Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.01.1902, Blaðsíða 3
gera síðast, því að það gæti hugsazt, að það mætti spyma svo óþægilega við honum. að dálítið klaksárt yrði eptir, ef hann væri ekki með öllu tilfinningarlaus fyrir því, hvort nánustu vandamenn hans eru i dregnir inn í blaðadeilur eða ekki, eins og hanr, leyfir sér svo opt að gera, bæði um látha og lifandi venzlamenn þeirra, sem hann á í höggi við. En jafn óvirðulegum, lúalegum. vopntim beita ekki heiðvirð blöð að jafnaði, enda heíur Þjóðólfur aldrei gert það. Og hvað »sjó- göngur eða vatnsgöngur« snertir, þá ætti ísa- foldarritstj. að vera nóg, að h a n n sjálfur hef- ur »gengið hroðalega í vatnið« á Dyrhólagat- inu, svo að það er við þvf búið, að gárung- arnir fari að gera gys að »Dyrhólagatistan- um«, sem ekki kunni að synda gegnum »gat- ið«, eins og hann hefði getað gert nokk- urnveginn sneyptilítið, hefði hann ekki opn- að munninn. En Indriði er manna vísast- ur til að gefa honum eitthvað t. d. nokkr- ar þorskkvarnir í nafnfesti. Fá orð enn. (Niðurl.). _____ Velveitj. J., að þrátt fyrir öll fáryrðin um amer. plógana, þá hefur hann þar við alls ekkertað styðjastnema eigm hugmund byggða á s/á/fs hans lítilfjörlegri reynslu — ef ann- ars á nokkru öðru en ástæðuíausri óvild til Ameríku Og þess, er henni tilheyrir, eins og einstöku menn hér virðast svo fullir af, þvf miður. Ogerþess vegna vafasamt, hvort álit hans er takandi til greina um þessa plóga, eins og nú stendur, meðfram af því, að svo virðist, sem honum sé óeðlilega mikið kappsmál að koma í veg fyrir, að twkkur maður kaupi þá eðareyni; þannig bannfær- ir hann þá vægðarlaust upp á sjálfs sfns ein- dcemi, eins og hver annar óskdkuU, heilagur faðir. En í stað þess að fara þannig að, þá hefði verið vingjarnlegra og jafnframt sæmi- legra af honum, að gefa mér kost á að sjd hvernig plógarnir reyndust til samanburðar í hans meðhöndlun; eða þá þar næst, að tilkynna mér persónulega beinlínis álit sitt á þeinr i tíma, úr því að það var nú ekki betra en það var, til þess að gera sitt til þess að eg útvegaöi ekki meira af þeim. Því að eðlilegt var að búast við því, að eg mundi auglýsa þá til framboðs hér annars, sem góða og hentuga, þar eð eg hafði útvegað Bún- aðarfél. íslands þá sem slíka, og meðan eg hafði ekki fengið svo mikið sem eins riianns álit, hvað þá sönnun fyrir því mótsetta. En það verð eg þó að segja þessum ná- unga í einlaegni, að það getur ekkert breytt áliti nrínu á þessum plógum nema óhrekjandi sannanir\ og þá allra sízt frekjulegar full- yrðingar einstaks ókunnugs manns. — Og er það vegna þess í fyrsta lagi, að eg hef persónulega þekkingu á gæðum og raunhæfi þesara plóga vestanhafs, hverjum til síns brúks; og svo í öðrulagi af því, að mér er kunnugt um, að fessir þlógar (sem reyndar öll þau jarðyrkjuyerkfæri sem Parlin & Or- endorff félagið í Conton, 111. býr til), eru vel pekktir um alla Norður-Ameríku sem á- gætis verkfæri. Það félag var stofnað 1842 og er alstaðar vel þekkt sem beiðarleg og áreiðanleg stofnun, það hefur nú 25 verzl- unarhús út um alla Atnerfku, og framleið- ir jarðyrkjuverkfæri ete. upp á nál. tíu mil- jónir dollara árlega; en það er meirtfjárhæð en Island kostar með öllu fémætu, sem á því er, samkv.virðingui882(sjáAlm. Þjóðvinafél.) Það