Þjóðólfur - 12.10.1901, Page 1

Þjóðólfur - 12.10.1901, Page 1
ÞJÓÐÓLFUR. 53. árg. Reykjavík, laugardaginn 12. október 1901. Nr. 49. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S danska smjörlíki sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá ka upmönnunum. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 26. sept. 14. þ. m. andaðist Mac Kinley, forseti Bandaríkjanna af sárum þeim, er hann fékk við áverkann af Czolgosz á sýningunni í Buffalo. Það leit fyrst út fyrir, að honum mundi batna, en allt í einu versnaði honum og litlu síðar var hann örendur. Læknarnir sögðu, er þeir krufðu lfkið, að kolbrandur hetði verið hlaupinn f sárið 1 maganum; sumir hafa viljað fullyrða, að lækn- arnir hafi ekki beitt allskostar ■ réttri aðferð við hjúkrun sjúklingsins, að þeir hafi sér í lagi gefið honum ofsnemma og ofmikla fæðu. Aðrir segja-, að batavonin hafi í raun réttri aldrei verið á ástæðum byggð, forseti hafi alla vikuna eptir til- raeðið barizt við dauðann. Jarðarförin fór fram með vanalegri viðhöfn; fjöldi fólks meiddist í troðningnum. M. K. var fæddur 1844, tók með sóma þátt í borgarastríðinu 1861—65, en gerðist seinna máls- færslumaður, fór snemma að gefa sig við pólitík og komst 1877 á þing, forseti síðan 1896, en barðist í pólitíkmeðal annars fyrir tollvernd (toll á útlendum vörum), komu út lög í þá átt 6. okt. 1890, sem kennd voru við hann (M-K-bilI); að- hylltist að öðru leyti hina svonefndu Monroe-kenn- ingu (Ameríka fyrir Amerfkumenn). I útlendri pólitík þykir hann hafa hafið álit Bandaríkjanna; með stríðinu við Spánverja jók hann og lönd þeirra. — Sem dæmi upp á vinnuþrek M-K’s er þess getið, að hann 1894 í 18 fylkjum hélt sam- tals 365 ræður. Eptirmaður M.-K’s, Roosevelt kvað ætla að feta í fótspor fyrirrennara sfns í pólitík, hef- ur og haldið sama ráðaneyti. R. var fyrir nokkr- um árum umkomulítill maður (skytta og veiði- maður), vakti eptirtekt á sér í spánska stríðinu og varð við seinustu kosningar varaforseti. Czolgosz er nú dæmdur til dauða fyrir morð- ið á forseta. Annar merkismaður er lfka nýlega dáinn: Miquel, fyrv. fjármálaáðgjafi Þjóðverja; hefur hans fyrir skömmu verið minnst nánar í Þjóðólfi, M., sem var fæddur 1828 hafði ekki áður verið sjúkur, en lá örendur í rúminu einn morgun, er dóttir hans kom inn. Að öðru leyti hafa blöðin nú undanfarið skrifað mest um ferð Rússakeisara til Frakk- lands og veizlur þær, viðhöfnog efnislitlar »skáltöl- ur«, er þar með stóðu í sambandi — allt til styrkingar hinu margumtalaða sambandi milli Frakka og Rússa. — Það var stryk í reikninginn fyrir hina þjóðveldissinnuðu Parísarbúa, sem þó elska hinn einvalda Rússakeisara, að hann kom ekki til höf- uðstaðarins, ef til vill af ótta fyrir anarkistum, en máske líka af þeirri ástæðu, að meginhluti bæjarstjórnarinnar í París er úr flokki nationalista, andstæðinga stjórnarinnar, er nú situr að völdum (Waldeck-Rousseau). Þeir keisari og Loubet for- seti mættust í höllinni Compiégne 1 Norður-Frakk- landi. Blöðin í dag segja, að Tyrkir nú loks eptir langar vífilengjur hafi látið undan Frökkum f skipakvía-málinu og að öllum ágreiningi sé þar með eytt. Kínamálið er nú loks af dagskrá; loka- skilmálarnir höfðu verið undirritaðir af öllum hlutaðeigendum í byrjun þ. m. — Öðru máli er að gegna um Afrikustrlðið, sem aldrei ætlar enda að taka. Þó að Búar venjulega fari halloka, fá Bretar þó ekki sjaldan slæman skell. Þannig er sagt, að þeir hafi nýlega í orustu við Botha í í nánd við Utrecht misst margt manna, og 1 orustu nálægt Elandsriverpoort sömuleiðis all- marga; eptir fyrstu fréttum höfðu í þessum or- ustum fallið af liði Breta 39 en 61 særðist og 155 voru teknir höndum ; seinni fréttirsegja tjónið enn meira. Þess er getið, að 10 yfirmenn úr liði Búa, sem Bretar nýlega hafa náð á sitt vald, séu dæmdir til æfilangrar útlegðar frá Suður- Afriku. Nýlega sagt frá