Þjóðólfur - 20.09.1901, Page 3
179
in gerðist svo misvitur, að skipa Valtý í þetta
sæti, mann, sem vakið hefur jafnmikla sundrungu
i þessu máli, og þar af leiðandi getur búizt við
harðari mótspyrnu, en honum væri hent. Er
ólíklegt að nýja stjórnin byrji afskipti sfn af þessu
máli með jafnóheillavænlegri ráðstöfun. En fari
svo, að stjórnin skipi nú, án stjórnarskrárbreyt-
ingar, sérstakan Islandsráðgjafa, er mæti á alþingi,
þá hefur hún fallizt á það, sem Þjóðólfur hefur
jafnan haldið fram, að til þessa þyrfti enga stjórn-
arskrárbreytingu, sem »ísafold« tólskaðist mestút
af bæði í vor og endranær. I efri deildar ávarp-
inu er og farið fram á þetta, en hvernig geta
mennirnir, t. d. biskupinn og yfirdómarinn, skorað
á stjórnina að brjóta stjórnarskrána, samkvæmt
kenningu ísafoldar? Eða skyldi þetta ekki vera
ein vitleysan af mörgum, sem það málgagn þyrfti
að biðja lesendur sína fyrirgefningar á?
Nýjar myndasýningar.
Ymislegt hefur verið gert á síðari árum í þá
átt, að vekja athygli manna erlendis á Islandi,
náttúrufegurð þess, sögu og þjóðlífi og má til
þess meðal annars telja framkvæmdir hins íslenzka
ferðamannafélags, auk auglýsinga frá ýmsum út-
lendum stofnunum af líku tagi (t. d. Cook), er
hafa gert sér ferðalög hingað til landsins að gróða-
vegi á einhvern hátt. Eitt hið öflugasta meðal
til þess, að breiða út þekking á landi voru og
þjóðlífi meðal almennings ytra er það efalaust að
sýna myndir (landslag, vinnubrögð o. s. frv.) með
þeirri aðferð, er breskt myndasýningafélag eitt
Gibbons & Co. í Lundúnum hefur nú byrjað á.
Er hér staddur um þessar mundir sendimaður
þessa félags, Mr. A. Noggerath, og hefur hann
þegar tekið ýmsar ljósmyndir hér með svokölluð-
um »Kinematograf«, er félag þetta siðar ætlar að
sýna á leikhúsum ytra víðsvegar um heim, með
fyrirlestrum um hinar einstöku myndir. Með ljós-
myndavél þessari er hægt að sýna hreyfingar
(t. d. fossaföll, hlaup, hveragos, vinnubrögð, íþrótt-
ir o. s. frv.,) og hefur Gibbonsfélagið sérstaklega
ætlað sér að ná myndum af hinum norsku hvala-
veiðum hér við land. En erindreki þess kom of
seint til landsins til þess að geta tekið myndir
af þeim veiðiskap. Einnig kom hann of seint
til þess að geta tekið myndir af ferðamannaflokk-
um o. fl. er hefði getað haft mikla þýðingu 1 þá
átt að draga útlendinga að landinu. — Yfirleitt
hefur félagið að þessu sinni ekki haft ftill not af
tilraun sinni vegna þess að ljósmyndarinn hefur
komið of seint til þess að geta sýnt ýmislegt, er
snertir ferðalög sérstaklega. —
Það er enginn efi á þvi, að væri slíkar
myndasýningar frá Islandi haldnar almennt og
víðsvegar um heim, mundu þær stórum geta
stuðlað að því, að ferðamannastraumurinn til
landsins ykist, og gæti það þá jafnvel verið um-
talsmál, að landsmenn sjálfir styddu að því á ein-
hvern hátt, að myndir af þessu tagi gætu komið
fram sem fjölhæfilegastar og bezt valdar. —
Gibbonsfélagið á þakkir skilið fyrir að hafa byrj-
að á þessu, og er vonandi, að það framkvæmi
meira í sömu átt að ári. —
Skákbókasöfn.
Skáktaflið er nú orðið að minnsta kosti 1200
— 1300 ára gamalt — nákvæmar verður ekki kveð-
ið á um aldur þess — og allt af vinnur það meiri
og meiri útbreiðslu, og það einmitt meðal mennta-
lýðsins og hinna gáfaðri manna. Ekkert spil er
jafngamalt og á slíka fortíð sem skáktaflið ogþó
á það enn fagra framtíð fyrir höndum. Ekkert
spil æfir jafnmikið hugsunina ogerþví jafnaðlað-
andi íyrir hugsandi menn; í skáktaflinu er allt
komið undir viti og umhugsun, en ekkert und-
ir heppni eða tilviljun, ef rétt er á haldið. Það
er því í raun réttri bæði vísindi og list. Eptir
Því, sem Berger segir í skákárbók sinni hinni síð-
ustu, voru árið sem leið til í heiminum yfir 70
skáksambönd og 1372 skákfélög, en eflaust hafa
þau verið fleiri, ef til vill allt að því helmingi
fleiri.
