Þjóðólfur - 28.06.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.06.1901, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. júní 1901. Nr. 32. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S danska smjörlílti sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Landsbankinn verður opinn í sumar 1 jiilí og ágúst frá ki. ÍO f. m. til kl. 1 e.m. Bankastjórn til viðtals kl. ÍO—11 f. m. Landsbankinn 25. júní 1901. Tryggvi Gunnarsson. f Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 10. júní. Það lítur út fyrir, að Búastríðið ætli engan enda að taka; hver orustan rekur aðra; líklega eru fréttimar þó ekki allar sem áreiðanlegastar; hér skal greint hið helzta: Eptir skeytum til hollenzkra blaða hafa Bret- ar í byrjunf. m. beðið mikinn ósigur við Kalk- h e i w e 1 (?) í nánd við Pretóríu: 49 féllu, 154 særð- ust og 600 voru herteknir af Búum, er börðust undir forustu þeirra Beyers og Breitenbachs; Bret- ar misstu þar að auki 6 fallbyssur í hendur Búa. 29. f. m. ný orusta við Vlackfontein (ept- ít hraðfregn frá Kitchener) milli Dixons (Engl.) og Delarey (B.). Búar að sögn beðið ósigur, og voru þá fallnir af þeirra mönnum 35 (seinnasagt 41). Af Bretum téllu og særðust 174 (seinnasagt 186), þar á meðal 4 (6) herforingjar. Auk þessa vitanlega sífelldar smáorustur; á- standið enn ískyggilegra, ef það reynist satt, sem sagt hefur verið, að Zulukaffar (25,000 m.) við landamæri Transvaals og Oraníu láti ófriðlega eða hafi jafnvel gripið til vopna. Lausafregn í útlendum blöðum segir, að Bú- ar hafi beðið gerðardómstólinn 1 Haag að skera úr þrætum. Frú Botha komin til Southampton; hún vill ekkert láta uppskátt um erindi sitt; sumir geta þess til, að hún ferðist sér til heilsubótar. Það hefur og kvisazt, að maður hennar, Botha hers- höfðingi, muni ætla sér til Evrópu, eins og Kriiger. í5,779,000 £ kvað enskaþingið hafa véitttil þess að kaupa fyrir flutningsskip og hesta. Það er sagt, að Bretar hafi tilkynnt Búum, að þeir ætli að gera upptækar eignir allraþeirra, er vppn bera, ef þeir ekki innan eins mánaðar láti af ófriði; svo ætla þeir að dæma foringja þeirra til æfilangrar útlegðar. Eins og við erað búast, kvað Búum standa niikill geigur af þess- tim hótunum. Milner landstjóri á — auk annara sæmda — von á, að verða gerðtvr að heiðursborgara í Lund- únum. Kínastríðið er nú til lykta leitt. Stórveldin kalla hersveitir sinar heim og Waldersee greifi hef- ttr lokið starfi sínu. Keisarahirðin kvað ætla að halda heim til Peking í ágústm. Þetta hljóðar allt friðsamlega; en hve lengi geta nú Kín- Wrjar haldið sér í skefjum? Að hatrið til »hvítu ójöfianna« sé ekki slokknað, á það bendir saga, Sem ítalski sendiherrann í Peking hefur fengið frá Öölgk,lrn presti f Shansi: Kínverjar hafa myrt pat- er Bearmin og 14 aðra presta í Ringtiolian f Suð- urmongóli, svo og alla þarverandi kristna Kín- verja af karlkyni; kvennfólkið var sent til her- búða þeirra Tuans og Tungfuhsians. ÝmÍSlegt. Kennslumálaráðgjafinn danski, Bjerre, er sem stendur dvelur í Karlsbad sér til heilsubótar, sagður hættulega veikur af Brights- sýki. Sonur gaml a Bism arcks, W i 1 h e 1 m, yfirborg- stjóri (O verpræsident) 1 Austur-Prússlandi, dáinn, 49 ára gamall. Italíukonungur hefur eignazt afkvæmi, sem þó öllum Itölum — að anarkistum undanskildum — til hugraunar var meybarn! Lífhræðsla Tyrkjasoldáus keyrir nú úr hófi. Ef haremskonu þeirri, er hann sýnir næturlanga hylli, verður á að rumskast hranalega í rúminu, er lífi hennar þar með lokið. Seinasta sagan hljóðar svo: Læknir einn var í mesta meinleysi að nudda soldáns ofþreytta líkama, en alltíeinu fær