Þjóðólfur - 21.06.1901, Qupperneq 2
1
sannleika undir aðalstjórnina í Reykjavík, og að
sá hluti bankaráðsins, sem í Khöfn eigi að verða,
fái ekki vald til að reka bankaiðn þar, sjálfstæða
og óháða aðalbankanum á Islandi, því vafalaust
væri þar í fólgin hætta sú, sem ráðaneytið sjálft
benti á, að fé bankans kæmi ekki Islandi að not-
um og auk þess ksemi það í bága við einkarétt
þjóðbankans til seðlaútgáfu, að sett væri á fót í
Khöfn sjálfstæð seðlabankadeild, og væri það
þess vegna óleyfilegt.
Að því er snertir hinn svo kallaða stofnun-
arkostnað bankans verður stjórn þjóðbankans að
álíta það ósamrýmanlegt við 2. gr. frv. að draga
nokkra upphæð frá hlutafénu, í hvaða skyni sem
það er gert og hvaða nafn sem því væri gefið.
Það segði sig og sjálft, að það væri miður hag-
stætt fyrir bankann, að byrja starf sitt með slíkri
ekki óverulegri skuld á bakinu.
Ráðaneytinu leizt nú ekki lengur á blikuna
og skrifaði því 8. maí þeim herrum Arntzen 'og
Warburg, að það hefði nú ákveðið að leggja
ekki frv. um hlutafélagsbankann fyrir alþingi
af þeim ástæðum, að samkvæmt því fyrirkomu-
lagi á stjórn bankans, sem þeir héldu fast við,
væri það vafasamt, hvort hann mundi koma
að þeim notum fyrir Island, sem vera verð-
ur skilyrðið fyrir hlunninda veitingunni. Það
mundi þar að auki rýra starfsþrek bankans, að
heimila umsækjendum, að láta hann byrja starf
sitt með jafntilfinnanlegri skuld, sem þeirri, er
þeir óska á hann að leggja, og auka enn meir
muninn á vonum þeim, sem Island hefur gert sér
um fyrirtæki þetta — og stoð þeirri og styttu fyr-
ir atvinnugreinir landsins og framfarir þess, sem
í reyndinni fengist frá slíkum banka sem þessum.
Halldór Jónsson.
Bankamálið enn þá.
Margt hefur hann Indriði Einarsson að athuga
við það, sem eg sagði í »Þjóðólfi« 29. tölubl., en
greinin hans í »ísafold« 39. tölubl., er svo úr garði
gerð, að eg ætla ekki að svara henni, að eins vil
eg setja hér sýnishorn af því, hve ráðlegt það sé
fyrir ókunnuga að leggja trúnað á það, sem hann
segir.
I. E. segir í grein sinni, að »misskilningur og
vanþekking hans (Tr. G.) sé alveg ótrúleg, hann
ímyndar sér að þingmenn hafi viljað gera landssjóð
hluthafa í því skyni að tryggja Islandi yfirrddin.—
En það nær engri átt. — Honum var ætlað (að
eignast 3/s) í því skyni að njóta góds a/dgóðanuni«.
Honum þykir að eg hafi farið með svo miklar
fjarstæður í minni fyrri grein, að hann heldur að
eg hafi ekki xlesið frumv.", sem eg sjálfur var með
til að semja og hef undirskrifað.
Ef hann sjálfur hefur lesið frumv. neðri deild-
ar í máli Hlutafélagsbankans, þá skil egeigi.með
hvaða augum hann hefur litið á það. Þar stendur :
»Nefndin verður að vera þeirrar skoðunar, að
æskilegt væri, að Islendingar s/álfit gætu komið slíkri
stofnun á fót, þar sem hún álítur, að slíkur banki geti
pví að eins orðið landinu að fullum notum í brdð og
lengd. — Verzlunarsaga landsins ætti að vera búin
að kenna þjóðinni, að ekki muni hollt að gefa útlend-
ingum leyfi og einkatétt til slíkrar verzlunar, sem hér
er um að ræða —-------. Nefnd ákvæði frumvarps-
ins gerðu það að verkum, að riefndinni virðist frumv.
eins og það liggur fyrir alls óaðgengilegt--.
Enda þótt nefndin verði að játa, að lítil trygging sé
fyrir því, að íslendingar sjálfir verði eigcndur að 3/s
hluta fjdrins; en að sú tryggging sé fengin, dlítur
nefnin nauðsynlegt, og enda aðalskilyrðið fytir
pví, að leyft sé að frumv. fái framgang«.
