Þjóðólfur - 01.01.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.01.1902, Blaðsíða 4
4 STÆKKUN ÞJÓÐÓLFS. Eins og menn sjá kemur Þjóðólfur nú fram í nýju gerfi, svo að hann er nú í stærra broti en nokkurt annað blað hér á landi. Kemur út í hve rri viku, og þar að auki viðaukablöð að minnsta kosti 10—12 þetta árið, eða eptir því sem þörf krefur. Að vér liöfum ráðizt í þessa stækkun nú, stafar hæði af því, að stórmál þau, sem uú eru á dagrskrá hjá þjóð vorri þarfnast ítariegrar umræðu og1 svo af því, að blaðið getur þá eptirleiðis flutt meira en Iiingað til af skemintandi efni fvrir almenuing, hæði íslenzknm sagnaþáttum, neðanmálssögum o. fl. Með tilliti til þess, að vænzt er eptir mjög verulegri kaupendafjölgun við þessa ankiiingn á hlaðinu, helzt verð þess óbreytt (4 kr. árg. hér á landi), þrátt fyrir þessa niikln stækkun hlaðsins. Auk þess fá nýir kaiipendur að þessum árgangi hlaðsins, sem nú Iiefst (54. árg.) í . kaupbæti = —<* tvenn sögusöfn sérprentuð ♦— (11. og 12. hepti um 150 bls.) með ágætlega góðum skemmtisögum. f*ó verða sögnsöfn þessi ekki send óþekktum mönnum, nema borgun fyrir 54. árg. hlaðsins fylgi pöntuninni. En útsölnmenn, seni útgefanda eru knnnir geta fengið þau fyrirfram án þess borgun fylgi. Ennfremur fá þeir, er útvega 8—10 nýja kaupendur og standa skil á borgun frá þeim í gjalddaga eitt eintak sérprentað af íslenzkum sagnaþáttum, er birzt hafa í blaðinu næstl. 4 ár (um 140 bls.). tjóðólfur hefur ávallt átt góðri hylli að fagna meðal alþýðu, og ekki látið á sinn hlut ganga í því, er hann liefur talið landinu fyrir beztu, og svo mun enn verða. Yér þykjumst þess því fullvissir, að þessi aukning blaðsins muni mælast vel fyrir hjá ölliim þjóðræknnm mönnum og að landsmenn styðji sein bezt að útbreiðslu þess með því að gerast kaupendur, ef þeir liafa ekki verið það áður og standa góð skil á borguninni. Áreiðanlegir kaupendur — Óháð ritstjórn. l’að tvennt fer saman og ern einknnnarorð Þjóðólfs. Sýnið það nú í verkinu, landar góðir, að þér uunið Þjóðólfl. Nýir kaupendur gefl sig fram sem fyrst. Reykjavík 1. jauúar 1002. Hannes Þorsteinsson. Andvari VI. ár og sögusafn Þjóðólfs I. (sérprentun) óskast til kaups nú þegar. Ritstj. vísar á. Þeir setn vilja eignast áhöld (eða ann- að) frá Ameríku með vorinu samkvæmt Hlín bls. 69—80, verða að senda mér pantanir sínar með tilheyrandi, með febrú- arpóstunum eða fyrir 10. marz 11. k. Rvík 28/i2 1901. S. B. Jónsson. <X) "O S- DQ E—* Q- fO cö -4—» C/3 æ U- 0 VlN og VINDLAR. ♦♦♦♦♦ Vínin frá Kjær & Sommerfeldt eru, þótt ekki séu seld úr kjallaratleilcl, ætíð viðurkennd að vera hin beztu, bæði hér og erlendis. Enn eru vínin seld með sama verði. þrátt fyrir tollhækkunina. Miklar birgðir af vindlum og tóbaki. Verðlisti látinn í té þegar œskt er. Einkasölu hefur J. P. T. Brydes-verziun . í Reykjavík. 0 -n æ co r-4- o; cd =3’ c/> OO -3 Q- CD 0 T rypograph inn er hið bezta og handhægasta áhald til að taka mörg endurrit af sama skjali. Fæst í tveim stærðum, kvarto og folio í bókaverzlun SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. Þar fást einnig: Vasapennar úr gulli (Pelican pennar); bezta tegund vasa- penna að dómi þeirra, sem hafa notað þá. Gullblek, rautt blek, óaf- máanlegt merkiblek til að merkja lín, og merkiblek til að merkja kassa. Mikið af RITEÖNGUM. HÖFUÐBÆKUR, KASSABÆKUR og KLAOOAR, og inargt fleira. Allt mjög ödýrt eptir gæðum. Nýprentuð eru : SKÓLALJÓÐ Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefur og búið tii prentnnar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1 ,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. Vottorð. Eptir að eg í mörg ár hafði þjáðst af magaveiki og árangurslaust leitað margra lækna til að fá bót á því meini, hugkvæmdist mér fyrir rúmu ári að reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír frá Valde- mar Petersen í Friðrikshöfn. Og það var eins og við manninn mælt. Þegar eg hafði tekið inn úr 4 glösum, fór mér að batna til muna. Með því að neyta þessa ágæta heilsulyfs að staðaldri, hef eg verið fær til allrar vinnu, en það fi'nn eg, að eg má ekki án þess vera, að nota þennan kostabitter, sem hefur gefið mér aptur heilsuna. Kasthvammi í Þingeyjarsýslu. Sigtryggur Kristjánsson. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á fslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-llfs-elixír, eru kaupendur beðnir v. p. að lfta ve! eptir því, að —p— standi á fiösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum : Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið VValde- rnar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. t/ieoi. Glasgow-prentsmiðjan. „Þar er eg alveg á ykkar máli“, sagði maðurinn í hvíta kuflinum. „En við verðum þó að taka tillit til þess", sagði einn hinna, „að veg- urinn er allur annar nú en hann var áður“. „Jú, víst er um það. í fyrra sóttu nokkrir auðugir kaupmenn í Björgvin um nafnbætur til konungs. Þeir fengu það, sem þeir báðu um, en urðu að greiða töluvert fé í staðinn. Þessu fé varði stjórnin til þess að bæta veginn yfir Fillefjöll. Þetta létti mjög fyrir flutningnum okk* ar, en í þess stað á að fara að leggja á okkur meiri vegavinnu, en und- an því höfum við skorazt". „Nú, var það þess vegna, að þið gerðuð uppþotið gegn vegastjóranum?" „Já, einmitt. Og nú hefur hann kært okkur fyrir stjórninni og sagt, að eina ráðið, sem dygði við okkur, væri að beita við okkur heraga. Hann hefur nú fengið því ágengt, að það á að bjóða út liði héðan úr sveitinni og hefur það ekki verið gert síðan 1657“. „Eg mundi heldur kjósa vegavinnuna, væri eg í ykkar sporum", sagði komumaður. „En þeir eiga jafnlitla heimtingu á hvorttveggju", svaraði húsbóndi. „Við báðum aldrei um nýjan veg“. „Og hver hefur kostað hann?“, sagði ungur, íturvaxinn maður, svartur á brún og brá. „Af hverjum hafa Björgvinarkaupmennirnir grætt peninga sína ? Ætli þeir séu ekki frá okkur flestir, þegar öllu er á botninn hvolft". „Þú hefur rétt að mæla, Andrés!" mælti húsráðandi og neri skornu tóbaksblöðin á milli fingra sér; síðan stakk hann hnífnum á sig, ýtti tó- baksdósinni fram á borðið og settist niður. „Fáið ykkur eina tóbakspípu", sagði hann, „og síðan skulum við skeggræða um þetta mál“. Mennirnir tóku skjótt sina pípuna hver og Níels frá Hvammi tók að slá eld. Andrés frá Völlum varð upp með sér af því að húsbóndanum hafði getizt vel að orðum hans; hann færði sig nær borðinu og mælti: „Liðsafnendurnir koma auðvitað, en mér þætti gaman að vita, hvað af útboðinu yrði, ef við yrðum allir ásáttir um að sitja kyrrir heima". „Það er ekki hætt við, að það færist fyrir þess vegna, Andrés minn“, sagði Níels frá Hvammi. „Þeir verða ekki lengi að finna okkur, þegar þeir hafa skrárnar í höndunum". „Hafa þeir nokkrar skrár?“ spurði einn þeirra, er við borðið sátu. „Já, eg heyrði það sagt við kirkjuna í dag, að vegastjórinn hafi falið prestinum að semja skrá yfir alia unga karlmenn í prestakallinu". „Jú, það mun vera satt", tóku þá fleiri undir. „Eg er hræddur um, að þið verðið að sætta ykkur við þetta, hvort sem ykkur líkar betur eða ver“, sagði útvegsbóndinn frá Björgvin og þeytti um leið reykjartnekkinum út í loptið. „Eða við náum líka í þessar skrár”, sagði Andrés frá Völlum í lág- um rómi. „En hvar getum við náð þeirn?" spurði Níels frá Hvamrni. „Hjá prestinum". „Hann lætur þær ekki af hendi". „Þá tökum við þær með valdi". „Nú, og svo?“ „Svo brennum við þær“. „Þú ert skolli ráðagóður Andrés!" „Eg held að ykkur lánist þetta ekki, vinir mínir!" sagði útvegs- bóndinn frá Björgvin. „Jú, eg held að það lánist", sagði Andrés frá Rjóðri, húsráðandinn. „Jæja, hver vill þá verða til þess, að fara til prestsins og ná í skrárnar?" spurði Níels frá Hvamrni, „Eg skal fara, ef einhver vill vera með mér“, sagði húsbóndi, og leit til Andrésar frá Völlum. „Eg fer með þér“, svaraði hann. „Þá erum við tveir og ef til vill gefa einhverjir fleiri sig fram“. „En að ö 'um kosti förum við tveir einir", sagði Andrés frá Völlum. Á litla bekknum fyrir aptan rúmið sat Ingiríður bóndadóttir og unn- usti hennar, Knútur, sonur bóndans á Neðra-Rjóðri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.