Þjóðólfur - 12.10.1901, Blaðsíða 3
!95
Pólitíska lineykslið í sumar.
Ljósara og ljósara hlýtur það að verða al-
menningi, hve óafsakanleg pólitísk stórflónska það
var, er Hafnarstjórnarmenn gerðu sig seka 1 á
þingi í sumar, þá er þeir-skelltu skolleyrunum við
öllum tilböðum heimastjórnarmanna, vildu ekkert
tillit taka til stjórnarskiptanna í Danmörku.
Nú hafa þeir með aðferð sinni bægt vinstri
manna ráðaneytinu frá því að íeggja frumvarp
fyrir aukaþingið að sumri, þótt það gjarnan vildi,
með því að stjórnin getur naumast gert það, meðan
annað frumvarp samþykkt af þinginu (að nafninu
til) er á döfinni.
Atferli Hafnarstjórnarmanna í sumar miðaði
því eingöngu til að fresta úrslitum málsins í stað
þess að flýta fyrir þeim, því að þeir máttu búast
við því, og mega nú áreiðanlega gera það, að þjóð-
in sættir sig alls ekki við frumvarp það óbreytt,
er knúið var fram 1 sumar. Um það munu þeir
herrar fá greinilegar bendingar fyrir kosningarnar
að vori.
Það er ekki Hafnarstjórnarmönnum að þakka,
þótt vér förum ekki algerlega á mis við allan
hagnað af stjórnarskiptunum í Danmörku. Hefðu
þeir með Valtý 1 broddi verið látnir einir uni hit-
una, þá hefðum vér nú enga von um að fá inn-
lenda stjórn, sem vér nú höfum þó að minnsta
kosti góðar vonir um, ef hinum tekst ekki að ónýta
það aptur, sem á unnizt hefur.
I greininni í „Politíken", er prentað var í
síðasta blaði, er skýrt tekið fram, að með því að
vinstri manna stjórn sé nú komin til valda í Dan-
mörku, sé ómögulegt, að Isletidingar muni ekki geta
náð meiri sjálfstjórn og frelsi í sérmálum sinutn“
(„Politiken" 13. sept.). I sama strenginn tekur
blaðið „Köbenhavn" 19. f. m. í mjög velviljaðri
ritstjórnargrein. Er þar beinlfnis lögð áherzla á, að
í frumvarpi meiri hlutans í sumar sé fallið frá
kröfunni um búsetu ráðgjafans hér á landi, og
„þess vegna fari það fratn á tninna, en hið
núverandi ráðatieyti tnunivera tilleiðanlcgt tilað veita
Islandi".
Er það ekki dálítið einkennilegt, að Danir
þurfi að verða til þess að segja okkur það, að
krafa vor um innlenda stjórn eða búsetu ráðgjaf-
ans hér á landi sé eðlileg, og „ekkert í henni ó-
sanngjarnt eða óaðgengilegt frá d'onsku sjónarmiði“
eins og „Politiken" kernst að orði? Þetta þykir
Hafnarstjórnarmönnnm sjálfsagt einhver hin versta
og mesta goðgá, eptir framkomu þeirra i sumar
að dæma, því að þeir voru ávallt að klifa á því,
að vinstri manna ráðaneytlnu mundi ekki koma
til hugar að sinna slíkri heimsku(!!) og því var
tekið mjög fjærri, að stjórnarskiptin ættu að hafa
nokkur áhrif á úrslit stjórnarskrársmálins á þingi.
Það var róinn lífróður í Hafnarstjórnarflokknum
fyrir því, að láta þjóðina ekki fá neitt svigrútn til
umhugstmar, gefa henni ekki kost á því að láta í
Ijósi óskir sínar við hina nýju stjórn, heldur reyna
að binda atkvæði hennar við ákveöið frumvarp, er
flokkurinn bjó til, og ekki íór út fyrir þann grund-
völl, er Valtýr hafði lagt 1897, því að af honum
mátti ekki víkja.
