Þjóðólfur - 17.05.1901, Side 2

Þjóðólfur - 17.05.1901, Side 2
94 um, að kostur verði á frystiklefum í póstskipunum, og að þau gangi beina leið til Skotlands a. m. k. 4 ferðir á ári. Samþykkt í einu hljóði. f) Fénaðarsýningar og kynbótatilraunir. Samþ. í einu hljóði, að þingið leggi fram fé til héraðasýn- inga og kynbóta á búpeningi. g) Búnaðarskólarnir. Búnaðarskólamálið sé tekið til íhugunar og öllum búnaðarskólunum sé kom- ið undir umsjón búnaðarfélags Islands. Samþykkt í einu hljóði. h) Lög um úttekt farða frá 1884 skulu endur- skoðuð, þar sem þeim þykir í mörgu ábótavant. i) Framrœzla og vatnsveitingar. Þingið leggi fram 25-—50,000 kr. á ári til framræzlu og vatnsveit- inga í stórum stýl eptir tillögum búnaðarfélags Is- lands. Samþykkt. 2. Önnur atvmnumál. a) Botnvðrpuveiðar í landhelgi slculu hvergi leyfðar. Var samþykkt í einu hljóði. b) Fundurinn skorar á alþingi, að lög um botnvörpuveiðar í landhelgi verði hert þannig, að skipstjórar sæti fangelsi fyrir brot gegn þeim. c) Laxveiðimál. Laxveiðilögin skulu endurbætt meðal annars með því, að gefa héruðunum heim- ild til að gera samþykktir, er gildi innan héraðs um veiði og friðunartíma o. fl. Samþykkt í einu hljóði. d) Oftiðun á sel. Fundurinn skorar á alþingi að semja og samþykkja lög um ófriðun á sel, sam- kvæmt nefndarfrumvarpi neðri deildar alþingis árið 1897. Samþykkt í einu hljóði. e) Stokkseyrarh'ófnin. Þingið veiti fé til að endurbæta höfnina á Stokkseyrii samkvæmt tillög- um sýslunefndar Arnessýslu. 3. Samgöngumál. a) Brú á Sogið. Fundur- inn skorar á alþingi, að veita fé úr landsjóði til brú- argerðar á Soginu samkvæmt tillögu sýslunefndar. Jafnframt lýsti fundurinn megnri óánægju sinni yfir því, að engin skýrsla liggi enn fyrir frá verkfræð- ingi landsins um kostnað við brúna, þrátt fyrir í- trekaðar bænir héraðsbúa og skorar á verkfræðing, að láta uppi álit sitt hér að lútandi svo tímanlega, að áætlunin verði lögð fyrir næsta þing. Samþ. í einu hljóði. b) Fundurinn skorar á alþingi, að hlutast til um, að betra eptirlit verði haft á því, hvernig fé því er varið, sem lagt er til vegagerða og endurbóta á vegum. Samþ. í einu hljóði. c) Fundurinn lýsti yfir því, að hann teldi sýsl- unni algerlega ofvaxið að taka að sér viðhald á land- sjóðsvegum í sýslunni. d) Fundurinn skorar á þingið, að gefa upp lán- ið til brúnna á Þjórsá og Ölfusá og landsjóður taki að sér umsjón þeirra. e) Fundurinn skorar á alþingi, að akvegur verði lagður sem fyrst frá Kögunarhól að Ölfusárbrúnni.*) f) Fundurinn skorar á alþingi, að hlutast til um, að greitt verði fyrir samgöngum á sjó samkvæmt til- lögu sýslunefndar. 4. Sveitarstjórn. Fundurinn skorar á alþingi, að sett verði milliþinganefnd til að íhuga og undir- búa endnrbætur á fátækralöggjöfinni. 5. Eptirlaun. Fundúrinn skorar á alþingi, að það samþykki eptirlaunalögin frá síðustu þingum. 6. Kosningalög. Þingið samþykki ný kosninga- lög með fleiri kjörstöðum helzt í hverjum hreppi og leynilegri atkvæðagreiðslu. 7. Brunabótar- og lífsábyrgð. Þingið hlutisttil um, að koma á stofn innlendri brunabótaábyrgð og lífsábyrgð. 8. Lausafjdtframtal og verðlagsskrár. Þingið afnemi lausafjárframtal og verðlagsskrár, en ákveði meðalalin með lögum. 9. Menntamdl. Styrkur til umgangskennslu aukinn, og skilyrði fyrir styrkveitingu hert. 10. Stjórnarskrármálið. a) Þingið samþykki stjórnarskrárfrumvarp, er fyrst og fremst ákveði, að skipaður sé sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, sem ekki hafi öðrum stjórnarstörfum að gegna, mæli á íslenzka tungu, mæti á alþingi, beri ábyrgð á allri stjórn- arathöfninni, og tryggi að öðru leyti fjárráð og sjálf- stæði þingsins, svo sem framast er að vænta, að kon ungur samþykki. Samþykkt með 12 atkvæðum móti 9. -(Samskonar ályktun samþ. á Mosíellsfundinum með 18 atkv. gegn 12 af c. 50 á fundi og á Húsatóptum með 23 atkv. gegn 2 af rúmum 30 á fundi). b) Fundurinn skorar á alþingi, að komistjórn- arbótamálið fyrir, þá að halda óbreyttri 61. grein stjórnarskrárinnar. Samþ. með 12 atkv. á móti 9. 