Þjóðólfur - 09.08.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.08.1901, Blaðsíða 3
er fyrstur lagði hönd á plóginn í verkinu, vann meir í kyrþey. Sjálfur ritaði Baldvin fremur gott mál, og hann hvatti menn til að mynda ný orð samkvæm anda málsins, en varast að taka upp útlendar smekk- leysur, og sýndi hann með þessu og fieiru, hvað hann var langt á undan sínum tíma. Hann finn- ur alvarlega að því, hvernig menn hafi niðurnítt verk forfeðranna, Iátið garðana, sem þeir hlóðu, sökkva og orðið eptirbátar þeirra ( búnaði öll- um og framkvæmdum, segir að flokkadrættir og ósamlyndi íslendinga hafi jafnan átt mikinn þátt í því að koma landinu á knén, og tekur til dæm- is manninn, sem kallaði til sín sonu sína og lét þá brjóta einn og einn kvist ( sundur, en sýndi þeim fram á, að þeir gætu ekki brotið þá, er þeir væru allir saman í einu knippi. Hann minntist og á auð- æfi þau, er menn gætu öðlazt hér bæði af landi og sjó, ef menn hefðu samheldni, kunnáttu og vilja til að leita þeirra. Eru það hin síðustu áminningar- orð, er hann lætur forfeðurna tala til vor, að vér eigum að vera samtaka, efla skilninginn, styrkja á- ræðið, herða viljann og æfa líkamann, þá mundum vér koma meiru til leiðar en vér ætlum. (Niðurl. næst). Stjórnarskrármálið í efri deild. Netndin, er skipuð var í því máli, klofnaði. Urðu þar í meiri hluta, eins og vænta mátti, Hallgr. Sveinsson, Kr. Jónsson og Magnús And- résson, og vildu þeir fallast á frv. óbreytt, en minni hlutinn, Eiríkur Briem og Guttormur Vig- fússon, töldu breytingar þær, er frv. fer fram á, ekki svo lagaðar, að deildin ætti að fallast á þær, og við framhald i. umr. 6. þ. m. gerði Eittkur Briem glögga og ljósa grein fyrir skoðun sinni á máliuu, og hvers vegna hann gæti ekki fallizt á frv. Hlýtur það að vera gleðiefni fyrir heima- stjórnarflokkinn, að jafnskarpskyggn og vandaður maður sem E. B., er áður var óvíst um, hvorn fiokkinn fyllti, hefur nú eindregið látið uppi álit sitt og tekið í sama strenginn sem heimastj.menn i því, hversu frv. þetta er óviðunanlegt og óað- gengilegt á allan hátt. Sagði hann meðal annars, að forgöngumenn frv. hefðu gert ákaflega mikið veður út af ákvæðunum í i. gr. (um sérstakan ráð- gjafa), en til þess að fá þeim framgengt þyrfti eigi stjórnarskrárbreytingu, þeir verði fyrst að sýna að það sé ófáanlegt án þess, áður en farið sé að fara fram á breytingu á stjórnarskr. að því er það atriði snerti. Þegar stjórnarbaráttan hafi verið hafin, hafi annað atriðið, er fyrir var barizt, þegar verið innlend stjórn, en hitt löggjafarvald, löggjafarvaldið höfum við fengið með stjórnar- skránni, en hins vegar ekki enn innlenda stjórn; reyndar væri ekki hægt að neita, að í stjórnar- skránni fælist vísir til innlendrar stjórnar og að hann sé enn ekki nema vísir eptir 27 ár, sé vegna þess, að íslendingar hafi ekki hlúð að honum svo sem skyldi. I stjórnarskr. sé gert ráð fyrir, að lands- höfðinginn hafi pólitiska ábyrgð og þar af leið- andi hljóti hann að hafa pólitiskt vald, en hérsé öll pólitisk ábyrgð landshöfðinga felld í burtu og þar með allt pólitiskt vald hans; höfuðatriði frv. væru að slá því föstu að landstjórnin liggi alger- lega undir ráðgjafa búsettan í Höfn; en allar kröf- ur íslendinga hefðu áður gengið í þá átt, að færa stjórnina inn í landið. Þetta frumvarp gengi því alveg í öfuga átt, því að það væri ekki vísasti vegurinn að auka hið innlenda vald, að fá það einmitt allt í hendur manni búsettum 1 Höfn. Hann kvað illa farið að samþykkja nú stjórnarskr.br.frv., er menn væru ekki full- komlega ánægðir með, því að það gæti komið i veg fyrir, að vér fengjum þær bætur, sem viðunan- legar væru. Guttormur Vigfússon kvað það augljóst jafnvel áræðuKr.J. við 1. umr., erhann rakti sögu stjórn- arskrárbaráttunnar, á árunum 1880—95, að rauði þráðurinn í allri þeirri baráttu hefði verið að færa stjórnina inn í landið og enginn hafi orðið til að andæfa, að það væri réttmæt krafa. Reyndarhafi stundum komið snurða á þráðinn og menn ekki ávallt verið sammála og það hafi verið vor ógæfa. 