Þjóðólfur - 26.04.1901, Síða 2

Þjóðólfur - 26.04.1901, Síða 2
7« Alþýðumenntun íslendinga. eptir kennara. II. Er vér berum upp fyrir oss spurninguna: hvert er hið æskilegasta fyrirkomulag á alþýðu- menntun hér á landi, dylst oss ekki, að spurn- ingunni sé mjög vandsvarað, og biðjum menn því að virða oss til vorkunar, þó að svör vor verði ■ekki eins rökstudd og ítarleg sem skyldi. Vér viljum þá fyrst spyrja, á hverjum grundvelli eig- um vér að byggja alþýðumenntun vora? Eghika ekki við að svara: á þjóðlegum og raun- hæfum (praktiskum) grundvelli. Af því leiðir, að alþýðuskóla löggjöf vor verður að gera einhverjar greinar öðrum fremur að þungamiðju kennslunnar. En hverjar greinar? Mér blandast ekki hugur um, að þar til sé sjálfkjörin tunga vor og bókmenntir, ennfremur allítarleg þekking á sögu, eðlisásigkomulagi og högum lands vors, sem vér með einu orði getum nefnt ættjarðarfræði (sbr. þýzka orðið Heimatskunde) og loks nota- drjúg kunnátta í náttúrufræði og reikningi. Eg ætlast til, að kennslan í tungu vorri stefni að því, að kenna unglingunum og venja þá við að gera ljósa grein fyrir hugsunum sínum, bæðimunn- lega og skriflega, láta þá kynnast helztu bók- menntum vorum að fornu og nýju, og innræta þeim virðing og elsku á móðurmáli voru. Kennsl- an í ættjarðarfræðinni á með hliðsjón af sögu helztu menningarlanda heimsins að miða að því að gera börnin að nýtum og góðum borg- urum, er vinni verk sinnar köllunar með alúð og samvizkusemi. Auðvitað teljum vér skylt, að grein þessi veiti unglingunum Ijóstyfirlit yfir frumatriði stjórnlaga vorra og löggjafar og fræði um helztu þegnskyldur og þegnréttindi. Að því er snertir fræðslu í náttúrufræði og reikningi — að með- töldum frumatriðum flatarmálsfræðinnar — er einkar áríðandi að kennsla greina þessara sé að- allega miðuð við þarfir lífsins og stefni að því að glæða eptirtekt, skilning og dómgreind ungl- inganna. Að því er áhrærir uppfræðing í kristnum fræðum, teldi eg réttast að greina hana algerlega frá alþýðumenntun vorri og fela hana prestunum einum, eins og menn hafa þegar gert í sumum löndum,, sem lengst eru á veg komin í alþýðu- menning. En vegna þess, hve land vort er strjál- byggt, tel eg það ógerlegt að svo komnp, og verðum vér því að fela alþýðukennurum barna- uppfræðinguna. En nauðsynlegt er, að hún taki miklum stakkaskiptum, og verði ekki framar eins ffámunalega andlaus og utangarna og hún hefur til þessa verið víðast hvar hér á landi. Það væri æskilegt og enda sjálfsagt, þar sem því yrði við komið, að börnin ættu kost á að læra að skilja eijthvert lifandi mál og lærðu að fleyta sér í því. Að mínu áliti væri enskan bezt til þess fallin og notadrjúgust fyrir lífið vegna hinnar miklu út- breiðslu sinnar. En af því að vér erum einn hluti Danaveldis er mikið efamál, hvort stjórnin mundi líða það, að vér tækjum enskuna fram yf- ir dönskuna. Aptur á móti er það ekki ólíklegt, að stjórnin gæfi héruðum þeim eða kauptúnum, sem eiga mikil skipti og mök við Englendinga, kost á að gera ensku að skyldugrein í skólunum í stað dönskunnar. Eg skai enn nefna nokkrar greinir, sem eg tel skylt að alþýðuskólar okkar veiti tilsögn í: dráttlist, ritfegurð, leikfimi og glímur, loks skóla- iðnaður og handavinna, sem væri sérstaklega mið- iið við þarfir landsmanna. Að réttu lagi ætti alþýðUmenntun vor að vera þannig löguð, að lærisveinn, sem hefði lok- ið prófi við einhvern alþýðuskóla, gæti undirbún- ingslaust sezt í i. eða 2. bekk reglulegs gagn- fræðaskóla eða latínuskóla, sem ekki gerði kunn- áttu í latfnu að skilyrði fyrir inntöku í skólann. Enn