lætur því að líkum, að ætla, að það fé- lag hefði ekki komizt á þennan dag með góðum orðstír, og með slíka árlega umsetn- ingu, ef það hefði látið frá sér fafanokkur „ónýt" verkfæri, „sem ekkert hefði til stns ágoetis nema hátt verd". Einnig er ekki ólík- legt, að 60 ára reynsla þess félags í að búa til plóga,— og það í slíku framfara- og um- bótalandi sent Ameríka er óneitanlega, þar sent nál. allar hendur keppa um að umbæta alla skapaða hluti — hafi gert það fært um að búa til góða og hentuga plóga fyrir (eg vil segja) allskonar jarðveg; því að þar í landi er óendanlega mismunandi jarðvegur, misgreiðfær og víða ósléttur, sem þó er lagður undir plóginn til ræktunar. Eg er því neyddur til að álíta þessa am,- plóga góða og hentuga, einnig hér á landi, í þess meðhöndlun, er kynni að plægja með feim — hvern í sfnu lagi til síns brúks,- — og það engu að sfður fyrir það, þótt nú loksins kynni að vera kostur á öðrum álíka góðum eða enn betri plógum en þeir eru, fyrir hérlendar kringumstæður, sem eg full- yrði ekkert um, en eptirlæt framtíðinni um að dæma. Og skal eg enn taka það tram, að mér er alls ekkert annt um að útvega bændum hér þessa plóga, ef þeir hafa kost á að fá aðra eins góða eða betri, eða ef þeir vilja aðra fremur en þá. En pad skal eg fó verja, að eg hafi gert rétt í því að auglýsatil framboðs hérþessa marg- umræddu plóga, eins og á stóð, þegar eg gerði það. J. J. hefur meðal annars gefið greinilega í skyn, að þessir am.-plógar séu „allsendis ónýtir, og hafi ekkert til síns ágætis neina luitt verð". Hvað sem öllu öðru líður, þá er með þessu svo mikið sagt, sem gefur á- stæðu til að búast við þvf, að hann verði krafinn til ábyrgðar á þeim orðum sínum þó seinna verði. Með allra mesta myndugleik heldur J. J. því fram enn í þessari síðustu grein sinni um plógana, að eg hafi selt Bfél. hér plóg með nafninu „Canton Clipper", þótt eg „þræti" fyrir að hafr gert það.— Efságóði herra sannar pað að eg hafi framboðið hér eða selt plóg eða plóga með pví nafni, þá skal eg gefa honum 100 kr. (segi og skrifa eitt hundrað krónur) fyrir það ómak.— Það er meðal annars fremur einkennilegt við framkomu þessa náunga, í þessu plógamáli sem hann hefur að óþörfu vakið deilur í, að hann er svo hirðulaus, fljótfærinn eða övand- aður, að hann nefnir plógana röngum nöfn- um hvað eptir annað, en er þó innan hand- ar að vita hin réttu nöfn þeirra, ef hann vildi það. Og þessu líkt er fleira f grein hans. Þegar hann kemst ekki áfram með það, að það sé „Canton Clipper", sem eg hafði auglýst í „Hlín", þá segir hann að sá sem augl. er í Hlín (R. Gr.), sé engu betri en „C. Cl.“, að „bolurinn" á báðum sé al- vegr eins, en þó lakari á R. Gr. — Ennfrem- ur segir hann, að leiðrétting mín í Þjóðólfi hafi leiðrétt mjög lítið, en þó, „samt sem áður'' komist hann ekki hjá því að segja eitt- hvað um hana. Samkvæmt því hefði hann hlotið að segja miklu meira, ef hún hefði leiðrétt rnjög mikið að hans áliti; og þessa mest hefði hann þá hlotið að-segja auðvitað, ef hún hefði leiðrétt allt, svo að ekkert hefði purft að segja um hana. — Til þess að geta hugsað og skrifað svona listalega, þarf mað- ur líklega að vera /œrðut íslenzkiir búfræð- ingur r Að endingu vil eg svo ráða þessum herra til þess að fara gætilegar framvegis þegar hann verður knúður til að vanda um við náungann. Reykjavík 2%2. 