar mestu, að frum-
varpið sé góð réttarbót og æskileg. Höf. tekur
það íram, að það sé samið með nokkurri hlið-
sjón af löggjöf annara landa, sem þetta hafa í
lög leitt, og nefnir þará meðal England og Þýzka-
land, en einkum þó Ástralíu, Belgíu, Kanada og
Bandaríkin, enda ber frumvarpið með sér, að
sumir kaflar þess (t. d. um atkvæðaseðlana og
tilhögunina á kjörfundi) eru að mestu leyti þýð-
ing á samkynja ákvæðum í kosningalögum Kan-
ada og Bandaríkjanna. Og er frumvarpið ekki
lakara fyrir það, sé það skynsamlega sniðið ept-
ir því, sem hér á við. Höf. tekur það fram, að
hann hafi ekki viljað hreyfa við 6 fyrstu greinum
gildandi kosningarlaga, er stjómarskrárbreytingu
þurfi til að lagfæra, og var það hyggilega hugs-
að, því að þetta þ a r f alls ekki að fara samhliða,
þótt ef til vill færi bezt á því. En höf. hefur
ef til vill hugsað, að hann yrði grunaður um, að
vilja hafa fram einhverja breytingu á stjórn-
arskránni í sumar og þar af leiðandi uppleysing
þingsins, ef hann hefði einnig tekið stjórnarskrár-
greinar kosningarlaganna upp í þetta frumvarp
sitt. Hann getur nú reyndar orðið grunaður um
það, h'7ort sem er, en þrátt fyrir þetta hugboð,
sem vér skulum játa, að hvorki er annað né meira
en getgáta ein, þá getum vérfyllilega metiðkosti
frumvarpsins í samanburði við nú gildandi löggjöf.
Og á það e i 11 verður að líta í þessu sambandi,
hvort frumvarpið í sjálfu sér muni verða æskileg
réttarbót, og komist menn að þeirri niðurstöðu,
þá er sjálfsagt, að það ætti að verða að lögum,
eptir nákvæma fhugun* þingsins og auðvitað með
einhverjum smávegis lagfæringum. Hér er því
miður ekki rúm til að gera ítarlega grein fyrir
efni frumvarps þessa, sem er allmikill bálkur í
13 köflum, en það getur verið betra en ekki, að
gefa almenningi ofurlitla hugmynd um helztu ný-
mæli þess, til athugunar fyrirþingmálafundi 1 vor.
Hið spánnýja danska kosningalagafrumvarp höf-
um vér ekki séð enn, svo að það verður ekki haft
til samanburðar.
Alþýðumenntun íslendinga.
eptir
kennara.
I.
Okkur Islendingum hefur lengi verið borið á
brýn, að vér séum seinir í snúningum og hæg-
fara í framsókn og framkvæmdum. Áburður þessi
hefur við rnikil rök að styðjast, því er ver; en ekk-
ert sannar hann eins áþreifanlega og alþýðumennt-
un vor.
Reyndar veit eg, að margir munu þjóta upp
til handa og fóta og segja: »Hvað ertu að fara
maður, veiztu ekki að við erum einhver mennt-
aðasta þjóð í heiminum; hér er nær því hvert
mannsbarn læst og skrifandi, mjög margir eru nokk-
urn veginn færirí reikningi, og allmargir geta fleytt
sér í dönsku og ensku«. Sumir munu þar að
auki skírskota til þess, sem einhver útlendingur
hefur sagt um eða segir um Islendinga og mennt-
unarástand þeirra, og telji aðfinningar mínar ein-
bera hótfyndni. En þó það væri fyllilega satt og
rétthermt, að allur þorri Islendinga séu læsir og
skrifandi — eg kynni betur við að segja, að þeir
séu bænabókarfærir og kunni að draga til stafs.
— þá verð eg að biðja menn að gæta þess, að
lestur og skript eru 1 sjálfu sér ekki annað en
stafrof menntunarinnar eða lyklar að forðabúrum
hennar. Sú var öldin, þá er segja mátti með
sanni, að þjóð sú væri vel menntuð 1 samanburði
við aðrar þjóðir, þar sem nær því hver maður
var læs og skrifandi. En þessi tími er liðinn og
kemur aldrei aptur. Fyrirgangs- og framsókn-
arþjóðirnar sýna það nú í orði og verki með skóla-
löggjöf sinni og fjárframlögum til kennslumála, að
þeim hefur skilizt, að alþýðumenntun er þunga-
miðja og llfsskilyrði allra sannra þjóðþrifa og vel-
megunar. Ef vér lítum á löggjöf okkar um mennt-
un barna og ungmenna, þá er sannast að segja,
að hún er harla ómerkileg og fátækleg : Konungs-
bréf 29/s 1744 um fermingu gerir ekki einu sinni
ráð fyrir því, að fermingarbörn séu almennt læs.
Konungsbréf ,um uppfræðing barna og uppeldi
2/7 1790 lögskipar foreldrum eða húsbændum að-
sjá um, að börn verði svo vel að sér 1 lestri, að-
þau geti heitið bænabókarfær. Loks bjóða lög
,um uppfræðing barna f skript og reikningi 9/,
1880 að kenna skuli börnum að skrifa ogreikna.
Þetta er nú löggjöf okkar um alþýðumenntun, eins
og hún leggur sig. Eg býst við, að einhver kunni
að segja: »Þú gleymirtilskipun um stofnun barna-
skóla f Reykjavík I2/i2 1860 og ,lögum ttm stofnun
barnaskóla á ísafirði' TI/2 1876 og reglugerðum-
þessara skóla«. En menn verða að gæta þess,
að lög þessi eru að eins um upptræðing barna i
þeim kaupstöðum, en ekki um allsherjar mennt-
un barna og ungmenna hér á landi.
Þó að hinum ofangreindu lagafyrirmælum væri
mjög samvizkusamlega framfylgt, hljóta menn að
sjá og kannast við, að ekki getur komið til nokk-
urra mála að kalla þetta góða alþýðumenntun.