Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 4
12 Alþýðufræðsla stúdentafélagsins, Bjarni Sæmundsson: Um hafið og lífið í því. 5 fyrirlestrar. 1. fyrirlestur: Hafið. 2. —„ — Hafið kringum Island. —- Jurtalífið 3- — Dýralífið við strendurnar. 4- - » — Dýralífið á botni úthafsins. 5- —.— Dýralífið við yfirborð hafsins. Áskriptalisti hjá Sigf. Eymundssyni til 18. þ. m. og aðgöngumiðar á sama stað. — Fyrirlestrarnir byrja laugardagskveld 18. þ. m. kl. 8. e. h. í barnaskól- anum. Þeim verður lokið á 3 vikum. Sjómenn ganga fyrir. Stórkostlegur bruni á Akureyri. Fimmtudagsmorguninn 19. des f. á. um kl. 5,kviknaði eldur í suðurenda veitinga- húss Vigfúsar Sigfússonar á Akureyri, og brann allt húsið á skammri stundu ásamt sölubúð áfastri og útbyggingum. Þaðan læsti eldurinn sig í hús Sigvalda kaup- manns Þorsteinssonar að norðanverðu við veitingahúsið og brann það, sömuleiðis 1- búðarhús Klemens! sýslum. Jónssonar ásamt geymsluhúsi, hús Óla Guðmundssonar þar rétt hjá, hús séra Geirs Sæmundssonar vest- an við Sigvaldabúðina, og gamalt hús þar hjá, er Möllerarnir bjuggu lengi í. Alls brunnu 11 hús að geymsluhúsum meðtöld- um, en allmörg skemmdust meira og minna af eldinum, þar á meðal hús Sigfúsar heit. Jónssonar, hús St. Stephensens umboðs- manns, barnaskólinn gamli o. fl. Tókst með miklu harðfengi að varna frekari út- breiðslu eldsins, bæði með blautum seglum, vatni og sjó, en slökkvitól engin til í bæn- um. Innanhússmunum varð bjargað að miklu eða nokkru leyti úr húsum þeim, er brunnu, og sömuleiðis matvælum, en allt skemmdist auðvitað mikið, er verið var að ryðja þvl út, og mestallur eldiviður brann. Skjalasafni sýslumanns og bókasafni Jóns Borgfirðings varð bjargað úr húsi sýslum. — 52 manns urðu húsvilltir við brunann, og komu þeir sér fyrir hingað og þangað í bænum, þótt erfitt væri um húsnæði.— Hús- in, sem brunnu voru í eldsvoðaábyrgð, en sum alls ekki að fullu, svo að eignatjón verður þó allmikið, auk skemmda á óvá- tryggðum innanhússmunum. Langmest er tjónið hjá Vigfúsi Sigfússyni veitingamanni, þótt hann hefði alls vátryggt fyrir 21,000 kr. Er lauslega áætlað, að alls hafi brunn- ið og skemmzt upp á 100,000 kr.t en af þeirri upphæð muni 60—70,000 kr. fást greiddar úr ábyrgðarsjóðnum, en þessar töl- ur er ekki fullkomlega að marka. — Mun þetta vera einhver hinn mesti húsabruni í senn, er orðið hefur hér á landi, og furða, að ekki varð meira af, og að allur gamli bærinn á Akureyri skyldi ekki brenna. En það vildi til, að veður var hagstætt, hér um bil logn. Hefðu slökkvitól verið við hend- ina. hefði líklega verið hægt að stöðva eld- inn í byrjun. Ætti þetta að vera áminn- ing um, að koma þar í bænum upp slökkvi- liði sem allra fyrst, eins og Isafjörður hef- ur samkv. lögum 8. nóv. 1883 og Seyðis- fjörður samkv. lögum frá þinginn í sumar. Sagt er, að bruninn hafi orsakazt þann- ig, að ferðamaður utan úr Öxnadal, er gist hafi í suðurenda veitingahússins, hafi kveikt á lampa, hengt hann þar á snaga, en sofn- að svo frá ljósinu. Þá er eldsins varð fyrst vart, var brunnið gat á loptið og eldurinn kominn í hey uppi yfir gestaherberginu. — Enginn mannskaði eða meiðsli urðu við bruna þennan. — Mikið