1901. S. B. Jónsson. * sp * Meira um þetla efni verður ekki tekið í blaðið. Ritstj. Slysfarir. A aðfangadag jóla síðastl. vildi það stór- slys til, að tveir vinnumenn prestsins á Felli í Mýrdal, séra Gísla Kjartanssonar, hröpuðu til bana 1 svonefndu Holtsgili (milli Holts og Fells). Höfðu þeir farið að heiman um daginn til að svipast eptir lömbum, er sagt var, að væru í svelti í gilinu. Hafa eflaust gengið oftæpt á gilbrúninni eða snjóhengja brostið undan þeim, en gljúfur mikil í gil- inu um 40 faðma há, þar sem þeir fórust. Þá er séra Gfsli kom heim frá aptansöng í Skeiðflatarkirkju um kl. 10 og mennirnir voru ekki komnir heim fór hann þegar af stað að leita um nóttina með vinnumanni sínum, er eptir var, en líkin fundust ekki fyr en daginn eptir (á jóladaginn) þá er fleiri menn voru fengnir til leitarinnar. Sáust merki þess, að annar maðurinn hafði kom- izt lifandi á fætur og bundið klút um höf- uð sér (til að stöðva blóðrás úr áverka á höfðinu) en ekki getað komizt upp úr gilinu né fram úr því, eða verið svo að- franikotninn af meiðslum, gengið nokkur spor kringum stein einn og hnigið þar svo út af. En hitt Ifkið lá niðri í gilinu. Voru þetta unglingspiltar, tæplega tvítugir, Þor- geir Jónsson og Asgrímur Runólfsson; er móðir annars þeirra (Ásgrfnts) húskona þar á prestssetrinu Felli. Var slys þetta svo hraparlegt og sorglegt sem hugsazt gat. En frásögn þessi, eins og hún er hér sögð, er tekin eptir merkisbónda þar úr sveitinni (Guðmundi Þorbjarnarsyni á Hvoli), sem staddur er hér í bænum þessa dagana. Maður liengdi sig á Akureyri á jóladaginn, Jón Sigurðsson að nafni. Br enn u inadu ri 1111 úr Mjóafirði, Jón Guðjónsson, sáer kveikti í húsi sínu síðastl. haust, er fundinn örend- ur með stein bttndinn við handlegginn; hef- ur fyrirfarið sér sama morguninn og hann átti að mæta hjá sýslumanni. Skipstrand. Á Stað í Grindavlk rak nýlega á land enskt botnvörpuskip mannlaust. Eitt Dyrhólavitnid barst Þjóðólfi í hendur öldungis óvænt í gærkveldi, Það er einmitt bóndi úr Mýrdal (Guðm, á Hvoli), greindur maður og glöggur, sem róið hefur 7 vertiðir við Ðyrhólaey. Hann kannaðist vitanlega ekkert við Sunnan- fara-myndina, er honum var sýnd hún, hafði aldrei séð Portland svona í laginu!!, og sagði, að lýsingin á því þar í blaðinu væri þar að auki haugavitleysa. Hann kvaðst hafa hleg- ið dátt, er kunningi hans sagði honum frá þessu undarlega Dyrhólagati Isafoldarritstjór- ans. — Leiðinlegt að verða svona til athlægis alstaðar og geta enga björg sér veitt. Betur farið en heima setið!. Hið alþekkta góða C E M E N T — Dania — fæst ávallt í verzl. GODTHAAB og hvergi eins ódýrt. 8 Ingiríður heyrði ekki, hverju faðir hennar svaraði. Hún stóð upp og gekk út úr stofunni. Frá Rjóðri liggur vegurinn fram með ánni upp að fossinum við Se!