156 Það væri ósamlyndið innbyrðis, sem þreytti þjóð- ina, en ekki synjanir stjórnarinnar, þær stæltu hana. En 1895 hafi átt að reyna nýja leið með þingsályktun, menn hafi þá ekki verið horfnir frá heimastjórnarstefntmni og hann kvaðst muna, að sumir forgöngumenn tillögunnar hefðu þá sagt, að ef stjórnin ekki sinnti kröfum tillögunnar, þá skyldi hún sjá, að við héldum fastar við heimastjórnar- stefnuna en nokkru sinni áður. En árið 1897 hafi allur vindurinn verið horfinn, líklega af því að menn voru orðnir svo þreyttir af mótspyrnunni, að þeir entust ekki til að halda kröfunum lengra, en vildu taka óskorað við því sem stjórnin bauð. Frv. frá '97 hafi reyndar ekki orðið samþykkt af þinginu, en '99 hafi miklu kappi verið beitt til að koma þvi fram með litlum umbótum og hafi þá allir verið taldir óalandi og óferjandi, er í móti spyrntu, en fyrir þessa mótspyrnu væri þó svo komið, að flutningsmennirnir hefðu neyðzt til að lappa töluvert upp á það. En helztu ástæðurnar tir þess að ekki bæri að samþ. frv. kvaðst hann álíta stjórnarbreyt. í Danmörku, er hann teldi hin stórvægilegustu tíðindi fyrir ísland allt frá því að stj.skráin var gefin. Kvaðst viss um að hin nýja stjórn mundi verða auðveldari í hinum smærri málum, en hann vonaði, að hún myndi verða það líka í hinum stærri pólitisku málum. Áleit varasamt á þessum tímamótum að koma fram með stj.skr.br. án þess að halda fram vorum fyllstu kröfum, segja stjórninni afdráttarlaust hvað vér viljum og halda fast við heimastjórnarstefnuna. Þetta áleit hann,að menn ættu að geta orðið sam- mála um, nema menn héldu að þetta frv. væri fullnægjandi fyrir þjóðina og hún væri ekki búin að ná svo miklum þroska, að hún væri fær um að fá nokkuð meira. Kristján Jónsson var einn til andsvara úr flokki Hafnarstjórnarmanna. Atti hann allmjög í vök að verjast. Aðalkjarninn i ræðum hans var sá, að hann væri sannfærður um, að stjórnarbreyt- ingin ( Danm. hefði engin áhrif á þetta mál og nýja stjórnin mundi eigi vinveittari búsetu ráð- gjafans en sú gamla. Hann var mjög vongóður um að frv. þetta mundi bæði öðlast samþykki deildar- innar og stjórnarinnar, og þó að atkvæðamunur væri ekki mjög mikill nú, þá væri sigurinn einmitt mestur þegar málið væri að komast í meiri hluta, enda kvaðst hann sannfærður um, að sinn flokk- ur yrði langt um fjölmennari næst. En færi svo, að þjóðin vildi alveg hætta (því að það væri al- veg sama, ef menn vildu koma búsetunni að) þá mundi hann verða sá fyrsti til að beygja sig und- ir þann vilja hennar. Guðjón Guðlaugsson hélt langa ræðu og snjalla, en því miður verður ekki hægt að drepa nema á ein- stök atriði, er hann tók fram. Hann kvaðst ekki skilja, hvaðan Kr. J. heíði þá fullvissu, að hin nýja stjórn mundi ekki sinna búsetunni. Þó að hann væri'í háttstandandi embætti, er sjálfsagt gæfi honum góðan tíma til að hugsa, og þrátt fyr- ir hæfileika ha.ns gæti hann þó ekkert um það sagt. Reynslan skæri hann bezt úr því, og því væri bezt að reyna, hvað menn kæmust. Hann kvað synd að láta frv. þannig frá sér fara, er menn vissu ekki, hve langt stjórnin mundi vilja ganga. Hann tók það einnig upp, að í 1. gr. frv. feldist ekki nein stjórnarskrárbreyting, og minntist í samb. við það á það, að 2. kgk. (H. Sv.) hefði viður- kennt, að hér væri um þýðingarlítið spursroál að ræða, það væri bara hljómur, það léti svo vel i eyrum. Þetta sagði hann að reynzt hefði sann- mæli, það væri hljómur táldrægninnar, er reynzt hefði mestur sandurinn í augum þjóðarinnar. Von Kr. um samþykki frv. í deildinni, kyað hann því að eins mundu rætast, að það fengi ístöðukysið í deildinni í lið með sér. Þá minntist hann einnig nokkuð á, hve glæsilegur sigur Hafnarstjórnar- manna væri. Frv. sínu hefðu þeir breytt í þá mynd, sem það nú væri i, hreint og beint afótta við að verða i minni hluta í 3. skiptið, en það hefðu þeir ótvíræðlega orðið, hefðu þeir komið fram með það