Þjóðólfur - 09.08.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.08.1901, Blaðsíða 1
M ÞJOÐOLFUR 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst 1901. Nr. 40. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S danska smjörlíki sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kanpmönnnnnm. Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 26. júlí. x6. þ. m. sagði ráðaneytið Sehested af sér völdum og viku síðar (23. þ. m.) skipaði konung- ur nýtt ráðaneyti úr flokki vinstrimanna. Hinir útvöldu eru þessir: J. H. Deuntzer háskólaprófessor, dr. jur., ráða- neytisforseti og utanríkisráðgjafi. F. H. Jöhncke kontreadmiral, herflotaráðgjafi. Y. H. 0. Madsen oberst, hermálaráðgjafi. C. Hage stórkaupmaður, cand. polit., fólks- þingsmaður, fjármálaráðgjafi. P. A. Alberti hæstaréttarmálafærslum., dóms- málaráðgjafi og ráðgjafi fyrir Island. ,T. C. Cliristensen-Stadil statsrevisor, fólksþm., kirkju- og kennslumálaráðgjafi. Ole Hansen sjálfseignarbóndi, fólksþm., land- búnaðarráðgjafi. Y. Hörup ritstjóri, járnbrauta- og póstmála- ráðgjafi. Enevold Sörensen ritstjóri (frá Kolding), fólks- þm., innanríkisráðgjafi. Ráðaneytið er eindregið vinstriráðaneyti, þó að skoðanamunur sé talsverður. Þeir Deuntzer, Hage og Hörup eru „radikale", Christensen og Sörensen aðhyllast mest pólitik gamla Bergs, Al- berti og Hansen eru bændavinir. Elztur afþeim er Jöhncke, f. 1837, yngstur Christensen, f. 1856. — Ole Hansen, f. 1855, er fyrsti bóndinn, er set- ið hefur i ráðgjafasessi í Danmörku. Þeir C. og S. hata tekið alþýðukennarapróf; C. hefur og gegnt þesskonar stöðu á Jótlandi þangað til fyr- ir eitthvað 2 mánuðum, en hann hefur jafnframt verið einhver atkvæðamesti vinstrimaður á þingi. — Gleðin yfir ráðaneytisskiptunum er mikil í her- búðum vinstrimanna (og sósíalista með) — allir búast þeir nú við gulli og grænum skógum — pólitiskt séð; eptir er nú að eins að vita, hvort vinfengið milli vinstri og sósíal. helzt til lang- frama. Hægrimenn taka breytingunni yfirleitt með stillingu; verst er þeim vitanlega við Hörup, naprasta og tannhvassasta mótstöðumann hægra- flokksins. Hörup heíur fengið ritstjórn „Politik- en“ í hendur dr. phil. Edvard Brandes. Islandsráðgjafinn, Alberti, sem nú er 51 árs að aldri, var fyrir 9 árum öldungis óreyndur í pólitik, en hefur siðan hann komst á þing 1892 látið allmikið til sín taka, en hefur ekki ætíð þótt við eina fjölina feldur. Hann er sósíalist- um f jarstæður og hefur einatt átt í hnútukasti við þá á þingi. Hann hefur aldrei skipt sér af ís- landsmálum svo rnenn viti. Það hefur þótt tíðindum sæta, að Bretar hafa i bæ þeim, er Reitz heitir, náð nokkrum betri mönnum meðal Búa á vald sitt, þar á meðal hinni svonefnau stjórn Oraníuríkis; þó tókst gamla Steijn að sleppa undan við annan rnann. Annars bvað Búar láta borginmannlega, þykjast geta bar- lzt ennþá í Vh ár; de Wet segist jafnvel geta Þvælzt fyrir Bretum í 3—4 ár í fjallatindum. Þetta túá þó heita ótrúlegt, ef það er satt, að Búar tthssi svo margt manna, sem Engl. segja, (frá 8/3 til 8/7 þ. á. t. d. 8000 m. að öllu samantöldu), einkum þegar þess líka er gætt, að Bretar hafa ofureflí liðs (seinustu mánuðina 251,000 m. — þar á meðal voru þó 14000 sjúklingar). Kona Kriigers íorseta er nýlega dáin í Pret- oriuaf lungnabólgu — eptir 3 dagalegu — 67 áragl. Það hefur tekizt — að nafninu — að sporna við klofningi vinstrimanna flokksins á Englandi, sem eins og áður er ávikið þótti væntanlegur. A fundi, sem þingmenn þessa flokks héldu nýlega, tókst oddvita þeirra, Cainpbell-Bannermann, að synda svo milli skers og báru — milli imperia- lista og anti-imp., — að báðir partar komu sér saman um að votta honum traust sitt, enda þótt þeir hver um sig jafnframt áskildu sér rétt til þess að halda fast við