- túnaasinn; en þar mjókkar dalurinn og verður einungis þröngt gljúfur, sem áin rennur um; þar liggur vegurinn upp á fjallið og var þar fyr á tímum mannhætta að fara um vegna grjótskriðna, sem þar voru mjög tíðar. Nú hefur bergið hinuin megin árinnar verið sprengt í sundur og vegurinn lagður þar upp, en enn < dag má sjá urðina, sem losnað hefur úr fjallinu, þar sem vegurinn lá áður um. Laxinn, sem leitar úr sjónum upp ( árnar og gengur opt margar mílur upp eptir þeim, kemst ekki lengra en upp að Seltúnaásnum; þeg- ar hann kemur inn í hringiðuna og verður var við fossinn, stekkur hann opt hátt í lopt upp til þess að komast upp fyrir fossinn, en í hvert sinn kastast hann aptur niður í hringiðuna. Þar er því bezta laxveiði og eiga Rjóðurbændurnir hana einir. Þar sat Knútur opt og tíðum með laxa- stöngina sína og svo var kveldið á undan útboðinu. „Gott kveld!" var sagt á bak við hann. Hann hrökk við, því að vegna dynjandans í fossinum hafði hann ekki heyrt neitt fótatak. Hann spratt þegar á fætur. „Kemur þú frá Borgund, Ingiríður?" „Nei, eg kem að heiman. Eg fór til þess að finna þig, því að eg hélt, að þú mundir vera hérna". Hún bliknaði enn meir, er hún talaði og röddin tók að skjálfa lít- ið eitt. „Eg hélt", mælti hún ennfremur, „að bezt væri að láta til skarar skríða; þú býst hvort sem er við því. Við höfum aldrei átt vel saman og kemur það æ betur og betur í ljós með degi hverjum. Eg held því að það sé bezt, að við skiljum fyrir fullt og allt". „Ingiríður! Er þetta alvara þín?" „Já, mér er alvara, Knútur, og eg hefi íhugað þetta mál vandlega. Hvorugt okkar getur að þessu gert, því að foreldrum okkar er einum um 5 „Mér finnst vera í nokkuð mikið ráðizt. Eg held að við ættum lieldur að kjósa vegavinnuna í sextán daga. En]j þetta er einungis mín skoðun". „Þú ert þá hræddur, Knútur!", sagði Andrés frá Völlum háðslega og augun í honum ljómuðu. „En ef nú Rjóðurbóndinn og eg tökum alla sökina á okkur, heldur þú, að þú þorir þá að vera með?“. „Knútur!" hvíslaði Ingiríður. Henni hitnaði um hjartaræturnar, hún fann að blóðið tók að streyma örar, því að hún blygðaðist sín fyrir áhuga- leysi Knúts. „Ef eg verð með, þá mun eg bera minn hluta af sökinni; þú munt víst hafa nóg með sjálfan þig. En eg held, að eg verði ekki með". „Þú þarft ef t.il vill fyrst að spyrja Aurdælina, hvort þú megir það", sagði Andrés frá Völlum glettnislega. Móðir Knúts var frá Aurdal, nyrztu kirkjusókninni í prestakallinu. Menn fóru í burtu, án þess að nokkuð hefði verið fastráðið; því að fyrst urðu menn að heyra, hvernig í mönnum lá í hinum sóknunum. En Andrés á Völlum varð eptir og þegar Knútur varð þess var, kvaddi hann líka; hann hafði látið í ljósi skoðun sfna og hann langaði ekki til þess að komast í orðahnippingar við Andrés. En kveðja Ingiríðar var kulda- leg; það var auðfundið, að hún var á sama máli sem faðir hennar og bandamenn hans. Þá þegar um kveldið óku þeir Andrés frá Rjóðri og Andrés frá Völlum til Borgar. Rjóðurbóndinn hafði áiitið, en hinn mælskuna. Hing- að til hafði Andrés frá Völlum ekki verið í miklum metum; hann var son- ur fátæks bónda, sem bjó á nokkrum hluta af Neðri-Völlum, en nú varð hann altt í einu kunnur um allan Leirdal, af þv< að hann var í för með Rjóðurbóndanum; þrjá daga samfleytt voru þeir á þessu ferðalagi og varð vel ágengt. í Hauga- og Borgundarsóknum kváðust allir reiðubúnir að þola súrt og sætt með Andrésunum, og láta eitt yfir alla ganga. Aurdælir voru hinir einu, er ekki vildu vera með. Ingiríður og Knútur höfðu ekki sézt í fjóra daga, því að hún forð- aðist hann sem heitan eld. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.