Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 16. ágúst 1901 Nr. 41. Áskorun til efri deildar alþingis. Háttvirtu þingmenn efri deildar alþingis! Þér hafið nú með h'óndum frumvarþ til breytingar á stjórnarskiþun lands vors, og eig- ið að eins eþtir eina umrœðu þess máls. Yður er það kunnugt, að ákvœði þau, sem þetta frumvarþ hefur að geyma til bóta á stjórnarfari voru, eru að fiestra dómi, eigi að eins and- mœlenda þess, heldur og margra formœlenda þess, ófullnœgjandi, og miðuð við það, er samþykkt mundi verða af einsýnni íhaldsstjórn, er sfóðugt hefur haldið fram skoð- unum á stjórnréttindum fslands, sem hin íslenzka þjóð aldrei hefur viljað viðurkenna réttar. Yður er einnig kunnugt, að síðan frumvarþ þetta var samþykkt í neðri deild, hef- ur komið fregn um, að nú sé ný, frjálslynd stjórn komin til valda i Danm'órku, stjórn, sem enn ekki hefur tekið stefnu í stjórnmálum fslands^ en sem vér h'ófum fyllstu ástœðu til að vænta þess af að hún muni vilja verða við óskum og kr'ófum þings vors og þjóðar, og unna oss þess frelsis og þeirrar sjalfstjórnar, sem þjóðin óskar eþtir, og ekki kemur í bága við eining ríkisins. Það er mj'óg eðlilegt, að hin nýja stjórn kunni að líta svo á, að frumvarþ það til breytingar á stjórnarskránni, sem alþing samþykkir að nýafst'óðnum stjórnarskiþtum, hafi í sér fólgnar þœr óskir og vonir, sem alþingi ber til nýrrar, frjálslyndrar stjórnar. Ef því nú er samþykkt á þinginu frumvarþ það, sem gekk fram í n. d. af þeim ástœðum, sem kunnugt er, þá er hœtt við því, að þar með ky?mi að vera loku fyrir það skotið, að vér um margra ára bil fáum þœr umbœtur á stjórnarfari voru, sem allir eru sammála um, að vér þurfum að fá, og eigum rétt til að fá: innlenda stjórní sérmálum vorum, með fullri ábyrgð fyrir alþingi og innlendum dómstóli. Oss virðist það þvi gerræði gagnvart þjóð vorri og miklum hluta þingsins, eins og nú stendur á, að láta svo ónógar kröfur, sem frum- varþið hefur að geyma, ná fullnaðarsamþykki, sem tillaga þessa þings til þjóðar og stjórn- ar, og þess vegna snúum vér oss til yðar, háttvirtu samþingismenn, sem nú ráðið afdrifnm málsins í bráð, með þeirri innilegu áskorun, að þér samþykkið ekki frumvarþ þetta nú, er mundi stofna þjóðinni í nýja ogþunga baráttu, og að öllum líkindum tefja miklu meira fyr- ir fram gangi heillavœnlegrar stjórnarbótar, en sá dráttur, sem á málinu yrði, ef það vœri látið óútrœtt aðþessu sinni, til þess aðþingið gœti borið hinar sönnu óskir þjóðarinnar framfyrir hina nýju stjórn. Svo framarlega sem þér verðið við þessari áskorun vorri, þá lýsum vérþvi hér meðyfir, eins og vér reyndar höfum áður latið í Ijbsi, að vér munum samþykkja nú á þessu þingi þingsályktun, þar sem skorað sé á stjórnina, að kalla saman alþingi nœsta ár og leggjafyrir það frum- varþ til stjómarskiþunarlaga, er veiti fslandi innlenda stjórn, er beri fulla ábyrgð fyrir al- þingi og dómstbli í landinu sjálfu, og að skiþaður sé, áður en alþingi kemur saman nœsta ár, sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, er verði staddur í Reykjavík um. þingtímann 1902, og að vér munum samþykkja, að send verði af alþingi nefnd manna úr báðum flokkum tilþess að fara á fund stjórnarinnar og bera fram fyrir hana óskir þingsins og semja við hana um stjbrnarmal vort. Yrði þessu boði voru tekið, vœri girt fyrir alla frekari stjórnarbaráttu, og vissa fengin fyrir því, að stjórnarskrarfrumvarþ, er tryggði verulegar bœtur a stjbrnarfari voru fengi framgang með 'óllum þorra atkvæða a nœsta þingi, an frekari tafa fra 'óðrum nauðsynlegum mhlum. Vér treystum því, að þér latið ekki kaþþ né flokksfylgi hafa ahrif á þa mikils- varðandi alyktun, sem þér nú eigið að taka, og vonum, aðyður séþað Ijóst, að augu samtiðar og framtíðar hvíla a yður. Þér berið abyrgðina a því, að fósturland vort missi ekki neitt af þeim réttindum, sem það nú gœti fengið, ef rétt væri að farið. Vér teljum helga skyldu