Þjóðólfur - 01.01.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.01.1902, Blaðsíða 3
3 vottinn má sjá á þeirra grát; af döggu slíkri’ á gröfum grær góðrar minningar rósin skær. (A.) Næstl. haust andaðist á Akureyrarspítala Eriendur Eysteinsson bóndi á Beina- keldu 1 Húnavatnssýslu, albróðir Séra Lár- usar heit. á Staðarbakka. »Hann var afar- duglegur maður og einn meðal allra gild- ustu bænda í Húnaþingi. Hann var á sext- ugsaldri og þrotinn að heilsu, lét eptir sig ekkju og 9 börn. Var bráðgáfaður maður og orðlagður fyrir fyndni og kringilyrði«. (X.) Til Jóns Óiafssonar. Grenjaðarstað 30. nóv. 1901. S. T. Jón Ólafsson. Reykjavík. Eg hef allajafna álitið þig nokkurn vits- munamann, þótt eg stundum kunni að hafa efast um drengskap þinn. En er eg nú las grein þína; »Tveir guðsmenn í Þingeyjar- sýslu« í »Reykjavíkinni« 26. okt. þ. á., þá þá þóttist eg sjá, að vitsmununum væri, nú orðið, ekki betur farið en drengskapnum. Þú byrjar á því, að hafa upp klausu úr »R.víkinni« 7. sept. viðvíkjandi endurveiting Presthóla og segir svo: »Þessi frásögn er í alla staði sönn og rétt«. — Þarna kemur fram þetta strákslega kæruleysi, sem stend- ur alveg á sama, hvort satt er eða ósatt, það sem fullyrt er. — Það kemur vonandi í ljós, áður mjög langt ltður, hve rétt og lögmæt þessi svonefnda kosning í Presthóla prestakalli var. — Þá kemur heimskan. Eptir að hafa birt bréf mitt til útgefanda Rvtkur 3%, þarsem eg nefni ranghermi með nafninu »lýgi«, segir þú, svo undur gleiðgosalega, að útg. Rvfkur sé innanhandar, að láta hirta próf. á Grenjaðarstað samkv. 219. gr. »hegningar- laganna«. Ertu þá virkilega svo einfaldur, að ætla, að útg. Rvfkur geti hirt mig eða hirta látið fyrir það, að eg kallaþað, sem ranghermt er og því ósatt, lýgi? Vitanlega getur útg, Rvíkur höfðað mál gegn mér, ef hann þyk- ist meiddur og er sannfærður um áreiðan- leik þess, er hann segir um Presthóla veit- inguna, en hann ræður ekki úrslitum þess máls. Annars væri mér það mjög kært, ef þú eða útg. Rvíkur vildir höfða mál, því þá mundi upplýsast margt viðvíkjandi Prest- hólamálunum, sem nú er hulið almenningi. — En út yfir tekur rneð heimsku þfna, er þú ber það fram, »að eg, sem póslaf- greiðslumaður, hafi brotið 4. gr. tilsk. 26. febr. 1872 um póstmál». Þú þarft endilega að lesa þá grein betur, en þú hefur gert hingað til. — Þú kynnir þá að geta koin- izt að' þeirri niðurstöðu, að þú sjálfur hafir brotið nefnda grein með því, að láta pósta bera út um landið óþverra-slúður þitt. — En þótt þú lesir tilsk. =6/2 72 frá upphafi til enda, muntu hvergi finna nein ákvæði í þá átt, að póstafgreiðslumenn geti sætt ábyrgð fyrir það, hvort hreppsnefnda-oddvitar vilja eða vilja ekki kaupa hvert óþverrablað, sem þeim kann að verða sent. — Um þínar ódrengilegu, strákslegu aðdrótt- anir í neðanmálsgreininni ætla eg ekki að tala við þig í þetta sinn, en hvort egkann að gera það á öðrum stað og tíma, það er ekki fullráðið enn. — B. Kristjánsson. ,,Ekki með benedizkunnni“. Kristján yfirdóntari Jónsson getur þess með miklunt rembingi í þvættingsgrein sinni í 81. tbl. Isafoldar, að hann bæði 1893 og aptur 1894 hafi greitt atkvæði gegn endur- skoðunarfrumvarpinu af þeim 2 ástæðum, að engum skynbærum manni gat blandazt hug- ur um það, að það var með öllu árangurs- laust að santþykkja frumvarpið, og að eigi var á þingunum 1893 og 1894 gerð nein til- raun til þess að lagfæra missmíði þau, sem með óhrekjanlegum(l) rökum hafði verið sýnt og sannað á alþingi 1889 að væru á fruntvarpinu? Yfirdómaranunt hefur auðsjáanlega komið það meinilla, að minnst var á hina fyrri afstöðu hans til benedizkunnar, ef til vill meðfram af því, að það var þá altalað, sum- urin 1893 og 1894, að hið sameinaða amt- manns- og assessorshádegiskafifi hefði þá glapið sjónir fyrir sumuni mönnum, svo að þeitn veitti örðugt að átta sig á benedizk- unni, ekki síður en á öðrum