Nú ríður á, að þjóðin látiekki Valtýssinna villa
sjónir fyrir henni lengur. Sá skollaleikur hefur
nógu lengi staðið, þótt honum fari nú að linna.
Taki þjóðin ekki af skarið nú við næstu kosning-
ar gagnvart Hafnarstjórnarflokknum, má hún sjálfri
sér um kenna, að hún dettur í þá gröf, sem hún
hefur grafið sjálfri sér. En það er vonandi, að
hún hafi svo mikið þrek, svo mikið sjálfstæði, að
hún sjái fótum sínum forráð.
HeimferO H. Hafsteins.
Meðal hinna mprgu ósanninda, er Hafnarstjórn-
armenn og málgögn þeirra hafa í gremju sinni
spunnið upp út af sendiför Hannesar Hafsteins,
er það, að hannhafi »hrökklast« heim með »Ceres«
erindisleysu, verið ráðlagt að bíða ekki lengur,
en annars ætlað sér upphaflega að fara ekki heim
ú leið fyr en nú með »Laura« til Reykjavíkur.
Þetta eru helber ósannindi og uppspuni.
H. Hafst. var fastráðinn í því, þá er hann
sigldi heðan í þinglok, að fara heim
aptur með »Ceres« kringum land til ísafjarð-
ar. Þetta var öllum flokksbræðrum hans kunn-
ugt og mörgum öðrum, því að það var ekkert
leyndarmál. Hann gat lokið erindi sínu á þeim
tíma, sem »Ceres« stóð við í Kaupm.höfn, og
gat hvort sem var ekki setið svo lengi yfir ráð-
gjafanum, að Valtýr sæti ekki lengur. Hefði H.
H. séð þess nokkra þörf, að breyta ferðaáætlun
sinni og bíða »Lauru« mundi hann eflaust hafa
gert það, en þess þurfti ekki. — Hvað Valtýs
máltólin að öðru leyti segja um þessa sendiför,
þá er nú komið sem komið er, að Valtýr mun
hafa tapað alveg skákinni, sem hann hélt, að
hann mundi vinna í sumar; verður líklega erfitt
fyrir hann úr þessu að skáka valdinu út úr land-
inu og sjálfum sér upp í ráðherrasætið. Annars
er sennilegt, að Hannes Hafstein muni á sínum
tíma taka eitthvað í hnakkann á Valtýsmálgögn-
unum fyrir spangól þeirra gagnvart honum per-
sónulega, ef hann þá telur það þess vert.
Alþingi leyst upp,
Með opnu bréfi 13. f. m. hefur konungur leyst
upp alþingi samkvæmt 61. gr. stj.skrárinnar, með
því að samþ. var frumvarp til breytinga á stjórn-
arskránni af alþ. í sumar.
Nýjar kosningar.
Sama dag (13. sept.) hefur konungur fyrir skip-
að með opnu bréfi að n ý j a r, k o s n i n g a r til al-
þingis til næstu 6 áia skuli fram fara á tíma-
bilinu frá 2.— 11. júní 1902, að báðum
dögum meðtöldum.
Síðar verður fyrirskipað, hvenær aukaþingið
skuli koma saman.
Ný lög.
Þessi lagafrumvörp frá síðasta alþingi eru orðin
að lögum, staðfest af konungi 13. f. ni.
1. Samþykkt á landsreikningunum 1898 og 1899.
2. Fjáraukalög fyrir árin 1898 og 1899.
3. Póstlög.
4. Breyting á tilskipun 20. apríl 1872 um bæjarstjórn
í Reykjavík.
5. Um manntal í Reykjavík.
6. Um próf í gufuvélafræði við stýrimannaskólann.
7. Um tilhögun á löggæzlu við fiskiveiðar í Norð-
urstjónum.
