Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 54. árg. Reykjavik, föstudaginn 17. janúar 1902. 3. Skýrsla um ,skarlatssóttina‘ frá landlækni. Skýrslur þær, sem til mín eru komn- ar í dag (14. jan-) frá héraðslæknum, ná flestar ekki lengra en til sept.loka 1901, sumar nokkru skemmra, aptur aðrar lengra, fram undir áramót. Greini- legur útdráttur úr þessum skýrslum mun síðar verða gerður almenningi kunnur. Til bráðabirgða leyfi eg mér að birta hér helztu atriðin, sem einkum koma til greina, þegar dæma skal um, hvort halda skuli áfram að beita við veikina sótt- vörnum á landssjóðs kostnað. I. Útbreiðsla sóttarinnar. Fyrsta tilfellið, sem skírt var skarlats- sótt, kom upp í Lónakoti í Gullbringu- sýslu 16. apríl 1900, en enginn efi er á því, að sóttin hafði nokkru áður stung- ið sér niður í Reykjavík, an þess að héraðslæknir yrði hennar var. Meðal annars því til sönnunar er það, að eg sjálfur hafði 1 vægt tilfelli með alveg sömu einkennum í janúar i900ogskírði eg það »rauða hunda«. í skýrslu frá Siglufjarðarhj. er og getið um »rauða hunda« þar í júní 1900, sem líklega er sama veikin, en stendur varla í sam- bandi við útbreiðslu sóttarinnar hér, þótt verið geti, að hún hafi borizt þangað svo fljótt með strandferðum. Eptir 16. apríl breiddist veikin út um Reykjavíkurhérað og svo smátt og smátt til annara héraða, unz hún við árslok 1900 er komin í 11 — ellefu — héruð. Aárinu 1901 sýkjast í viðbót 16 héruðog hefur þá sóttin nú um áramótin (1901 —2) sýnt sig í 27 héruðum. Þess ber að geta, að í einu af þessum héruðum kom að eins fyrir 1 tilfelli. Sum af þessum héruðum ná yfir fleiri en eitt, af því að ýms af þeim nýju héruðum, sem sett voru á stofn með lögum 13. okt. 1899, voru óskipuð til þess tíma, er skýrslur ná yfir, og teljast því með nágrannahéruðum. í þessum 8 héruð- um var sóttin ekki mér vitanlega búin að gera vart við sig í sept. 1901: Hornatjarðarhj., Reyðarfjarðarhj., Hróars- tunguhj. (en vantar skýrslu frá júlí 1901), Höfðahverfishj., Akureyrarhj., Hofsóshj., Blönduóshj., (en vantar skýrslu síðan í apríl 1901) og Reykhólahjerað. Enn- fremur má telja Berufjarðarhj. ósýkt, því þar hefur veikin ekki gert vart við sig síðan í ágúst 1900. Einkennilegt er, að sóttin liggur niðri í sumum héruðum um stundarsakir, en gýs svo upp aptur, þegar minnst varir. 1 Stykkishólmshj. lá hún niðri frá því um nýar 1901, þangað til hún kemur upp aptur allt í einu í síðastliðnum nóvembermánuði, og slíkt hefur sýnt sig í Skipaskagahj., Grímsneshj., Kjósarhj. —- Á því, sem sagt hefur verið, sést það ómótmælanlega, að sóttin breiðist út þrátt fyrir það, þó að beitt hafi verið við hana ströngustu sóttvörnum Hún fer sína leið þrátt fyrir sóttvarnirnar, að e'ns fer hún ef til vill nokkuð seinna yfir. Reynslan er nægilega búin að sýna, að sóttvarnirnar seinka að eins.útbreiðslu veikinnar, en tálma henni ekki. Og því síður má gera sér von uin að taka algerlega fyrir hana, sem hún er búin að ná meiri útbreiðslu. II. MiuuidaiuM og' sóttarhœtta. Sjúkratalið og dánartalið er eptir skýrslum þeim, sem eg hef í höndum, þannig: Sjuklingar alls. Dánir alls. 1900 315 6 1901 _729_______ 12 Samtals 1044 18 * Af þessu sést, að af þeim tilfellum, sem komizt hafa til vitundar lækna, hafa dáið l.7°/o, og sýnir það, að veikin er langt frá því að vera skæð eða hættu- leg, heldur yfirleitt mj'ógvœg. En þetta hlutfall dáinna og sjúkra er efalaustallt of hátt. Það má ganga að því vísu, að svo að segja allir, sem dáið hafa úr sóttinni, séu tilfærðir í skýrslum lækna, því að í þeim alvarlegu tilfellum hefur þeirra verið vitjað, enda gat það naum- ast farið leynt. En hitt er eins víst, að mj'óg margir hafa veikst úr