Þjóðólfur - 01.01.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.01.1902, Blaðsíða 2
2 á stjórninni H , það hafði í fyrri daga í þessn ' , en ókunnugleiki hins nýja ráðh- ors hagnýttur til þess að telja hom ranglega trú um, hvað sé vilji þ" irinnar«. Svona rétt sér hann þá: átli hann verði ekki »upp með sér<'{! : iotir að heimastjórnarstefnunni (1881 94) hafa verið slegnir gullhamrar, fer 5-ið að tala um frávikið (1895—-1901) frá henni, og segir: »á því stendur svo, að talið var vonlaust um árangur afþví að halda áfram stjórnarbaráttunni með sama hætti, einkum gagnvart hinum ein- dregnu ummælum stjórnarinnar í allra- hæstri auglýsingu til íslendinga 2. nóv. 1885. Fyrir því var tekinönnur stefna á'alþ. 1895, . . . og loks samþ. slskrfrv. fiad, sem nú er hjá stjórninni«. 13. ág. í sumar var »stskr.frv. það, sem nú er hjá stjórninni« samþykkt af sömu mönnum, sem nú rita undir bréf- ið (meiri hluta þeirra; sbr. áskorun B. Kr. og Sk. Th. til e. d.), þvert ofan í vilja og tillögur meiri hluta þingsins um að leita samninga við hina nýju stjórn. Þeir hafa þá, eins 0gþeir segja nú full- um stofum, ekki treyst hinni nýju stjórn eða ráðherra þeim, sem þeir nú eru að skrifa til, betur en stjorn þeirri, er gaj út augl. 2. nóv. 1885! Dálagleg »komp!iment« fyrir vinstri! 5-ið segir eptirli.t hinnar dönsku stjórnar með heimastjórninni íslenzku, eða umsambandið milli þeirra stjórna beggja um landsdóm, svo og önnur fyrirmæli, er þetta fyrirkomulag mundi útheimta .......er vonandi að eigi muni valda verulegum örðugleikum« —- og er ekki lítilsvert fyrir ráðherrann, að fá slíkar bendingar ! Það er munur eða »kákið« í sumar! Svo kemur varaskeifan : Valtýsfrv. Að það sé »eptir atvikum hagfelldust« varaskeifa, segja þeir, »eindregna og vandlega íhugaða sannfæring« sína, og þarf varla að efast um, að ráðherrann trúi þessu, þegar hann »íhugar vandlega« alla samkvæmnina og samvizkusemina, sem skín út úr bréfinu! 5-ið eru »fínir« herrar. Því htfur þeim þótt við eiga að »krydda« bréfið með »rúsínu í endann«. En hvað bragðvísi áhrærir, hafa þeir ekki aðra en sjálfa sig fyrir mælikvarða. Þessvegna setja þeir í bréfsendann langa fúkyrðaromsu um tillögur heimastjórnarmanna (10 mannafrv., er þeir segja ráðgjafanum tvisvar, svo hann skuli muna það, að hafi verið fellt), nefna þær »alveg óhaf- andi« »ómynd« og allt e'ptir þessu. Lík- legt, að hr. Alberti »hefjist upp« við svona »fínan stíl« ! »Vér höfum hér að framan yfirfarið hin mikilvægustu höfuðatriði í öllum þeim uppástungum, er komið befir verið fram með til þessa til breytingar á stjórn- arfyrirkomulagi voru«, segir 5-ið. Ekki hefur það þó minnst á »miðlunina«: laga-apturköllunarréttinn o. s. frv. — En hvað er að fást um smáskrök i svöna manna munni?! »Eg er full-heilagur samt«, sagði presturinn (ekki J. P ). Að síðustu: »vér vonum að mál þetta sé nú í góðum höndurm — líkl. hönd- um »bakhjarlsvaldsins«, sem dingland- inn segir að »hagnýti« hinn »réttsýna« ráðgj. til að Ijúga hann fullan! ,Já, sér er nú hver »stjórnar«-frammi- staðan og »umboðs«-reksturinn! 