ntáium. Bj ö rn. Fyrirlestur um stjórnarskrármálið hélt dr. Finnur Jónsson í »Studentersam- fundet« í Kaupntannahöfn 30. nóv. f. á. og var gerður góður rómur að. Mun fyrir- lestur þessi birtast á prenti. Umræðururðu á eptir og tóku meðal annars þátt f þeim Oct. Hansen hæstaréttarmálfærslum., N. J. Larsen og Jak. Scavenius kammerherra og voru allir hlynntir því að veita oss svo rlf- legt sjálfsforræði, sem unnt er. Eitthvað var dr. Valtý þar að malda í móinn gegn fyrirlestrinum og lítitr út fyrir, að hann hafi farið lltt ánægður af þeim fundi, þvf að rétt á eptir ritaði hann langa grein, er hann vildi koma í »Politiken« en var synjað þar rúms og aumkvaðist þá hægrintannablaðið »Nationaltidende« yfir manninn. Er grein þessi, eins og vænta mátti, afarhlutdrægn- islega rituð í garð heimastjórnarmanna og flestu öfugt snúið Hafnarstjórnarflokknum 1 vil. Mun lesendum Þjóðólfs innan skamms verða gefinn smekkur af þessari síðustu rit- smíð doktorsins. Sjónleikar hafa verið haldnir hér f bænum millum hátíðanna. Leikfélagið hefur leikið nýjan leik: »Hin týnda Paradfs« eptir þýzkan höfund Ludvig Fulda, og hefttr þótt mikið til þessa leiks koma, eins ogverter. Verð- ur minnst nánar á hann síðar. — Skólapilt- ar hafa í Breiðfjörðshúsi leikið 3 smáleiki, þar á meðal sRitdómarann og dýrið« eptir J. L. Heiberg óg nýjan íslenzkan smáleik með viðburða-yfirliti (revue) í ljóðum. Bessastaða-Þjóðviljinn er dálltið svartur utan og innan núna síðast 28. des., út af því, hve Þjóðólfur hefur ó- þyrmilega tætt sundur sendibréfið þeirra 5 kumpána til ráðherrans og sýnt fram á. hve dæmalaus pólitiskur óburður það er frá upp- hafi til enda með allan tvíveðrunginn, óheil' indin og ósamkvæmnina. Og veslings Þjóð- vilja ritstj. getur ekki sagt eitt einasta orð til að verja hneykslið eða hrekja ummæli Þjóðólfs, en berstumá hæl og hnakka eins og óður maður með persónulegum afkára- legum fúlyrðum til útg. þessa blaðs, sem metur þetta eins og annað marklaust reiði- rugl manns, er misst befur tilfinninguna fyr- ir öllu velsæmi, en getur ekkert annað en sparkað og skirpt, þegar hann liggur undir 1 réttri glímu. Sjálfs hans vegna viljum vér ráða honum til að leggja ekki skynsemina svona algerlega á hylluna, þegar hann skrif- ar næst, eins og hann hefur gert núna, því að almenningur snýr sér frá slfkum ritsmíð- um með óbeit og fyrirlitningu, og hugsar að maðurinn sé ekki með öllum mjalla, eða málstaður hans harla illur. En hver veit sDEi nema ástæðurnar og röksentdirnar kc, næst, þá er fyrsta reiðivíman er runnin ‘ V. manninum? Og þá er Þjóðólfur til í ein,, ' bröndótta. Núna vorkennir hann mannin- gí um að vera fallinn s v o n a lágt og djúpt undir hælinn á Valtýsklfkunni. Neðanmálssaga sú, er nú hefst f blaðinu, er byggð á sann- sögulegum atburðum, er gerðust í Noregi í lok 18. aldar, og þykir sagan ágæt í sinni röð. Ættu menn því að lesa hana með at- hygli frá byrjun. Mun verða reynt að láta hana birtast í hverju blaði, unz henni er lokið, svo framarlega sem unnt er, endaer sagan ekki löng. Upphaf hennar (að eins 2 fyrstu bls.) var prentað í Þjóðólfi 18. júnf f. á., en með því að svo langt er unt liðið, og til þess að nýir kaupendur geti fengið hana alla, hefttr byrjttn hennar verið prent- uð hér upp aptur. / / 7 / / / / /-/./ /./ / /2 Þessu blaði fylgir viðaukablað. Efni: Heimastjórn — Búseta ráðgjafans, eptir Hannes Hafstein. Bankamálið I. Sótt og dauði Valtýskunnar.. „Valtýsmessa". Leiðarvfsir til lífsábyrg-ðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja Kf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. ------♦ H L 1 N «---------------- er gagnfræðilegt tímarit, sem allir ættu að kaupa og lesa. - Verð til áskrifenda, er ekki borga fyrirfram Kr. 1,50 árg. En til þeirra, er borga fyrirfram kr. 1,00. Einstök númer 75 attra, er borgist fyrirfram. Útg'efandi: S. B. Jónsson. Reykjavík, Meðhaldslaust má fullyrða, að flestir verja ver margri elnni krónu á ári, en til þess að kaupa þetta rit. — Menn ættu að reyna það 1 ár til að byrja með. Áskrifendur fá ritið til sín sent frítt reglu- lega, hvort sem þeir borga fyrirfram eða ekki. — En borgunarlaust geta menn fengið HLÍN með því að senda útgef- anda línu um það, ásarnt nöfnum 5 áskrifendn, eða loforði um, að útvega 5 áskrifendur að sét meðtöldum. HLÍN er til sölu hjá fiestum bóksöl- unt landsins og vtðar og hjá útg. í Rvfk. Fleiri góða útsölumenn vanta nú þegar upp á rýmileg sölulaun. 