Þjóðólfur - 31.05.1901, Side 1
ÞJOÐOLFUR.
53. árg.
Reykjavík, föstudaginn
31.
maí 1901.
Nr. 26.
Biðjið ætíð um
OTTO MÖNSTED’S
danska
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
± Fyrir 2 krónur ♦
geta nýir kaupendur fengið Þjóðólf frá I. júlf
næstk. til ársloka (30 tölublöð).
í kaupbæti fylgja tvenn sérprent-
uð sögusöfn blaðsins, hin nýj-
ustu, 11. og 12. hepti
Ágœtar skemmtisögur. Vilji menn fá
sögusöfn þessi, jafnskjótt og menn panta blaðið,
verður borgunin (2 kr.) fyrir hálfan árgang
þess að fylgja pöntuninni. Askript að þess-
um síðari helming árgangsins er jafnframt
bindandi fyrir næstkomandi árgang (54. árg.)
frá nýári 1902 til ársloka.
'W&F~ Nýir kaupendur ættu
að sæta þessum vildarkjör-
um sem allra fyrst.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 10. maf.
í prússneska ráðaneytinu hefur sú
breyting orðið þessa dagana, að Miquel fjár-
málaráðherra og tveir aðrir hafa fengið lausn og
nýir menn komið í staðinn. Ráðaneytið hefur
])ó sama blæ sem áður í pólitisku tilliti. Breyt-
ingin er einungis að því leyti viðburður, sem Miqu-
el hefur farið frá; hann hefur verið fjármálaráð-
gjafi yfir ro ár, auk þess varaforseti í prússneska
ráðaneytinu, og þótti stýra embætti sínu með ó-
vanalegum dugnaði; sem stjórnmálamaður var
hann og talinn garpur mikill: málsnjall, liðugur
og framsýnn, en ekki ætíð allur, þar sem hann
var séður. Það mun hafa verið óánægja keisara
með hann f skurðamálinu, sem olli fráför hans;
keisari hefur þó nú opinberlega þakkað honum
fyrir góða þjónustu og gefið honum sæti í herra-
húsinu (annari deild landdagsins). —Rheinbaben
innanrfkisráðgjafi hefur tekið við embætti Miquel’s.
A Spáni er nú aptur uppþot, einkum í
Barcelona, sem kvað vera einskonar miðdepill ó-
eirðanna þar syðra og þar sem spánskir anarkist-
ar og ýmsir útlenskir óróaseggir halda til. Upp-
þotið er aðallega að kenna vinnuþrasi, sem leitt
hefur til, að fjöldi verkamanna gengur atvinnu-
laus, en hin eiginlega orsök til þessara sífelldu ó-
eirða á Spáni er eymdarástand alþýðu bæði í efna-
legu og andlegu tilliti; fátæktin veldur óánægju
og gremju og fáfræðin gerir lýðinn leiðitaman í
höndum samvizkulausra æsingamanna. Að stjóm-
inni þykir ástandið ískyggilegt, sézt m. a. af því,
að hún þegar hefur sent fjölmennan herflokk (6—
8000 m.) til Barcelona til þess að skakka leikinn;
fjöldi uppreisnarmanna (yfir 500) er tekinn fastur
og er svo ákveðið, að hinir sekn skulu dæmdir
við herrétt (Standret).
Þess er getið, ,að Rússar hafi á Póllandi
sett fleiri hunduð manna fasta, vegna nihiliskra
æsinga.
Búar og Bretar berjast nú fjörugar en nokkru
sinni, einkum norðan-og austan til í Transval;
Búar kvað hafa misst margt manna; að Bretar held-
Ur ekki komast klakklaust af, sézt m. á. af þvf,
að þeir eptir opinberum skýrslum hafa í aprílm.
misst aðsamtöldu 31 herforingjaog421 dáta (8 + 122
féllu, 20 + 206 særðust og 3+93 voru herteknir).
Rptir ræðu, sem Milner landstjóri nýlega héfur
haldið í Kapbæ á leið til Englands, er ástandið
þó betra í augum Breta, en fyrir 2 mánuðum ; her-
menn Búa kvað vera farnir að missa kjarkinn.—
I byrjun þ. m. voru af 519 sjúklingum 217 dauð-
ir af pest í Kapbæ.
Sömu stympingarnar í K í n a ; sendiherrarnif
kvað nú vera orðnir ásáttir um, að Kínverjar skuli
greiða í skaðabætur alls 450 miljónir taéls (hér
um bil 1300 milj. krónur). Þess er getið, að Tuan
prins sé höndlaður og eigi að sitja æfilangt í
fangelsi.
Austurríkismenn ætla nú, eins og Þjóð-
verjar, að fara grafa skurði milli fljótanna þar í landi;
þó að stjórnin annars eigi við raman reip að draga,
kvað þó vera útlit fyrir, að Koerber ráðaneytis-
forseta muni takast að fá oddvita helztu flokkanna
í þinginu til að samþykkja frumvarp í þá átt.
ÝmÍSlegt. Dreyfus hefur gefið út æfisögu
sína á þeim 5 árum, sem hann sat í Djöfulsey.