hann eina af byssukúlum soldáns í höfuðið og hnígur örendur niður — hafði líklega nudd- að of hart! ____________ Viljið þér fara utan? Hr. ritstjóri! Viljiðþérljá eptirfarandi línum rúm 1 blaði yðar? Eg hef opt verið að hugsa um, þennan tíu mánaða sólskinsdag minn, hve leiðinlegt væri, að svo fáir Iandar fara utan og að þorri þessara fáu kom- asc í svo sáralítil kynni við þjóðina eða þjóðirn- ar, sem þeir koma til. Það er gott og blessað að sitja við lindir vís- indanna á háskólanum danska, þegar kappsam- lega er ausið og vatnið er ekki allt of gruggugt; það styttir stundir að ferðast um borgir og héruð, skoða söfn og stórhýsi 1 borgunum, og skreppa svo, hálfþreyttur af stórbæja-hávaðanum, út í skóg, hlusta þar á fuglakvakið og sjá fegurð jurtaríkis- ins, en bezt er þó að mega fá færi til að kynn- ast þjóðinni, sem byggir landið, sjá hvað það er, sem bærist 1 höfði hennar og hjarta, og taka þátt í gleði hennar og sorg. Það er stundum sagt, að helzt líti út fyrir, að sumir landar í Höfn séu þang- að komnir til að kynnast íslendingum, eg veit ekki hvort það er satt, en skaðlaust væri mörg- um þeirra að taka meiri þátt 1 góðum dönskum félagsskap en þeir gera. Það er lítil hætta á, að maður týni þjóðemi sjálfs síns, þótt maður kynnist einkennum annara þjóða, en sjóndeildarhringurinn verður stærri. Betur að fleiri landar mættu skreppa út fyrir landsteinana og koma svo aptur til Fróns, ekki þyrstari í áfengi, né ötulli í að slá trúarstafinn úr höndum fóthrumra bræðra sinna, heldur auðugri að hugsjónum, fúsari til að bera byrðar en leggja þær á aðra, fúsari til að leggja fram krapta sína, til að ráða bót á meinsemdum, en hrópa hátt um ís- lenzkan amlóðaskap með hendurnar í sjálfs slns eða annara manna vösum, fúsari og færari, til að leggja sjálfa sig í sölurnar fyrir þjóðina og landið okkar, en þegar þeir fóru. Það var ferðahugur í forfeðrum vorum og sá hugur er ekki horfinn. Það er margur vinnu- drengur á íslandi, sem langar yfir fjöllin, vökvar ef til vill smalaþúfuna með tárum sinum út af því, að hann geti ekki fengið að sjá neitt af undra- smíðunum, sem bækurnar tala um. Svo leggja margir af stað til Ameríku til að reyna að bjarg- ast betur og sjá sig um; en það eru svo fáar slóð- ir, sem liggja þaðan heim aptur til Islands. Hví fara svo fáir landar til Danmerkur og Nqregs og snúa svo heim aptur eptir eitt eða tvö ár? Eg er ekki að spyrja um, hví ekki fari fleiri til Hafnarskólans, þeir eru sjálfsagt nógu margir, að minnsta kosti er ekki þörf á fleiri prófleysingum þaðan. En eg spyr: Hví fara ekki fleiri af bænda- stétt og iðnaðarmanna til að kynnast búskap og daglegu starfi frændþjóða okkar, og hví koma svo fáir landar á lýðháskóla og kennaraskóla hér í landi? Það er satt, þjóðin míner svo óhamingjusöm að eyða stórfé fyrir eiturdrykki og annað fleira, sem henni er til bölvunar, en fjöldi sona hennar getur ekki notið sín fyrir fátæktar sakir. Er ann- ars enginn vínsvelgur svo drenglundaður, að hann vfldi drekka hálfu minna eitt ár og gefa svo það, sem sparaðist, efnilegum manni til utanferðar. Danir veita stórfé til lýðháskóla sinna, bæði nám- styrk og kennslukaup; skyldi það verða talin ó- þarfabylting, ef alþing styrkti nokkra Islendinga til að ganga hér á lýðháskóla á meðan vér eig- um engan slíkan skóla sjálfir? Ef eg væri þing- maður, skyldi eg fara fram á að alþing hlutaðist til um að þeir, sem vildu fara á lýðháskóla gætu fengið ókeypis far til Hafnar. Mér er kunnugt um, að Islendingum mundi verða vel fagnað, ef þeir vildu koma hér til lýðháskóla, og kostnaður-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.