8. Um bann gegn því að flytja vopn og skotföng
til Kína.
9. Viðauki við lög 6. nóv. 1897 um undirbúning
verðlagsskráa,
10. Um forgangsrátt veðhafa fyrir vöxtum.
11. Um útvegun á jörð handa Fjallaþingaprestakalli.
12. Breyting á 4. gr. laga 14. des. 1877 um laun
sýslumanna og bæjarfógeta (Suðurmúlasýsla).
13. Um heilbrigðissamþykktir í kaupstöðum, kaup-
túnum og sjóþorpum á Islandi.
14. Viðaukalög við lög 31. jan. 1896 um varnir gegn
útbreiðslu næmra sjúkdóma.
15. Um stofun slökkviliðs á Seyðisfirði.
16. Um skipun sótaraí kaupstöðum öðrum en Reykja-
vík.
17. Viðaukalög við lög um prentsmiðjur 4. des. 1886.
18. Um skipti á jörðunni Vallakoti í Reykdælahreppi
og jörðunni Parti í sama hreppi.
Er þetta rúmur þriðjungur að tölunni til þeirra
frumvarpa, er samþykkt voru á síðasta þingi.
íslenzkir sagnaþættir.
Frá Hafnarbræðrum.
Þegar timburskipið „Strombola" strandaði og
rak upp á Starmýrarfjöru 1818 (á landeign þeirra
Hjörleifs) þá fréttu þeir feðgar norður að Nesi, að
skipið væri fullt af timbri. Hjörleifur fór þvl suð-
ur um haustið, þó að farið væri að kólna lopt, og
áður en Tvede sýslumaður var farinn að bjóða
upp strandið. Hjörleifur fór um Breiðdal til gg
frá, og Arni sonúr hans með honum. A suður-
ferðinni voru þeir nótt hjá Sveini frænda sínum
í Eyjum; varð þeim skrafdrjúgt um kveldið, og
sagði þá Hiörleifur sögu um það, hvernig Os og
Streiti komust undir Heydali og urðu kirkjujarðir,
og var það í páfadæmi. Sagan er svo:
„Prestar hafa lengi verið ágjarnir", sagði Hjör-
leifur, „einkurn fyrrum; þeir hefðu sumir aldrei
átt að vera. Einu sinni fyrir fleiri hundruð árum
var prestur einn í Heydölum, sem- lék ágirnd á
Osi, og jafnvel Streiti. Bændurnir á þessum bæj-
um voru aldraðir og óhraustir, og dóu ásínum
tíma; áttu þeir sína jörðina hver, Ós og Streiti (12
hndr.hvor); þeir voru grafnir í Heydalakirkjugarði.
Veturinn eptir var góður mjög, og hugsar prestur
sér nú upp ráð til þess að ná jörðunum, nálægt
jólum. Hann sendi eptir skeljum með fiski í út
að Ósi, óg tók þær síðan og setti á leiði bænd-
anna, hann lét og brennistein á skeljarnar og
kveikti svo í, og varð þar bláleit týra. Nú komu
ekkjur bændanna til kirkju og er prestur mjög
þurlegur við þær; fer hann nú að minnast á, hve
illa og óforsjállega bændur þeirra hafi lifað, að
gefa ekkert til guðshúss fyrir sálu sinni. Ekkjurn-
ar kváðust ekki vita til, að þeir hefðu lifað ver en
aðrir. Prestur segir að það sé nauðsynlegt að
biðja fyrir allra sálum, þótt misjafnt hafi syndgað,
fer síðan með þær að leiðum bænda þeirra — lík-
lega um jólanóttina — og sjá þær þar loga eld-
týru bláleita og tístir í; þetta kvað prestur vera
sálir bænd'anna í helvíti að sýta, og spyr, hvort
þær vilji ekki leysa þá úr kvölunum. Þær taka
að gráta og biðja hann að gera allt sitt bezta til
að koma þeim þaðan, og biðja fyrir sálum þeirra.
