Þjóðólfur - 09.08.1901, Síða 4

Þjóðólfur - 09.08.1901, Síða 4
ritstjórinn þurft að nota þetta tækifæri, þegar veikindi og dauði surfu að heimili mínu til að hefna sín á mér fyrir það, að eg fyliti ekki flokk hans við þingkosningar í Árnessýslu síðastliðið haust, og fer hojium þar eins og hann er maður- inn til, og sýnir Ijóslega, hve göfugan og góðan mann hann hefur aðgeyma(I). En egöfundahann ekkert af þeirri frægð, er hann hefur áunnið sér í almenningsálitinu í Árnessýslu með þessari fram- komu sinni gagnvart mér og konu minni, um sama leyti sem dóttir mín lá á líkbörunum og eg sjálfur þungt haldinn í veikinni. Að eg hefi ekki getað þakkað honum fyr fyrir alla dánumennsk- una, stafar af því, að heimili mitt hefur verið sótt- kvíað til skamms tíma. p. t. Rvík 8. júlí 1901. Jón Sveinbjarnarson frá Bíldsfelli. Alþingi. VIII. Kjörgengi kvenna, eptirlaunafrum- varpið og frv. um afnám gjafsókna em- bættismanna, hefur allt verið fellt í e. d. Þjóðjarðasala. Ól. Ólafsson flytur frv. um að selja Horn í Nesjahr. í Austur-Skaptafells- sýslu fyrir 3500 kr. Kosningarlagabreyting. H. Hafstein flytur frv. um að skipta Isafjarðarsýslu 1 tvö kjör- dæmi, er hvort kjósi 1 þingm. (Vestur-ísafjs. og Norður-ísafjs. með Isafj. kaupstað). — St. Stefáns- son og Valtýr Guðmundsson flytja br.till. við það frv. um skipting fleiri kjördæma (Húnavatns- Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu). Landspítali í Reykjavík. Það mál var fellt í n. d. í gær með 13 atkv. gegn 8. Vildu sumir sinna fremur tilboði hinna katólsku St. Jósepssystra um byggingu spítala gegn 60,000 kr. láni úr landsjóði, en frv. í þá átt verður þó að líkindum ekki lagt fyrir þingið í þetta sinn, enda mundi það naumast fá almennt fylgi. Það, sem ennfremur felldi landspítalann var dæmi holdsveikraspítalans: að árskostnaðurinn við spí- talann yrði ofþung byrði fyrir landsjóð. Ákvæði það, er hleypt var inn við 3. umr., að jafnaðar- sjóður Suðuramtsins skyldi leggja 10,000 kr. til byggingarinnar eptir niðurjöfnun á allar sýsl- ur í amtinu, nema Vestur-Skaptafellssýslu, varð og frv. að fótakefli hjá sumum. Hér hjálpaði því margt til að sálga málinu, og var það að vissu leyti illa farið, en eins og búið var að grauta með frv. var ekki á öðru von. Milliþinganefnd í fátækramálum og sveitarstjórnarlöggjöf er nú samþ. óbreytt í e. d., eins og hún kom frá n. d. Eiga 3 menn að vera í nefnd þessari og verður þeim ákveðin þóknun 1 fjárlögunum. Stofnun brunabótafélags. Nefndin, sem skipuð var í n. d. til að íhtiga frv. um stofnun innlends brunabótasjóðs, hefur komið með nýtt frv, að mestu leyti byggt á hinu, en breyt- ingin aðallega fólgin í því, að Reykjavík erund- anskilin og stjórn félagsins falin fulltrúaráði, en ekki landsbankanum. Bygging handa söfnum landsins. St. Stefánsson þm. Skagf. flytur tillögu til þings- ályktunar um, að stjórnin leggi fyrir næsta þing uppdrátt af steinbyggingu fyrir söfn landsins og áætlun um, hve mikið slík bygging mundi kosta. Er gert ráð fyrir, að í þeirri byggingu ætti að vera: landsbókasafnið með lestrarsal einum eða tveimur, landsskjalasafnið, forngripasafnið, náttúru- gripasafnið og málverkasafnið m. fl. Bankamálið. Það er nú loks