Þjóðólfur - 25.10.1901, Blaðsíða 4
204
bætti honura það. Seinna vildi Stefán eignast
stúlku ættaða að sunnan, Eggþóru dóttur Eggerts
prests Bjarnasonar, en sagt var að séra Björn á
Stafafelli hefði tálmað því, en er því varð eigi
framgengt lagðist hann í rúmið og lá í því öðru
hverju til dauðadags (nálægt 1860 eða nokkru
fyr). — Stefán var næstum 3 al. á hæð og sæmi-
lega gildur og sterkur, en þó eigi sem faðir hans.
Hann var toginleitur með rautt skegg og dökk-
leitt liðahár; hann var gerfilegur maður.
Guðmmidur Hjörleifsson bjó á Efri-Starmýri,
eign sinni, og hafði fyrst fyrir bústýru systur sína
Guðlaugu; síðan giptist hann Sigríði systur Stefáns
á Hvalnesi, Arnasonar á Neðri-Starmýri; hún var
óhraust og lifði skamma stund, eptir að þau gipt-
ust. Eptir dauða hennar gerðist Ragnheiður Stef-
ánsdóttir, bróðurdóttir Sigríðar og fósturdóttir
Guðmundar, bústýra hans og giptust þau síðan,
og áttu nokkur böm: Oddnýju, Stefán, Sigríðiar 2,
Guðleifu, Ragnheiði. Stefán var formaður. Sig-
ríður eldri átti Sigurð Bjarnarson á Þvottá. Guð-
leif átti Brynjólf Jónsson á Geithellum. Sigríður
yngri átti Finn Jóhannsson á Starmýri. Guðmund-
ur var vel meðalmaður á hæð, herðamikill, beina-
stór og vöðvamikill, hrokkinhærður, með smá og
gráleit augu; hann var ekki rauðleitur í andliti,
sem Stefán bróðir hans, en heldur fölleitur, en
þó eigi bjartleitur og ekki langleitur; hann gekk
fremur lotinn og skálmaði áfram, ef hann vildi
flýta sér, sem tröll væri og i því var hann svip-
aður föður sínum og föðurbróður og gormæltur,
sem faðir hans; hann var tveggja maki eins og
bræður hans, þó að sjaldan á bæri; voru þeir lang-
feðgar stilltir og stærðu sig aldrei af neinu, er þá
sjálfa snerti, hvorki afli, keppni eða nokkurri
þeirra framkvæmd. Guðmundur smíðaði báta eins
og faðir hans og vann að því, sem öðru, er hann
gerði, mjög traustlega. Hann var fremur efnamað-
ur og átti fjölda fjár.
Guðlaug Hjörleifsdóttir, átti Sigurð Markússon
frá Flugustöðum; þau voru á Efri-Starmýri og áttu
eigi börn og dó hún skömmu síðar. Hún var
með hærri kvennmönnum, svipuð í andlitsfalli
Guðmundi bróður sfnum og var stillt og góðvikin
við flesta, eins og hann. Hún var fáorð, en þægi-
leg þegar búið var að taka hana tali, eins og bræð-
ur hennar og ötul vinnukona. —
Það lítur svo út eins og þessir langfeðgar og
margt af kyni þeirra hafi verið þunglynt. (Meira).
Skipstrand.
Hinn 18. þ. m. sleit upp hér á höfninni timb-
urskipið »Thrift« eign Frederiksens & Co. 1 Man-
dal, og rak upþ á klettana við »batteríið« og
brotnaði þar úr því botninn. 3 menn voruáþví
og var þeim bjargað í land á kaðli. Skipstjóri
var í landi. Skipið var ferðbúið til Noregs með
seglfestu. Það var óvátryggt.
Norskur skipstjóri
Aamundsen að nafni varð fyrir því slysi laugar-
dagskveldið 12. þ. m., að lærbrotna í fjöruklett-
um hjá Laugarnestöngum, var þar á ferð í myrkri
liéðan úr Reykjavík, og ætlaði að komast út á
skip sitt, er lá inni í Viðeyjarsundi, en var ókunn-
ugur, fór ofnærri sjónum og hrapaði þar niður 1
klettaurð. Lá hann þar fótbrotinn alla nóttina,
og féll sjór á hann upp að mitti, en um morg-
uninn fann sjúklingur frá Laugarnesspítala hann
af hendingu, og var skipstjóri eins og geta má
nærri allmjög þrekaður en þó málhress. Kalsa-
veður hafði verið um nóttina en frostlaust. Mað-
urinn var fluttur hér á spítalann og bundið um
brotið; er hann á góðum batavegi. Þykir hann
hafa borið hraustlega hörmungarnar þessa voða-
nótt, enda er hann sagður hraustmenni hið mesta
og afarharðger.
,Laura‘
kom af Vestfjörðum í fyrra kveld, hafði taf-
ist vegna storma. Fer til útlanda á morgun.
Drukknun.