er látið yfir því, hve vasklega ýmsir bæjarbúar karlar og konur hafi gengið fram í þvi, að stöðva eldinn og bjarga úr húsunum. Þessu blaði fylgir viðaukablað nr. 3 mcð ítarlegrrl grein um ,,skrif“ Yaltýs í „Jíationaltidende“ 2. des. f. á. SW* Nýir kaupendur að þess- um árgangi Þjóðólfs ættu að hraða sér að panta hann, áður en upp- lagið af fyrstu tölublöðunum þrýtur. Lesið augl. í 1. og 2. tölubiaði um vildarkjör þau, sem í boði eru fyrir nýja kaupendur. ^SAMSÖNG^® heldur söngfélag .Kristilegs unglingafél.‘ næstk. snnnudag (19. janúar) í JB*_ GOOD-TEMPLARAHÚSINU kl. 8 síðilegis. — Aðgöngumiðar verða selil- ir í Good-Templarahúsinu á snnniidaginn kl. i)1/*— ll'/t og kl. 2—7 og kosta: Betri sæti....75 au. Alinenn sæti..60 — Barnasæti.....40 — M. Sjá götuauglýslngar. Alþýðufyrirlestup á sunnudaginn 19. þ. m. kl- 4 e. h. í Iðnaðarmannahúsinu. — Sigurður Sig- urðsson: Landbúnaðurinn íslenzki á 19. öldinni og horfur hans nú. U ppboð verður haldið í portinu hjá verzl. Godt- haab næstkomandi Laugardag 18. þ. m. og þar selt : Kartöllur — nokk- uð skemmdar af frosti, — tunnur og kass- ar o. fl. Nýprentuð er~u~: SKÓLALJÓÐ Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefur og búið til prentunar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Ipigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. Verzlun Sturlu Jónssonar verður eptirleiðis i nýja husinu í Austurstræti vest- an við bankann. Ymsar vörur, er komu með ,Laura‘ síðast, ný- teknar upp. mw Nánari auglýsing síðar. Til ábúðar eru tvær hjáleigur í Hraungerðishverfinu lausar í næstkomandi fardögum, Starkarhúsin og Heimalandið. Hraung. 14. jan. 1902. Ól. Scemundsson. ,A’ Vottorð. Eg finn mig ómótstæðilega knúða til að senda yður eptirfarandi meðmæl: Eg undirrituð hef mörg ár verið mjög lasinaf taugaveiklun, krampa og ýmsum öðrum veikindum, er staðið hafa í sam- bandi við það, og er eg hafði leitað ýmsra lækna árangurslaust, fór eg að brúka Kína-lffs-elixír frá Waldemar Petersen í Frederikshavn, og get með góðri sam- vizku vottað, að hann hefur veitt mér óumræðilega meinabót, og ftnn eg, að eg get aldrei án hans verið. Hafnarfiröi í marz 1899. Agnes Bjarnadóttir. húsfreyja. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að líta vel eptir því, að p 1 standi á fiösk- unutn í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. 6 þeim bar eitthvað á milli. Hann var hægur og stilltur, en óveill og vildi ógjarna láta hlut sinn ; auk þess var hann þögull og lét sjaldan uppi ástæður sínar; hún var aptur á móti geðrík og örlynd og ávallt fús til að hjálpa öllum, hvort sem þeir höfðu orðið fyrir rangindum eða komizt í basl og bágindi á einhvern hátt. Hún hafði miklar mætur á föður sínum og áleit hann vera mestan bónda í öllu Björgvinaramti og hinn hraustasta og bezta í öllum Noregi. Þess vegna var hún í þessu máli, svo sem í því nær öllum öðrum mál- um, algerlega á máli föður síns og henni féll mjög illa, að Knútur skyldi vilja leggja allan árar í bát í stað þess að verjast rangindum stjórnarinn- ar, svo sem unnt væri. Og einmitt hann átti að taka við af föður henn- ar og gerast leiðtogi sveitarinnar! Hún grét fögrum tárum yfir því, að Knútur