sóttinni, sem læknar hafa ekkert vitað um og því ekki getað tekið í skýrslurnar, með öðrum orðum, að sjúkratalan er allt of lág. I sumum héruðum sést það á skýrslum lækna, að sóttin hefur verið búin að ganga langan tíma í einu hér- aði, jafnvel halft ár, áður en læknir fær neitt að vita um það. Sóttin hefur ver- ið svo væg, að almenningi hefur þótt hreinn óþarfi að vitja læknis; marga grunaði ekki, eptir því sem læknar skýra frá, að hér væri um skarlatssótt að ræða, og þeir, sem ef til vill hafa haft grun um það, kusu heldur að leyna sóttinni, af því að hún reyndist þeim svo væg, að þeir voru hræddari við óþægindi þau, sem af sóttkvíun mundi stafa, heldur en við sóttina. Dæmi um þetta má sjá í skýrslum læknanna í Barða- strandarhj., Olaísvíkurhj., Stykkishólms- hj., Grímsnesshj. og Sauðárkrókshj. Það má því telja víst, að mýmörg hin vægari tilfelli sóttarinnar hafa farið al- veg á bak við læknana, og eg þykist ekki taka of djúpt í árinni,þó eg segi, að sjúkra- talan hafi í raun og veru verið helmingi hærri en skýrslur lækna sýna, og hafa þá ekki daið fleiri en hér um bil 0.9% af þeim, sem sýkst hafa. Beri maður saman sóttina ipooog 1901, þá er dán- artalan hundr. eptir skýrslum lækna 1901 lítið eitt lægri, eða með öðrum orðuin, veikin lítið eitt vægari en 1900. Allir læknar — þar á meðal héraðs- læknirinn í Reykjavík — eru líka sam- mála um það, að sóttin hafi yfir h'ófuð að tala verið vœg — margir segja »mjög væg«. í rnjög mörgum tilfellum hafa sjúklingarnir verið komnir á fætur eptir 2—3 daga, þar Sem þeim hefur ekki verið haldið í rúminu til varúðar (sbr. skýrslur í Grímsneshj., Kjósarhj., Eyrar- bakkahj. og fl.). Þó hafa komið fyrir alvarleg tilfelli innan um, einkum á eldra fólki og þeim, sem hafa farið óvarlega með sig. Fullyrða má, að fáir hafi dáið úr sóttinni, nema þeir hafi verið eitthvað bilaðir undir eða þá farið sér óvarlega, enda sjást dæmi þess í skýrslum lækna (Eyrarbakkahj., Síðuhj. og fl.). III. Samanbnrður við eldri sótt. Nafn sóttarinnar. Enginn efi er á því, að þetta er sama sóttin, sem gekk yfir landið 1887—1889. Til eru í læknaskýrslum fyrir þau ár nákvæmar lýsingar á sóttinni, bæði eptir þáverandi landlækni Schierbeck og aðra hina beztu lækna landsins, og lýsa þeir þeirri sótt, sem þá gekk, með alveg s'ómu einkennum og þessi sótt er nú. Af þvi að læknaskýrslurnar fyrir þessi ár eru ófullkomnar, verður ekki dánar- talan fyrir þau nákvæmlega ákveðin nema fyrir 1889, þá var hún 2,2 af hundraði og sýnir það, að sú sótt mun hafa verið álíka skæð og sú, sem nú gengur. Allt bendir þannig til, að hér sé um sömu sótt að ræða, enda mnnu allir læknar nú vera samdóma um /tfífatriði. Þá var sóttin kölluð »rauðir hundar* af flestum læknum, þar á meðal af land- lækni Schierbeck, að eins af einstaka, »skarlatssótt. Nú er sama sótt almennt nefnd »skarlatssótt«. Eg sá þegar í upphafi, að þetta var sama sóttin og gekk 1887—9, og hneigðist því eðli- lega að nafninu »rauðir hundar« að við- bættu »með skarlatssóttar-einkennum«. En auðvitað mátti líka kalla það »skarlatssótt með rauðra hunda einkenn- um«. Slíkt er að eins að deila um n'ófn. Aðalatriðið er það, að sóttin, þegar fram í sótti, virtist vera væg, og svo hefur hún reynst yfirleitt. Samt sem áður þótti mér varlegra, ef sóttin kynni að reynast skæðari en 1887—9, að kalla hana skarlatssótt og beita við hana vörn- um eptir sóttvarnarlögunum, meðfram af þvi að hinir yngri læknar kváðust ekki vera í neinum vafa um, að þetta væri skarlatssótt og einnig vegna þess, að hið fyrsta tilfelli í Lónakoti reyndist hættulegt. IV. Ráðstafanir gegn veikinni. Samkvæmt þvi, sem nú var sagt, var eptir tillögum minum stranglega fram- fylgt