Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 3
segja, förum vér illa með hana, fælum hana í burtu og tortímum henni. Að vísu lifir hún undir verndarlögum (Lög um friðun fugla [og hreindýra] 16. des. 1885) og eigum vér að beita þeimhenni til varnar, en það er hvorttveggja, að lög þessi eru ónóg og þau eru illa haldin. Ónóg eru þau vegna þess, að þau taka ekki út yfir annað en fugladrápið og ná of skammt. Gömlum mönn- um, sem nú lifa, og sem nokkuð þekkja til fugla og veitt hafa þeim eptirtekt, ber öllum saman um það, að nú sé miklu minna af fuglum en áð- ur var — áður en nokkur fuglafriðunarlög voru til — og skilja naumast i því, hvað því veldur að þeim fækkar svo mjög, þrátt fyrir mildari veð- uráttu og minni vorhörkur nú en opt áður, sem þá áttu einna stærstan þáttinn í því, að deyða fuglana, ekki sfður en aðrar varnarlausar skepn- ur og bjargarsnauðar; en þeir gæta ekki að því, að siðan vorhörkunum linnti og lögin urðu til, hafa komið miskunarlitlar manneskjur til sögunn- ar, sem telja það yndi sitt og eptirlæti að geta drepið sem allra mest af þessum saklausu, fögru fjaðradýrum, í stað þess að þeim ætti að þykja yndi og eptirlæti i að stuðla að því eptir megni að þeim fjölgaði, en fækkaði ekki. Með áminnst- um lögum var stórt stig stígið i áttina, til að fækka þeim; tíminn var styttur um þann tima sem helzt hefði þurft að friða fuglana, því þeim var nattðsynlegri friðunartíminn frá 20. júlí til 20. ág. — eins og hann var, heldur en frá 1. apr. til 1. maí, eins og hann er nú. Því ber ekki að neita, að áður en friðunarlögin 17. marz 1882 komu, áttu fuglarnir ekkert fríðland, þeim var engin vægð sýnd, heldur drepnir hvar sem til náðist, og jafnvel mest um varptímann, þegar þeir voru sem spakastir, en síðari lögin eru að miklum mun verri en hin fyrri, því um mánaða- mótin júlí—ágúst eru mjög margar fuglategundir með ósjálfbjarga unga sína á vötnum, ám og lækjum, og þegar hinn núgildandi friðunar- tími er útrunninn, taka útlendir ferðamenn og ýmsir hérlendir, hugsunarlausir piltar til að skemmta sér við þetta »sport«, að drepaoglama umhyggjusamar mæður unganna, sem berjastmeð þá fram í opinn dauðann og verjast með þá i þröngum lækjum og litlum tjörnum, unz þær falla frá öllum bópnum ósjálfbjarga, svo hann hlýtur að veslast upp og deyja úr hungri eða limast í sundur á ljás-oddi sláttumannsins á engjum og mýrum eða verða vargfuglum að bráð. En þó þetta sé Ijótt og skaðlegt fyrir fjölgun fuglanna, J>á er til ónnur eyðilegging, sem er þeim marg- falt skaðlegri, og fer hún stöðtlgt í vöxt ár frá ári, eyðilegging, sem lögin hafa enn#ekki reist neinar skorður við, og er það hið hóflausa eggja- rán. Það mun óhætt að fullyrða, að eggjum sé nú safnað nálega um land allt, og að þau séu orðin almenn verzlunarvara. Jafnvel þeir, sem enga illa meðferð þykjast geta séð né þolað á skynlausum skepnum og vitja telja sig allra mestu dýravini, eru nú orðnir mestu eggjaræn- ingjar; unglingarnir vaka nótt og dag allan fyrra hluta sumarsins að leita uppi eggin og taka allt sem þeir finna af því tagi, ög skiptir það mörg- um þúsundum árlega; þeir taka »grá-unguð« egg- in úr hreiðrunum og gæta þess ekki, að slík egg verða hvorki þeim né öðrum til nokkurs gagns, ery fuglafjölguninni er engu að síðurspillt með því. Mest mun fugladrápið og eggjaránið á Suð- urlandsundirlendinu, enda nokkrar fuglateg- undir þar, og hvergi annarstaðartil í landinu, sem eru þvi nær útdauðar, svo sem »Þórs- hani« o. fl. Egg hans eru orðin svo sjaldgæf, að hvert þeirra mun nú borgað með 1 kr. eða 4 kr. hreiðrið og ræður því að líkindum, hvort unglíngarnir ekkí sækjast eptir slíkum eggjum. Að meðaltali munu önnur þau egg, sem orðin eru verzlunarvara, borguð með 50—60 aur. hvert, því þótt flest egg séu ekki borguð nema 5—20 aura hvert, þá eru nokkur þeirra borguð 80 aura— 1 kr., og enda sumar tegundir frá 2 kr.