Eins og eðlilegt er, hafa margir verið til þess
að safna ritum um skáktaflið, því að margir dýrk-
endur þess eru mennta- og bókavinir. Skákbók-
menntirnar aukast líka með ári hverju. Síðast-
liðið ár munu hafa komið út um 20 skáktímarit
og auk þess voru birtir skákdálkar i hér um bil
400 dagblöðum og tímaritum, og eru þá ótald-
ar allar aðrar bækur um skák, er út voru gefn-
ar. Margar gamlar skákbækur eru líka býsna
sjaldgæfar og því í háu verði. Fyrsta bók, sem
prentuð var á ensku, var »The game and playe
of the chesse«; kom hún út 1474 og er venju-
lega kennd við prentarann W. Caxton, en eigin-
lega er það þýðing á riti Jakob de Cessolis. Fyr-
ir hana mundi nú gefið 1000 pund sterling (=
18,000 kr.). »Morals of Chess« eptir Benjamín
Franklin, Parísarútgáfan frá því seint á 18. öld,
var seld nýlega fyrir 100 kr. og er þó mjög lítil
bók, nokkrar blaðsíður.
Mörg opinber bókasöfn eiga stórt safn skák-
bóka og hafa þau venjulega keypt það af einstök-
um mönnum. Auðvitað er mikið af prentuðum
skákbókum til í hinum stóru bókasöfnum í Lond-
on (British Museum), Parls, Flórens og Róm, en
þau söfn eiga lfka mörg dýrindishandrit af skák-
rituin frá eldri tímum. Eitt hið elzta af stórum
skákbókasöfnum átti Ludvig von Bledow (J-1846),
yfirkennari ( Berlín; að honum látnum keypti
konunglega bókasafnið í Berlfn það allt. Annað
stórt safn átti og George Allen (7- 1876), prófess-
sor í grfsku við háskólann í Philadelphíu, og það
keypti bókasafnið í þeim bæ fyrir um 11,000 kr.
Sá, er mest og bezt hefur ritað um sögu skáktaflsins,
er Antoníus von der Linde (-f-1897); sögurit hans
eru í 4 bindum og þykja frábærlega velogskarp-
lega rituð; en auk þess hefur hann gefið út lista
yfir skákbækur og er hann nauðsynlegur fyrir alla
safnara í þeirri grein (Das erste Jahrtausend der
Schachlitteratur. Berlin 1881). Hann átti sem
sé sjálfur stórt skákbókasafn, en varð af fjárhags-
legum ástæðum í lifanda lífi að selja það og keypti
konunglega bókasafnið í Haag á Hollandi það.
Mjög framarlega, bæði sem skáksögufræðingur,
skákritahöfundur og taflmaður, stóð vinur hans,
Tassilo von Heydebrand und von der Lasa, sem
er látinn eigi alls fyrir löngu; hann var lengi sendi-
herra Prússa meðal annars í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi. Hann átti sérlega vandað skákbóka-
safn, einkum átti hann stórt handritasafn bæði í
frumritum og afskriptum; gaf hann út skrá yfir
það og er það nú eign barna hans. Nýlega hefur
opinberum bókasöfnum verið boðið til kaups skák-
bókasafn hins þekkta skákdæmahöfundar, G. A.
Gilberg; átti það að kosta um 8000 kr., en ekki
hefur heyrzt, hvort það hefur verið selt enn þá.
Stærsta skákbókasafn í heimi á John G. White,
málafærslumaður í Cleveland í Ohio; mun það
nú vera yfir 4000 bindi og er metið um. 50,000
kr. virði. Hann sparar heldur ekkert til að full-
komna það sem bezt og lætur afskrifa öll hand-
rit, ef hann getur ekki fengið þau keypt. Sjálf-
sagt gefur hann það eptir sinn dag einhverju op-
inberu bókasafni, enda væri fásinna, að láta slíkt
ágætissafn sundrast eða að tryggja það ekki svo,
að því yrði haldið saman framvegis. Annar Am-
eríkumaður, þekktur skákdæmahöfundur, Eugéne
B. Cook í Hoboken, New Jersey, á og mjög stórt
skákbókasafn, er ef til vill slagar nokkuð upp í
safn White’s, en getur auðvitað ekki jafnast við
það. Yms bókasöfn önnur en talin hafa verið
hér eiga allstórt skákbókasafn, þannig á t. d.
bókasafnið í bænum Grenoble á Frakklandi all-
stórt safn, er það fékk eptir franska taflmanninn
F. Alliey. Stærsta skákbókasafn á Norðurlönd-
um er í Landsbókasafninu í Reykjavík og eru
þar víst um 1000 bindi, og eru þar á meðal marg-
ar dýrar og sjaldgæfar bækur.1) X.
1) Þess er skylt að geta, að þetta skákbókasafn
,Á banasænginnif
,Páskahugvekja‘.