óuppdubbað. Það heíði verið það, sem knúði þá til þess, en alls ekki samkomulags- viðleitni, því að undir eins og þeir hefðu getað gert sér von um lítilfjörlegan meiri hluta, þá hefðu þeir ekki viljað gera hið minnsta til samkomu- lags, þótt hinn flokkurinn hefði farið svo langt, sem honum var unnt, til þess að leita samkomu- lags við þá. Og þó væri þessi meiri hluti ekki meiri en 2 atkv. 1 n. d. og líkl. 1 i e. d., og þegar gætt væri að því, að íorseti n. d. væri úr andstæð- ingafl. frv. og annar maður i þeirra fl. hefði ekki getað komið á þing, og jafnvel væri nokkur ár stæða til að telja forseta e. d. einnig í þeim fl., þá væri þetta í raun og veru enginn meiri hluti, nema fyrir tilviljun eintóma. Hann kvaðst einn- ig efast um, að von Kr. J. um meira fylgi með sín- um málstað á næsta þingi mundi rætast, hann kvaðst einmitt hyggja, að þjóðin mundi öllu held- ur fylkja sér um þá menn, sem héldu uppi fána frelsisins af veikum mætti, heldur en um hina, sem héldu uppi dansk-íslenzkum fána, en hann mundu hinir aldrei upp taka nema þá sem neyðar- fána eða öllu * heldur sem náfána. Að lokum minntist hann á, hvað Hafnarstjórnarflokkurinn fynndi mjög til yfirburða sinna yfir mótflokkinum ; hann vildi látasetninguna: „einfaldur sem dúfa og slægur sem höggormur" gilda um þingið, en hann vildi að mótflokkurinn væri dúfurnar, en sjálfir vildu þeir vera höggormarnir. Illgirnisleg ósannindi. í 37. tólubl. ísafoldar þ. á. er dálítill greinar- stúfur um skarlatssótt í Arnessýslu, samin eptir lygafréttum, er einhver kjaptakind hefur lapið í ritstjórann, og hann að vanda hent á lopti og fært í stílinn til að gera mér svívirðingu. Og hef- ur honum þótt þar bera vel í veiði. Þótt ekkert nafn væri nefnt í greinarstúf þessum, þá gat eng- um dulizt, að svívirðingarorðum blaðsins var beint að mér og mínu heimili. Að visu gæti eg látið mér í léttu rúmi liggja, hvað annað eins þokka- blað og ísafold ber á borð fyrir lesendur sína. Hún er svo alþekkt, en vegna annara út í frá, sem ókunnir eru málavöxtum, er ekki rétt að láta blað- inu haldast uppi að bera út meiðandi óhróður um saklausa menn, en ekki get eg gert svo lítið úr mér gagnvart uppspuna blaðsins að skýra frá því, hvernig dóttir min sál. var stunduð í bana- legunni. Það verður hver að hafa þá hugmynd um það, sem honum þóknast, en eg vona, að hver góður og réttsýnn maður sjái það af meðfylgjandi læknisvotttorði, hvers konar sannleikur það er, sem blaðið flytur: Hinn 27. maí síðastl. fékk Jón bóndi Sveinbjarn- arson á Bíldsfelli hjá mér meðul við hálsbólgu, sem dóttir hans og önnur stúlka þar á bæ voru að fá. Hinn 31. maí kom Jón sjálfur til mín, af því að veikin hafði breyzt á dóttur hans; fékk hann þá meðul á ný, en eigi var þá enn kominn roði á hör- undi hinna sjúku, er bent gæti á flekkusótt. Allt um það grunaði bæði hann og mig, að flekkusótt lægi hér bakvið, og kom hann því hvergi inn hér á Eyrarbakka nema hjá mér. Einnig komum við okkur saman um, að hann þá þegar til vonar og vara forðaðist samgöngur við aðra, enda mun hann hafa gert það þegar frá byrjun veikinnar. Jón veiktist á heimleiðinni og lagðist þegar, er hann kom heim. Hinn 3. júní kom hreppstjóri til mín og sagði mér, að fleiri væru að veikjast á Bíldsfelli þessa síð- ustu daga, og fór eg þá upp eptir og hafði með mér meðul. Jón var þá þungt haldinn og opt með óráði. Þetta vottast samkvæmt dagbókum mínum yfir sjúklinga þá, er mín leita. Eyrarbakka 29. júní 1901. Asgeir Blöndal. Til skýringar skal eg að eins bæta því við, að hvorki mér né konu minni, sem hafði al!a um- sjón með hjúkrun dóttur okkar sál., kom nokkru sinni til hugar að brúka terpintínu við hana. Sá fótur er fyrir þessari terpintínusögu blaðsins, að eg sjálfur tók inn að eins í eitt skipti 8 dropa af terpentínu og fann engin missmíði á mér við það. -—• Eg vona því, að allir sjái, að öll frásögn ísaf. um mig er helber uppspuni, en auðvitað hefur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.