Svo hljóða þessi frumvarpsins orð. Leturbreyt-
ingin er eptir mig, en orðin óbreytt. Mér virðis-
að þau fullkomlega sanni, að eg hef satt sagt í
minni fyrri grein, og að nefndin hefur lagt full-
komna áherzlu á það, að meiri hluti hlutafjárins
sé innlend eign, eigi vegna gróðans, heldur vald-
anna yfir fénu.
121
Við þann mann er ekki eyðandi orðum, sem
leyfir sér að snúa gersamlega við efni og orðum, sem
standa prentuð, í því trausti að menn eigi ekki kost
á, eða nenni eigi, að líta í þingtlðindin. Sama
ofdirfskan kemur fram í frásögn I. E. um hina mik-
ið umtöluðu sölu á bankavaxtabréfunum erlendis,
þar sem hann í grein sinni segir: »Landshöfð-
inginn flutti söguna hingað til lands«. Fregnin
um söluna var komin hingað, áður en landshöfð-
inginn byrjaði ferð sína, og eg átti tal við hann
um þetta nokkru áður en hann fór, því salan er
nokkuð dularfull, þar sem bréfin liggja hér á landi
órótuð á sínum upphaflega geymslustað, og hala
aldrei til útlanda komið; þannig er ekki ólíklegt
að sagan öll sé tilbúningur. En með landshöfð-
ingja barst sú fregn, að hinum ímyndaða nýja eig-
anda væri boðið 99% íyrir bréfin, en hann vildi
eigi selja með því verði. Tölurnar hafa að eins
snúizt við i höfði I. E., 85% fyrir 99%; það hef-
ur komið sér betur fyrir hann að flytja söguna
þannig.
Bankastjórn minni lýsir hann svo: »að lands-
bankinn hefur verið látinn kaupa vaxtabréfin, er
eina ráðstöfunin, sem bankastjórinn hefur gert af
viti«. Bankinn hefur keypt öll bréfiu með ákvæð-
isverði. En allar greinar I. E. hata lotið að því
að sanna það, að vitlaust sé að kaupa bréfin hærra
verði en 85%,
»Eg mótmæli öllum landráða og ódrengskap-
ar aðdróttunum, og lýsi andstyggð minni á þeim«,
segir I. E. Sýni hann það á borði og meira en
í orði.
Hver leiðin er bezt?
Það heyrist opt hjá fylgjendum stóra bankans
að allir þeir, sem honum eru andstæðir, »vilji
halda þjóðinni undir peningaleysis-farginu, og sama
eymdar- og menningarleysis ástandinu, sem hún
þjáist af«, meó öðrum orðum, þeir standi á móti
öllum framförum og reki fólkið til Ameríku. En
þetta eru eigi sannar sakargiptir. Eg get sagt fyrir
mig, að eg vil og hef um mörg ár óskað þess, að
bæði landið og bankinn hefði meira fétil umráða.
Ágreiningurinn er ekki um það, hvort nægilegt fé
sé til i landinu og bankanum til þess, sem gera
þarf, heldur um það, hvemig hyggilegast muni
verða og hægast að afla þess fjár, sem vantar. —
Mér virðist að fleiri ráð séu hugsanleg, sem
benda mætti á, en hlutabanki með útlendu fé
og útlendri stjóm að miklu leyti.
í fyrsta lagi tel eg hættulaust fyrir landið, þó
að seðlaútgáfan væri aukin svo, að hún yrði 1 milj.
kr. alls. Peningaþörf landsmanna hefur aukizt
svo næstl. 16 ár, að hafi það verið hættulaust 1885
að byrja með seðla fyrir hálfa milj. kr., þá er hætt-
an miklu minni nú, þótt seðlarnir væru helmingi
fleiri. Kaupmenn og skipaútgerðarmenn hafa nú
margfalt meiri viðskipti við bankann en áður, og
borga vörur og vinnu með peningum, miklu meir
en áður.
2. Reyna mætti, að taka lán erlendis gegn
veði í jarðeignum landsjóðsins, og verja svo láns-
fénu í gull, sem lagt væri til tryggingar nýjum seðl-
um, sem gefnir væru út í svipuðum hlutföllum við
gullið, eins og venja er í seðlabönkum annara landa.
3. Að veðsetja ákveðinn hluta af tollum lands-
ins gegn láni í gulli, sem væri geymt til trygging-
ar aukinni seðlaútgáfu.
4. Það tel eg æskilegast, ef auðið væri að fá
því framgengt, að stjóm Dana og ríkisþingið vildi
sýna landinu þá hjálpsemi, að borga því út 750,000
kr. gegn því að færa hið svo nefnda »tillag úr
rikissjóði« niður í 30,000 kr. árlega úr 60,000 kr., og
með því skilyrði, að þessar 750,000 kr. væru eigi
hafðar sem eyðslufé, en yrðu lagðar í gulli í
fjárhirzlu landsins eða bankans, sem trygging fyr-
ir ákveðinni upphæð af nýjum seðlum, sem bank-
anum væri leyft að gefa út til afnota í landinu.