Með þessari yfirskript hefur hinn alkunni
þjóðvinur(l) herra E. Hjörl. ritað í 21. tbl. ísafoldar
þ. á. frásögu um miður góða meðferð á sjúkum
hreppsómaga í Snæfellsnessýslu fyrir 6 árum síð-
an, og mun sagan eiga að vera um meðferð og
fráfall vinnustúlkunnar Margrétar Jónsdóttur, sem
dó í þeim hluta Breiðuvíkurhrepps, er liggur í
Búðasókn, vorið 1895. Saga þessi virðist 1 flest-
um atriðum fara utan hjá sannleikanum, og þess
vegna leyfi eg mér, sem fyrverandi hreppsnefnd-
aroddviti ofannefnds hrepps, að leiðrétta hin ó-
geðslegustu ósannindi í frásögunni um meðferd
sjúklingsins, með því að birta hér fyrst vottorð
þess hreppsnefndarmanns, sem eg hafði — sök-
um fjarlægðar minnar og fl. — falið á hendur
öll hreppsnefndarleg eptirlit í þeim hluta hrepps-
ins, hvar hann —nefndarmaðurinn— var búsettuí,
og annað vottorð sama manns, sem líkskurðar-
vitnis.
Vottorðin hljóða svo:
Þegar eg sem þáverandi hreppsnefndarmaður
í Breiðuvíkurhreppi á útmánuðum 1895 skoðaði,
ásamt Eiríki presti Glslasyni á Staðastað, vinnu-
konuna Margréti Jónsdóttur í Öxl þar í hreppi,
er þá lá sjúk, sá eg, að rúmi því, er hún lá í,
var háttað á þessa leið: Ofan á henni var í stað
rekkjuvoðar brekán nokkuð fornt, en þó heilt og
eigi mjög óhreint; ofan á því voru einhver föt,
líkast tveimur fornfálegum pilsum; þar ofan á
voru breiddir tveir pokar þversum, eigi óhrein-
legir. Undirklæði í rúminu, sá eg að voru þessi:
Ofan á heyinu, sem undir varí því, voru tveir
pokar (mig minnir þversum); þar ofan á var
rekkjuvoð, sem virtist vera brotin til helminga
þversum yfir, og þannig notuð tvöföld. Rekkju-
voð þessi var hreinleg, og alls engan vott þess
sá eg, að sjúklingurinn yrði að hafa hægðir til
baks og kviðar í rúmið, sökum hirðingarleysis,
og eigi varð eg heldur þess var, að fýlulykt eða
ódaun legði upp úr rúminu, að undanteknu því,
að úr brekáninu lagði mjög megna svitalykt.
Þetta votta eg hér með, og er fús til að gefa
þær upplýsingar aðrar um þetta mál, er í mínu
valdi standa. Jafnfram get eg þess, að Eiríkur
prestur skoðaði sjúkling þennan, Margréti Jóns-
dóttur, með mér fyrir tilmæli mín; mæltist hann
í fyrstu undan að verða við tilmælum mínum —
taldi sér slíkt starf óviðkomandi.þvíþað væriíverka-
hring hreppsnefndarinnar einnar að svo komnu,
og að hann hefði þá eigi tíma til þess, en þó beið
húsbóndi sjúklingsins prests heima hjá sér til
þess að fylgja honum (prestinum) kringum Jökul
til hestakaupa.
Ólafsvlk, 29. aprll 1901
Einar Þorkelsson.
Vitundarvottar:
Friðrik Kristmannsson
Guðmmidur Krisijánsson.
Það skal hér með vottað, að eg var kvaddur
til þess að vera viðstaddur, þá er Gísli læknir
Pétursson 30. apríl 1895 krufði lík Margrétar Jóns-
dóttur vinnukonu frá Óxl í Breiðuvíkurhreppi, á-
samt þeim Brynjólfi hreppstjóra Daníelssýni, Birni
hreppstjóra Andréssyni og Þorsteini trésmið Hjálm-
arsen, og skal þvf yfirlýst, að enginn þeirra, er
að lfkskurðinum var, kastaði klæðum, að undan-
teknum Birni hreppstjóra og Þorsteini trésmið,
er að eins fóru úr yfirhöfnum sínum. Jafnframt
skal því yfirlýst, að mig getur ekki rekið minni
til, að nokkur lús væri á líkinu, og eru það þvf
ósannindi einber, að svo hafi hrannirnar af lúsa-
vargnum á líkinu sótt ákaft á þá, er kringum
það vóru, að einn þeirra hafi orðið að fara úr
hverri spjör.
Staddur að Búðum, 2. mai 1901
Einar Þorkelsson.
Vitundarvottar:
Sveinn Klemensson
Armann Jónsson.
Þótt margt fleira sé að athuga við páska-
Landsbókasafnsins er allt gjöf frá hinum góðkunna
W. Fiske í Florence, er stöðugt hefur sent Lands-
bókasafninu fjölda annara bóka næstl. 20 ár. Hann
hefur og nýlega kett bókasafn á stofn í Grímsey og
sent þangað margar fræðibækur og skemmtibækur,
bæði danskar og fslenzkar, einnig myndir og landa-
bréf m. fl. Er það fallega gert og hugulsamlegt
gagnvart hinum afskekktu eyjarskeggjum. Ritst.