Þjóðólfur - 28.06.1901, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.06.1901, Blaðsíða 4
128 Brunl. Hinn 21. þ. m. um miðjan dag kviknaði eldur í geymsluskúr á »batteríinu« hér í bænum. Voru þar inni um 150 tunnur af steinolíu, er Brydes verzlun og Asgeir kaupm. Sigurðsson áttu. Hefði eldur þessi getað orðið mjög hættulegur fyrir bæ- inn, ef hvassviðri hefði verið og vindur staðið af landnorðri, en nú var hægur útnorðan andvari, og tókst því að verja hús þau, er í nánd voru, svo að ekki brann nema olíuskúrinn. Lagði mjög þykkan reykjarmökk af eldinum yfir bæinn, og var sú sýn allstórfengleg, meðan bruninn stóð sem hæst; rann olían niður í fjöru og út á sjó, og logaði á henni í fjörunni, en slökkviliðið gat lítið aðhafst, og æstist eldurinn fremur við vatnsgus- urnar, enda mun sjórinn 1 dælunum hafa verið olíublandinn(!). Eldur þessi stafaði af því, að 4 drengir héð- an úr bænum, lítt stálpaðir eða „milli vita", sem kallað er kveiktu\þarna í, til þess »að gera bál«, eptir því sem þeir síðar sögðu. Höfðu þeir áð- ur reynt að kveikja í heyrudda, en ekki tekizt, en á ollunni, er slast hafði úr tunnunum, kviknaði betur. Voru 2 þessara drengja mjög nákomnir roeðritstjóra Isafoldar, sömu börnin, sem mr. E. H. hefur nýlega gefið í skyn í. prenti (í nafnkenndum alþýðumenntunarfyrirlestri) að væru svo djúpgáfuð, að hann hefði aldrei fundið svo sárt til vanþekking- ar sinnar, eins og gagnvart beim, er þau væru að lieimta skýringar á hinum æztu hugsjónum manns- andans og hinum þungskildustu gátum tilverunn- ar(l). Það lítur líka út fyrir, að hann hafi leyst »raunalega« illa úr fyrir þeim. Með Heimdalll, er kom austan af Seyðisfirði 24. þ. m. komu þingmennirnir Einar prófastur Jónsson í Kirkju- bæ, Jóhannes Jóhannesson sýslumaður, og Axel Tulinius sýslumaður. Með »Ceres«, er kom snemma í morgun komu 12 þingmenn að austan, norðan og vestan. Séra Arnljótur Ol- afsson kemur ekki til þíngs að sinni, var ekki ferðafær sakir veikinda. Var það og jafnan hæp- ið, að jafngamall maður kæmist til þings, og tölu- verð hætta fyrir kjósendur að treysta á tilviljun eina í því. Verða Norður-Þingeyingar að líkind- um fulltrúalausir á þessu þingi. Stúdentspróf við lærða skólann hafa tekið: 1. Jón Ofeigsson I. ág. 105 2. Skúli Bogason I. 102 3. Einar Arnórsson (utansk.) . . . . I. 102 4. Gunnlaugur Claesen I. IOO 5. Sigurjón Jónsson 6. Magnús Sigurðsson I. 97 I. 97 7. Böðvar Kristjánsson I. 96 8. Böðvar Jónsson (utansk.) . . . . I. 90 9. Haukur Gíslason I. 89 10. Guðmundur Einarsson I. 87 11. Björn Líndal Jóhannesson (utansk.) I. 87 12. Þórður Sveinsson (utansk.) . . . II. 77 13. Lárus Thorarensen II. 70 14. Guðmundur Tóhannsson . . . . II. 69 15. Böðvar Eyjólfsson II. 63 16. Benedikt Sveinsson (utansk.) . . III. 48 Embaettispróf á læknaskólanum hefur tekið 26. þ. m. Sigutjón Jónsson (frá Klömbur í Húnav.sýslu) með ágœtis- einkunn, 221 stigi, og er það í fyrsta skipti, sem nokkur hefur fengið þá einkunn til embættisprófs frá þeim skóla. Einn lærisveinn gekk frá prófi. Úr miltbrandsveikl dó 26. þ. m. söðlasmiður og kaupmaður Jón Ásmundsson á Laugavegi hér í bænum, eptir að hann þrátt fyrir alvarlegar aðvaranir, bæði dýra- læknis og hinna læknanna, hafði etið kjöt af kú sinni, sem nokkrum dögum áður hafði drepizt úr miltisbrandi. Lík Jóns var krufið í gær (27.) og Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-rentsmiðjan. kom það þá þegar í ljós, að dauðaorsökin var miltisbrandur, þar sem dýralæknir Magnús Ein- arsson fann hinargreinilegustu miltisbrandsbakteríur í heilanum. Þetta er hörmulegt slys, sem eingöngu mákenna mönnunum, og má þakka það röggsemi dýralækn- is, að eigi varð meira úr. Hér var bæjarmönn- um mikill háski búinn. — Er þetta tekið eptir skýrslu frá hr. landlækni dr. Jónassen. Dáinn hér í bænum 24. þ. m. Jóhannes Jóns- son, fyrrum bóndi á Leðri í Selvogi og víðar og mörgum kunnur. Synir hans eru Sigurður Júlíus stúdent í Chicago og Jóhann skósmiður á Sauð- árkrók. Skarlatssótt er komin á nokkra bæi í Strandasýslu, þar á meðal á prestssetrið Fell í Kollafirði, er var sótt- kvíað, og á 4 bæi í Arneshreppi, og var allur sá hreppur settur í sóttvarnarhald. Lltur