11. Bankamálið. Þingið bæti úr peningaþörf landsmanna, annaðhvort með því að auka og efla landsbankann eða með einhverri annari peninga- stofnun, en stjórn hennar sé algerlega í höndum landsmanna sjálfra. (Samþ. á öllum fundunum). * * * Um 130 kjósendur samtals mættu á öllum þingmálafundunum, þá er flest var, þ. e. um 50 á Mosfellsfundinum, um 40 á Húsatóptum og um 40 á Selfossi. Þá er atkvæði voru greidd ístjórn- arskrármálinu voru þó ekki viðstaddir nema rúm- ir 30 á Húsatóptafundinum og rúmir 30 á Selfoss- fundinum. Má því telja svo, að um 120 kjósend- ur hafi alls verið viðstaddir þessa atkvæðagreiðslu. Af þeim greiðir þriðjungur, eða rúmir 40, atkvæði með tillögu þeirri (frá séra Magnúsi Helgasyni), sem prentuð er hér að framan og gengur í val- týska átt, þ7í að atkvæði Selfossfundarins reikn- ast ekki, af því að þar var samþykkt (með jafn- mörgum atkvæðum sem hitt), að 61. gr. stj.skrár- innar skyldi standa óbreytt, en sú samþykkt geng- ur þvert ofan í hina og útilokar alla valtýsku í eiginlegum skilningi. Þess skal getið, að sú til- laga var að eins samþykkt á Selfossfundinum ein- um, var ekki borin upp á hinum. Þegar þess er ennfremur gætt, að höfuðtillagan fékk ekki meiri byr á Mosfellsfundinum en svo, að hún var sam- þykkt með 18 atkv. gegn 12 af nál. 50 á fundi, og þá er hér um bil má ganga að því vísu, að önnur tillaga, er fram var borin hefði verið sam- þykkt með meiri atkvæðafjölda, hefði fundarstjóri (séra M. Helgason) ekki neitað að berahanaupp fyr en hina, þá sést að hér er ekki um mikiðval- týskt fylgi að ræða. Það eru að eins örfáir menn þar í sýslunni, sem ganga undir því merki, en beittu nú öllum sínum áhrifum til að fylkja liði á þingmálafundina. En hinn flokkurinn getur á- sakað sig fyrir það, að hann gætti þess ekki að fjölmenna á fundina. Einkum átti þetta heima um Selfossfundinn, þar sem þó er hægast aðsókn- ar og þéttbyggðastar sveitir í kring og Valtýs fylgi þar svo að segja ekkert. Var sá fundur tiltölulega langlakast sóttur af öllum fundunum, er einkum mun hafa stafað af því, að sá fundar- dagur var hinn óhentugasti (vinnuhjúaskildagi) auk þess margir bundnir við róðra á Eyrarbakka og veikindi þar allmikil (skarlatssótt), margir Flóa- menn nýkomnir heim úr lokaferð o, fl. En ekki er það samt næg afsökun. Þurfti þar harla lítinn herzlumun til þess, að sá fundur tæki allt aðrar ákvarðanir í stjórnarskrármálinu en hinir, eins og einnig varð að nokkru, en þó ekki til hlítar. Geta má þess, að valtýsku forsprakkarnir vör- uðust eins og heitan eidinn að nefna valtýsku á nafn, og aðalformælandinn, séra M. H., er bæði var staddur á Mosfells- og Húsatóptafundunum og tók þar þátt í umræðum, neitaði því harðlega, að tillaga sín ætti við nokkurt ákveðið frumvarp, enda er hún svo óákveðin, að teygja má inn und- ir hana allan þremilinn. En auðvitað felst í henni dularklædd valtýska, einmitt á lægsta stigi, eins og sést af því, að ekki á að fara fram á annað, en það sem »vænta má að konungur samþykki«(!). Þar er takmarkið, sem vér eigum að sníða kröf- ur vorar eptir. Lengra má ekki fara. En það er ekki von, að almenningur, sem ekki þekkir málið út í æsar, geti í fljótu bragði gert sér ljósa grein fyrir, út á hve hálan ís verið er að teygja hann með slíkum tillögum, er Ilta svo sakleysis- lega út, og ekki eru bundnar við neitt nafn eða neitt ákveðið frumvarp. Hafnarstjórnarmönnum (o: Valtýingum) virðist ekki þykja vænlegt að »flagga« mikið með Val- tý úr þessu, enda mun hann að mestu úr sög- unni sem »pólitisk stærð« og málgagnið hans er auðsjáanlega nú farið að snúast á áttinni eða búa sig undir það, að falla frá frumvarpi hans, ef það skyldi reynast praktiskara, þegar á þing er komið að skipta um lit, og láta Valtý einan. Bara það fari