Þjóðólfur - 09.08.1901, Side 2

Þjóðólfur - 09.08.1901, Side 2
rétting mála vorra, bæði sakir þess, að þjóðin mundi alls ekki fara að leggja út i nýja baráttu jafnharðan, og þótt hún gerði það, mundi stjórn- ín alls ekki sinna neinum kröfum vorum til sjálfs- forræðis, er hún væri nýbúin að samþykkja stjórn- arskrárbreytingu Hafnarstjórnarflokksins. Heimastjórn vor væri þá fyrir fullt og allt niður kveðin. Oðru máli væri að gegna, ef vér gripum nú tækifærið til að leggja kröfur vorar um innlenda stjórn fram fyrir hina nýju stjórn, leituðum fyrir oss með það, hvað lengst hún mundi fáanleg til að ganga til að uppfylla kröfur vorar, og taka svo til íhugunar, að hve miklu leyti vér sæjum oss fært að ganga að þeim boðum, Þetta væri hin eina rétta leið eptir því, sem nú horf- ír við. En þetta verður ekkí gert, nema með því, að þingið nú samþykki þyngsályktun, þar sem tekn- ar séu fram aðalkröfurnar í sjálfstjórnarbaráttu vorri, eða þá með því, að samþykkja frumvarp, er nokkurnveginn geti fullnægt kröfum heima- stjórnarmanna, en til þess eru minni líkindi nú á þessu þingi. En frumvarp Hafnarstjórnarflokks- ins, eins og því er háttað, ætti ekki að fara frá þinginu. Og þeir, sem að því styðja, baka sér þunga ábyrgð gagnvart þjóð sinni, er síðar mun dæma þá fyrir þá fásinnu og blindni, að virða þjóðarviljann að vettugi og neyta ekki þess tæki- færis, sem nú er fyrir hendi, til að fá því fram- gengt, sem frekast er unnt að fá. Hér er held- ur ekki um mikla bið að tefla, því að ekkert er líkara, en boðað yrði til aukafundar eða auka-al- þingis að sumri og þá lagt fyrir stjórnarfrumvap í þessu máli, einkum ef þingið gæti nú komið sér saman um að óska þess um leið og það sendi menn á stjórnarinnar fund til að semja um mál- ið, er ekki múndi ótiltækilegt. En með frumvarp Hafnarstjórnarflokksins í vasanum samþykkt með 2 atkv. meiri hluta af þinginu, væri sending slíkra fulltrúa ekki aðeins fávísleg, heldur blátt áfram óhæfileg. Nú á efri deild að skera úr því, hvort hún metur meira blint fylgi við Hafnarstjórnarflokk- inn, eða framtíðarhagsmuni og sjálfstæði þjóðar- innar. Hafnarstjórnarflokkurinn skákar auðvitað í því skjólinu, að þjóðin sé orðin svo sinnulftil, svo áhugalaus um sinn eigin hag, að hún taki því fegins hendi, ef hún fær5 vilyrði um, að frum- varp þessa flokks verði samþykkt af stjórninni, og að kosningarnar til aukaþingsins að sumri gangi þeim svo í vil, að þeir geti með meiri at- kvæðafjölda en nú fengið það samþykkt óbreytt á aukaþinginu, þvf að þá er björninn unninn, og það fyrirkomulag orðið á stjórn vorri, sem þessi flokkur er að berjast fyrir, en heimastjórnin úr sögunni. Og er þá vel að verið, enda þjóðinni sjálfri um að kenna. Hún liggur þá á sínum gerningum. Baldvin Einarsson 1801-1901. Rœda haldin d ioo dra afmœli hans d pjódhdtíð ' Reykjavikur 2. dg. iqoi. Eptir Hanncs Þorsteinsson. Það var í árdagsroða 19. aldarinnar fyrir réttum hundrað árum (2. ág. 1801), að sveinn einn fæddist á smábæ nokkrum, er Molastaðir heita, norður í Fljótum í Skagafirði. Sveinn þessi var Baldvin Einarsson. Foreldrar hans voru almúgafólk í betri bændáröð: Ein- ar Guðmundsson, er síðar bjó á Hraunum og varð dannebrogsmaður og Guðrún Pétursdóttir, bróður- dóttir hins nafnkunna læknis Jóns Péturssonar f Við- vík. Föður- og móðurætt Baldvins var úr Svarfaðar- dal, kjarkmikið fólk, hraust og vel að sér gert. Er það kölluð Melaætt (af Mehim í Svarfaðardal). Af þeirri sömu ætt voru meðal annara komnir merkis- klerkarnir séra Jón Jónsson lærði í Möðrufelli og séra Pétur á Víðivöllum faðir Péturs biskups og þeirra bræðra.