Sagan byrjar með handtöku hans í París og end-
ar með málinu í Rennes. Það verður auðvitað
sorgleg saga; flest blöð hafa birt langa kafla úr
henni. ____________
Um sama leyti semDelcassé, utanríkisráð-
gjafi Frakka, var í Pétursborg, kom sú saga, að
Rússar ætluðu að taka nýtt ríkislán upp á 500
miljónir franka. Blöðin telja það víst, að Rúss-
ar heimti það sem nýjan vináttuvott, að Frakkar
útvegi þeim féð. Það verður útdráttarsamt á end-
anum að standa í vinfengi við Rússa!
Fólkstala áEnglandi og Wales er sögð
32,525,716 manna — 3,523,191 fleiri en 1891.
Lundúnir hafa 4,536,034 íbúa (308,717 fleiri en
síðast).
í Svíþjóð, þar sem margir glæpamenn hafa
verið líflátnir á seinni árum, er samþykkt, aðvið
aftökur skuli framvegis notuð fallöxi (guillotine)
i staðinn fyrir handöxi.
Griesheim heitir títill bær mílu írá
Frankfurt við fljótið Main, íbúar um 8000, mest
verkamenn (með fjölskyldur), er hafa atvinnu við
kemiskar verkstofur þar í bænum. I lok f. m.
varð það slys i verkstofunum, að eldur komst að
nokkrum ílátum, þar sem í var píkrínsýra, og
sprengdust þau í sama vetfangi, og áður en varði
stóðu verkstofurnar og allt umhverfisí björtubáli;
eldurinn þeyttist meir að segja yfir ána og náði
þorpinu Schwanheim, þar sem nokkur hús brunnu.
15 manns biðu þegar bana við sprenginguna og
150 meiddust og sæ^ðust meira eða minna. Tjón-
ið vitanlega geysimikið.
Af öðrum slysum má nefna stórfelldan bæj-
arbruna i Jacksonville í Floridaíbyrjunþ. m.
25 húsaþyrpingar (2 enskar milur á lengd) brunnu;
5 börn fórust, en 10—15000 manns urðu hús-
næðislausir. Fjártjónið metið 15 miljónir dollara.
Ríkisdagurinn þýzki hefur með 185 atkv.
gegn 40 samþykkt frumvarp til lagaum, aðþing-
menn skuli fá laun fyrir þingsetu (20 ríkismörk
á dag og járnbrautarkeyrslu án farareyris). Þetta
er reyndar engin ný krafa, en sambandsráðið
(Forbundsraadet, efri deild eða »yfirhúsið«) hefur
ávallt fellt frumvarpið. Nú er eptir að vita, hvað
»ráðið« segir í þetta sinn.
Illgirnis-þvættingur
„ísafoldaru.
Allt á sömu bókina lært.
Stjórnarmálgagnið er 1 illu skapi núna þessa
dagana, sem að vísu er ekki ný bóla. Menn eru
alveg hættir að kippa sér upp við það, þótt blað-
tetrið ausi auri á báðar hendur, og geri svo óhreint
fyrir sínum eigin dyrum, að frágangssök sé íyrir
mennina að gera þar nokkurntima hreint aptur,
enda leitast þeir ekki við það. Þar er svo mik-
inn Agíasarflór að moka. En þeir verða þó að
reyna að halda sér einhvernveginn upp úr manna-
tetrin, þótt »pólitiskt dauðir« séu fyrir mannasjón-
um, og það gera þeir með útúrsnúningum og
heimskuvaðli, þegar einhver hefur stungið upp f
þá óþægilegum bita, sem þeir vilja nauðugir kyngja.
— Til þessara venjulegu varna sinna hafa þeir
gripið gagnvart rangfærslum þeim á tillögu minni
í stjórnárskármálinu o. fl., er þeir voru gerðir
sannirað sökumí síðasta tölubl. Þjóðólfs. Þeirhafa
nú orðið að kyngja þvf aptur, en reyna svo að
breiða yfir flanið með því að ranghverfa tillög-
unni sjálfri og taka alls ekkert tilgreina, hvern-
ig hún er stíluð. Við slíka menn er naumast
orðum eyðandi. En vegna annara, sem ekki sjá
nema aðra hliðina og kunna að blekkjast af
moldrykinu og yfirlætisgorgeirnum í þessum pilt-
um, þá er naumast rétt að láta illgirnisraus þeirra
eins og vind um eyrum þjóta.
Þess er þá fyrst að geta, að Isafoldarmönn-
unum er afarilla við ráðgjafa búsettan hér á landi,
sem er skiljanlegt, því að menn þessir vilja róa
að því öllum árum, að valdið flytjist ekki inn í
landið, heldur út úr því. En einkennilegast er,
að þeir eigna mér, að eg heimti í tillögu minni
búsettan ráðgjafa hér á landi án stjórnarskrárbreyt-
ingar, er ekki geti staðizt, af því að landshöfð-
ingjanum sé í stj.skránni fengið í hendur æzta
vald innanlands á ábyrgð ráðgjafans (sbr. 2. gr.).
Hefðu þeir viljað lesa tillögu mína, eins og skyn-
semi gæddar verur, þá hefðu þeir getað séð, að
þar er einmitt lögð sérstök áherzla á þau atriði,
er vér skoðum sjálfsögð án stjórnarskrárbreyt-
ingar,nfl. að samkv. 1. gr. sé skipaður sér-
stakurráðherra fyrir sérmál Islands, maður,
er ekki hafi öðrum stjórnarstörfum að
gegna, og svo síðar, að hann mæti á alþingi í