komið til umræðu í n. d. (í dag). Meiri hluti nefndarinn- ar (Þórður Thoroddsen, Guðl. Guðm., B. Kr.) hefur samið nýtt frv. um stofnun hlutafélagsbanka, eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Er frv. þetta byggt á frv. þeirra Arntzens og War- burgs frá síðasta þingi, en allmjög breytt, sam- kvæmt tillögum þjóðbankans, og það til nokk- urra bóta. Hafa þeir herrar nú allmjög lækkað 160 seglið og sigla nú ekki eins háan vind, eins og síðast. Verður síðar skýrt frá þessu nánar. — Minni hluti bankanefndarinnar (Tr. Gunnarsson og Lárus Bjarnason) leggur fremur á móti frv. þessu, en þó ekki harðlega. Vill hann láta neðri deild samþykkja þingsályktun til stjórnarinnar þess efnis, að taka bankamál landsins til rækilegrar íhugunar, sérstaklega það atriði, hversu ráðlegast væri að auka landsbankann svo, að hann gæti fullnægt peningaþörf landsins og skora jafnframt á stjórnina, að leggja fyrir næsta alþing frv. 1 þá átt. Botnvörpuveiðar í landhelgi. Guðl. Guðmundsson flytur frv. til laga um heimild til að veita hérlendum mönnum eða hlutafélögum, er rétt hafa til fiskiveiða í landhelgi undanþágu frá banni botnvörpulaganna 6. apr. 1898 um botn- vorpuveiðar í landhelgi, að því er snertir land- helgissviðið úti fyrir Skaptafellssýslum. Leyfið veitist til 50 ára. Um þetta einkennilega og at- hugaverða frumvarp, spunnust í gær stælur nokkr- ar milli flutningsmanns og Einars Jónssonar, er mestar skammirnar fékk hjá Guðlaugi og öðrum fyrir samskonar frumvarp (»landráðafrumvarpið«) 1899 og stóð Einar nú betur að vígi en Guðlaug- ur, en talaði þó hóglega. Frv. . Guðlaugs marð- ist til 2. umr. með því að vísa því til nefndar í botnvörpumálinu, en auðvitað fer það aldrei lif- andi út úr neðri deild, og væri því réttast fyrir nefndina að svæfa það og láta það ekkiaptursjá dagsins Ijós í þetta sinn. Hvað skyldi »ísafold« nú segja um þessi guðspjöll? Þagað getur hún ekki um það eptir framkomu sinni 1899. Stjórnarskrármálið er til. 2. umr. í efri deild í dag. Breytingartillögur við frv. komn- ar fram frá Guðj. Guðl. og Gutt. Vigf., er miða til þess að færa það í líka mynd, og frv. heima- stj. manna í n. d. Frá J. Jónassen og Júl. Hav- steen eru og komnar br.till. við frv. Verkfall mjög stórkostlegt varð um miðjan f. m. meðal háseta á botnvörpuskipum, er heima eiga 1 Grims- by á Englandi, og fiskiveiðar stunda hér við land og annarstaðar. Vildu útgerðarmennirnir lækka kaup háseta og vélameistara, er meðfram mun hafa stafað af kærum, er útgerðarmönnum munu hafa borizt um atferli ýmsra botnvörpuskipa hér við land, að þau lægju dögum saman aðgerðar- laus á höfnum inni, en skipverjar lifðu á svalli og sukki og seldu Islendingum aflann fyrir brenni- vín og tóbak m. fl. Ennfremur mun kauplækk- unin hafa stafað af því, að afli hefur orðið í minna lagi, og útgerðarmennirnir því ekki þótzt geta staðið sig við, að borga jafnhátt kaup sem fyr. Þá er síðast fréttist lágu 300 botnvörpuskip að- gerðarlaus í hafnarkví í Grimsby en 4000 manna atvinnulausir, þar á meðal 8 íslendingar (5 úr Reykjavík, Eiríkur Bjarnason, G. Kr. Guðmunds- son, Erlendur Halldórsson, Valdimar Bjarnason, Páil Jónsson, Skálholtskoti, 1 af Seyðisfirði, Auð- unn