Þjóðólfur - 12.10.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.10.1901, Blaðsíða 2
194 mál eins vegar milli íslendinga sjálfra, hins veg- ar milliþeirra og Danastjórnar. Það lá því beint við fyrir augum allra þeirra, er ekki voru blindaðir af flokksfylgi og harðneskju eða öðru verra, og þeirra, er ekki létu þröngva sér til fylgis af lítilmennsku, að allir þjóðkjörnir þingmenn hefðu sameinazt og sent hinni nýju frjálslyndu stjóm hér 1 Danmörku skýrslu um málið, óskir um innlenda stjórn svo fullkomna sem hægt væri (í nánar ákveðinni mynd), og á- skorun um að skýra þingi og þjóð frá því, sem hún vildi frekast veita. Þetta var hið einasta rétta, og fyrir þessu börðust heimastjórnarmenn fyr og síðar, en allar þeirra tilraunir strönduðu algerlega á þverhöfðaskap Hafnarstjórnarmanna. Það var brátt auðséð, að þeir vildu ekkert nema böðla frumvarpi sínu fram þrátt fyrir allt, og það frumvarpi, sem gerði ráð fyrir allt annari stjórn og allt öðru stjórnarathæfi, en þá var til orðið, er frumvarpið var samþykkt í efri deild. Neðri- deildarmönnam var vorkunn, er þeir samþykktu frv., því að þeir vissu ekkert um stjórnarskiptin þá. En sú slysni, er fram fór í efri deild 13. ágúst verður lengi í minnum höfð. Eg hika mér ekki við að segja, að það var glæpi næst að fara svo að undir þeim kringumstæðum. Þá gerðu heimastjórnarmenn í neðri deild sitt til þess, að aptra þessari slysni, og mér er það fullkunn- ugt, að sumir efrideildarmanna greiddu atkvæði með frumvarpinu með hálfum huga. Það skilja auðvitað allir, að úrslit málsins á þingi (e i ns atkvæðismunur í efri deild — það hefði fallið í neðri deild, ef einn mannhefði ekki vant- að,eða ef fréttin um stjórnarskiptin hefði verið kom- in áður en 3. umræða fór fram) eru í raun réttri þýðingarlaus undir þessum kringumstæðum, og eg hef þá föstu trú, að þau verði ekki góðum árangri nú þegar til hnekkis. Eg hef þá föstu trú, að Hafnarstjórnarmönnum takist ekki að hindra, að vér fáum innlenda ábyrgðarstjórn nú þegar, þótt sumum þeirra kunni að vera það um geð. Og takist þeim það, geta heimastjómar- menn haft góða samvizku og þvegið hendur sfn- ar; þeir hafa gert allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að firra land og lýð þeim ófagnaði, sem stendur af Hafnarstjórnarstefnunni. En þessskal verða minnst, hverjir það voru, er börðu hana fram, og það á maklegan hátt. En gaman væri að vita, hve margir það verða, sem hafa þrek og þor til þess að aðhyllast Hafnarstjórnarstefnuna við næstu kosningar, ekki sízt ef stjórnki skyldi láta í ljósi, að hún myndi verða rífari á umbót- um en sú, sem »dikteraði« dr. Valtý Guðmunds- syni þann grundvöll, sem hann mætti byggja á og hans flokkur hefur byggt á. Hverjir skyldu það verða, sem þá mættu nefnast »stjórnarbótar- féndur«? Kaupm.höfn. z6/9 1901. Finnur Jónsson. Ávarp íslenzkra stúdenta i Kaupmannahöfn til ráðherrans yflr íslandf. Kaupmannahöfn í septemberm. 