Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 4
Alþingi. IX. Ban kamálið þeirra Arntzen og Warburgs var afgreitt frá neðri deild á kveldfundi í gær eptir 5 klukku- stunda umræður (við 3. umr.) með 15 atkv. gegn 6. Meðal þessara 15 voru Lárus Bjarnason og Björn Bjarnarson þm. Borgf., er greiddu atkv. með málinu út úr deildinni með fyrirvara og Hannes Hafstein að vissu leyti. Hitt voru allt Hafnarstjórnarmenn, auk Péturs Jónssonar og Bjarn- ar sýslumanns, en þeir sem greiddu atkv. móti voru Einar Jónsson, Hannes Þorsteinsson, Her- mann Jónasson, Jósafat Jónatansson, Stefán Stef- ánsson bóndi og Tr. Gunnarsson. Höfðu Hafn- arstjórnarmenn gert mál petta að eindregnu fiokks- máli, og héldu þar allir hópinn. Breytingartil- lögur, er gengu í þá átt að láta landsbankann standa við hlið hlutafélagsbankans féllu allar með jöfnum atkvæðum fiestar (n gegn n), og héldu Hafnarstj.menn þar hópinn gegn þei m,en heima- stj.menn með þeim. Hefur allmargt talað verið í þessu máli og hafa þeir Þórður Thoroddsen og Lárus Bjarnason haft aðalframsöguna á hendi með og móti málinu fyrir hönd meiri og minni hluta nefndarinnar og hefur sókn og vörn verið þar allsnörp. Nú á víst að knýja málið með odd og egg gegnum efri deild, svo að hver silkihúfan verði upp af annari á þessu þingi. Það er ekki komandi nærri því að leita fyrir sér um aukning og efiing landsbankans, t. d. með láni í útlönd- um. Það á að ganga óhæfu næst að dubba upp á nokkurn skapaðan hlut, sem innlent er, eða leggja rækt við nokkuð það, sem þjóðin á. Nið- ur með landsbankann, það er einkunnarorð þess flokks, er nú beitir valdi sínu á þingi í þágu ein- stakra manna. En verði frumvarp það, sem nú er afgreitt frá neðri deild samþykkt í efri deild, sem trúa má til alls, og svo samþykkt af stjórn- inni, sem búast má við, þá er það spá vor, að að ekki Kði á löngu, áður menn fái að þreifa tilfmnanlega á því, hve hyggilegt það hafi verið að leggja landsbankann niður og gefa útlending- um einkarétt yfii seðlaútgáfu landsins og öllum fjármálum þess í 30 ár fyrst um sinn, og að menn komist þá að raun um, hversu hlutafélagsbankinn verður mikil hjálparhella íslenzks landbúnaðar eða iðnaðarframkvæmda. Þeir sem mest hafa barizt nú fyrir þessum »stóra banka« munu þá uppskera ávöxt verka sinna. En þá er um sein- an að sjá sig um hönd. Annars verður minnst ítarlegar á mál þetta síðar og afskipti þingsins af því. Lög samþykkt af þinginu : 1. Lög, er banna að flytja vopn og skotföng til Kína frá íslandi. 2. Lög fyrir Island um tilhögun á löggæzlu við fiski- veiðar í Norðursjónum. 3. Lög um útvegun á jörð handa Fjallaþingapresta- kalli. 4. Lög um breyting á 4. gr. laga 14. des. 1877 um laun sýslumanna og bæjarfógeta (500 kr. viðbót við laun sýslum. í Suður-Múlasýslu). 5. Lög um forgangsrétt veðhafa fyrir vöxtum. 6. Lög um próf í gufuvélafræði við stýrimannaskól- ann í Reykjavík. 7. Lög um viðauka við lög um prentsmiðjur 4 des. 1886. 8. Lög um skipti á jörðinni Vallakoti í Reykdæla- hreppi og jörðinni Parti í sama hreppi. 9. Lög um að stofna slökkvilið á Seyðisfirði. 10. Lög um manntal í Reykjavík. 11. Lög um síldarnætur. 