Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 2
IO bréfi landsh. ber að sótthreinsa á lands- sjóðs kostnað, þar sem veikin kemur upp að henni afstaðinni, og mun því verða framfylgt. — Þótt sóttvörnum sé hætt á landssjóðs kostnað, geta einstakir menn unnið tals- vert að því, að tálma fljótri útbreiðslu veikinnar með því að forðast samgöng- ur við sýkt heimili og einangra sjúk- linga eptir föngum. Aríðandi er, þar sem veikin kemur upp, að menn fari vel með sig, fari ekki of snemma á fætur, hyggilegast að vera í rúminu þar til allt hreistur eða flagningur er horfinn, vitja læknis í öllum alvarlegum tilfellum og gera honum aðvart um að sótthreinsa eptir á. Ef svo er aðfarið getur þessi veiki naumast orðið skæð. Yfir höfuð er bezt að beita allri varúð, en hinsvegar forðast óskynsamlega hræðslu við veik- ina, slík hræðsla er með öllu ástæðu- laus eptir því sem veikin hefur komið fram hingað til. Það er full ástæða til að vona, að sóttin muni ekki breyta sér til hins verra, því, eins og áður er sýnt, hefur sóttin verið heldur vægari 1901 en 1900. Rvík 14. jan. 1902. y. Jónassen. Lélegar afsakanir. Slæmar helmildir. Eptir Val og llrafn. Eptir að var grein sú var samin, sem hér er prentuð á sérstöku viðaukablaði nr. 3. hefur birzt grein í „ísafold“,þar sem Björn Jónsson fræðir íslendinga á því, hver hafi verið orsök þess, að „Politiken" synjaði grein Valtýs viðtöku. Gerir hann það af venjulegri samvizkusemi og sann- leiksást, er hann er orðinn þjóðkunnur fyrir. Segir karl frá á þessa leið: „Blátt áfram var orsökin sú, að auk þess seui „Politiken" hefur þá reglu, eins og algengt er um mörg meiri háttar blöð, að taka ekki andmæli gegn rit- stjórnargreinum sínum — en blaðið hafði glæpst á að koma með „upplýs- ingar" „erindrekans" í ritstjórnarnafni— þá var sama sem að játa sig hafa vað- ið hér um bil eintóman reyk, að leggja fram fyrir sömu lesendur nákvæmlega rökstudd skilríki í móti frá nafngreind- um manni og málinu þaulkunnugum". „Synjunin var og er því svo skiljan- leg, sem framast má verða"!!! Það er hvorttveggja, að Björn erskil- ingsgóður, enda þarf skarpan skilning til þess að gera sér „synjunina" „skilj- anlega" á þennan hátt. Það eru gersamleg ósannindi, að „meiri háttar erlend blöð" hafi þann sið að taka ekki andmæli gegn ritstjórnargreinum sínum, sem liggur í hlutarins eðli, og er miklu mest fjarstæða að segja slíkt um „Politiken", svo merkilegt blað, sem hún er. Það er „méiri háttar" blaðið „ísa- fold" er einatt hcfur þann sið að hliðra sér hjá að veita viðtöku svörum gegn ritstjórnargreinum sínum og má þá nærri geta, hvort erlend merkisblöð geri það. Svo skilningsskarpir eru víst fáir — nerna sá skilningsskarpi „ísafoldar“-rit- stjóri —, að þeir skilji, að það hafi ver- ið „alveg sama sem að játa sig hafa vaðið eintóman reyk“ að „leggja" þessa smíð Valtýs fyrir lesendur sína. Er vart hugsanlegt, að þeim ritstjórum „Poli- tikurinnar" hefði orðið skotaskuld úr að svara henni. Og ef þeir hefðu séð það, að Valtýr hefði rétt að mæla, en þeir rangt, þá hefðu þeir sem heiðvirðir blaðamenn talið sér skylt að ljá henni rúm í blaði sínu. En ef til vill er það eðlilegt, að ritstjóri „ísafoldar" skilji það I ekki, að blaðamenn leiðrétti það, er þeir hafa mishermt, þótt vitur þykist. Hann segir og frá því, að „National- tíð.