1901. Vér undirritaðir eldri og yngri íslenzkir stúd- entar hér í borginni leyfum oss allra virðingar- fyllst að snúa oss til yðar »excellence« út af stjórn- arskrárbaráttu þeirri, sem Islendingar nú um mörg ár hafa háð. Hinn fyrri feril og horfur þessarar baráttu álítum vér óþarft að rekja hér; að eins skulum vér leyfa oss að geta þess, að aðaltakmark henn- ar hefur ávallt verið það að fá innlenda stjórn í sér- málum íslands, eins og þau voru ákveðin í stöðu- lögunum 2. jan. 1871, af því að það hefur ver- ið sannfæring manna, að með því eina mótinu væri hægt að hjálpa landinu áfram, auka ogefla atvinnuvegi þess og yfir höfuð stuðla að því, að landinu gæti farið fram í öllum greinum á sem beztan og eðlilegastan hátt. Árið 1897 var í fyrsta sinni gerð tilraun til að ráða fram úr máli þessu á annan hátt; þá var borið fram frumvarp um sérstakan ráðgjafa fyrir Island, er hefði aðsetur í Kaupmannahöfn og væri heimilt (en ekki skylt) að koma til Islands annaðhvort ár, er alþingi kæmi saman. Frumvarp þetta, sem þannig fór þvert ofan í hina fyrri póli- tísku stefnu, komst hvorki gegnum þingið 1897 né 1899 og mætti yfir höfuð ákatri mótspyrnu. Fylgi það, er það á hinnbóginn fékk, einkanlega fyrir kappsamlegar æsingar eins blaðs, kom afþví, að meðan hin íhaldssama hægrimannastjórn sat að völdum í Danmörku, sáu menn enga leið til verulegra umbóta, þó ástandið væri því sem næst óþolandi, og því héldu sumir því fram til þess að íá stundarhlé á baráttunni og næði til annara starfa, að þetta fyrirkomulag væri betra en ekkert. Af ýmsum atvikum og óhöppum, var frum- varp þetta, þó nokkuð breytt, en í aðalatriðinu hið sama, samþykkt í sumar á þinginu með hin- um minnsta meiri hluta, er orðið gat. Vér leyfum oss nú að lýsa yfir því, að þó frumvarp þetta þannig hafi náð samþykki alpingis, þá er það að öllu leyti samið og borið fram með hið fyrra pólitíska ástand fyrir augum, sem er svo gagnólíkt ástandi því, sem nú er, og gefur þvl enga rétta hugmynd um hinar eiginlegu ósk- ir Islendinga. Sökum þess leyfum vér oss allravirðingarfyllst að taka fram: að vér hljótum að halda fast við skoðun þá, að það sé óhjákvæmilegt skilyrði fyrir góðu fyr- irkomulagi á stjórnmálum Islands og framför- um þess, að þungamiðja sérmálastjórnarinnar sé í landinu sjálfu, og að vér þvf ekki getum álitið fyrirkomulag það, sem stungið er upp á í hinu fyrnefnda frum- varpi, heillavænlegt. Með meiri hluta hinnar íslenzku þjóðar höf- um vér þá trú og töstu von : að hin nýja frjálslynda stjórn, sem hefur verið tekið með svo miklum fögnuði í landi voru, sjái sér fært að unna Islandi innlendrar stjórn- ar í sérmálum þess, þannig að hinn æzti stjórnandi þeirra beri ábyrgð gegn alþingi, sé búsettur á íslandi og launaður af landssjóði, og að hin háa stjórn vilji með þvf að gefa til kynna, að fyrirkomulag þetta sé fáanlegt, gera sitt til þess, að hinni löngu og erfiðu stjórnarbaráttu íslendinga linni sem fyrst og sem bezt. Jafnframt því að vér nú höfum leyft oss frammi fyrir yðar »excellence« að taka þetta fram, þorum vér að lokum að fullyrða, að skipulag það, sem hinn svonefndi minni hluti á alþingi í sum- ar stakk upp á, eða annað fyrirkomulag, sem f höfuðatriðunum er þvf líkt, myndi ekki á neinn hátt raska hinu pólitíska sambandi milli Islands og Danmerkur, heldur þvert á móti styðja að því, að tengja Island enn nánar við hið danslca ríki með viðjum þakklætistilfinningarinnar. Allra virðingarfyllst. Finnnr Jónsson Bogi Tli. Melsted prófessor. assistent f ríkisarkívinu. Ágúst Bjarnason Steingrímur Matthíasson mag. art. stud. med. Guðm. Björnsson Gnðm. T. Hallgrímsson stud. jur. stud. med. Sig. P. Eggerz Jón Stefánsson stud. jur. stud. polyt. Páll Sæmundsson Bjarni Jónsson stud. jur. stud. jur. Kristinn Björnsson PálI“Jónsson stud. med. stud. jur. Lárus Fjeldsteð Bjarni Johnsen stud. jur. stud. jur. Páll Sveinsson Proppé stud. mag. cand. phil. Haukur (ííslason Halldór Gíunnlaug'sson stud. theol. stud. med. (Jimnlaiigur Claesseu Stefán G. Stefánsson stud. med. stud. jur. Björn Líndal Eðvald F. Möller stud. jur. stud. med. Ari Jónsson Ó. Jónsson stud. jur. stud. veter. Böðvar Jónsson M. Björn Magnússon stud. med. stud. mag. H. Þórarinsson Einar Arnórsson stud. mag. stud. mag. Kr. V. Linnet Vilhjálmur Jónsson stud. jur. cand. phil., póstafgr.m. Matth. Þórðurson Ásgeir Torfason stud. mag. stud. polyt. Sigfús Sveiusson Guðrn. Benediktsson stud. jur. stud. mag. Magnús Sig-urðsson Páll Eg-ilsson stud. jur. stud. med. Jón Hj. Sigurðsson Sigfús Einarsson stud. med. J. Sveinbjörnsson stud. juris. Sigfús Blöndal assistent við kgl.bókasafnið. stud. jur. G. M. Havstein assistent í Landmandsb. Helgi Jónsson cand. mag. Eggert Claessen Sigurður Jónsson stud. jur. Sigurjón Markússon stud. jur. Jóhann Signrjónsson stud. veter. G. Guðmundsson cand. med. & chir. * # * * * * stud. med. Magnús Jónsson stud. jur. Andrés Fjeldsted cand. med. & chir. Jón Þorláksson stud. polyt. * * * Þeir Ágúst Bjarnason og Steingrímur Matt- híasson gengu með ávarp þetta á fund ráðgjafans, er tók þeim kurteislega, og sagði, að þeir gætu haft beztu vonir. Aðalatriði ávarpsins hafa þeg- ar verið birt í dönskum blöðum, t. d. »Politiken«, »Börsen«, »Köbenhavn« og víðar, og hefur vak- ið allmikla eptirtekt meðalDana. Þykir það sýnt, að »hið unga ísland* er ekki á bandi Valtýs og fylgifiska hans. Eins og getið var í síðasta blaði hefur dr. Valtýr rokið f »fússi« úr félagi ísl. stúd- enta í Höfn, er kunna svo lítt að meta landsmála- brask hans og pólitíska verðleika. Að norðan. Eptir því, sem hermt er frá í bréfum, er bor- izt hafa úr Norðurlandi, mun allmikil tvísýni á um það, að vel takist að rækta valtýsku » 1 i 1 j u - rósirnar*. sem meðritstjóri Isafoldar átti að strá á vegu flokksbræðra sinna þar í héruðum. Þetta ritar merkur maður að norðan meðal annars: »Um ekkert er hér jafntíðrætt- sem tilkomu Einars Hjörsa hingað norður. — Hið fyrsta, sem mér datt í hug, þegar eg frétti komu Einars var gamla vísan : »Hvaðan komstu að hitta mig hér á norður-grandanum?« — — zSendur var eg að sœkja. pig o. s. frv. Búast má við, að Einar þefi uppi allar misklíðir manna á milli hér nyrðra og reyni að siga mönn- um saman til þess að trufla þá eindrægni, sem enn hefur verið hér að mestu leyti bæði í pólitík- inni og öðru. Við þessu öllu ætti þegar að vara almenning opinberlega og sýna fram á, hvílfk sví- virða það væri, að láta grugga Og eitra bkkar pólitíska félagslíf — —«. Á þessa leið rita margir, og er auðsætt, að alþýðan hefur öll með »einu samþykki« illan bif- ur á »sendingunni«. — Það er sagt, að Einar verði nú samt fyrst um sinn látinn halda sér á »mottunni«, meðan svona illa blæs á vindhanana valtýsku, og verði honum boðið að fást við »flugnaskáldskap«, al- þýðumenntun og kláðamál fyrsta sprettinn. Segja þeir og húsbændur hans þar nyrðra, að hið nýja blað eigi alls ekki að verða flokksblað, og þó að það verði valtýskt í anda (!!!). þá verði það hófsamt (I) og friðsamt (!) — Þeir ætla »að passa upp á velsæmið«, eins og »ísafold« sagði einu sinni. — Hvað sem öðru líður, viljum vér óska, að svo vel takist blómræktin »hans Einars«, að hann geti í öllu falli skreytt barm hins brosmilda kenn- ara á Möðruvöllum með gulhvítri, valtýskri »lilju- rós«. Á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.