Þjóðólfur - 28.06.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.06.1901, Blaðsíða 2
126 inn yrði kannske mikið minni, en haldið er. Það eru margir Danir, sem fúsir vilja rétta Islending- um hjálparhönd, vilji þeir þiggja. Á ferðum mínum hér um land hef eg hald- ið yfir 20 fyrirlestra um Island og reynt að vekja áhuga manna á málum Islands. Island er „móð- ins“ hér 1 Danmörku nú sem stendur, nokkuð af því er tómt orðaglamur, en talsvert er full alvara. Danskir bændur borga vinnufólki sínu tvö- falt og þrefalt hærra kaup en alment er á Islandi; vildu nokkrir Islendingar fara liingað í vist, væri þeim auðvelt að vinna upp ferðakostnaðinn, þótt þeir megi vitanlega ekki búast við fullu kaupi strax, þar eð bæði skepnuhirðing og útivinna er talsvert öðruvísi hér en á Islandi. En einmitt þess veena gætu þeir lært hérýmislegt, sem gæti komið þeim síðar að haldi til að ryðja nýjar braut- ir í búskapnum á Fróni. Eg hef talað um þetta við nokkra danska bændur, sem hafa tekið mjög vel í málið; einn þeirra sagði, að hann skyldi taka Islenzkan vinnumann í haust (frá i. október); yfir veturinn gæti hann ekki lofað honum kaupi, sízt fyr en hann sæi, hvernig hann reyndist, en næsta sumar skyldi hann fá fullt kaup, og væri það ósk hans, skyldi hann sjá um að hann kæmist á lýð- háskóla veturinn 1002—1903. Eina skilyrðið var, að eg gæfi þessum landa mínum meðmælingu. Llk kjör eða betri get eg vonandi útvegað fleir- um, ef nokkur kærir sig um. Skyldi nokkur þeirra, sem les þetta, vilja sinna þessu tilboði eða yfir höfuð kæra sig um að komast hér í vist fyrir mína milligöngu, þá verður viðkomandi að skrifa mér um það sem allra fyrst, og sé hann mér ókunnur verður hann að senda mér jafnframt meðmæli frá slðasta húsbónda sínum og hlutað- eigandi sóknarpresti. Að öllu sjálfráðu get eg og útvegað einum eða tveimur Islendingum því nær ókeypis veru á ágætum lýðháskóla hér 1 landi næsta vetur; vilji nokkur sinna því, þarf eg og að fá að vita það sem allra fyrst og sömu með- mæli og, fyr segir. Öllum fyrirspumum svara eg um hæl ókeypis auðvitað. Það eina skilyrði frá minni hálfu er, að hlutaðeigandi lýsi því skýlaust yfir í bréfi sínu, að hann fari heim aptur til ís- lands, er hann hefur kynnt sér hér það, sem hann æskir. Mig langar ekki til að stuðla að neinum út- flutningi. Það er nóg að hlutaðeigandi skilji dönsku hann þarf ekki að setja það fyrir sig, þótt hann sé óvanur að tala hana, það lærist fljótt meðal danskra manna. Til 1. september í sumarer utanáskript mín: Kand. theol. Sigurbjörn Gíslason, Lemvig, Dan- mark. Eg minntist á, að Dönum þykir almennt gaman að kynnast málum Islands, en fáir eru samt þeir, er skilja málið okkar. Eg hef samt heimsótt 2 hefðarfrúr, sem eigatalsvert af íslenzkum bókum og skilja þær. Önnur þeirra er frú Stampe-Fedder- sen í Ringköbing, kona amtmannsins þar; hún kennir börnum sínum íslenzku, og var algerlega íslands meginn í pólitlkinni, hin heitir frú Simon- sen, kona aþótekarans í Lemvig. Þá hef eg og verið vikutíma hjá hinum góðkunna íslandsvini, séra Jóhan Zerlang í Gram 1 Slésvík. Eghefvíða komið bæði í Danmörku og Slésvík og alstaðar verið vel fagnað, en óvíða betur en á heimili hans, og engan útlending hef eg hitt, sem er jafn- kunnugur íslenzkum bókmentum, bæði að fornu og nýju, eða lætur sér jafn hugarhaldið um ísland og séra Zerlang; hann hefur þýtt ýmislegt úr ís- lenzku á dönsku og skrifað langa ritgerð um Jón Arason bæði á þýzku og dönsku. I ljóðakveri hans eru ýms Ijóð um íslandog leyfði hann mér