er ein hlið alþýðumenningar vorrar, sem cngan veginn má sitja á hakanum, en það er upp- eldis- og siðmenningarmarkmið hennar. Háleit- asta markmið allrar menningar og þá engusíðural- þýðumenntunarinnar er að gera börnin að siðvönd- um, góðum, atorkusömum og nýtum borgurum. En þessu takmarki hefur hingað til verið næsta lítill gaumur gefinn hér á landi. Því er nú ver. Því til sönnunar má geta þess, að einstakir búendur og jafnvel heilar sveitir hafa ekki fyrirorðið sig, og fyrirverða sig ekki þann dag í dag að fela drykkjurútum og umrenningum að kenna börn- um sínum lestur, skript og reikning. Hvernig kann það góðri lukku að stýra? Hvernig getur þvtlíkt sæði borið góðanávöxt? Alþýðukennara- staðan er ábyrgðarmikil og háleit köllun, og það er skylda þjóðfélagsins að velja menn vandlega í þá stöðu. Vér höfum nú stuttlega bent á það, að hverju markmiði alþýðumenntun vor eigi að keppa og hverjar uámsgreinar skuli sitja í fyrirrúmi í al- þýðuskólum vorum. Nú skulum ver því næst fara nokkrum orðum um skóla- og kennslufyrir- komulagið, eins og vér höfum hugsað oss það. Sundurlausir þankar ufn nokkur þingmál. Eptir Arnesing. I. Með því að nú er vetur nær að enda kominn, og sumarið fer í hönd, en þá koma vafalaust þingmála- fundir, og þaráeptir verður alþing háð, þá virð- ist kominn tími til að líta eptir skýjafari á hin- um »pólitiska himni«, og hugsa um og láta álit sitt í ljósi um það, hvað maður vill að alþing geri og ógert láti. — Það, sem eg ætla hér að segja, er sjálfsagt ekki líkt áliti allra prestanna hér í sýslunni, en eg þori óhræddur að fullyrða, að þessu líkt er álit mikils meiri hluta afokk- ur hinum, sem ekki látum presta og aðra stór- burgeisa, hugsa og tala allt fyrir okkur. — Eg ætla að fylgja gömlum og góðum sið, og minn- ast fyrst á stjórnarskrármálið; það er mín föst sannfæring, að, ef ekki stendur annað til boða en hið gamla Rumps-frumvarp, sem kennt er við dr. Valtý, þá geti þingið ekki gert annað rétt- ara við það, en fella það við fyrstu umræðu. Eg hef nfl. þá skoðun, að dr. Valtýr, með ráð- gjafann »í stafni« og afnám 61. gr. »í skutn- um«, reki hér sama eða svipað erindi og Þórar- inn heitinn Nefjólfsson gerði, þegar hannárið 1026 kom til alþingis, með »kveðjusending« og vin- áttumál* Ólafs konungs Haraldssonar og sagði, »að það byggi undir, að konungur óskaði að fá eyði- eða útsker það, sem Grfmsey nefnist«. — En að heimastjórnarmenn byrji nú á nýju »pró- grami« í stjórnarskrármálinu, állt eg ógerning, meðan flokkarígurinn og æsingarnar eru jafn- miklar. Þá verð eg að minnast á m i 1 j ó n a - bankann, og skal eg þar verða stuttorður, því eg er enginn fjármálafræðingur, en ávallt hef eg verið myrkfælinn við þessar miljónir, semþess- ir útlendingar ætla »að vera svo góðir« ,að færa okkur. Nú rétt nýlega hef eg séð á prenti, ept- ir einn mikilhæfan og fjármálafróðau mann, að á seðlaútgáfuréttinum, geti landsbankinn verið búinn að græða, eptir 90 ár upphæð, sem sam- svari, segi eg og skrifa þrjá'íu og sex miljón- ir króna höfuðstól. Síðan eg sá þetta, hef eg verið að vona, að hver samvizkusamur og þjóðhollur þingmaður myndi hugsa sig um tvisvar, áður en hann með atkvæði sínu stuðl- aði að því, að öðru eins stórfé væri fleygt frá fátækri þjóð í hendur útlendra Gyðinga. — Þá er ritsímamálið, það álít eg eitt af okkar nauðsynjamálum, að Reykjavík komist sem fyrst í ritsímasamband við umheiminn, en að leggja símann í land á Austfjörðum, og þaðan yfxr land R.víkur, finnst mér að líti líkt út, og ef fátæk- ur bóndi, (sem þyrfti að byggja baðstofuna sína) byrjaði á að byggja