22. des. 1901. B. B. „Norðurland“. Varla minnist eg þess, að stofnað hafi verið til fyrirtækis af jafnmikilli og vit- urlegri fyrirhyggju, sem lýsir sér af stofn- un hins nýja blaðs Norðlendinga, „Norð- urland", og get eg fundið þessum orð- um mínum stað. — Vík eg þá fyrst að ritstjórninni og munu þar allir vera á einu máli. að ekki geti hæfari mann, en mr. Einar Hjörleifsson, og mun hann, auk annars, sérstaklega eiga að sjá um kristilegt þel blaðsins og ættjarðarást, og er vand- fenginn maður til þessað fylla þau skörð betur en hann. Muna víst þeir, sem þekktu Einar í Höfn, hve ágætlega hann hóf stefnu sína sem trúmaður, enda er hann prestsson, og hefur haft handleiðslu ágætra manna í þessari grein, svo sem Sigtryggs Jónassonar og fleiri góðra drengja vestur þar. — Ættjarðarást Einars er alkunn, og þarf ekki annað, en vísa mönnum í „Lögberg", er kom út undir hans ágætu stjórn, mun vera leit á slíkum kærleika til fósturjarðar- innar, sem þeim, er þá kom fram í blaði Einars, sérstaklega fýrstu árin;hin síðari æfi Einars er mönnum kunnari. Má því fullyrða, að vel muni séð fyrir þessu í hinu nýja blaði. Flýtur og at þessu hvorttveggja siðferðisstefna blaðs- ins, enda eru ekki tvímæli á hr Einari að þessu leyti; geta þeir bezt borið um það, er þekktu hann á Hafnarárum hans, enda er hér fleira til merkis svo sem „Flugan". Þá man eg ekki annan lík- legri til að efla frið og eindrægni, ó- hlutdrægni og kurteisi í „landinu", en herra Einar Hjörleifsson; má þar benda á „Lögberg" og „ísafold" undir hans stjórn. Slíkir friðarins englar, sem þau voru bæði, eru færri, að ógleymdri kurt- eisinni og hinum hlýja kærleiksanda þeirra til allra breyskra bræðra. — Víst er það heldur ekki ófyrirsynju, að herra Ólafur Briem á að vera einn ráðanaut- ur blaðsins, og mun hann víst eiga að gefa stefnu blaðsins festu, fylgi og einurð. Munu fáir betur kjörnir til þessa en hann, sá góði mann. Nægir að benda á hina miklu festu hans og tryggð við stjórnarskrármál Islendinga frá 1885 til þessa dags. Ættu menn að kynna sér þetta. Hitt er ekki öllu minna vert, en fáum kunnugt, hve ó- hvikul og föst stefna hans í kvenna- skólamálí Húnvetninga og Skagfirðinga hefur verið, einkum á þessu ári, enda hefur opt verið þörf, en nú nauðsyn í því máli. Má af þessu marka, að blað- ið muni ekki verða eitt í dag og ann- að á morgun. Því iná geta nærri, að heilbrigði blaðs- ins muni verða borgið í höndum Guð- mundar Hannessonar, og að hann verði ekki lengi að sníða burt mein þess og sulli, og er ekki hætt við, að hanngrípi ekki hentuga tímann við blaðið eins og aðra. Undir hans umsjá verða þó sjálfsagt þvegnir húðsjúkdómar allir, enda mun ekki kostur betri manns, en Briem amtmaður er, til þess að halda í hemil þeirra, og er því ekki að óttast, að nokkurskonar óþrif skapi blaðinu aldur. Er nú ógetið hins góða kennara míns og fleiri, Stefáns á Möðruvöllum, sem verður eflaust „Finanzminister" blaðsins, og mun enginn efast um, að hæfari mann geti ekki til þeirra hluta, en hann er; hefur og Stefán greinilega sýnt það í húsaverzlun, fóðurjurtaspekulatiónum o. fl., að fáir eru „Flosa líkar" um þessa hluti. Má telja það vfst, að Stefán haldi svo vel á fjármálum blaðsins, að jafn- vel Warburg stórbankagyðingur mundi líta á slfkt með velþóknun, ef það kæmi honum við. — Aptur er séra Matthías Jochumsson hinn eini maður, er eg veit ekki hvert erindi á við þetta blað, en vel getur það verið misskilningur minn. — Hef eg nú sýnt, að óþarft er að óska þessu nýja blaði langra lífdaga, því það lifir samt á sinni verðskuldan, og þessara ágætu manna, sem að því standa. Er það nú Norðlendingum sjálfum að kenna, ef þeir þekkja ekki sinn vitjunartíma. Möðruvellingur. Pistill úr