Um 20. þ. m. drukknaði í Markarfljóti (Þverá)
stúlka á þrítugsaldri frá Múlakoti í Fljóts-
hlíð, Soffla Kristmundsdóttir, dóttir Krist-
mundar bónda Ólafssonar á Syðri-Úlfsstöðum 1
Austur-Landeyjum. Var hún á heimleið úr kynn-
isför hjá föður sínum, envarein á ferð yfir fljótið.
Skipkoma.
I morgun kom hingað beint frá Liverpool fjár-
flutningaskip Zöllners „Fridthjof". A það að taka
hér 2,700 fjár, er beðið hefur skipsins alllengi. Áð-
ur í haust hefur skip þetta farið tvær ferðir með
fjárfarm frá Norður- og Austurlandinu til Englands,
annan frá Eyjafirði, hinn frá Vopnafirði. — Verð á
fénu ytra heldur lægra en í fyrra.— Ný ensk blöð
frá 19. þ. m. herma engin verulegtíðindi, eralmenna
þýðingu hafa. ____________
Frekleg ósannindi
eru það, sem ritstj. Isafoldar var fyrir skömmu
N ý k o m i ð til
Reinh. A
S t ó rt
að bera á borð fyrir Iesendur sína, að ekki væri
unnt, að skjóta Hannesi Hafstein undan ábyrgð á
öllu því, sem fréttasnatinn í „Nationaltidende"
hermdi eptir honum, því að það væri almennur
siður(!), að þeir, sem leitað væri frétta hjá, læsu yfir
það, sem snatarnir hefðu eptir þeim, áður en það
væri prentað og leiðréttu það!!. Þetta er hreinasti
þvættingur. Eptir upplýsingum, er Þjóðólfur nú hef-
ur fengið, náði fréttasnatinn Hannesi Hafstein að
máli kl. 9—10 um kveldið, talaði við hann dálitla
stund, og morguninn eptir fyrir miðjan morgun var
greinin prentuð í blaðinu. H. H. hefur látið þess
getið, að greinin sé „mjög stílfærð", ýmsu vikið
við og sumt misskilið hjá snatanum, eins og eðli-
legt er.
n derson’s,
af Ú r v a 1
V etrarfrakkaefnum
frá 5—12 kr. al i n i n.
Agætlega gott C H E V I O T 3». i vetrarföt.
Allt selst með
■» 15u afslætti =
gegrt borgun út í hönd.
Skipmannsgarn
fæst í VERZLUNINNI
,GODTHAAB‘.
AUMASTOFA
Gott yflrsængurflður er til sölu í Lind-
argötu nr. 23.
Undirritaður tekur að sér má'.færslu-
störf. Bústaður Þingholtsstræti 8. Heima frá
12—2 og 4—6.
Jón Þopkelsson.
Guðm. Sigurðssonar,
BANKASTRÆTI 14
er birg af öllu, sein til fata þarf.
Mj'óg fínt CHEVIOT í sparifót.
cand. jur.
Andvari.
Þeir, sem vilja senda ritgerðir
til,AndvaraS eru beðnir að gera
það svo snemma, að þær séu
komnar í hendur undirskrifaðs for-
seta Þjöðvinafélagsins fyrir lolc
febrúarmánaðar næstk.
Tryggvi Gunnarsson.
Verð og gæði frá kr. 1 ,35—6,00 pr al.
Efni í ULSTEKA —
VETKABKÁPUR -
FERÐAJAKKA —
BABNAKÁPUK —
DRENGtJAFÖT (mjiig ódýrt).
BUXUB cinstakar —
HVEBSDAUSFÖT —
KAMGABN 0. fl.
Ný efni væntanleg meðsls Laura.
Þakkará varp.
Þegar eg í s. 1. septembermánuði lagðist í þungri
(og alllangri) sjúkdómslegu, sýndu þau heiðursverðu
hjón, hr. L. Jörgensen málari og frú hans Rósa Jörg-
ensen, mér þann mikla velgerning, að sækja handa
mér húslækni þeirra (G. M.), án þess að þau tækju
hið minnsta endurgjald fyrir.
Fyrir þetta, sem og annað gott er þessi mann-
úðarríku hjón sýndu mér í áður umgetnum veikind-
um mínum, votta eg þeim hérmeð mitt innil. hjart-
ans þakklæti, og vona að sá kærleikskraptur, sem
ávalt er ráðandi f öllu hinu góða og sanna, endur-
gjaldi þeim góðverk þetta á hentugri tíð.
Reykjavík 11. okt. 1901.
Pétur Pálsson.
Gaddavír
fæst nú í VERZLUNINNI
„GODTHAAB"
3YEITAMENN
geta fengið góðan og ódýran
saltfisk
í VERZLUNINNI
,,GODTHAAB“.
yalleg gratulationskort.
e i n k u m
Ijómandi falleg og skrautleg
SA Giptingarkort
Hvergi fallegri í bænnni.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG M 5.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.