“ séu landsins (d: Danmerkur) „ann- að víðlesnasta og tilkomumesta blað". Hefur mönnum verið það ókunnugt til þessa, og er líklegt, að Dönum lærist nú að meta blað þetta, er þeir spyrja vitnisburð svo skilríks manns sem rit- stjóra „ísafoldar" um það. Þess þykir vert að geta, að það er ekki von, að Björn hafi lesið vel margnefnda grein Valtýs. Svo er mál með vexti, að hann var ekki vel að blaðinu k o m i n n , er greinin var í. Hingað kom að eins eitt eintak af því. Fór Ditlev konsúll Thomsen með blaðið til ritstjóransí algerðu hei mildarleysi af hálfu eigandans — og notaði hann sér það á þann hátt, sem hans var vonog vísa. Fer það einatt í flaustri, er menn fara með það, sem illa er fengið. Og á þann veg hefur farið fyrir Birni nú. Sólsetur. (Til stud. med. Þórðar Sveinssonar við lát unnustu hans). Eg kvaddi þig, vinur, á kaldri slóð, — þá kát var og ör þín lund. Ur augunum tindraði ástarglóð og ánægjubjarminn af hvarminum stóð. Þú flaugst burt á elskandi ástmeyjarfund og andi þinn þráði þá fagnaðarstund — og óþreyjan brenndi þitt blóð. í hendi þér tók eg með heitri kennd og hrópaði: »Gleðileg jól«. Svo hvarfstu, sem dúfa með hraðboð send. — Nú horfi’ eg i bláinn og agndofa stend og undrast hið reikula hamingjuhjól og hrundið af gleðinnar veldisstól — á svipstund var sorgin í grennd. Á svipstund er von þín, er var svo rík, eins voldug og alheimsins sær, á öræfum strönduð í eyðivík, und ísköldum náblæjum stirðnað lík. Um framtíðarinnin blæs frosthélublær — og faldað er svörtu um hallirnar þær. — I anda eg inn til þín vík. Og jólin, sem færa’ okkur fögnuð og sól, þau fluttu þér dauða og böl, þig leiddu á sársaukans sjónarhól og settu í reynslunnar burðarstól, þig neyddu að drekka það dökkva öl, sem dauðinn þér blandaði, og ólífiskvöl, að endingu í sér fól. Er við okkur glöddum í gjallandi klið, þú grátinn og harmandi satzt í anddyri dauðans við hennar hlið og hjarta þittsárbændi um líkn og grið. Ur logandi tárperlum llkkrans þú batzt og ljúfustu minningar innan um vatzt um yndi og ástir og frið. Eg veit, hve þín sorg er voðasár og viðkvæm þín tryggva lund, og höfug og blóðug in brennandi tár, sem baða þinn vanga. — Ið nýja ár það sló þínu hjarta þá æð, þá und, sem aldrei mun gróa að hinnstu stund, því að nú er ástmey þín nár. Minn vinur, þú stynur og varpar önd, að velli er rifin þín höll. Nú sorti er um vonanna sólhýru lönd, en samkenndin réttir þér tárvota hönd. Þín blikandi ljóskróna er brostin öll, yfir brosandi, iðgrænan framtíðarvöll er héluflík helköld þönd. Þér fannst allt svo blikandi, bjart og hlýtt og brjóst þitt með helgidagsró. Þú sást hana ganga frá garði þýtt, með glitofið hátiðaklæði nýtt. I faðm hennar andinn á undan þér fló, en augun lokuðust, hjartað sló í hinnsta sinn hægt og blítt. Hún hafði í lífinu litla töf, sem leiptur af hrapandi sól. Hví var hún fædd? Var það hefndargjöf? Var hún hingað send til að eiga gröfi Á vormorgni lífsins það lífsfræ kól, sem Ijósið og æskan í skauti sér 61, hún flaug eins og fugl yfir höf. En þakkaðu, vinur, þá stuttu stund og styddu þig við þá trú, að aptur þið finnist í Edenslund, hún er ekki dáin, en hnigin í blund. Til hennar úr minningum byggðu þér brú, í brjósti þér, að hinu kærasta hlú, sem átti’ ’ún. — Brátt færðu hennar fund. Senn heiðloptin glóa og röðullinn rís og roðar um dali og fjöll, þá birtist hún aptur, þín æskudís, með ástina í fangi, og vininn kýs úr hópnum, og reisir þá rofnu höll, en rósirnar glitra um brekkur og völl, þar sælan er vinunum vís. Hve sælt mun að líða um lautir og hlíð, yfir ljósofinn ilmblómateig, og þekkja