að senda eitt þeirra til birtingar á íslandi. Að svo mæltu kveð eg yður landar mínir, og vil feginn styðja einhvern yðar yfir fjöllin, en þó þá eina, sem síðar vilja hjálpa til að klæða fjöllin; eg á enga peninga, en með guðs hjálp og góðra manna geta þó meðmæli mín ef til vill orðið pen- ingavirði, ef þér vilþð nota þau. Heilsið trá mér fjöllunum á Fróni, eg hlakka til að'sjá þau í haust. Á ferð í Slagelse 24. maf 1901. Sigurbj'órn Gíslason. Þingmálafundur Reykvíkinga var haldinn 23. þ. m. í Iðnaðarmanna- húsinu. Fylltist húsið á stuttum tlma af allskon- ar fólki, þar á meðal afutanþæjarmönnum (ferða- mönnum) svo að margir kjósendur urðu frá að hverfa, því að hinir, er ekki höfðu atkvæðis- rétt voru komnir fyrir. Sakir þessa hrærigrauts var ekki unnt að fá nákvæma eða áreiðanlega at- kvæðagreiðslu um málin, né koma f veg fyrir að ýmsir greiddu atkvæði, er ekki höfðu atkvæðisrétt. Yerður þvl lítið byggt á atkvæðagreiðslu þessa fundar yfirleitt. — Fundarstjóri var valinn dr. Björn M. Ólsen rektor og fórst honum það bæði liðlega og röggsamlega að stýra fundinum, eptir því sem föng voru á í slíkum vaðli. Skrifari var Halld- ór Jónsson bankagjaldkeri. Um bankamálið og stjórnarskrármálið, er fyrst voru tekin á dagskrá, varð allmikið stapp, svo að naumur tími varð til annara mála, og er það eng in nýlunda hér í bænum, að þingmálafundir lendi 1 þjarki Um 1—-2 mál, og verði því endasleppir. I bankamálinu var samþykkt svolátandi til- laga (frá B. Jónssyni) með öllum þorra atkvæða. »Fundurinn telur nauðsynlegt að koma hér upp öflugum banka með nægu fjármagni«. Síðari liður tillögunnar— þess efnis, að fundur- inn sæi engin önnur ráð til þess en að ganga í félag við útlenda peningamenn um stofnun hlutafélagsbanka, — Var felldur með greinilegri at- kvæðagreiðslu. Sömuleiðis felld með litlum at- kvæðamun (49 gegn 42) tillaga frá Tr. Gunnars- syni alþm. um að auka fjármagn landsbankans samkvæmt þörfum landsmanna. I stjórnarskrármálinu bar Vilhjálmur Jónsson upp svolátandi tillögu: »Fundurinn skorar á alþingi að gera það, sem í þess valdi stendur til að færa æztu stjórn sér- mála vorra inn í landið t. d. þannig að skipaður verði sérstakur Islands-ráðgjafi, er væri Islending- ur, bæri ábyrgð á stjórnarathöfninni, væri laun- aður at landsfé og búsettur í Reykjavfk*. Tillaga þessi, er uppástungumaður talaði mjög liðlega fyrir, virtist hafa góðan byr hjá fundinum, en var þó felld með eins atkvæðismun (46 gegn 45). Hins vegar var samþykkt með 54 atkv. gegn 45, tillaga frá Jóni Jenssyni yfirdómara: »Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja frumvarp til breytingar á stjórnarskránni í þá átt, að skipaður verði sérstakur ráðgjafi fyrir Island, er mæti á alþingi og beri ábyrgð fyrir því á allri stjómarathöfninni«. Eptir þessari atkvæðagreiðslu ættu Reykvík- ingar heldur að vilja útlendan en innlendan ráð- gjafa, heldur vilja flytja stjórnina út úr landinu en inn í það, og er það skynsamlegt mjög eða hitt þó heldur. Slík atkvæðagreiðsla hlýtur að eins að stafa af hugsunarleysi eða algerðri vanþekkingu á því sem um er að ræða. — Felld var ennfremur tillaga, er Tr. G. flutti um endurbætur á stjórnar- farinu í óákveðna átt. Þá er þessum 2 málum var lokið var komið undir miðnætti og varð því að flaustra af öðrum málum, enda gengu margir af fundi. Helztu álykt- animar voru: Um leynilegar kQsningar og fjölgun kjörstaða, um fjölgun fulltrúa fyrir Reykjavíkurkaupstað hlut- fallslega við fólksfjölda í öðrum meðalstórum kjördæmum, um að þingið