—Kunnastur náskyldra ættmenna Bald- vins er bróðurson hans, merkisbóndinn Einar Guð- 158 mundsson á Hraunum (nú í Haganesi). Skal eg geta þess sem einkennilegs atviks, að hann á son 2 mánaða gamlan, er skírast skyldi 1 dag, á 100 ára afmæli Baldvins afabróður síns og bera nafn hans. Er vonandi, að þessi nýi Baldvin Einarsson, ef hann kemst til þroska, erfi eitthvað af andlegri atgervi nafna síns. Snemma bar á gáfum og andlegu atgervi Bald- vins, og var hann brátt talinn afbragð ungra manna norður þar. En ekki var hann fljótt til mennta settur. * Mun það ekki hafa stafað svo mjög af efna- skorti foreldra hans, sem hinu, að Baldvin var snar og úrræðagóður til allra framkvæmda, en faðir hans hafði útveg allmikinn, og þurfti á ötulum manni að balda til formennsku. Er það til merkis um, hve þrekmikill og bráðger Baldvin var, aðhann gerðist formaður fyrir hákai'laskipi föður síns, er hann var á 18. ári og aflaði prýðisvel. Er honum svo lýst á þeim árum, að hann hafi verið fjörugur og fimur, öruggur og úrræðagóður, hvað sem að höndum bar, lipur í orðum og greindur, hreinskilinn og einarður við hvern sem var að skipta, glaðlyndur og greið- vikinn, í einu orði afbragðsmannsefni. Las hann og nam allt, er hann gat hönd á fest, og hafði gam- an af kappræðum. En það átti ekki fyrir honum að liggja að eyða æfi sinni sem bóndi norður í Fljót- um. Tvítugur fór hann að lesa undir skóla, og naut undirbúningskennslu svo sem tæpan vetrartíma, en settist samt efstur í neðra bekk, er hann kom í skólahaustið 1822; var hann þar tvo vetur en veiktist svo, og var útskrifaður úr heimaskóla af Arna stipt- prófasti Helgasyni. Þá fór hann norður að Möðru- völlum og varð skrifari hjá Grimi amtmanni Jóns- syni, og er amtmannsstofan (Friðriksgáfa) brann þar 1826, komst Baldvin með naumindum úr eldinum með því að brjóta glugga og hlaupa út á nærklæð- um einum; missti hann þar öll föt og allar bækur sínar. Þessi bruni var eins og nokkurs konar fyrir- boði annars bruna síðar, er verða skyldi Baldvini að fjörtjóni. Þá um haustið sigldi hann til Hafnar og tók að lesa lögfræði, leysti af hendi próf í henni með bezta vitnisburði 1831, en gekk þá jafnharðan á fjöllistaskólann (Polyteknikum) og ætlaði að taka þar próf líka, til þess að hann gæti því betur kom- ið löndum sínum að liði með staðgóðri þekkingu á öllu því, er til iðnaðarframkvæmda og búnaðar- bóta hér á Iandi heyrði, og sýnir það, hversu brenn- andi áhuga Baldvin hafði á „praktiskum" fram- kvæmdum. Gerðu menn sér miklar og glæsilegar vonir um framtíð þessa gáfaða og tápmikla Islend- ings. En þessar vónir manna hurfu skyndilega og öllum óvænt í dauðadjúp. Það var hraparlegt slys og sjaldgæft, er leiddi hann til bana í eldfjöri æsk- unnar, þegar starfstíminn var nýbyrjaður og