Prestur segir: „Þið eruð nógu ríkar, þið eigið
jarðir, og þær eru vissastar til kirkjueignar; auð-
urinn kemur ykkur ekki inn í himnaríki; þið haf-
ið heyrt hvað frelsarinn sagði: „Gerið ykkur vini,
eigi af þeim ranglætis mammoni, svo að nær yð-
ur þrýtur, meðtaki þeir yður í eilífar tjaldbúðir".
Þær gáfu síðan jarðirnar Ós og Streiti og var það
fljótt bréfað".
Daginn eptir fóru þeir Árni og Hjörleifur burt
frá Eyjum og suður á Djúpavog og fundu sýslu-
mann. Hjörleifur talar nú við hann um strandið
og spvr, hvort hann megi ekki eiga neitt af strand-
inu, þar sem það hafi rekið á sitt land. Sýslu-
maður segir, að hann fái að njóta þess við upp-
boð eins og aðrir. Hjörleifur segir: „Já, að eg
skuli borga það eins og aðrir; það finnst mér nú
ekki sanngjarnt". Sýslumaður segir: „Jú, það er
sanngjarnt, því að stjórnin vill hafa allt strand, skip-
reka, höggin og hefluð tré í ríkissjóðinn". Hjör-
leifur segir: „Á eg þá ekkert að hafa af strand-
inu? "Sýslumaður segir : „Eg sagði yður það“.
Hjörleifur mælti; „Eg tek þó eitthvað af því
með mér til baka; má eg það ekki? “Sýslumað-
ur segir: „Nei, það á að bjóðast upp eins og
það er“. „Það dregur ekki heilt konungsríki", seg-
ir Hjörleifur, „þótt annarhvor okkar Árna beri 1
burtu fáein pund“. Sýslpmaður svarar engu, og
gekk heim til húss síns. Hjörleifur kallar til hans,
en hann anzar eigi. Hjörleifur segir: »Láttu mig
ná í skottið á þér Tveði* og tekur nú í frakka
sýslumanns og segir: „Má eg þá ekkert taka með
mér af strandinu til baka? Það verður þó aldrei
mikið". Sýslumaður segir: „Og eg get ekki átt
við ykkur, þið getið tekið það, sem ykkur sýnist,
en búið er að skrifa upp“. Hjörleifur segir: »Eg
er enginn þjófur, eg segi þér og vara þig við, að
eg ætla að skoða strandið, en hugsa ekki að flytja
mikið í burtu". Sýslumaður segir: „Jæja, Hjör-
leifur minn, ef þið takið nokkuð, þá verðið þið
að láta mig sjá, þegar þið komið aptur". „Það
skal eg gera“, segir Hjörleifur, „og vertu sæll
Tveði!" Þeir Hjörleifur þáðu eigi að koma inn
til sýslumanns. Þeir feðgar tara nú suður og koma
apturá 3. degi;þá vill Hjörleifur finna sýslumann;
hann kemur út. Hjörleifur segir: „Nú er eg bú-
inn að skoða strandið og er þar mikið timbur;
eg tók þar dálítið af blýi og kem nú að sýna þér
það“. Sýslumaður mælti: „Hvar tókuð þið það,
er það úr hliðinni á skipinu, þar sem kanónuhlaup-
ið á að ganga að?“ „Það er víst" segir Hjörleif-
ur, „má eg ekki fara með það?“ „Og það held
eg“ segir sýslumaður. Hjörleifur segir: „Ekki
fer eg með það, ef þér þykir nokkuð að því".
Sýslumaður segir: „Og þiðmegiðhafa það“. Hjör-
leifur segir: „Eg borga það ekkert". „Eg sel það
heldur ekkert“, segir sýslumaður. Hjörleifur seg-
ir: „Nú verðumviðað fara yfir fjörðinn, og vertu