út fyrir, að sótt þessi verði landsjóði harla kostnaðarsöm áð- ur en lýkur, ef þessu heldur fram mörg ár, sem vel getur orðið. Til Reykjavikur hafa flutt nú í vor allmargir bændur héðan úr nærsveitunum, þar á meðal úr Rangárvallasýslu, Sighvatur Arnason fyrv. alþm. í Eyvindarholti og allmargir úr Arnessýslu, þar á meðal Guðmund- ur Vigfússon smáskammtalæknir frá Laugarási, Gísli Magnússon sýslunefndarm. frá Króki í Grafn- ingi, Guðm. Amundason frá Urriðafossi, Jón Helgason frá Hjalla o. fl. Séra Þorkell Bjarnason uppgjafaprestur frá Reynivöllum er og fluttur hing- að til bæjarins. Þilskipaafli hefur verið góður hér á vorvertíðinni, 20—30,000 á flest skipin, færri minna. Mestan afla hefur feng- ið Þorsteinn Þorsteinsson á »Georg« 3H/2 þúsund, og næst Kristinn Magnússon 30 þúsund. Húsbruni Hinn 10. þ. m. brann til ösku á stuttum tíma hús Þorleifs bónda Pálssonar í Brunhól á Mýrum eystra; var vátryggt fyrir 2500 kr. og innanhús- munir fyrir 1400 kr., en bjargað varum 220 kr. virði. Hlutafélagsbankinn krufinn. Isafold er svo dæmalaust glöð og gleið núna. Hún hefur fundið út, að ástfóstur sitt, hlutafélags- bankinn, sé nú algerlega læknaður af öllum mein- semdum, sem hann hafa þjáð, „Grýlurnar kveðnar niður", sbr. 42. tölubl. Isaf. Það er satt. Hlutafélagsbankann þjá engar meinsemdir lengur. Hann er — sálaður. — Hann er kveðinn niður. Meinsemdir þjá ekki hina dauðu — engar grýl- ur ógna þeim. Stjórnin sjálf krufði líkið. Hún fann þá, auk annara smærri kvilla, prjár stórar meinsemdir, svo að ekki var kyn, þótt skepnan sálaðist. 1. Heilinn tómur grautur. Engin trygging fyrir, að Island hefði nokkurt gagn af banka með sliku stjórnarfyrirkomulagi; ástæða til að ætla, að aðal- hugsunin væri, að „spekulera" með fjármagnið úti f löndum í 300 mílna fjarlægð frá Islandi. 2. Megnasti lokugalli ( hjartanu. Engin von um, að nokkur eyrir geti úr slikum banka fengist til Idns gegn veði í fasteign d Islandi. 3. Stór sullur í lifrinni; I2g pús. króna kökkur, sem stofnendur ætluðu að búa til gullkórónu úr handa sér — (og tryggustu vinum sínum?). Nihil de mortuis nisi bene. Spyrjandi. WÆ** De forenede Bryggerier Köbenhavn. mæla með hvarvetna verðlaunuðu ölföngum sínum. I ALLIANCE PORTER (Double arown stout) hefur náð meiri lullkomnun en nokkurn tíma áður. I ÆGTE MALT-EXTRAKT frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt meðal við kvefveikindum. Export Dobbelt 01. Ægte Krone 01. Krone Pllsner. fyrir neðan alkoholmarkið og því ekki áfengt. Aðalfundur búnaðarfélagrs íslands verður haldinn næsta þriðjudag, hinn 2. dag júlímán. kl. 5 eptir hádegií Iðnaðarmanna- húsinu hér í bænuin. Sama dag kl. 9. e. h. mun búfræðingur Jón Jónatansson halda á sama stað fyrirlest- ur um jarðræktina á vestanverðum Noregi, samanborna við vorar kringumstæður. Reykjavík 26. júní 1901. H. Kr. Friðriksson. Þyrilskilvindur (Kronseparatorer) 3 stærðir. Kreolsápa, bezta og ódýrasta bað- lyf, sem áreiðanlega drepur maur, en skemm- ir ekki ullina. Sápa til ullarþvotta („Union" Brand Soap) S 20 aura. Fæst við Lefbliis-verzlun _________________________á Eyrarbakka. Hr. Guðjón Guðlaugsson alþm. á Ljúfustöðum hefur í 29. tölubl. „Þjóðólfs" þ. á. í grein, er hann nefnir „Ráðgátan" dróttað því að mér, að eg hafi ginnt eða flækt hr. Ingimund Magnússon í Snartar- tungu til þess að gefa mér ósannindavottorð, sem prentað er í n. blaði Isafoldar þ. á. Lýsi eg hér með hr. alþm. Guðjón Guðlaugsson opinberan ósanninda- mann að þessari aðdróttun og öðrum dylgjum mér til vanza í nefndri grein, sem eg tel mig ofgóðan til að svara öðru en þessu. — Þessa yfirlýsingu krefst eg, að ritstjóri „Þjóð- ólfs", samkvæmt prentfrelsislögunum, birti í næsta tölubl. af Þjóðólfi. Felli 22. juní 1901. Arnór Arnason. SALTFjSKUR vel verkaður, stór smár, og ýsa verður keyptur hæsta verði við verzl. EDINBORG í Reykjavík, Keflavík, Stokkseyri og Akra- nesi, sömuleiðis á öllum viðkomustöðum strandferðabátanna. ÁSGEIR SIGURÐSSON. Ekta anilinlitir * r+ p p 3 fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun 8TURLUJÓNSSONAR Aðalstræti Nr. 14. ■u\\iuv epn Leiðarvísir tii lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.