Húnaþingi, I. des. Héðan úr Húnaþingi er engin stór- tíðindi að segja. Tíðin þetta ár hefur yfirleitt verið góð, grasspretta var ágæt og nýting sömuleiðis; heyskapur því góður. Aflabrögð í meðallagi, en brim og vindar hafa mjög hindrað sjósókn í haust, þó eru komnir allháir hlutir, sum- staðar allt að þúsundi. Flestum munu ofbjóða aðfarir Hafnar- stjórnarflokksins í stjórnarskrármálinu í sumar; mun það athæfi hafa veikt marga í trúnni á ágæti Valtýs og legáta hans. Hið sama gildir um bankamálið, að þeir munu fjölga, sem þykir tortryggilegur ákafi Valtýinga í því, að koma peninga- stofnun landsins fyrir kattarnef, en tefla peningavaldi þjóðarinnar undir einokun útlendra Gyðinga. — Valtýingar hér nyrðra búa sig nú óðum undir snúning- inn í stjórnarskrármálinu, því það er á- reiðanlegt, að þyki þeim óvænlega horfa, þá ætla þeir að snúa við blaðinu og taka upp stefnu heimastjórnarmanna bæði í stjórnarskrármálinu og bankamál- inu. T. d. þakka þeir sér nú að 61. gr. stjórnarskrárinnar stóð óbreytt, þótt það væri að þakka magnleysi þeirra, að þeir gátu ekki breytt henni; en það sýnir bezt, að þeir hafa þó ætlað henni bana, að bæði þingmenn Skagfirðinga og Vestmanneyjagoðinn fyrir hönd Val- týs, gátu ginnt nokkra kjósendur sína til þess að skora á þingið að fleygja henni í sjóinn, og er líklegt, að það verði lengi munað, hverjir gengust fyrir syo göfugri pólitík, og þa ekki síður hitt, að þingmannaefni Skagfirðinga öll lofuðu því a kjörfundinum í fyrra, að þau skyldu stuðla til þess, að 61. gr. stæði óbreytt, því slíkur var þa vilji Skagfirðinga, hvernig sem þeir hafa öðl- azt hina æðri og betri þekkingu í vor. — Af þessu, og mörgu öðru, má fyllilega ráða það, aðValtýingar lofa hverju, sem vera vi 11, til þess að ná kosningu í vor, en eru j afnstaðráðnir í þvl, að svíkja öll sín loforð, er að þingi kemur. Með öðrum orðum, Valtývar þora ekki að ganga hreint til dyra roeð pólitík sína í vor, þora ekki að hafa innlimun- arflaggiðeða „landráðaflaggið“, sem sum- irkalla, í hálfri stöng, hvað þá fullri, og því á nú að sigla undir fölsku flaggi. En þetta á þeim ekki að heppnast; þjóð- inni er engin vorkun að greina gyllingu frá gulli, en eigi að síður er full ástæða til þess að gefa nú íslenzkum kjósend- um bending um að vera á verði, og láta ekki ginna sig eins og þursa. — Um kosningar er hér lítið talað enn, en það tel eg sjálfsagt, að sömu þing- menn verði í kjöri af hálfu okkar flokks, sem áður, ef þeir gefa kost á sér. Þeir hafa báðir reynzt okkur ágætlega, og trúir málstað sinnar þjóðar, og mun það ekki spilla fyrir þeim, að Einar „flugu'1- maður er að reyna að rægja þá við okkur og róa þá af gærunni. Við vit- um það mjög vel, að ekki þarf hjálp útlendra prangara til þess að stofna banka eða bankaútibú á Norðurlandi. En það höfum vér fyrir satt, að nú rnuni Valtývar ætla að gera sitt ýtrasta til þess að endurvinna Húnavatn.ssýslu, og mun það vera áreiðanlegt, að þeir ætli sér að hafa sína mestu og beztu menn 1 kjöri hjá okkur, að minnsta kosti einn þeirra með Birni Sigfússyni, sem á nú að „rísa upp aptur“ eins og réttlátra er siður. Svo af þessu virðist sem þeir góðu menn álíti okkur enga jálka, sem allt megi bjóða. Apturhef- ur heyrzt, að Skagfirðingar eigi að lifa á moðum Valtýsflokksins við næstu kosningar, og eigi nú að endurreisa í Skagafirði fallna anda, einn eða fleiri frá kosningum í fyrra, sem örvænt