12. Lög um br. á 1. gr. í lögum 2. febr. 1894 um br. í opnu bréfi 29. maíi839um byggingarnefnd í Reykjavík. 13. Lög um bólusetningar. 164 14. Lög um viðauka við lög 6. nóv. 1897 um und- irbúning verðlagsskráa. 15. Lög um br. á tilsk. 20. apr. 1872 um bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík. 16. Póstlög. 17. Lög um greiðslu verkkaups. 18. Lög um samþykkt á landsreikingunum fyrir 1898 og 1899. 19. Fjáraukalög fyrir árin 1898 og 1899. 20. Stjórnarskipunarlög um br. á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni 5. jan. 1874. 21. Viðaukalög við lög 31. jan. 1896 um útbreiðslu næmra sjúkdóma. 22. Lög um skipun sótara í kaupstöðum öðrum en Reykjavík. 23. Lög um heilbrigðissamþykktir í kaupstöðum, kauptúnum og sjóþorpum á Islandi. 24. Lög um kirkjugarða og viðhald þeirra. 25. Lög um samþykktir um ábyrgðarsjóði fyrir naut- gripi. 26. Lög um samþykktir til vanrar skemmdum af vatnaágangi, um vatnsveitingar og skurði. 27. Lög um br. á lögum 6. apr. 1898 um bann gegn botnvörpuveiðurn.__________ Korriró, dillidöl Nú ætla málgögn Hafnarstjórnarflokksins auðsjá- anlega að stinga þjóðinni svefnþorn undir næstu kosningar með því að þykjast vera með öllu, sem hún vilji, hversu langt sem það gangi, jafnvel land- stjóra ogjarli(!l). Ekkert í veginum. Er ekki hlægi- legt að hugsa sér annan eins skollaleik og blekk- ingarleik, eptir alla frammistöðuna og barninginn við það að lemja nú þessa stjórnárskrárbreytingu gegnum þingið ? Skyldi þjóðin vera svo grannvitur, að trúa þessum herrum, þótt þeir tali blítt og sleikju- lega, eins og krakkar, sem vilja narra pabba sinn til að taka vægt á því eptir á, er þeir hafa gert axarsköpt og móðgað hann stórlega. Önnur eins látalæti ættu ekki að geta blekkt nokkurn hugs- andi mann. Meðal annars hefur Hafharstjórnarmálgagnið hér í bænum hreint og beint játað (í síðasta blaði), að þetta, sem það sjdlft hefur verið að streitast við að fá samþykkt sé „humbug" og jafnvel hættulegt, er fram í sækir, eða hvað segja menn um aðra eins setningu og þessa frá sjónarmiði þess málgagns: „Sé það (nfl. þetta nýja stjórnarfyrirkomulag sam- kvæmt frv.) af hálfu stjórnar og þjóðar notað dyggi- lega og hyggilega, fái það að njóta sín undir for- ystu framkvæmdarsamra og gætinna manna, þá stendur það fráleitt þrifum þjóðar vorrar fyrir þroska (!) fyrst um sinn"(!!). Setning þessi þarf engrar skýr- ingar við. Og svona er öll greinin (í Isaf. 14. þ. m). tóm flækja og hugsanagrautur: landstjóri, jarl, miðlun frá '89, valtýska og allt mögulegt millum himins og jarðar hrært saman í eina pólitiska vellu, sem enginn botn finnst í. Gaman er að börnunum. Korriró, dillidó ! Ósannindi eru það í síðasta „Þjóðvilja", dagsettum í gær, að (allir) þeir, sem héldu ræður á þjóðhátíð Reykvík- inga 2. þ. m. hafi lesið þær upp af skrifuðum blöð- um. Að því er mig snertir er þetta ósatt. Eg hafði engin blöð meðferðis, hvorki smá né stór, eins og margir voru sjónarvottar að, en auðvitað hafði eg skrif- að upp áðurheima hjá mér aðalatriði ræðunnar fyrir minni Baldvins Einarssonar, enda mun það vera sið- ur flestra, er halda tækifærisræður á opinberum mannfundum. Þetta skiptir auðvitað ekki miklu, en