ekki alveg úr hálsliðunum við þann snúning!! Þá er alls er gætt, mun naumast vert fyrir Hafnarstjórnarmennina að »leggja mikið upp úr« þessari atkvæðagreiðslu Árnesinga í þessu máli, eins og hún var löguð, því það getur orðið skamm- góður vermir. En líklega gera þeir það samt, því að litlu verður Vöggur feginn. Á atkvæði þingsins getur þessi þriðjungur fundarmanna —- þessi 40 samansmöluðu atkvæði í fjölmennasta kjör- dæmi landsins — ekki haft nein áhrif, jafn breið og óákveðin sem ályktunin er. Eins og sjá má af fundargerðunum voru eng- ir fundirnir stórabankamálinu hlynntir. En það var auðvitað viðurkennt, að eitthvað þyrfti að gera til að bæta úr peningaþörfinni, og þá helzt með því að aukaogefla innlendu stofn- unina, landsbankann — sem stóru banka- mennirnir hata mest — eða þá með einhverri annari peningastofnun, er »sé algerlega í höndum landsmanna sjálfra*. Það þarf meira en meðal þverhaus til að fullyrða, að þ e 11 a sé stóri bankinn, eins og síðasta þing skildi við hann. Ályktun fundanna er svo langt frá stóra bankanum, sem austrið frá vestrinu, enda urðu engar deilur um þessa ályktun, eptir að henni var breytt í fyrstu á Mosfellsfundinum, því að eins og hún kom fram upphaflega (frá séra M. H.) var hún allt öðruvísi orðuð — landsbankinn t. d. ekki nefndur á nafn — og gat þá heimfærzt upp á stóra bankann. Um aðrar ályktanir fundanna virðist ekki þörf að ræða sérstaklega. Á fundunum fór allt yfir- leitt með friði og spekt, og hvergi neinn veru- legur ágreiningur nema milli einstakra manna í þessu eina máli (stj. skrármálinu) og má þó geta þess, að þar lenti ekki í neinum persónulegum illdeilum frá hvorugri hlið, eins og líka betur sómdi. Að eins þótti sumum framkoma 2. þing- mannsins (S. S.) ekki sem viðkunnanlegust í þessu máli, og stinga allmjög í stúf við yfirlýsingu hans á kjörfundi í haust, þar sem hann ekki vildi leggja neina aðaláherzlu á þetta mál, og þóttist engan flokk fylla í því. Um hag íslenzkra verka- manna í Winnipeg. Eptir Winnipegbúa. Það vantar ekki, að blöðin íslenzku hér vestra, láta mikið af því, hvað mönnum líði hér almennt vel; en eg hygg að þau séu því ekki sem bezt kunnug, að minnsta kosti um fjöldann. Af minni tveggja ára reynslu sem eg er búinn að vera í Winnipeg — það er sá tími síðan eg flutti frá íslandi — blandast mér ekki hugur um, að flest- um líður hér illa. Eg held, að kjör íslenzku verka- mannanna séu allt öðruvísi en góð, eða glæsileg. Bæði af minni eigin reynslu og annara ræð eg að svo sé. Eg, sem skrifa þessar línur, er kvæntur, og á konu og eitt barn. Eg er heilsugóður enn, og hef optast getað unnið um þann tfma, sem um vinnu er að ræða. Þó á eg ekki eitt einasta cent, heldur mikið minna; skulda um 40 dollara, lifi þó eins spart og frekast er unnt, smakka ekki vln, en reyki fyrir 20 cents um mánuðinn. Væri eg þess umkominn, að geta farið heim, skyldi eg óðara gera það, því hér sér fyrir skort á and- legri og líkamlegri fæðu. En úr því að maður er hingað kominn, þá verður maður hér að vera, hversu illa sem manni líður. Eg vildi heldur vera þurfamaður heima á Islandi, en daglauna- maður 1 Winnipeg. Þessi vinna, sem hér er um að ræða, og mað- ur verður að snúa sér að, er svo þung og erfið, að fæstir þola hana til lengdar. Enda er auðséð á löndum, sem búnir eru að vera hér lengi, að þeir hafa beygt bakið. Þeir ganga allir í »kút« og fara hægt, og svo horaðir, að eg minnist ekki að hafa — undir neinum kringumstæðum — séð menn eins illa útlítandi. Auk þess, sem vinnan er svo drepandi og leiðinleg, er hún mjög illa borguð, 35—40 dollara um mánuðinn. Nú er ekki nema 5 mánuðir af árinu, sem þessi þokkalega vinna fæst. Svoeptir þann tima stendur maður uppi með tvær hendur tómar, því fæstir eiga afgang, þegar vinnutíminn er úti, enda er þess varla von, þegar þess er gætt, hve dýrt er að lifa hér.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.