4 »Ef þú leggur til smér og hveitibrauð, þá skal eg útvega fisk“, sagði Knútur. „Bíddu við, við skulum heyra, hvað þeir ætla að geral" „Hvað ætli þeir geri! Andrés frá Völlum sparar sjaldan stóryrðin og lemur óspart í borðið, en annars man eg ekki til, að neitt hafi orðið úr þeim málum, sem hann hefur beitt sér fyrir". „En það er bóndinn á Efra-Rjóðri, sem fylgir þessu máli fram", sagði Ingiiíður dálítið drýgindalega. „Heldurðu að bann geri það?“ sagði Knútur með vafabros á vörun- um og unt leið krosslagði hann hendurnar á brjóstinu og hallaði sér aptur á bak. Andrés frá Rjóðri, faðir Ingiríðar, spurði mennina sérílagi hvern af öðrum ; gegn öllum mótmælum hafði Andrés frá Völlum ijósar ástæður á reiðum höndum, svo að lítið varð um mótstöðu. „Hvað ætli þeir geti gert okkur, ef við erum allir á eitt sáttir?“, sagði Andrés fra Völlum. „Þeir fara þó aldrei að gera ykkur karlana að hermönnum og þeir gera víst heldur ekki alla Leirdæli að þrælum". Bændurnir frá Mói fylgdu Andrési á Rjóðri í öllu og urðu því með undir eins; bóndinn á Blávelii vildi vera með, ef Borgarsóknarmenn yrðu það. „Eg þori að reiða mig á Borgarsóknarmenn", sagði húsráðandi. Siðan sneri hann sér að Knúti og mælti: „Neðra Rjóður verður víst lika sama nteginn og Efra-Rjóður, er ekki svo Knútur?" Mennirnir hlógu og litu þangað, sem Knútur og Ingiríður sátu, en Knútur rétti úr sér, spennti greipum yfir annað hnéð og svaraði: „Þú verður að tala um það við pabba“. „Hann er ekki vanur að hafa á móti því, sem þú segir; hann er nú líka hættur að hugsa um slíka hluti". „Það getur vel verið". „Nú, ertu þessu mótfallinn?" spurði húsráðttndi dálitið óþolinmóður. „Segðu okkur, hvað þú hefur á samvizkunni", sagði bóndasonur- inn frá Völlum og bjóst til nýrrar atlögu. Unnusta fangans. (Norsk saga.) Eptir Ingvar Bondesen. Það var eitt sunnudagskveld í lok 18. aldar, að menn nokkrir, ungir og gamlir, sátu umhverfis borðið í stofunni á Efra-Rjóðri. Fyrir framan þá stóð ölkrúsin með nýju öli og hjá henni lágu nokkrar krítarpípur. Húsbóndinn á bænum stóð við borðsendann og skar með hnífnum sín- um tóbak niður á flata fjöl. Bláu vaðmálspeysurnar og prjónuðu bláu skotthúfurnar sýndu, að menn þessir áttn heima í Sogni. En meðal þeirra var þó einn maður, er stakk mjög í stúf við hina í klæðaburði. Hann var í hvítum kufli með svörtum bryddingum og með barðastóran hatt á höfði. Það var útvegsbóndi úr nágrenni við Björgvin og hafði hann brugð- ið sér snöggva ferð til Leirdals í kaupskaparerindum. „Hvað er um að vera?" spurði aðkomumaður. „0, það er ávallt eitthvað bogið við veginn hérna hjá okkur", sagði einn hinna. „Eg skal stuttlega skýra þér frá, hvernig þessu er háttað", mælti húsbóndinn. — „Um endilangan Noreg hafa engir jafnerfitt vegaviðhald, sem vér Leirdælir. Vér erum skyidir að fylgja endurgjaldslaust öllum, sem ferðast í erindum stjórnarinnar eða fá leyfi hjá yfirvöldunum til að njóta þessara hlunninda, og leiðin liggur optast yfir Fillefjöll. En með því að vegurinn er hættulegur og margar brýr, sem þarf að halda í góðu lagi, þá gaf Friðrik konungur 3. oss lausa við hálft skattgjald og fullkomna lausn frá herþjónustu til endurgjalds. En nú segja menn, að úti sé um þessi hlunnindi og það er einmitt það, sem við viljum ekki sætta okkur við.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.