úr því að „Pjóðviljinn" fór að minnast á þetta há- tíðarhald, gat hann hermt rétt frá, enda var ritstjór- inn þar sjálfur viðstaddur. Um hitt þarf ekki nein- um orðum að eyða, að stjórnarbótarféndur(l!), er hann svo kallar, hafi notað tækifærið til að hnýfla mót- stöðumenn sína. Þessu mun helzt vikið að mér og geta menn nú séð af ræðunni, hve mikið það hefur verið, þótt lítilsháttar blað, sem enginn tekur mark á, hafi áður verið að geipa um það ofur naglalega. Það var óþarftfyrir „Þjóðviljann" að herma það eptir því blaði. Hannes Þorsteinsson. Dáinn er í gær héríbænum Holm skipstjóri á »Vestu«; hafði fengið heilablóðfall, eins og getið var um um áður hér í blaðinu. Hann var dugandi skip- stjóri og kom sér vel. Bruni mikill varð nýlega á Sólbakka við Önundar- fjörð. Brann þar að mestu hvalveiðastöð Ellef- sens hvalveiðamanns, og er skaðinn talinn um 100,000 kr. eptir lausafregn með skipi að vestan í gær. Húsin höfðu verið vátryggð. STÓRAN AFSLÁTT gef u r = 8AUM£8TJFAN = 14. BANKASTRÆTI 14. á fataefnum, þar eð farið er að líða á sumarið, og með „LAURA" næst koma hin ódýru og vönduðu efni í Ulstera (Vetrarkápur) sem enginn selur ódýrari. YETRARJAKKA — BUXUR - YFIRFRAKKA KAMGARN Og CHEYIOT í alklæðnaði ofl. sem allt selst jafn lágu verði og undanfarið, gegn peningum. Guðm. Sigurðsson. Gleraugu hafa týnzt á veginum frá Reykj vík upp fyrir Korpúlfsstaðaá. Finnandi skili þei: til ritstjórans gegn fundarlaunum. |a- ieim TIl leigu óskast 3—4 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu, helzt sem næst miðbænum. Ritstj. vísar á. Heimsins vónduðustu og ódýrustu Orgel °s Fortepiano fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Organ Gl og frá Cornish & C^L, Was- hington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum (122 fjöðr- um), 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönd- uðum orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 krónur. (Orgel með sama hljóðmagni kostar í hnottréskassa hjá Petersen & Steenstrup minnst ca. 260 krónur og lítið eitt minna hjá öðrum orgelsölum á Norðurlöndum). Flutn- ingskostnaður frá Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26—40 krónur eptir verði og' þyngd org- elsins. Öll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi félaganna hér á landi: ' Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Enginn verðhækkun á Kina-Lifs-Elixir þrátt fyrir tollinn. Eg hefi fengið vitneskju um, að sumir neytendur Kína-Lífs-Elixírs hafi orðið að greiða hærra verð fyrir Elixírinn, síðan tollhækkun- in komst á. En eg get frætt menn á því, að kaupendurnir fá Elixírinn fyrir sama verð og áður og að úts'óluverðið er óbreytt, 1 kr. §0 au. Jiaskan, eins og stendur á flöskumiðan- um. Eg vil því biðja menn um að skýra mér frá því, ef nokkur kaupmaður selur El- ixírinn dýrar, því að það er rangt og mun verða vandað um það. Hinn ekta gamli Kína-Lifs-Elixír fæst framvegis til útsölu úr forðabúri mínu á Fá- skrúðsfirði eða ef menn snúa sér beint til verzlunarhússins Thor E. Tulinius. Waldemar Petersen. Frederikshavn. Skrifstofa og forðabúr: Nyvej 16. Köbenhavn V. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.