Við þetta ynnist þrennt. Peuingar í landinu ykist
talsvert. Seðlarnir yrðu í orðsins fyllsta skilningi
innleysanlegir — sem þeir í raun réttri hata allt
af verið — og 1 þriðjalagi yxi Dönum minna í
augum þegar framliði stundir, »tillagið«, sem þeim
flestum finnst vera fátækrastyrkur frá þeim til vor.
Eg hef ði helzt viljað fara fram á, að danska rík-
ið greiddi Islandi einu sinni fyrir öll skipti 1,500,000
kr. og væri svo þar með lokið öllu fjártillagi þess
til landsins, en öllu fénu væri svo varið til trygg-
ingar banka í landinu, en eg þori eigi að vera svo
stórhuga að ímynda mér, að danska stjórnin og
ríkisþingið vilji treysta svo á hyggindi vor í stjórn
fjármálanna, að þeir eptir svo fárra ára reynslu
vilji afhenda landinu allt féð í einu.
Auðvitað yrði landsbankinn að greiða til land-
sjóðs sömu upphæð árlega og ríkissjóður hefði
greitt, ef féð væri hjá honum.
Vilji Danir vel gera, þá munar þá mjög litlu
þó að þeir borguðu landinu þetta fé. Það er eigi
meira en örlftill hluti þess, sem þeir greiða árlega
til varnarliðs síns á sjó og landi, sem þeir hafa
þó mjög lítið gagn af. En oss munar þetta fé
miklu, því að væri fénu varið til seðlaútgáfu, þá
gæti það tvöfaldazt.
Enn þá má nefna fimmtu tilraun: Ef miklir
erfiðieikar verða á þvf -að fá nefndar upphæðir
útborgaðar úr ríkissjóði, þá taki landið lán erlend-
is til langs tíma t. d. 28 ára, 1 milj. kr. í gulli, og
setji svo til tryggingar árlegri afborgun og vöxt-
um 60,000 kr. tillagið úr ríkissjóði, en verði svo
gullinu aptur til tryggingar seðlaútgáfu í landinu.
I sjötta máta er hugsandi, að setja þau ákvæði
í lög, að landsbankinn væri skyldur, að leggja frá
árlega í trygga geymslu ákveðna upphæð, t. d.
30,000 kr. í gulli, en hann fengi svo um leið heim-
ild til að auka seðlaútgáfuna árlega með ákveðinni
upphæð af nýjum seðlum, eptir þvf sem gullforð-
inn eykst að fyrirfram settu takmarki.
En þótt engin af þessum tillögum nái fram
að ganga, þá mega þjóð og þing aldrei gleyma
því, að láta eigi af hendi til útlendra auðmanna
réttinn til seðlaútgdfu og yfirrdðin yfir meðferð á
fé landsmanna. Þjóðin má til að reyna að treysta
á eigin mátt og hjálpa sér sjálf í peningaviðskipt-
um innanlands. —
Tryggvi Gunnarsson.
Smágreinar um grasræktina.
Eptir Jón Jónatansson.
VI.
Það sætir furðu, að vér nú á þessum tímum —
þegar vinnukraptarnir eru orðnir svo dýrir — ekki
leggjum meira kapp á að nota hestaflið, því hestum
höfum við nóg af og meir en það. Sem ástæður
fyrir þessu hefur því af ýmsum verið haldið fram,
að jarðvegurinn væri optast annað hvort of grýtt-
ur eða of votur — að vér ekki hötum hentug á-
höld fyrir vora hesta, og að enginn íslendingur
kunni að nota plóg og herfi. Allt þetta er blátt
áfram sleggjudómar, sem ekki hafa við neitt að
styðjast, og varla verður óþarfara verk unnið en
að útbreiða slíkar skoðanir, því aldrei kemst jarð-
ræktin hjá oss 1 viðunanlegt horf fyr en hver ein-
asti bóndi, sem á annað borð hefir nokkurn blett
til að plægja, kanu jafnvel að nota þessi áhöld,
orfið og ljáinn, og þvífljótar sem kunnátta í notkun
plógs og herfis, og þessi áhöld sjálf nær útbreiðslu.
þess meiri og verulegriframfarir verða á jarðrækt
vorri.
Að þvf er það snertir, að jarðvegsástandið gerl
oss ómögulegt aðnota plóg, þá er því fljótsvarað-
sé jarðvegurinn grýttur þá þarf að taka grjótið
burtu og sé það vandlega gert, þá mun optast mega
plægja; auðvitað geta hér verið undantekningar'