skyldi hafa getað setið úti í horni hjá sér og verið að tala uin áhættu, er bóndasonurinn frá Velli, sem hún hafði varla séð fyr, sat á meðal bændanna og var að berjast fyrir réttindum sveitarinnar og ók loks út um sveitina með föður hennar. En hvað gerði Knútur ? Hann laumaðist í burtu með Blávallarmanninum. Annar varð að fá leyfi hjá Borg- undarmönnum, en hinn hjá Aurdælum, það mátti alveg leggja þá að jöfnu. Hún spurði sjálfa sig, hvernig staðið hefði á því, að hún hafði lof- azt Knúti. Hún hafði eiginlega aldrei elskað hann. Foreldrar þeirra höfðu komið sér saman um, að þau skyldu eigast, löngu áður en þau báru nokkurt skyn á slíkt og þess vegna höfðu þau í mörg ár lifað í þeirri trú, að þau mættu ekki hvort án annars vera en satt að segja höfðu þau aldrei átt saman, því að ef eitthvað alvarlegt mál bar að höndum gátu þau aldrei orðið á eitt sátt. Henni fannst það vera sárgrætilegt, að foreldrar hennar skyldu vilja þröngva henni til þess að ganga að eiga niann, sem stoð henni svo fjarri í öllum skoðunum, jafnvel eínungis af því, að hann var sonur bóndans á næsta bæ við bæ föður hennar. En hún ásetti sér að láta það ekki við gangast, hún ætlaði að gera enda á trúlofun þeirra. En leizt henni þá betur á Andrés frá Velli? Nei, því fór fjarri, að henni litist vel á þennan háværa og slánalega strák. En það er reyndar 7 minnst um vert um útlitið. Andrés frá Velli talaði og breytti alveg eins og átti að tala og breyta. En hvað gerði Knútur ? Hann hélt hann yrði ekki með! Hann hélt að það væri ofmikil áhætta! Á hverju kveldi sat Andrés frá Velli í stofunni á Efra-Rjóðri hjá föður Ingiríðar, er þeir voru komnir heim úr leiðangrunum út um sveit- ina. Þeir ræddu þá ákaft um, hvað þeim hefði orðið ágengt þann dag- inn, og töldu saman, hverja þeir hefðu unnið á sitt mál, hverjir enn væru hikandi og þyrftu brýnslu og hvert halda skyldi næsta dag. Ingiríður sat einsömul á bekknum bak við rúmið með prjónanasína og hlýddi á viðræður þeirra, en mjög sjaldan gaf hún nokkurt orð fram í. „Hvernig stendur á því, að Knútur hefur ekki sézt hér í nokkra daga?“ spurði faðir hennar hana eitt sinn. „Honum finnst víst, að hann eigi ekkert erindi hingað", svaraði Ingiriður. „Hvaða vitleysa!" sagði faðir hennar. „Látið þetta ekki valda neinni misklíð á milli ykkar. Hann verður líka með; í dag vorum við hjá hon- um föður hans og loks gátum við nuddað honum til þess að vera með eins og hinir". „En þú veizt ekki, að eg kom til hans kveldið áður“, sagði Andrés frá Velli og brosti í kampinn. „Þú hefur ekkert minnzt á það“. „Eg veit heldur ekki, hvort það er þess vert. Eg gaf gamla mann- inum í skyn, að það mundi ráðlegra að vera með, ef hann vildi, að son- ur hans yrði nokkurntíma bóndi á Efra-Rjóðri og svo framvegis--------Það hefur hrifið, báðir hafa þeir orðið jafnhræddir, Knútur og faðir hans og þess vegna varð okkur svo vel ágengt í dag“. „Nú-ú!“ sagði Rjóðurbóndinn óánægður. „Þess konar ættu aðrir útí frá ekki að skipta sér af". „Auðvitað", sagði Andrés og gerði sér upp bros. „En á þessum tímum eru góð ráð dýr og allra bragða verður að beita. Hvað sagði Maðs á Yrjum?"

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.