ættjörð- in þarfnaðist hans sem rnest. Svo bar til öndverð- lega í desembermánuði 1832, að ljós stóð á borði fyrir framan hvílu hanS um morgun um fót'aferða- tíma; borðið valt um koll og ljósið kveikti f rúm- tjaldinu, er funaði upp í einu vetfangi. Stökk þá Baldvin nær allsnakinn upp úr rúminu og gat slökkt eldinn, en skemmdist þá svo á höndum og fótum, að hann lagðist í rúmið og lá 8 vikur, unz hann andaðist 9. febrúar 1833, og var þáekkiorðinn annað en skinin beinin, en sálarkröptum sínum hélt hann óskertum fram í andlátið. Voru þá hendurn- ar orðnar heilar og annar fóturinn, en hinn ekki.— Eg skal geta þess, að Baldvin var kvæntur danskri konu, og er sonur þeirra Einar að nafni, enn á. lífi í Hamborg, rúmlega sjötugur. Hefur hann haft þar embætti í tollstjórn bæjarins. Sonur hans heitir Baldvin, gáfaður maður. Hann er kvæntur og á börn. Þannig féll þá þessi afbragðsmaður í valinn á 32. aldursári. Manni dettur í hug latneska mál- tækið „Qvem di diligunt, adolescens moritur" (þ. e. sá sem guðirnir elska, deyrungur). Það er opt svo, að þjóðirnar fá ekki að njóta afbragðsmanna sinna nema stutta stund. Og víst er um það, að stutt og dáðríkt líf, sem helgað er hinum háleitustu hugsjónum og markað hefur sér djúp spor í lífi þjóðanna, er æskilegra og frægilegra, en langt og dáðlaust líf, er ekkert hefur sér til ágætis unnið, ekki lagt neinn stein í þá undirstöðu, er velferð og sæmd heillar þjóðar byggist á. Söknuðurinn við fráfall Baldvins var al- mennur méðal landa hans og annara, er nokkur kynni höfðu af honum haft. Jón Espólín, er hafði kynnzt honum í Skagafirði, orti eptir hann, og líkti honum við Baldur, er allar vættir viidu úr helju grát- ið hafa, og þjóðskáldið góða Jónas Hallgrímsson minntist hans fagurlegá, sem margir kannast við: Sá eg með Dönum í dauðra reit Baldvin úr bruna borinn vera, fríða, fullstyrka frelsishetju, söknuður sár sveif mér þá að hjarta. En hvers vegna söknuðu menn svo almennt þessa ungamanns? Margur efnismaður og gáfumaður hef- ur látizt á ungum aldri, og farið svo í gröfina, að fáir hafa minnzt hans. Og hvað hefur Baldvin Ein- arsson sérstaklega sér til frægðar unnið, er gerir hann þess verðan, að hans sé minnst hér í dag á 100 ára afmæli hans, á þjóðhátíðardegi íslands? Af því að mörgum, sem hér eru samankomnir mun lítt kunnugt, hvers vegna Baldvin má teljast meðal hinna fremstu og ágætustu sona þjóðar vorrar á lið- inni öld, þá verð eg að minnast með örfáum orðum á æfistarf hans, þótt stutt væri. Þetta starf hans var í stuttu máli helgað heill og velferð ættjarðar- innar. Jafnskjótt og hann kom til Hafnar varð hann sjálfkjörinn foringi íslenzkra stúdenta og gekkst fyrir því, að íslenzkir námsmenn þar fóru að halda al- menna fundi til að ræða þau mál, er snertu hag landsins og viðreisn þess, og þessir fundir voru kall- aðir „alþing" eptir hinni fornhelgu samkomu þjóðar vorrar á Þingvelli. Það var því Baldvin, sem getur talizt hinn eiginlegi stofnandi og frumkvöðullíslenzks stúdentafélags, því að þótt eins konar félagsskapur ætti sér áður stað meðal íslenzkra stúdenta, þá var honum allt öðru vísi háttað. Frá því á stúdentsár- um Eggerts Olafssonar og Hannesar Finnssonar