—5 kr. hvert egg. Menn kunna nú að álíta, að hér sé 163 um verulega tekjugrein að ræða fyrir landsmenn, og það beri ekki að hepta hana á nokkurn hátt vegna arðsins, sem hún gefur af sér, en þá er hins að gæta, að ekki sé svo mjóg nærri henni gengið, með hóflausri eyðslu, að hún þverri al- gerlega og er því ekki ráð nema í tíma sé tekið, að hepta hana eða fyrirbyggja hana með öllu nú um nokkur ár, að minnsta kosti 10—20 ár; en það verð- ur ekki gert svo að gagn sé að, nema með því móti: að allir fuglar, að undanskildum hræ- fuglum og gripfuglum, séu friðaðir frá drápi frá i. apr. til 15. sept., og að öll egg þessara (friðuðu) fugla séu friðuð frá ráni þann tíma allan, þannig, að þau megi alls ekki hirða eða notfæra sér á nokk- urn hátt. Sektir fyrir brot gegn þeim lögum ættu að vera mjóg háar, svo háar, að enginn gæti unnið það fyrir sektina að hirða þau. 5 króna sekt fyrir ýmsar tegundir eggja, væri alls ekki ofhá sekt. Þar eð eg vona, að íslendingar eigi vilji sjá á bak fleiri fuglategundum en orðið er, t. d. geir- fuglinum, óska eg og vona, að alþingi nú í sumar taki þetta mál til meðferðar og semji friðunarlóg eptir því, semeghefbenthérá, gætandi að því, að eigi núgildandi lög um friðun fugla að standa óhögguð, svo að engin lög séu til um friðun fyrir eggjaráninu, þá hljóta fleiri eða færri tegundiraf okkar inndælu sumarfuglum að eyðileggjast með öllu áður en mörg ár lfða. Ritað í öndverðum ágústmán. 1901. Dýravinur. Fimmtíu ára afmæli þjóðfundarinsTT var haldið hátíðlegt í efri deild 13. þ.^m., að vísu á nokkuð einkennilegan hátt, en þó ekki öðruvísi en vænta mátti af þeim görpum og ætt- jarðarvinum, er þar mynda að nafninu til meiri hluta í stjórnarskrármálinu. Til þessa flokks telst fyrst og fremst yfirhirðir íslenzku kirkjunnar og sómir honum það vel sem andlegum leiðtoga að vísa öðrum á rétta braut. Hinum 3 guðsmónn- um, er þar eiga sæti í deildinni (Magnúsi And- réssyni, Ólafi í Arnarbæli og Sig. Jenssyni) þurfti hann ekki að kenna fræðin; þeir munu nógu vel uppfræddir í kristindóminum, og munu kunna »katekismus« heimastjórnarfénda1) utanbókar. Hins vegar mun yfirvald Sunnmýlinga lengi hafa verið nokkuð áttavilltur í hinum pólitisku fræð- um og ekki veitt af að fá andlegar leiðbeining- ar, dálítinn samvizku-»strammara«, og bar þar vel í veiðar, að hann þurfti ekki að sækja hann til óviðkomandi manna, gat fengið hann öldungis ókeypis hjá tengdapabba sínum. Er alls óvíst, hvar yfirvaldið hefði skolazt í land, hefði það enga leiðarstjörnu haft til að átta sig eptir. Það getur nú labbað ánægt heim til sín og gætt sin að fara aldrei optar út á sþessa galeiðu« — inn í þingsalina — enda hefur það aflað vel i »túrn- um« —dregið dálítið á bátinn fyrir sig árlega — svo að margur hefur haft minna upp úr lengri og frægilegri þingsetu. Sjötti, en ekki sizti postulinn, er nú réð úr- slitum í stjórnarskrármálinu i efri deild er yfir- dómarinn Kristján Jónsson — sonur Jóns gamla frá Gautlöndum. — Hafði hann svör fyrir flokks- mönnum sínum og talaðimjögákaflega fyrirfrum- varpinu. Var ejns og hann ætti tfmanlega og eilífa velferð sína undir því, að frumvarpið kæm- ist öldungis óbreytt gegn um efri deild. Er því vonandi, að hann þokist á sinum tima ttpp í há- yfirdómarasætið, er sumir hugðu, að honum mundi naumast standa til boða, eptir þvf að dæma, hvernig hæstiréttur hefur litið á dugnað hans í dómarastörfum. En það getur allt saman lagazt, þegar »sá sérstakií er seztur á laggirnar. 