margfallt stærra hús en hann hefði þörf fyrir, og gæti svo aldrei gert það fok- helt, auk heldur meira, en yrði svo gjaldþrotaog húsvilltur fýrir bragðið. Engin liknarstofnun — ekkert kærleiksheimili. Getur þjóðfélagið ekki reynt að hjálpa ólánsmönnunum? Fyrir nokkrum dögum fór fram einkennileg jarðarför frá líkhúsinu hér í bænum. Það var ekki nein skrautleg viðhöfn, engin sorgarprýdd kirkja með hljóðfærasöng ogkertaljósum, sem hafði dregið mannfjöldann þangað, eins og opt vill verða við jarðarfarir; það var auðséð á fólkinu, svo margbreytt sem það var: æztu embættismenn, ritstjórar, skáld, stúdentar, ungar, fínar frökenar og menn og konur af lægstu stéttum —- að það var þangað komið eingöngu í minningar- og hlut- tekningarskyni við hið framliðna sölnbogabarn lukkunnar og lífsins«, sem þá var borið til grafar. , Ræða prestsins, sem var svo snotur og ljúf- mannleg, hefur sjálfsagt átt nokkurn þátt í því, að eg gat ekki sofnað nóttina eptir þá jarðarför, af því að eg var að velta fyrir mér æfi þessa óláns- manns, sem eg þekkti að nokkru síðustu árin. Hann átti vissulega miklu verri æfi en marg- ur hundurinn. Látum það vera, að hann gekk að jafnaði í gauðrifnum óþrifaflíkum, með botn- lausa skó og sokkalaus á klakanum og snjónum um háveturinn; hann átti dögum saman hvergi höfði sínu að að halla, hvergi næturskjól nema á klakanum og ef hann náði einhversstaðar í flet, þá svaf hann í öllum fötunum, eins ogþau voru nú þokkaleg, vegna kuldans. Og að lokum skreidd- ist hann, er í öll skjól fauk, í leyfisleysi inn f ó- byggðan kofa utan við bæinn og matarlaus og allslaus gaf hann þar upp andann eptir eins dags legu, »óðalsbóndinn í Sauðagerði«, eins og hann í kýmni kallaði sjálfan sig. Með svo léttri lund og möglunarlaust bar þetta ölnbogabarn lífsins og mannanna, alla sína eymd, hungur og mótstreymi. Hafði nú þessi maður þá ekkert gagn gert í þjóðfélaginu? Því að auk þess, sem hann var manneskja, eins og við hinir, var hann líka meira, hann var gáfaður, skáldmæltur með meira hugs- andi sál en almennt gerist. Því beizkara hlut- skiptið, sem hann hreppti, því meira leið sálin við það »að vera útskúfaður öllum frá«, vera fyr- irlitinn af flestum svonefndum betri mönnum og sjálfuin félagsbræðrum sínum. Hafði hann þá gert nokkuð? Allir þeir, sem hafa skemmt sér við hnyttilega fyndni, gaman- samar og smellnar setningargreinar í leikhúsinu í Reykjavík, vita máske ekki, að þær voru komnarúr höfði »útigangs-mannsskepnunnar«, semþeir þorðu ekki að tala við né skeyta neitt um; hann þýddi allflest fyrir Leikfélagið, sem greiddi honurn full- ar 30 kr. fyrir hvert leikrit. — En annað er þó enn merkilegra, þó að það líkist hinu, hvað gagn- stæði persónunnar og verksins snertir, að þetta út- skúfaða spillingarinnar barn, sem hvorki þótti í hús- um hæfur né kirkjugræfur, vann að nokkru leyti að útbreiðslu Krists ríkis, ef ekki beinlínis þá ó- beinlínis. Það tóku margir eptir því, hvað mál- ið á ýmsum þýddum greinum og frumsömdum í »Herópinu« varsnilldarfagurt, en menn vissu ekki, að það var eitt af sheimsins börnum«, og ekki þeim beztu, sem hafði skrifað þetta skáldmál, að það var »drykkjurúturinn«, »ættarskömmin«, »stéttarskömmin«, »bæjarskömmin«, sem sat í köldum klefa, lifði við litla matbjörg, opt við sult og seyru. »Til hvers er að tala um þettas, munu menn segja. Þetta og annað eins eru sjálfskaparvíti, mönnunum sjálfum að kenna, alveg gerspilltum. þetta hafa menn 'sagt.—• Eh eins og enginn mað- ur verður algóður og alhreinn, eins verður engut'1 I I

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.