leggi fram fé til skóla fyrir iðnaðarmenn og verkamenn, að veitt sé lán úr landssjóði, 80,000 kr. til hafnarbryggju í R.vík, 60,000 til að byggja skipakví í grennd við R.vík og 30,000 til þilskipakaupa fyrir allt Iand (landbúnað- armál ekki nefnd á nafn), að útflutningalögin séu endurskoðuð og ráð fundin til að minnka vestur- farir, að heppilegt væri að veita á fjárlögunum á- kveðna upphæð til að borga fargjald duglegra ísL manna í Ameríku, er fara vilja heim aptur til ís- lands til minnst 5 ára veru, að strandvarnarskip- ið hér við land komi ekki seinna á Faxaflóa en 14. febr. ár hvert, að hegning fyrir botnvörpuveið- ar í landhelgi komi að einhverju leyti meira nið- ur á skipstjórum en hingaðtil, að engum, hvorki innlendum né útlendum sé veitt leyfi til botnvörpu- veiða í landhelgi, uro fjárframlag til landsspítala auk ýmsra samþykkta 1 bindindismálinu. Síðast var klykkt út með tillögu í alþýðumenntunarmál- inu (frá E. Hjörleifssyni) um að gera kennaraskól- ann svo úr garði, að kennarar þaðan verði jafn- hæfir til starfs síns, sem kennarar í Danmörku o. s. frv. Munu flestir efast um, að kennaraskól- inn í Flensborg geti nokkru sinni þrekvirki þetta af hendi leyst, hvað þá heldur nú í einni svipan. Það kynni að verða helzt með því móti, aö Jón Þórarinsson fengi sér til meðstjórnanda sjálfan upp- ástungumanninn, er að sögn skólameistarans hef- ur myndað nýtt tímabil(I!) í alþýðumenntunarmál- inu með hinum smekklega(I) fyrirlestri sínum í vor. Þeir eru svo sem ekki alveg bláir innan í því máli, þeir karlar, báðir tveir! Þingmálafundir í Borgarfjarðarsýslu. (13. júní hafði eg gert ráð fyrir, að halda fund á Akranesi, en svo hittist á, að það var mesti annadagur, svo fáir höfðu hentugleika til að mæta. Var enginn mættur stundvíslega, en nokkrir komu á fundarstaðinn litlu slðar (kl. 4—5), en þar eð eg beið ekkert eptir þeim, féll sá fundur niður). Fundur á Mannamótsflöt 22. og Saurbæ 23. júní; 17-I-20 kjósendur mættir. Rigning mun hafa dregið úr mönnum að sækja fyrri fundinn, en skipkoma hinn síðari. Fundarstjóm: Björn Bjarftar- son og séra. Olafur Olafsson á Mmfl., en Bjarni Bjarnason og séra Einar Thorlacius í Saurbæ. Alyktanir fundanna. (M. = Mannamótsflöt, S. = Saurbæ, en þær, sem ekki eru merktar þessum bókstöfum, voru samp. eins d bdðum fundumj. 1. Að þingmenn bindist samtökuin til að greiða fyrir þingstarfinu, t. d. með því í þingbyrj- un að skipa nefnd til að athuga mál þau, er þing- menn óska að bera fram, og gera tillögur um, hver af þeim skuli lögð fyrir þingið. 2. Að þingið feli einstökum mönnum að vinna milli pinga að mdlum þeim, er lengri tfma þarf til að undirbúa en svo, að þingtíminn nægi til þess, og veiti fé til að standast nauðsynlegan kostnað af því starfi. 3. a. Að kjörstöðum sé fjölgað, og kosningar leynilegar. b. Að kjörstöðum sé fjölgað, en yfirkjörstjórn í hverju kjörhéraði. (S). 4. Að samþ. sé lög í sömu stefnu, sem frv- um óhdða söfnuði fer fram á (sbr. Þjóðólf nr. 22 þ. á.). (M.). 3. Mikil áherzla lögð á, að lausafjdrtíundaf- löggjöfin sé afnumin, en tlundartakendum bættur tekjumissirinn á annan hátt, t. d. með tolli á steiö' olíu (viss tollstofn), ennfremur smjörlíki, aðflutt- ar brauðtegundir, glysvörur o. þ. k. (Viðauki að S-)- brjóstsykur o. fl. sætindi, aldini, niðursoðin mat- væli, og álnavöru, ef auðið er. 6. Að héraðslæknum sé gert að skyldu að hafa eptirlit með, að kaupmenn eigi selji sketntna matvöru (heilsuspillandi) og háar sektir lagðar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.