1) Þetta orð er myndað í samræmi við „stjórn- arbótarfénrlur", sem eitt alkunnugt málgagn er allt- af að „titla" mótstöðumenn sína með. Orðin eru að vísu ekki falleg, „en óvandari er eptirleikurinn". Þessir 6 lávarðar í efri deild, er hér hafa verið nefndir, hafa haldið 50 ára afmæli þjóð- fundarins hátíðlegt með því að »mótmæla« áskor- un þeirri, er til þeirra var beint frá neðri deild. Þeir verða líklega frægir í sögunni fyrir það og nöfnum þeirra haldið á lopti langt fram á nýju öldina. Þeir hefðu naumast orðið frægari fyrir nokkurt annað afrek, og verða naumast á lífs- leiðinni, hversu lengi sem kempttr þessar kunna að sitja á þingi. Geirrauðut. Þjóðhátid héldu Borgfirðingar og Mýramenn sunnudaginn 4. þ. m. á bókkunum sunnan Hvítár, hjá Bakka- koti. Var þar mikill mannfjöldi saman kominn, bæði úr nálægum sveitum sunnan og vestan Hvítár, af Hvalfjarðarströnd og Akranesi og víðar. Þar var og hornleikaraflokkur Reykvfkinga, er farið hafði upp í Borgarnes með gufubátnum „Reykja- vik" daginn fyrir, og nokkrir fieiri Reykvikingar. Veður var hið bezta um daginn; fyrst vind ur hægur af norðri en sfðar því nær logn. Eptir hádegið þyngdi nokkuð í lopti og gerði síðari hluta dags þoku og fylgdi henni regndeyfa Iftil, sem þó leið af með öllu eptir litla stund, og var því veður hið bezta um kvöldið og létti þá apt- ur nokkuð í lopti. Fyrstur hélt Jón prófastur Sveinsson ræðuog tjáði hátíðina setta, og var það kl. 11 f. h. Eptir það sté Jóhann bóndi Eyjólfsson frá Sveinatungu í ræðustólinn og mælti snjalla og fagra ræðu fyrir minni íslands. Þá hélt séra Jóhann Þorsteinsson frá Staf- holti ræðu fyrir minni alþingis íslendinga, og rakti sögtt þess frá byrjun, og minntist að síðustu í fám orðum þessa yfirstandandi þings. Eptir þá ræðu væntu menn — samkvæmt „frogrami", — að séra Einar Friðgeirsson frá Borg flytti ræðu fyrir minni héraðsins, en það fórst fyrir, vegna lasleika hans. Leikið var á horn á milli ræðanna, og opt- ar um daginn, en önnur sönglist var þar ekki reynd um daginn, og þótti það kasta daufari blæ á hátíðina en ella. Að lokinni ræðu séra Jóhanns mælti Ingi- mundur Gíslason í Fossatúni fram vísur nokkrar og kvæði, er hann hafði ort. Því næst hófust kappreiðar, og mátti þar sjá margan fríðan fák á spretti, og þótti flestum, er séð höfðu kappreiðarnar í Vfk, þær hafa verið lítils nýtar í samanburði við kappreiðar þessar. Eptir það hófttst glímttr og fékk einn verð- laun, Guðmundur Guðbrandsson. Eptir að glímurnar vortt afstaðnar varð nokk- urt hlé á hátíðinni, en eptir litla stund sté Hall- dór Helgason, frá Ásbjarnarstöðum, í ræðustól, og mælti fram tvö kvæði, er hann hafði ort. — Þá leið enn alllöng stund til þess er séra Þórhallur Bjarnarson frá Laufási innti af hendi hlutverk Einars prófasts Friðgeirssonar, og mælti fyrir minni héraðsins. Að þeirri ræðu lokinni sté Ein- ar Jochumsson í ræðustól, og las upp nokkrar visur og kvæði eptir sig, var það einkum áhrær- andi trúarbrögð, og minntist hann meðal annars „Þyrna" Þorsteins Erlingssonar. Að þessu loknu hófst dans og stóð alllengi um kvöldið. Hátíðasvæðið er hið fegursta, og var ræðu- stóllinn áfastur danspalli á suðurenda hans, og hvelfing yfir. Við norðurenda danspallsins var byggður pallur með hvelfingu yfir fyrir hornleik- arafélagið. Var þar allt fagurlega skreytt og skógi sett í kringum pallana. Auk þess var grindverk- ið utanum þá prýtt með fjölbreyttu skrauti; þótti sá útbúnaður allur lýsa meiri fegurðarsmekk en útbúnaðurinn hjá Reykvíkingum. — Hafði And- rés Féldsted mestu ráðið ttm byggingu pallanna, sem þótti að öllu hin heppilegasta. J.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.