skoðanir sínar. Anti-im- perialistarnir eiga að öðru leyti ekki upp á há- borðið um þessar mundir; hinn nafnkunni stjórn- málamaður Rosebery lávarður hefur sagt þeim til syndanna og í sama strenginn tóku nýlega Lund- únabúar með borgstjóra í broddi á fjölmennum fundi í Guildhall, þar sem þeir í tilefni afAíriku- strfðinu lýstu trausti sínu á ráðaneyti Salisbury’s. Aptur hafa borist fréttir um ágreining milli sendiherra stórveldanna í Kína (einkum Engl. og Rússl.) út af ákvæðunum um greiðslu skaðabót- anna; seinna hefur það þó verið haft eptir sendi- herra Bandaríkjanna, að allt væri klappað og klárt og afborguninni ætti að vera lokið fyrir 1940. Georg Grikkjaprins hefur tekizt á hendur landstjórn á Krít aptur fyrir komandi 3 ár; stór- veldin höfðu algerlega daufheyrzt við uppástungu hans um að innlima eyna, er að nafninu lýtur Tyrklandi, í Grikkland. Baudin, frakkneskur ráðherra, varð hér á dögunum íyrir tilræði af konu, frú Olzewoski að nafni, er skaut á vagn hans. Tilgangur hennar var þó ekki að gera honum mein, heldur að eins að leiða athygli að sér — þótti ráðaneyt- ið hafa daufheyrzt kvabbi hennar um fjárstyrk. Hitinn bæði hér 1 álfu og vestan hafs hefur- um langan tíma allt ætlað að bræða, hér í Höfn opt langt yfir 20 st. R. eða upp að 30 st. C.; í Ameríku deyr fjöldi fólks af hita — 9 þ. m. var þannig sagt, að í New-York hefði þá seinustu vikuna dáið 989 m. Mr. Baldwin, er um miðjan þ. m. lagður af stað frá Tromsö í heimskautaferð. Ferðina kost ar amerlkstur auðmaður Ziegler að nafni. Það er sama hvað ferðin kostar, komist B. að eins — að pólnum! Stjórnarbreytingin í Danmörku. f Vinstrimenn komnir til valda. Eins og sést af útlendu fréttunum hér á und- an, og Þjóðólfur hefur áður skýrt frá á sérstök- um fregnmiða, komu þau fagnaðartíðindi nú með »Ceres«, að vinstrimanna ráðaneyti væri komið til valda í Danmörku.. Allir þeir, sem hrindaviljastjórnarbótarmáli vortt í gott og æskilegt horf, hljóta að fagna þessari stjórn- arbreytingu í Danmörku. Og þóttþessi tíðindi kæmu nokkuð seint til að hafa sem heppilegust áhrif á úrslit stjórnarskrármálsins á þessu þingi, þá er þó enn nægur tími fyrir Hafnarstjórnarflokkinn að sjá að sér og taka þá stefnu í því, er bezt gegn- ir. Og þar er ekki um marga vegi að ræða. Það mun hverjum manni liggja í augum uppi, erhlut- drægnislaust vill líta á þetta mál, að það væri hið hreinasta gerræði gagnvart þjóðinni að sam- þykkja nú óbreytt frumvarp það, er fyrir efri deild liggur, jafnskammt sem það fer og jafnófull- nægjandi sem það er í öllum atriðum, enda bein- línis skaðsamlegt fyrir sjálfstjórn vora, þar sem það miðaði beinlínis að því, að flytja þann litla snefil, sem vér nú höfum af sjálfsforræði, út úr landinu til Hafnar. Slíkt frumvarp getur aldrei fullnægt óskum þjóðar vorrar, eins og geta má nærri, — ekki neitt þvílíkt, hvernig sem formæl- endur þess leggja höfuð sín í bleyti til að fegra það, því að þau meðmæli geta ekki verið sprott- inaf sannfæringu, heldur af blindu kappi og þráa. En slík blindni, slíkt ofurkapp er óafsakanlegf, þegar um velferð landsins er að tefla. Margur mundi hafa ætlað, að tvær grímur rynnu á Hafnarstjórnarflokkinn að halda frum- varpi sínu til streitu eptir sem áður, þá er fregn- ir voru komnar um þessi ráðaneytisskipti. En það er því miður lítið útlit fyrir, að þeir láti sér segjast, heldur neyti þess eins atkvæðismunar, er þeir væntanlega hafa í efri deild til að knýja málið nú áfram, berandi það fyrir, að n ú séu þeir hér um bil vissir um að fá þetta samþykkt. Það getur vel verið að svo yrði. En værurn vér nokkru bættari með það? Þvert á móti. Ver farnir en áður, því að þá væri hér um bil öld- ungis girt fyrir, að vér gætum slðar fengið nokkra

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.