á 18. öld og fram undir 1830, að Baldvin kom, ber nauðalítið á nokkrum lífshreyfingum meðal ísl. stú- denta í Höfn. Það var hið mikla fjör og áhugi Baldvins, er varp þeim neista I brjóst ungra náms- manna ytra, er síðar varð að björtu báli, undir for- ustu Jóns Sigurðssonar, og sem enn lifa menjar af þann dag í dag. Það var þjóðræknistilfinning hinna ungu Islendinga, ræktarsemin til ættjarðarinnar, sem Baldvin vakti fyrstur til lífs úr margra ára dvala og dái. Til þess að koma hugsunum sínum fyrir almenn- ingssjónir, réðst hann í að gefa út tímaritið „Armann á alþingi" ásarnt félaga sínum Þorgeiri Guðmunds- syni, og gáfu þeir það út samfleytt 4 ár 1829—32, en Baldvin ritaði það að mestu einn. Lengur ent- ist honum ekki aldur til að halda því úti. Það er þetta rit, sem halda mun minningu Baldvins á lopti langt fram í aldir. En því miður er það nú í mjög fárra manna höndum. Aðalefni þess eru vekjandi^ fræðandi ritgerðir um landsins gagn og nauðsynjar, atvinnuvegi landsins og búnaðarháttu o. m. fl., og hefði margur gott af að lesa þær hugvekjur enn í dag. Til þess að fá fólkið til að lesa ritið, er því haldið í eins konar sögustíl. Það er hinn gamli berg- búi, heillavættur landsins, Armann úr Armannsfelli, sem höf. leiðir fram á sjónarsviðið, og lætur hann halda ræðui að Lögbergi um ýmiskonar efni, en þess á milli lætur hann 3 menn, sinn úr liverri áttinni, að sunnan, austan og norðan spyrja Armann ýmsra hluta, eða ræða sín á milli ýmiskonar efni, svo að ólíkar skoðanir geti komið fram, og fer mjög vel á því. Mig langaði til að lesa upp fyrir ykkur nokkra kafla úr sumum ræðurn Armanns, einkum úr ræðu þeirri í öðrum árgangi, er hann heldur í nafni for- feðra vorra, hinna gömlu Islendinga, er hann leiðir fram úr gröfum sínum, og lætur tala yfir hausamót- um niðja sinna um 1830. En hér er ekki stund né staður til þess. Það ætti heima í fyrirlestri um Baldvin. — Alvarlegri og átakanlegri ávítunarræða en þessi ræða Armanns er vandfundin á íslenzku, og mundi nú þykja skammir miklar og óheyrilegar, ef þær birtust í blöðunum. Jafn alvarlegum áminn- ingarorðum hafði aldrei verið beint til íslenzku þjóð- arinnar. Baldvin vissi að það veitti ekki af að hrista þjóðina duglega til. En hann ávítar hana ekki með illgirnislegri fólsku, eða hatursfullum hermdarorðum, einsog heyrzt hefur hjá sumum leiðtogum þjóðarinnar á yfirstandandi tíð. Það er hvorki kuldi né kær- leiksleysi til þjóðarinnar, er andar fúlt út frá hverju orði hjá honum, heldur er það innileg velvild til landsins, og brennandi áhugi til að bæta úr mein- um þjóðarinnar, og fá hana til að taka sér fram, er leggur hin þungu, alvarlegu orð á varir hans. Það er hinn sterki undirstraumur ættjarðarástarinn- ar, sem allt ber uppi hjá Baldvin. Viðreisn og vel- ferð íslands er honum fyrir öllu. Honum gremst að heyra, hvernig málið er orðið spillt og afbakað ■— enda var það ekki allt í sómanum um 1830,0— segn" að það sé orðið ambátt dönskunnar, skælt og bjag" að. I þessu sem öðru var hann „reformator", fyrtf' remiari Rjölnismanna", hinn fyrsti forvígismaður þessarar stefnu út d við, því að Sveinbjörn Egilsson,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.