vora, að minna a þetta, jafnvel þbtt vér'enganveginn berum brigður a, að yður sé þetta full- tjbst, og aðþér munið raða þessu mali til lykta eþtir því, er þér alitið réttast og affarasœlast. í neðri deild alþingis 13. ágúst 1901. Bjðrn Bjarnarson, þm. Borgf. Björn Bjarnarson þm. Dalam. Hannes Hafstein. Hannes Porsteinsson. Hermann Jónasson. Jósafat Jónatansson. Kl. Jönsson. Lárus Bjarnason. Pétur Jónsson. Stefán Stefánsson, þm. Eyf. Tryggvi Gunnarsson. Áskorun þessari er eg í aðalatriðunum samþykkur. Einar Jónsson. Afrek efri deildar. Áskorun þessi, sem prentuð er hér á undan, og heiraastjórnarmenn í neðri deild, n að tólu, auk Einars Jónssonar, sendu efri deild, var lesin þar upp af forseta sama daginn og stjórnarskrár- málið var þar til síðustu umræðu 13. þ. m. Krist- ján Jónsson mótmælti því í fyrstu, að skjal þetta væri lesið upp, en forseti sinnti því ekki. Áskor- un þessi var svo hógvær, svo vægilega orðuð, sem heimastjórnarfiokknum frekast var unnt, því að hann ól þá svikulu von í brjósti, að hinn svo- kallaði meiri hluti í efri deild, mundi ef til vill ekki svo gersamlega fráhverfur óllu samkomulagi, ekki vera svo steinblindur af heimskulegum þráa og fiokksfylgi, að hann vildi alls ekki sinna jafn aðgengilegu boði, sem kemur fram í áskorun þessari. Heimastjórnarmenn gátu ekki trúað þvi, að guðsmennirnir í efri deild með biskupinn í broddi fyikingar mundu svo »forhertir«, ef svo má að orði komast, að þeir mettu meira fylgi við einstakan mann eða einstaka menn, heldur en heill þjóðarinnar og sóma sjálfs síns, þvi að engum manni með heilbrigðri skynsemi, er hlut- drægnislaust vill líta á málið getur blandazthug- ur um, að það var hið hraparlegasta gerræði og og vítavert atferli, að senda nú frá þessu þingi svona lagað frumvarp til hinnar nýju stjórnar, án þess að leita fyrir sér, hvort ekki væri unnt að fá aðrar og veigameiri umbætur á stjórnar- farinu. Hefðu heimastjórnarmenn getað trúað þvf, að menn þessir mundu vísa háðulega frá sér öllum málaleitunum f þá átt að fresta úrslit- um málsins að þessu sinni, mundu þeir hafa orð- að áskorunina nokkru öðruvísi, sagt þeim góðu herrum bitran sannleikann, sagt þeim, hvað þeir væru að gera, og hve þunga ábyrgð þeir bökuðu sér gagnvart þjóðinni með háttalagi sínu, með því að skara enn þá meira eldi en fyr að sundr- ungunni, ófriðinum og rifrildinu í þessu máli, er ' þeim var í lófa lagið að girða fyrir að mestu með því að ráða málinu ekki til lykta á þessu þingi. En auðvitað eiga sexmenningarnir í efri deild ekki einir sök á þessu atferli, heldur lfka flokks- bræður þeirra í neðri deild, er slöppuðu í þá stálinu að láta sér ekki segjast, en sporna gegn því af óllum lífs- og sálarkróptum, að mál- ið kæmi aptur til neðri deildar eða tefðist(!). Þegar Hafnarstjórnarflokkurinn í n. d. frétti um áskorunina til efri deildar, þá tók hann sig til og skoraði á efri deild að láta sér ekki segj- ast, en samþykkja frv. tafarlaust. Og urðu þeir 11 undir þeirri áskorun, ersýnir bezt, hver meiri hlutinn er í neðri deild.. Sannleikurinn er, að Hafnarstjórnarmenn eru ekki í meiri hluta á þing- inu, þótt þeir ráði nú úrslitum vegna forsetakosn- inga, sjúkdómsforfalla o. fl. Og lávarðarnir í efri deild, er stjórnarskrárbreytinguna samþykktu voru eins og hlýðin börn. En þessir herrar voru: Axel Tulinius, Hallgrímur biskup, Kristján Jónsson, séra Magnús Andrésson, séra Ólafur frá Arnarbæli og séra Sigurður Jensson. Hefur presturinn í Arnar- bæli stundum verið hárómaðri, lagt meiri áherzlu á orðin, heldur en hann lagði á »jáið« sitt í því máli, og eins var um Sig. Jensson, er menn vissu að var mjög á báðum áttum, þá er á skyldi herða, en hafði ekki þrek til að rísa undan farg- inu, er á hann var lagt af þeim mönnum, bæði í efri og neðri deild, er fastráðið höfðu að láta nú kné fylgja kviði við þjóðina og neyta nú þess tilvilj-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.