þyk- ir, að nokkrir aðrir kjósendur líti við. — Er ótrúlegt, að Skagfirðingar láti bjóða sér þetta, en ekki er því að neita, að margt ber ótrúlegt við á þessum dög- um. — En tíminn leysir úr því, hverjir vilja verða gaddhestar Valtýinga nú í vor. Eptirmæli. Frú ÓlöfMargrét Hallgrímsdótt- i r, sem andaðist á Akureyri hinn 24. sept. f. á., var ein meðal hinna merkustu kvenna hér nyrðra. Hún var fædd á Akureyri hinn 16. júní r855, og var faðir hennar Hall- grímur sál. gullsmiður Kristjánsson prests að Völlum í Svarfaðardal, Þorsteinssonar prests að Stærra-Arskógi, en móðir enn lif- andi, Ólöf Einarsdóttir Thorlacii prests að Saurbæ í F.yjafirði, Hallgrímssonar Thorla- cii prests að Miklagarði í Eyjafirði. Arið 1880 gekk frú Ólöl' sál. að eiga Stefán Jónsson Hallssonar prófasts í Glaumbæ, verzlunarstjóra fyrir Gránufélagsverzlun á Sauðárkróki, og lifðu þau hjón stöðugt sfð- an saman á Sauðárkróki í blóma og vel- gengni og ástúðlegu hjónabandi. Þriggja barna varð þeitn hjónum auðið oglifirað eins eitt þeirra, stud. polyt. Jón Hallgrím- ur, er stundar nám sitt við háskólann í Kaupmannahöfn. Það er einmæli, að frú Ólöf sál. hafi verið afbragðskona, eins og hún og snemma æfinnar þótti af flestum öðrum bera að öll- um kvennlegum kostum. Hæfilegleiki henn- ar til hússtjórnar og allur dugnaður var framúrskarandi. Allt dagfarið einkenndi hin stakasta Ijúfmennska og kurteisi, enda mun það ærið mörgum kunnugt, þvf tíðum var rausnarheimilið hennar þéttskipað gest- um, einatt langt að komnuin. Öll fram- koma hennar í lífinu bar á sér merki óvana- lega mikillar stillingar og hógværðar, er sórndi sér sér því betur á henni sem hún naut hinna beztu og glæsilegustu lífskjara. — Hún var greinilega prýði og ljós í hús- freyjustöðu sinni, og óskandi væri, að þjóð vor ætti margar slíkar. — Því var það sízt að undra, þótt hér fyndist skarð fyrir skildi, ekki einasta á heimilinu, heldur einnig í hinu litla kauptúni, við fráfall hinnar ágætu merkskonu, sem kölluð var burtu í broddi lffsins. Enda var og söknuðurinn auðsýnn við jarðarför hennar,' sem fram fór að Sauð- árkrókskirkju hinn 6. okt. síðastl. — Hafði líkið verið flutt með »Ceres« 27. sept. þ. á. frá Akureyri. Jarðarförin var afarfjölmenn og viðha'fnarmeiri að öllu, en hérhefuráð- ur sést. Auk margra annara helztu manna sýslunnar voru þar viðstaddir 8 prestar, og og fluttu 4 þeirra ræður. Kirkjan vat smekk- víslega sorgarblæjum búin að tilhlutun »hins skagfirska kvennfélags«, er hin látna hafði verið meðstjórnandi í frá stofnun þess, haustið 1895. í saknaðarkveðju, er félag þetta lét syngja hinni látnu við jarðarför- ina standa þessi orð: Hafðu þökk, hjartkæra vina! Holl ráð og fyrirmynd þín veri það ljós, er oss láti lifa og horfa til sín. Má af orðum þessum ráða, hve mikið hefur þótt til frú Ólalar sál. koma í félagsstarf- seminni, enda starfaði hún þar með dugn- aði og áhuga. — Allt þettu sýnir glögglega þau sannindi, að frú Ólöf sál. naut óbland- aðrar virðingar og vinsældar í héraði voru og að hennar er að verðleikum saknað mikið. Til að enda með þessi fáu minningar- orð eptir hina látnu merkiskonu finn eg ekkert orð betra né sannara, en hin óvið- jafnanlegu orð* þjóðskáldsins Bjarna Thor- arensens eptir látna höfðingskonu: Víst segja fáir hauðrið hrapa húsfreyju góðrar viður lát; en hverju venzlavinir tapa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.