ekki kvíða eða strit eða stríð né storm eða þverran á rúmi og tíð. En fögnuðinn drekka úr frumlífsins veig, er frelsi og ást leggja ódáinssveig yfir elskenda ennin blíð. Eg sé þetta í von, eg sé þetta í trú, og senn mun upp leiktjöldum kippt. Og sjónsviðið opnast, — þar situr þú og'saklausa smámeyjan. —Tryggðin þín brú sér byggði yfir höfin. Burt sorgum er svipt, og sálunni úr duptinu í hæðimar lypt til að eiga um eilífð þar bú. Lárus Slg’urjónsson. Dy rhóla-jjgatið44. Ekkert undanfæri. Það er hálfleiðinlegt að vera neyddur til að eyða nokkrum orðum að því, að sanna jafn auðvellt mál, eins og það, að myndin í xi. nr. »Sunnanfara« 21. des. f. á. sé ekki af Dyrhólaey, heldur af Gatkletti við Arn- arstapa. En úr því að ritstj. »ísafoldar« gerist svo bíræfinn og jafnframt svo átakan- lega »gatistalegur« að halda gatinu sínu enn meira á lopti, með því að berja höfðinu við steininn og fullyrða, að þetta sé mynd af Dyrhólaey, þá á maðurinn sannarlega skil- ið að standa eins og glópur frammi fyrir almenningi með jafn heimskulegar staðhæf- ingar, þvert ofan í óræk sönnunar- gögn, í stað þess að kannast hreinskilnis- lega við þetta glappaskot sitt, sem alls ekki var stórkostlegra en svo, að það hefði get- að fallið í gleymsku, ef hann hefði haft vit á að segja satt eða þegja. En hann hefur nú séð um, að »Dyrhólagatið« skyldi lifa, enda mun það gera það honum til á- nægju í framtíðinni. Ef til vill hefurhann hugsað, að hann gæti grætt eitthvað á því að vekja umræður og umtal tim »gatið«, svo að einhverjir fæm að kaupa »Sunnan- fera« til að skoða »gatið« þar, því að hingað til munu fáir hafa vitað, að »Sunnanfari« væri tórandi enn. Eina ráðið fyrir Björn er því að gera hann frægan í framtíðinni með fleiri samkynja götum. Myndir af Dyrhólaey eða Portlandi eru margar til, hver annari líkar eins og eðli- legt er, en alls ólíkar Sunnanfaramyndinni. Meðal annars er mynd af Dyrhólaey í hinu nafnkunna myndasafni P. Gaimards I. B. nr. 65. Samkynja mynd er í Pajkull: En Sommer i Island bls. 66 og í Islandslýsingu Þorv. Thoroddsen Kaupm.höfn 1900 bls. 113 (alveg sama og i Pajkull) ennfremur í Collingvood o. s. frv. Auk þess eru til ýms- ar ljósmyndir, þar á meðal ein mjög góð eptir Friðrik Gíslason ljósmyndara hér í bænum, sem er nákunnugur á þessum stöðv- um. Einhverja þessara mynda hefði Björn átt að þekkja. F.n maðurinn virðist vera lítt lesinn. Það sér hver heilskyggn mað- ur, að engin þessara Dyrhólamyndaer Sunn- anfaramyndin. Þar er ekkert líkt, nema bogamyndaða hvelfingin, sem á Dyrhóla- myndunum liggur í gegnum landfast berg, en á Sunnanfaramyndinni gegnum klett frá- lausan við land eða í fjörunni, sem full er af klettum, en á Dyrhólamyndunum sést ekk- ert þvílíkt. Það yrði oflangt að fara hér Irekar út í nánari samanburð á þessum mynd- um, enda þarf þess ekki við. Og það er einnig óþarft að setja hér sögu Sunnanfara- myndarinnar, því að myndin af Gat- kletti við Arnarstapa er prentuð í »Nordiske Billeder. Prospekter fra Danmark, Norge og Sverige 2. Bind. Kaupm.höfn 1867 bls. 13 ásamt nákvæmri lýsingu af Gatkletti eptir Steingr.Thorsteinsson yfirkennara1). Og þessi mynderalveg samskonar mynd o g sú, sem prentuðerí Sunnan- fara og sögð vera af Dyrhólaey(ll), en auðvitað nokkru ver tekin og óskýrari í Sf. heldur en í þessu danska myndasafni, er flytur ýmsar góðar myndir frá Islandi. Bók þessa á hr. Árni Thorsteinsson land- fógeti, sem alinn er upp á Arnarstapa, og þekkir