geysmiklum húsbruna í Bergen; tjónið á húsum og vörum talið nema milj. kr. Annar voðabruni fyrir 2 dögum í Kajund- borg á Sjálandi (mestur húsbruni hér í landi, síðan Kristjánsborgarhöll brann 1884). Ef slökkvi- liðið hér f Höfn hefði ekki komið til hjálpar með sín ágætu slökkvitól, mundi ef til vill meiri hluti bæjarins hafa brunnið. Tjónið vitanl. meira en nú verður ágizkað. I gær andaðist hér í bæ B j e r r e prófastur, kennslumálaráðgjafi í ráðaneyti Sehesteds, eptir langvinnan og ólæknandi lasleik, 54 ára gamall. Rvík 10. sept. í enskum blöðum frá 1. þ. m. er getið um áhlaup, er Botha hershöfðingi hafi gert á vígi Breta við Itala á landamærum Zúlulands 26. f. m., en orðið frá að hverfa eptir harða hríð. Segja sumar fregnir, að af liði hans hafi fallið 200 manns, en 300 orðið óvígir, en aðrar segja, að hannhafi misst að eins 19 manns, en Englendingar n8- — Hefur ófriður þessi nú staðið 2 ár, og líkur til, að hann geti staðið lengi enn. Hafa Eng- lendingar aldrei komizt í meiri raun, enda eru engin dæmi þess, að jafnfámenn þjóð, sem Bú- arnir, hafi svo lengi getað reist rönd við jafn- miklu ofurefli. Menn hafa þótzt veita því eptir- tekt í þessum ófriði, að með hergögnum þeim og skotvopnum, er menn nú hafa, sé hér um bil ómögulegt að vinna víggirtar stöðvar óvinanna með áhlaupi, þótt verjendurnirséu margfalt færri, en sækjendurnir, enda hafa flestar tilraunir til að vinna varnarvirki á þann hátt mistekizt í þess- um ófriði, bæði af hálfu Breta og Búa. Innlend eða útlend stjórn? Atferli Hafnarst]órnarmanna. Mætti eg biðja þig, Þjóðólfur minn, að flytja fyrir mig fáeinar línur út af ummælum sísafoldart um mig í 60. bl. sfhu. Þar segir svo, að eg hafi verið serindrekinn frá Kaupmannahöfn« og hafi verið í ráðum með stjórnarbótarféndum, hér (í Rvík) í sumar. Út af fyrra atriðinu lýsi eg yfir því einarð- lega til þess að útiloka alla endurtekning þess titils, sem mér er þar gefinn, að eg hef einskis manns »erindreki« verið í sumar. Eg kom heim af mörgum ástæðum, ekki sízt afþví, að eg þurfti að skoða handritasafn Landsbókasaínsins nákvæm- ar, áður en eg lyki til fulls við bókmenntasögu mína (en hún verður albúin næsta ár eða vor). Um leið vildi eg þá geta sagt mönnum eitthvað um, hvernig helztu vinstrimannaforingjar Dana litu á mál vor og hvernig þeir væru oss viljaðir, því að það var altalað, að þeir myndu von ,bráðar ná völdum, eins og lika reyndist. Eg fékk greið og góð svör hjá þeim, og þau hafði eg meðferðis og sagði hverjum, sem hlýða vildi. Mér voru þau ekkert launungarmál — og þau voru sönn, rétt skilin og rétt hermd. Eg leitaði þessara mála af sjálfsdáðum, og var því ekki »erindreki« neins nema minnar eigin löngunar til þess að verða fósturjörðu minni að liði. Þessu veit eg, að hver heiðvirður maður trúir.1) í annan stað neita eg því algerlega, að eg hafi verið í ráðum með nokkrum sstjómarbófar- féndum«. Eg þekki ekki neina menn á íslandi, sem því nafni geta nefnzt, nema ef vera skyldi þá, sem berjast með hnúum og hnefum móti því, að vér fáum innlenda stjórn með ábyrgðarvaldi. Fæstir íslendingar munu þeir vera, sem betur fer, er brjótast á móti því. Mér dettur ekki í hug að kalla Isafoldar-flokksmenn stjórnarbótar- féndur. Flokkana, sem í sumar voru á þingi, er réttast að kalla Hafnarstjórnarmenn og heima- stjórnarmenn eptir því meginatriði í beggja frum- vörpum, sem skildi flokkana. Annað var það ekki, en búseta ráðgjafans, sem á skildi um. Fyrirkomu- lagið sjálft, einn eða tveir ráðgjafar, hefðu aldrei orðið ágreiningsatriði; það var álitamál, samninga- 1) Hvað „skrautritaða skjalið" snertir, skal eg að eins gf‘a þess, að það, sem í því stendur, er satt og rétt. Það er góð og gömul regla, að báðir partar láti til sín heyra. En „Isafold" hefði komið það auðvitað betur, að skjalið hefði veríð ólæsilega párað.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.