sóttvarnarlögunum; hin sýktu heim- ili voru stranglega einangruð og þar sem því varð viðkomið, voru sjúkling- arnir fluttir saman í sérstök hús og ein- angraðir þar. Alstaðar, þar sem sóttin hafði gert vart við sig, var sótthreins- að svo vandlega, sem föng voru á, þegar sóttin var um garð gengin og afsýkingarhætta afstaðin. Allt var þetta samkv. löguin gert á landssjóðs kostnað, og gekk til þess mj'óg mikið fé, svo mikið, að alþingi ofbauð sá kostnaður, þegar það kom saman 1901, og voru því á þinginu samþykkt viðaukalög við sóttvarnarlög- in, sem hlutu undirskript konungs 13. sept. 1901. Þessi nýju lög heimila landshöfðingja með samþykki landlækn- is að láta hætta sóttvörnum, þegar ein- hver þeirra sjúkdóma, sem yfirvöldum samkv. 2. gr. laga nr. 2 31. jan. 1896 um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúk- dóma, ætíð er skylt að verja almenn- ing fyrir, er svo vægur, að landlæknis áliti, að hann verður ekki talinn hættu- legur lífi og heilsu manna, og hefur náð svo mikilli útbreiðslu, að lítil líkindi eru til, að hann vérði heptur. Samkvæmt þessum nýju lögum gerði landshöfðingi með bréfi dags. 21. des. f. á. þá fyrirspurn til mín, »hvort skil- yrði þau, sem sett eru í viðaukalögum 13. sept. 1901 við lög 31. jan. 1896 um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkd. fyrir því að hætta megi sóttvörnum gegn skarlatssóttinni, sem þrátt fyrir hinar víðtæku sóttvarnir, sem beitt hef- ur verið gegn henni af hálfu yfirvald- anna, virðist vera komin því nær um allt land, séu að minni hyggju fyrir hendi, og ef svo væri, hvort eg sam- þvkki að sóttvörnum sé hætt«. Með bréfi mínu dags. 2. þ. m. svar- aði eg fyrirspurninni á þá leið, að eg gæfi samþykki mitt til, að sóttvörnum væri hætt. Ut af þessu gaf landshöfðingi síðan út svolátandi bréf dags. 3. þ. m. »Með því að skarlatssótt sú, sem hef- ur gengið hér á landi síðan í hitt eð fyrra, er að yðar áliti, herra landlæknir, svo væg, að hún getur eigi talizt hættu- leg lífi og heilsu manna, og liefur náð svo mikilli útbreiðslu, að lítil líkind etu til, að hún verði hept, og að fengnu áliti yðar og samþykki hér að lútandi, er samkvæmt heimild þeirri, er mér er veitt í viðaukalögum 13. sept. f. á. við lög 31. jan 1896 svo ákveðið á um, að hætta skuli vörnum gegn sótt þessari á þann hátt, sem nefnd lög frá 31. jan. 1896 fyrirskipa. Jafnframt því að tjá yður þetta til leiðbeiningar og til birtingar fyrir hér- aðslæknum landsins, eruð þér umbeðnir að brýna fyrir þeim, að þeim ben að sjálfsögðu að hafa vakandi auga á veiki þessari og gera sitt til að stemma stigu fyrir henni, þótt eigi þyki lengur fært, að leggja á landssjóð þann óbærilega kostn- að, sem leiðir af almennum sóttvörnum gegn henni, og er þeim að sjálfsögðu heim- ilt að að láta sótthreinsa eptir á á kostn- að landssjóðs, jafnt eptir þessa sem aðra næma sótt“. Ástæður þær, sem vöktu fyrir mér, er eg gaf samþykki mitt til þess, að sóttvörnum yrði hætt, munu vera hverj- um þeim ljósar, sem hefur lesið und- anfarna skýrslu. Það hafði sýnt sig, að sóttin hafði verið yfir höfuð að tala mjög væg og hún var orðin mjög svo útbreidd þrátt fyrir sóttvarnirnar, sem þannig virtust vera til lítils gagns. Sóttvarnir gegn slíkri veiki gera almenningi engu minna óhagræði en veikin, eins og sýnt var áður eptir skýrslum lækna. Hér við bætist hinn afarmikli kostnaður fyrir landssjóð, sem nú er orðinn milli 30-—40 þúsundir kr., en enn þá eru eigi öll kurl komin til grafar, því enn er von á reikningum frá mörgum læknum, og má gera ráð fyrir, að kostnaðurinn muni nema hátt upp í ábúðar- og lausafjár- skattinn fyrir eitt fjárhagsár. Samkv.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.