því, hvernig þar hagar til. Jafnvel þetta eitt ætti að vera næg sönnun fyrir því, að hann þekki Gatklettinn í Sunnanfara, enda mun hann einna fyrstur manna hafa rekið augun í þetta DyrhólagatBjarnarþar. Auk þessa eru á reiðum höndum vottorð ýmsra manna, ýmist þeirra, er hafa séð Gatklett og þekkja hann þarna í Sunnanfara, eða manna, sem nákunnugir eru Dyrhóley t. d. aldir upp i Mýrdalnum og ekki þekkja þessa Sunnanfara-Dyrhólaey, þverneita, að komið geti til mála, að þetta sé mynd af henni, eins og eðlilegt er(!) ept- ir því sem hér hefúr verið sýnt fram á. Það verður gaman að sjá, hverjir skipstjór- ar(!) það eru, sem hafa þrektilað fullyrða(!) það með Birni að myndin sé af Dyrhólaey samt sem áður. Að sjálfsögðu langar Björn til að verða ekki einn til athlægis fyrirglópsk- una, en vér öfundum ekki þann, semverð- ur svo brjóstgóður að »deila« skemmtuninni með honum. Það er að minnsta kosti lítt hugsandi, að nokkur verði svo flasfenginn, enda mundi Björn hafa tjaldað með því síðast, hefði hann getað fengið nokkurntil að glæpast á myndinni. Þess skal getið, að myndir af Dyrhólaey og Gatkletti eru til sýnis og samanburðar á skrifstofu Þjóðólfs,ef einhverjir eru,semkunna að efast um, að hcr sé rétt og satt skýrt frá.—En hvað gerir nú Björn með »gatið?« Hefði ekki verið sæmra fyrir hann að þegja strax, 1 stað þess að ausa heimsku- legum fúlyrðum yfir ábyrgðarmann þessa blaðs, fúlyrðum, sem eru svo naglaleg (sbr. oddborgartilberana og talvélina(H)) að allir skynsamir menn hljóta að vera hissa á, hversu manninuin er ósýnt um að segja nokkurt orð af viti, þá er hann verður fyr- ir því hnakkataki, sem leggur hann kylli- flatan fyrir almenningsaugum. Þjóðólfur hef- ur svo opt náð því taki á honum, að mað- urinn má vita, að honum er ekki til neins að sprikla, þá er það er lagt á hann. Hann liggur æfinlega undir í öllum viðskiptum sínum við Þjóðólf. Og harla lítil hug- fró er það fyrir hann, að japla á þeirri heimskti, að kunningjar Þjóðólfs séu ávallt að véla hann, því að það er á allra vitorði, að Isafold er hættara við en Þjóðólfi að hlaupa með hviksögur og fjarstæður eptir »kunningjana«. Eða hvort man Björn ekki, hvernig Indriði hefur farið með hann ? eða hver það var, sem gabbaði hann til að flytja Scheel-Vandels átsöguna frægu. Nú á hann eptir að skýra frá því, hver það var sem lét hann »gatifisera« á Dyrhólaey, eða hvort hann gerði það fyrir eiginn reikning. En eitt viljum vér benda honum á, er hann hellir úr sér »fínindunum« smekklegu næst, að hann láti þá látna menn í friði, er ekki hafa neitt til saka unnið, menn, sem að að manngildi og öllu atgervi báru af honum einsoggull af sora. Og einnig ætti hann þá að tala sem minnst um það »að hlaupa í sjóinn« vegna annara, eins og hann er að 1) í ferðabók Georgs Mackenzie’s: Travels in Iceland 2.útg. Edinburgh 1812 bls. 172 er góð mynd af Gatkletti, teiknuð af Mackenzie sjálf- um og stendur þar maður í gatinu, sem Bjöm segir að sigla megi hafskipum gegn um(!l) (sbr. Sunnanfara). Að þessu slepptu er það út af fyrir sig hreinasta vitleysa, að hafskip eða 6 róðrarbátar samsíða geti siglt gegnum Port- land, því að þar má að eins komast í gegn á róðrarbát í kyrrum sjó, að sögn kunnugra manna (sbr. einnig E. Olafsson og B. Pálsson ferðabók II. 751 og Kr. Kaalund Hist.topogr. beskrivelse af Isl. II 341). Svona er allt ram- vitlaust hjá manninum, bæði myndin og lýs- ingin.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.