Auðunsson og 2 úr Árnessýslu, Páll Jónsson og Tómas Snorrason). Hafa þeir ritað hingað ítarlega lýsingu á verkfalli þessu, og láta mjög illa yfir ástandinu í Grimsby. Hafa hásetar ákveðið að gefast ekki upp fyr en í fulla hnefana, og er þó almenn neyð meðal verkalýðsins, því að flestir þessara sjómanna hafa ekki nema til hnífs og skeiðar og svelta undir eins og atvinnuna brestur. Sakir verkfalis þessa er verð á fiski afarhátt í Grimsby, með því að svo lítið berst á markað- inn. Eru meðal annars talin dæmi þess, að einn þorskur hafi verið seldur á 1 £ (þ. e. 18 kr.) o. s. frv. Utgerðarmenn hafa safnað fé í sjóð til að vera viðbúnir þessum eða líkurn hnekki, en með al sjómanna á þessum botnvörpuskipum hefur ekki bólað á slfkri fyrirhyggju, og hafa þeir engan sameig- inlegan sjóð til að grípa til, en það hafa vélastjór- arnir, og fær hver þeirra 12 shillings (10 kr. 80 a.) á viku, meðan verkfallið stendur. PóstsklpiD ,Ceres‘ kom frá útlöndum 5. þ. m. með marga útlenda ferðamenn, mest enska. Frá Khöfn hom Carl D. Tulinius konsúll frá Eskifirði og frú hans og Oddur Björnsson prentari með konu og börn, áleið- is til Akureyrar; ætlar hann að setja þar upp nýja prentsmiðju, er hlutafélag 1 Eyjafirði hefur keypt. — „Ceres" fer héðan í kveld til Austfjarða og þaðan norður um land. Bankamennlrnir, Arntzenpg Warburg, komu ekkinúmeð „Ceres", en sendu Isafold kveðju guðs og sína, mjög elsku- lega, og gerðu grein fyrir, hvers vegna þeir vildu ekki koma. Segjast þeir ekki búnir að sleppa náðarhendi sinni af oss og vilja nú sætta sig við minni gróða en fyr. Samkvæmt þvf eru tillögur meiri hluta bankamálsnefndarinnar í neðri deild nú nokkru aðgengilegri en áður, einkaleyfistíminn styttur um 60 ár (úr 90 niður í 30) o. fl. Takið eptir! Undirskrifaður, sem lært hefur húsasmíði bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, tekur að sér allskonar trésmíði, er að húsa- gerð lýtur, hvort heldur er í daglaunum eða ákvæðisvin'nu, gerir teikningar af húsum Og yfirslag yfir hvað þau muni kosta. Komið, og leitið upplýsinga hjá mér. Það mun borga sig. Reykjavík 8. ágúst 1901. Magnús Th. S. Blöndahl. Grár hestur, mark: tvlstýft fr. h. og biti aft. v., aljárnaður, er í óskilum á Kárastödum í Þingvallasveit. Ef þið viljið fá bækur ykkar vel bundnar og band ódýrara en hjá öðrum, þá komið þeim í Bókbandsverkstofuna ÞINGH0LT88TRÆT1 3. Þar eru bækur einnig heptar með þriðjungs lægra verði en ann- arsstaðar. ARINBJ, 8VEINBJARNARS0N. Kandidat eða stúdent getur fengið atvinnu á komandi vetri, sem húskennari á Akureyri. Amt- maður J. Havsteen vísar á. Með »CERES« 21. þ. m. (ágúst), er von á dálitlu upplagi af ,Alexandra‘-skilvindunni umfram það, sem pantað er, til S. B. Jóns- sonar í Reykjavlk, Laugaveg 12. — Þeir, sem fyrstir koma, geta því náð í þessa ágætis- vél, án þess að panta og borga löngu fyrirfram. S AUM ASTOFAN —AUSTURSTRÆTI 3^— gefur frá þessum degi 15°lo afslátt. móti borgun út í hönd. Með LAURA kom gott og fallegt fataefni í alklæðnað, buxur og sumarfrakka. Afborgun er veitt með góðum kj'órum. Reykjavík 26. júlí 1901. Reinh. Anderson. skraddari. Leiðarvísir til lífsábyrgrðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.